Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 11 FRÉTTIR Búnaðarþing vill aðgerðir til lausnar vanda sauðfjárbænda Leitað samkomulags um nýja stefnumörkun Alvarleg staða sauðfjár- ræktarinnar var eitt helsta málið á Búnaðar- þingi og þar var sam- þykkt ályktun um að- gerðir sem þingið telur að grípa þurfi til í því skyni að finna lausn á vanda greinarinnar. INNVEGIN framleiðsla sauðfjáraf- urða hefur fallið úr 15.378 tonnum árið 1978 í 8.797 tonn árið 1984, eða um 43%, en tekjusamdráttur sauðfjárbænda á tímabilinu er hlut- fallslega meiri. Búnaðarþing telur að til að ráða bót á vandanum þurfi víðtæka pólitíska lausn pg fól það stjórn Bændasamtaka íslands að leita eftir samkomulagi við ríkisvald- ið um nýja stefnumörkun. Búnaðarþing, sem lauka s.l. sunnudag, telur brýnast sem fyrstu aðgerð til lausnar á vanda sauðfjár- bænda að heimild verði fengin til að flytja út á erlenda markaði kinda- kjöt sem er innan greiðslumarks, þannig að birgðastaðan 1. september verði ekki umfram 500 tonn, en birgðir munu nú vera um 1.500 tonn. Jafnframt þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að allt sláturfé komi í sláturhús í haust með því að greiða tiltekna upphæð á allt innvigtað kindakjöt umfram efri mörk greiðslumarks, en til að tryggja framgang þessara aðgerða þurfi að koma til sérstakir fjármunir frá hinu opinbera. Jafnframt þessu þurfi að tryggja rétt bændafólks til atvinnuleysisbóta og efla Jarðasjóð í samræmi við bók- un búvörusamninga þannig að sjóð- urinn geti keypt jarðir þeirra bænda sem vilja hætta búskap eða aðstoðað sveitarfélög við slík kaup. Heimaslátrun verði takmörkuð Næstu aðgerðir sem Búnaðarþing vill að gripið verði til er að skoða sérstaklega fyrirkomulag á stuðningi WVestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72x65x85 41.610,- HF271 92x65x85 46.360,- HF396 126x65 x85 53.770,- HF506 156x65x85 62.795,- SB30O 126x65x85 58.710,- Frystiskápar FS205 125 cm 56.430,- FS 275 155 cm 67.545,- FS 345 185 cm 80.180,- Kæliskápar KS 250 125 cm 53.390,- KS315 155 cm 57.190,- KS 385 185 cm 64.695,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 80.465,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 2 pressur KF350 185 cm 93.670,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF 355 185 cm 88.540,- kælir 271 Itr frystir 100 Itr rp 2 pressur TM ! Faxafeni 12. Sími 38 000 1 Morgunblaðið/Kristján Zophaníasson VANDI sauðfjárræktarinnar verður helsta úrslausnarefni hinnar nýju forystu bændasamtakanna. ríkisins við sauðfjárframleiðsluna með það að leiðarljósi að ná sem flestu fé í sláturhús, skapa aukinn sveigjanleika í framleiðslu, skapa möguleika á störfum greiðslumarks- hafa að landgræðslu og skógrækt, og að kanna með hvaða hætti sé hægt að beina stuðningi til þeirra sveita og jaðarbyggða sem standa sérstaklega höllum fæti og hvernig staðið sé að slíku í nágrannalöndun- um. Þingið felur stjórn bændasamtak- anna að beita sér fyrir því að heima- slátrun verði takmörkuð svo sem kostur sé og verði meðal annars skoð- að að gera samanburð á ásetningi og afurðum, koma á leyfisveitingum og skráningu á heimaslátrun og meta möguleika á því að taka upp merkingarkerfi á gripum samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins. Þróunarsjóður og markaðsráð Búnaðarþing vill að stofnaður verði þróunarsjóður sem hafi það hlutverk að stuðla að vöruþróun fyr- ir innlendan og erlendan markað og endurbótum á aðstöðu til slátrunar og vinnslu kindakjöts samkvæmt ESB stöðlum. Stefnt verði að 100 milljóna króna framlagi til sjóðsins á ári og verði leitað eftir samkomu- lagi við ríkisvaldið, Byggðastofnun, Framleiðnisjóð o.fl. um fjármögnun sjóðsins. Þá vill Búnaðarþing að komið verði á fót sérstöku markaðsráði kinda- kjöts sem hafi ráðstöfunarrétt og söiuábyrgð á allri kindakjötsfram- leiðslunni, en starfí í samvinnu við sláturleyfíshafa og aðra hagsmuna- aðila. A markaðsráðið meðal annars að hafa forgöngu um vöruþróun kindakjötsafurða bæði fyrir innlenda og erlenda markaði, úrbætur í að- stöðu til slátrunar og vinnslu, sölu- starf og skipulagningu á sölu kinda- kjöts á innlendum markaði, sölustarf erlendis og markaðs- og sölustarf varðandi gærur og innmat sauðfjár. Loks vill Búnaðarþing að Hag- þjónustu landbúnaðarins verði falið að 'skoða alla þætti kostnaðar við sauðfjárframleiðslu og hagfræði- ráðunautum bændasamtakanna verði síðan falið að leggja fram til- lögur um hvernig hægt sé að draga úr kostnaðinum. Jafnframt verði unnið skipulega að hagræðingu og lækkun kostnað_ar við slátrun og úrvinnsiu sauðfjárafurða, m.a. með fækkun eða sérhæfingu sláturhúsa og samvinnu um slátrun á stærri svæðum. Viðbótargisting á tilboðst/erði Austurstræti 17, 2. hæð ■ Sími 562-4600 | VIA höfum nú fengiA viAbótargistingu á Benidorm í þessa vinsœlu ferö og getum nú boAift 8 viftbótaríbúftir á Don Sahra fbúftarhótelinu sem er staftsett f hjarta Benidorm. Allar íbúðir meö elnu svefnherbergl, bafti, cldhúsi, stofu og svölum og veitingastaftur og mótttaka á hótclinu. Verð frá kr. 50.830 pr. mann m.v. hjón meft 2 böm, 23. april. Verð frá kr. 63.560 pr. mann m.v. 2 í ibúft, Don Salva. * Innifalið í verði: Flugvallarskattar, forfallogjald, flug, gisting og ferðir til og fró flugvelli erlendis. Guðni Ingólfsson hjáVKS Ekki hægt að tjá sig um útreikninga GUÐNI Ingólfsson tölvunarfræðing- ur hjá Verk- og kerfisfræðistofunni, VKS, sem annaðist útreikninga fyrir heilbrigðisráðuneytið vegna upptöku tilvísanakerfisins, segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um útreikn- inga Jóhanns Rúnars Björgvinssonar hagfræðings, sem hann vann fyrir sérfræðilækna um kostnað vegna tilvísanakerfisins. Guðni segir að þar sem hann hefði ekki séð niðurstöður Jóhanns og for- sendur þeirra sé það bæði ófag- mannlegt og óábyrgt að tjá sig um málið. Eins og kom fram í Morgunblað- inu síðastliðinn laugardag benda nið- urstöður Jóhanns Rúnars Birgisson- ar til þess að tilvísanakerfið leiði til 90-200 milljóna króna kostnað- arauka fyrir ríkið, en útreikningar Verk- og kerfisfræðistofunnar bentu hins vegar til þess að ríkið myndi spara 120 milljónir með því að taka upp tilvísanakerfi. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra hefur lýst því yfir að ef sérfræðingar afhendi honum skýrslu Jóhanns Rúnars muni hann óska eftir því að Verk- og kerfisfræðistóf- an legði mat á útreikningana. Prestaköll auglýst laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst eft- irtalin prestaköll og störf laus til umsóknar. Digranesprestakall í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra; sr. Þorberg- ur Kristjánsson, sóknarprestur, læt- ur nú af störfum fyrir aldurs sakir 1. ágúst og verður prestakallið veitt frá þeim tíma. Ólafsfjarðarprestakall í Eyjafjarð- arprófastsdæmi; sr. Svavar Jónsson, sóknarprestur, hefur verið ráðinn héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þin- geyjarprófastsdæmum. Prestkallið verður veitt frá 1. júní. Seyðisfjarðarprestakall í Múla- prófastsdæmi; sr. Kristján Róberts- son, sóknarprestur, lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir 1. ágúst og verður prestakallið veitt frá þeim tíma. Þá er auglýst staða aðstoðar- prests í Grafarvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Staðan verður veitt frá 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. 51500 Hafnarfjörður Álfaskeið 4ra-5 herb. ca 100 fm íb. á 1. hæð í þríbýli. Sérinng. 3 svefn- herb. Bílskúrsr. Lítið áhv. Álfaskeið 4ra herb. ca 100 fm íb. á 2. hæð í fjölbýli. 3 svefnherb. Arinn. Tvennarsvalir. Ekkert áhv. Laus. Grænakínn Efri sérh. og ris í tvíb. ásamt bílsk. samt. ca 135 fm. Sérinng. 3 svefnherb., tvær stofur o.fl. Baðherb. nýuppg. Áhv. ca 2,7 m. Vesturvangur Einb. á einni hæð ásamt bílsk. samt. 200 fm. 3 svefnherb. Garð- skáli. Mjög vönduð eigh. Ræktuð lóð. Ath. skipti á minni eign. Vörðustígur Einb., kj., hæð og ris. Þarfnast lagfæringa. Góð staðsetn. Út- sýni. Ekkert áhv. Flókagata Einb. á fjórum pöllum, ca 190 fm, ásamt nýjum bílsk. og öðrum eldri. Mikið endurn. Útsýni. Áhv. ca 2,5 millj. eldra Byggsj- lán. Ath. skipti á minni eign. Brunnstígur Einb., kj., hæð og ris ca 200 fm. Nýtt rafmagn og hiti. Gluggar og gler nýtt að hluta. Ekkert áhv. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj. samt. 204 fm. Mikið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítilli íb. Langeyrarvegur Lítið einb. á tveimur hæðum ca 70 fm. 3 svefnherb. Áhv. ca 1 m. Iðnaðarhúsnæði Drangahraun 120 fm iðnaðarhúsn. pússað og málað. Innr. skrifst. og snyrt- ing. Stór hugrð. Meðal lofth. 3,50 m. Bílaiyfta getur fylgt. Reykjavík Laxakvísl Stórskemmtil. 5-6 herb. íb. á 2. hæð og risi í nýl. litlu fjölb. ca 137 fm. 3 svefnherb. Þvottah. í íb. Fyrsta flokks sam- eign. Áhv. ca 1,7 millj. eldra Byggsj. lán. Hæðargarður Afar smekkl. nýl. uppgerð 5-6 herb. hæð og hækkað ris í litlu fjölb. samt. 142 fm. M.a. nýtt þak, rafmagn og Danfoss. Áhv. ca 4,4 millj. húsbr. og eldra byggsjl. FASTEIGNASALA, Linnetsstfg 3, 2. hæð, Hfj., Árni Grótar Finnsson hrl., Bjarni Lárusson hdl., símar 51500 og 51501. Heimas. sölumanns 654171. í miðbæ Kópavogs Glæsilegt skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum samtals um 1400 fm. Má seljast í hlutum. Bílskýli undir húsi, auk fjölda annarra bílastæða. Eignin afhendist strax tilbúin undir tréverk að innan og fullfrágengin að utan. Hagstæð greiðslukjör. Upplýsingar veittar í síma 658517.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.