Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þú skalt aldeilis eiga mig á fæti ef þú hættir ekki að kássast upp á
ESB ástina mína, hr. Tobin.
Umboðsmaður Alþingis um kvörtun Hundaræktarfélagsins
Borgin endurreikni
hundaley fisgj ald
UMBOÐSMAÐUR Alþingis beinir
þeim tilmælum til borgarstjómar
Reykjavíkur að fram fari traustur
útreikningur á þeim kostnaðarliðum,
sem heimilt er að leggja til grundvall-
ar útreikningi á fjárhæð gjalds fyrir
leyfi til hundahalds fyrir árið 1995.
Reynist gjaldið hafa verið ákvarðað
of hátt beri að lækka það.
Þetta er niðurstaða umboðsmanns,
sem fjallaði um kvörtun Hundarækt-
arfélags íslands. Félagið taldi leyfis-
gjald vegna hundahalds hærra en
næmi þeim kostnaði, sem borgin
hefði af hundahaldinu. Það, sem of-
tekið væri með þessum hætti af hálfu
Reykjavíkurborgar og látið renna í
borgarsjóð, væri í raun skattheimta,
sem ekki ætti stoð í viðhlítandi skatt-
lagningarheimild.
Umboðsmaður vitnar í niðurstöð-
um sínum m.a. til bréfs lögfræði- og
stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborg-
ar vegna málsins, um að borgarbók-
hald hafi reiknað út, að á tíu ára
tímabili hafi þjónustugjöld vegna
hundahalds verið hærri en bókfærð
útgjöld af hundaeftirlitinu, sern næmi
rúmum 4,7 milljónum króna. I bréfi
borgarlö'gmanns hafí því aftur á
móti verið mótmælt, að þjónustu-
gjöld hafi verið oftekin, heldur hafi
kostnaður af rekstri hundaeftirlits
ævinlega verið hærri en tekjur.
Ekki traustur útreikningxir
„Af framansögðu er Ijóst, að ekki
liggur nægjanlega skýrt fyrir, hvaða
kostnaðarliðir hafa verið lagðir til
grundvallar við útreikning gjaldsins
eða hversu háir þeir hafa verið. Þar
sem ekki hefur farið fram traustur
útreikningur á þeim kostnaðarliðum,
sem heimilt er að leggja til grundvall-
ar útreikningi á ijárhæð þessa gjalds,
verður ekki fullyrt, hvort það hafi
verið ákvarðað of hátt, og ef svo
var, hversu mikið oftekið hafi verið,“
segir umboðsmaður, sem bendir
einnig á að kostnaður vegna inn-
heimtu á leyfisgjaldi í vanskilum
verði ekki tekinn af leyfishöfum í
hinu almenna leyfisgjaldi, nema til
þess komi sérstök lagaheimild.
Umboðsmaður mælist til að borg-
arstjórn láti fara fram traustan út-
reikning á kostnaðarliðum og þegar
sá útreikningur liggi fyrir verði kostn-
aðarliðir athugaðir af umhverfisráðu-
neytinu í samræmi við ákvæði laga.
Safnað til
rannsókna
ágigt
RAUÐ fjöður Lionshreyfingarinn-
ar verður seld dagana 31. mars
til 2. apríl næstkomandi. Forseti
Islands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, er verndari söfnunarinnar.
Forsetinn heimsótti Gigtarfélag
íslands í tilefni af undirritun
samnings félagsins og Lionshreyf-
ingarinnar um söfnunina.
Því sem safnast verður varið til
að koma^á fót Gigtarrannsókna-
stofnun íslands, sem vísindaráð
Gigtarfélags íslands hefur undir-
búið undanfarin ár. Hlutverk
rannsóknastofnunarinnar verður
að nýta sem best sérstöðu íslands
til rannsókna á gigtarsjúkdómum,
að því er segir í fréttatilkynningu.
Rannsóknir íslenskra gigtarsér-
Morgunblaðið/Kristinn
ALBERT Kemp, fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á fs-
landi, nældi rauðri fjöður í barm forseta íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur. Á milli þeirra sést Kristjan Steinsson formaður
vísindaráðs Gigtarfélags íslands.
fræðinga munu hafa vakið athygli
erlendis og verður rannsókna-
stofnuninni ætlað að taka frum-
kvæði í fjölþjóðlegum rannsókn-
um á gigtarsjúkdómum.
Hver rauð fjöður verður seld á
300 krónur og hafa Lionsmenn
sett sér það markmið að safna 25
til 30 milljónum króna í þessari
sjöttu landssöfnun sinni.
Formaður Lögmannafélags Islands
Konum fjölgar
í lögmannastétt
KONUR veita nú
forystu helstu fé-
lögum lögmanna
og lögfræðinga hér á
landi. Nýlega var við-
mælandi blaðsins, Þór-
unn Guðmundsdóttir hrl.,
kjörin fyrst kvenna for-
maður Lögmannafélags
íslands. Hún hefur áður
setið í stjórn félagsins og
einnig í stjórn Lögfræð-
ingafélags íslands þar
sem Dögg Pálsdóttir
skrifstofustjóri gegnir nú
formennsku, einnig fyrst
kvenna.
- Hver er munurinn á
Lögfræðingafélaginu og
Lögmannafélaginu?
Lögfræðingafélag Is-
lands eru ftjáls félaga-
samtök lögfræðinga og
félagsmenn um 800. Þar
eru lögfræðingar sem gegna
ýmsum störfum, bæði embættis-
menn, lögfræðingar fyrirtækja
og stofnana, málflutningsmenn
og dómarar. Félagið sinnir fýrst
og fremst fræðslustarfi fyrir lög-
fræðinga.
Þeir sem hafa málflutnings-
réttindi, bæði fyrir héraðsdómi
og hæstarétti eru hins vegar
skyldaðir með lögum um mál-
flytjendur til aðildar að Lög-
mannafélagi íslands. Félags-
menn eru nú 426, 280 héraðs-
dómslögmenn og 146 hæstarétt-
arlögmenn. Karlar eru í miklum
meirihluta. í félaginu eru 49
konur og þar af fjórar hæstarétt-
arlögmenn.
- Hvers vegna er hlutfall
hæstaréttarlögmanna í hópi
kvenna mun lægra en karla?
Það verður að skoða aldurs-
dreifinguna í þessu sambandi.
Ég tel að það sé líkt farið með
stétt málflutningsmanna og aðr-
ar stéttir sem til skamms tíma
voru hefðbundnar karlastéttir, til
dæmis læknastéttina. í eldri ald-
urshópum eru fáar konur. Maður
verður að hafa náð þrítugsaldri
til að fá að flytja prófmál fyrir
hæstarétti. Svo getur heppni ráð-
ið því hvort maður fær prófmál.
Hæstiréttur verður að sam-
þykkja það þannig að þetta getur
verið spurning um að hitta á mál
sem Hæstiréttur samþykkir.
-Fjölgar konum ört í stétt
máiflutningsmanna?
Mér finnst þeim hafa fjölgað
mikið frá því ég bytjaði fyrir
tólf árum. Þá starfa margar kon-
ur nú sem lögmannsfulltrúar og
því væntanlega á leið- ----------
inni Í stéttina. Stjórnin hefur
- Hvert er hlutverk agavald yfir
stjórnar Lögmannafé- félögum
Þórunn Gudmundsdóttir
hrl.
►Þórunn Guðmundsdóttir
hrl. var nýlega kjörin formað-
ur Lögmannafélags íslands og
er fyrsta konan til að gegna
því embætti. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MH 1976 og prófi
í lögfræði frá Háskóla íslands
1982. Hún stundaði framhalds-
nám við lagadeild Cornell há-
skóla í íþöku og lauk þaðan
LL.M. gráðu 1983. Þórunn
öðlaðist málflutningsréttindi
fyrir héraðsdómi 1984 og
hæstarétti 1988. Hún starfaði
sem fulltrúi sýslumannsins í
Dalasýslu og hefur starfað
sem lögmaður í Reykjavík frá
1983. Þórunn var skipuð próf-
dómari við lagadeiid HÍ 1992.
Hún var í stjórn Lögfræðinga-
félags íslands 1987-89, í sljórn
Lögmannafélags íslands
1988-91 og kjörin formaður
1995. Hún hefur verið í stjóm
norrænu lögfræðingaþing-
anna frá 1990.
lagsins? _________
Samkvæmt mál-
flutningalögum ber stjórninni að
hafa eftirlit með félagsmönnum;
að þeir hagi sér í samræmi við
siðareglur og samþykktur Lög-
mannafélagsins og í samræmi
við lögin um málflytjendur.
Stjórnin hefur líka agavald yfir
féíagsmönnum og getur veitt
áminningar. Þá úrskurðar stjórn-
in um þóknun fyrir lögmanns-
störf. Skjólstæðingar lögmanna
geta leitað til stjórnar félagsins
ef þeir telja að þeir fái ekki nógu
góða þjónustu hjá sínum lög-
manni, hann áskilji sér of háa
þóknun, svari ekki bréfum og svo
framvegis. Stjórnin sinnir einnig
fræðslumálum og ýmsum öðrum
hagsmunamálum lögmanna.
Eins hefur Alþingi iðulega leitað
umsagnar félagsins um laga-
frumvörp.
- Hvað um fjárhagslega
ábyrgð á félagsmönnum?
Félagið er fjármagnað með
félagsgjöldum og svokölluðu
málagjaldi, í hvert skipti sem
lögmaður þingfestir mál greiðir
hann 300 krónur til félagsins.
Hluti af því rennur í námssjóð
og hluti í ábyrgðasjóð. Ábyrgða-
sjóðurinn var stofnaður að frum-
kvæði félagsins til að bæta við-
skiptamönnum það tjón sem þeir
kunna að verða fyrir vegna gjald-
þrots lögmanns.
-------- - Eru einhver til-
tekin verkefni sem þú
hyggst vinna í þinni
formannstíð?
_________ Það liggur fyrir fé-
laginu að breyta sam-
þykktum sínum í samræmi við
breytingar á lögum um málflytj-
endur sem samþykktar voru á
Alþingi rétt fyrir þinglok. Nú eru
lögmenn skyldaðir til að hafa
starfsábyrgðartryggingu. Með
henni tryggja lögmenn sig fyrir
ýmsum mistökum í starfi. Það
eru margir lögmenn sem þegar
hafa keypt slíka tryggingu, en
félaginu ber að fylgja því eftir
að allir geri það. í öðru lagi er
lögmönnum nú gert að stofna
sérstaka vörslufjárreikninga til
að halda fé skjólstæðinga að-
skildu frá eigin fé. Þetta eykur
eftirlitshlutverk stjórnar Lög-
mannafélagsins. Við þurfum að
breyta samþykktum okkar fyrir
1. nóvember næstkomandi, svo
þetta er verkefni sem verður
gengið í fljótlega.