Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 20

Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að hugsa og hanna ANTTI Nurmesniemi: Göngustafir. HÖNNUN Norræna húsiö TEIKNINGAR OG SMÍÐISGRIPIR ANTTI NURMESNIEMI Opið alla daga kl. 14-19til2.apríl. Aðgangur kr. 200. Bók um lista- manninn kr. 1500. FINNAR hafa löngum getað stát- að af hönnuðum, sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana og skapað sér nafn á heimsmæli- kvarða; smæð landsins og fjarlægð frá þungamiðjum viðskiptanna hafa ekki reynst þær hindranir, sem ætla mætti. Finnskir hönnuðir hafa mikið byggt starf sitt á náttúrulegum gæð- um landsins, en auk húsmuna úr tré hafa þeir einnig haslað sér völl á jafn ólíkum sviðum sem almennri byggingarlist, tæknihönnun og við gerð samgöngumannvirkja ekki síður en innréttinga og hjálpartækja hversdagsins. Antti Nurmesniemi er góður full- trúi fmnskra hönnuða, en sýningin í Norræna húsinu var upphaflega sett saman í tilefni af fjörutíu ára langri og gifturíkri starfsævi listamannsins 1992. Nurmesniemi kom fram á sjón- arsviðið á sjötta áratugnum, þegar fínnsk hönnun tók að leggja undir sig heiminn, og vakti fljótlega at- hygli fyrir verk sín. Þetta sést best á ýmsum þeim verðlaunum, sem hann vann til, en þar má m.a. nefna fyrstu verðlaun á afmælissýningu fínnska hönnunarfélagsins 1955, við- urkenningu fyrir besta verkið á Handverkssýningu Munehen 1956 og Lunning-verðlaunin í Danmörku 1959; listinn yfír verðlaun og heið-> ursnafnbætur listamannsins er lang- ur og mikilfenglegur allt fram á síð- ustu ár, en Nurmesniemi lét nýlega af störfum sem forseti Alþjóðasam- bands hönnunarfélaga, ISICD. Á sýningunni getur að líta nokk- urn flölda sýningargripa, einkum húsgagna og húsmuna, auk teikn- inga, ljósmyndá og uppdrátta af fjöl- breyttum verkefnum frá ýmsum skeiðum á ferli Nurmesniemi. Er hlutur hans í húsagerðarlist þar eink- um athyglisverður; listamaðurinn hannaði sjálfur eigið íbúðarhús og vinnustofu, sem ber glögg merki hrifningar hans af hreinum línum og litum, sem m.a. má rekja til „De Stijl“-hreyfingarinnar og Bauhaus- skólans fyrr á öldinni. Samvinna hans við aðra við endurgerð sögu- legra bygginga hefur einnig tekist vel, sem og innréttingar hans í hina frægu byggingu finnska sendiráðsins í Nýju Dehli í Finnlandi, sem er með þekktari nýsmíðum síðasta áratugar. Hönnunarstarf Nurmesniemi hef- ur spannað vítt svið í gegnum árin. Hér má sjá glæsilega hönnun hans á neðanjarðarlestum fyrir Helsinki, sem og einfalda úrvinnslu flókinna verkefna eins og brúargerðar. Nýj- ustu verkefnin á þessu sviði snúa að hönnun háspennumastra, sem er ætlað að falla vel að umhverfi sínu í þéttbýli og á ýmsum stöðum þar sem hefðbundnari stálgrindamöstur mundu stinga illilega í stúf við yfir- bragð landsins; þessi möstur virðast falla jafn vel að skógi vaxinni nátt- úru Finnlands eins og þau væru veikluleg í garranum á íslandi. Sýningargestir munu þó helst staldra við þann fjölda ólíkra muna, sem hér getur að líta, allt frá pottum til hægindastóla, kolla til kakóhitara, hvíldarstóla til göngustafa. Það sem einkum vekur athygli — utan jafnra gæða, frágangs smáatriða og fjöl- breyttrar notkunar mismunandi efna — er hversu vel þessir hlutir hafa staðist tímans tönn; hér er fátt sem hægt væri að kalla úrelt sakir tækni- breytinga eða nýrra viðhorfa. Nægir að benda á jafn ólíka hluti og gufu- baðskollin góðafrá 1952, „Triennal“- stólinn frá 1960 og símana frá 1984 í því samhengi. Göngustafirnir frá 1986 sýna loks að oft má bæta það sem er talið sígilt, þannig að það fái nýja reisn og nýtist betur en áður, en slík „endurvinnsla", hugsun og hönnun, er í raun kjaminn í öllu starfí Antti Nurmesniemi. Sýningin hér líður að nokkru fyrir húsnæðið, þar sem hún er greinilega hönnuð fyrir sali með meiri lofthæð og betra rými. Þannig er veggspjöld- um skáskotið í gólf í stað þess að standa við veggi, og göngurými umhverfis sýningargripi er þrengra fyrir vikið. Þetta eru í eðli sínu minni háttar atriði, en sýna þó vel takmark- anir þessa sýningarsalar, sem hefur þjónað íslendingum svo dyggilega um áratuga skeið, þrátt fyrir að hafa orðið til nánast sem eftirþanki við byggingu þessa fagra húss. A undangengnum árum hefur ver- ið staðið einkar vel að kynningum á finnskri hönnun hér á landi, og ber að þakka það, um leið og áhugafólk um hönnun er hvatt til að leggja leið sína í Norræna húsið. Hins veg- ar er rétt að minna á að hönnun er einnig á háu stigi á öðrum Norður- löndum, og væri ekki úr vegi að óska eftir frekari kynningum frá fleiri löndum á þessu sviði; af nógu er að taka þar sem hönnun, framleiðsla og útflutningur iðnaðarvara er einn mikilvægasti þátturinn í efnahagslífi þessara frændþjóða okkar. Eiríkur Þorláksson Ævintýrið enn í hættu KVIKMYNDIR Bíóborgin/Sagabíó SAGAN ENDALAUSA 3 „THENEVERENDING STORY 3“ ★>/2 Leikstjóri: Peter MacDonald. Aðal- hlutverk: Jason James Richter, Melody Kay, Jack Black, Freddie Jones. Cinevox Entertainment. 1994. SAGAN endalausa ætlar að reynast að sönnu endalaus. Þriðja myndin í bálknum hefur nú verið frumsýnd og hún skiiur eftir pláss fyrir þá fjórðu. Fyrir þá sem þekkja ekki til sögunnar hefur hún snúist um að bjarga ævintýralandinu Fantasíu úr klóm illra afla og sú barátta heldur áfram hér. Eina tilbreyt- ingin er sú að nú koma ævintýra- persónumar yfir í mannheima og kynnast frekar dauflegum raunveruleikanum. Myndin byggist talsvert á brúðuvinnu Jim Hensons fyrir- tækisins, sem er viðunandi, en sagan er lítilfjörleg og ber þess merki að vera samin fyrir yngri krakka. Nýr leikari er kominn í hlutverk Bastians Baltasar Bux, drengsins sem á Söguna enda- lausu, en það er Jason James Richter. Hann fer ágætlega með hlutverk utanveltu stráks sem er að byija í nýjum skóla, eign- ast nýja fjölskyldu þegar faðir hans kvænist aftur og það sem verst er, eignast systur sem er illþolandi. Oþjóðalýður í skólan- um kemst yfir Söguna endlausu og boðar að hefðbundnum hætti eyðileggingu ævintýrisins en stráksi með hjálp vina sinna úr Fantasíu er ekki dauður úr öllum æðum. Hugsunin á bak við þessa endalausu sögu er prýðileg og hún virkar sem góð auglýsing fyrir bókina nú á tímum tölvu- leikja og sjónvarpsgláps en áherslan hér á fjölskyldusam- heldni og ástúð reynist væmin og einfeldningsleg, jafnvel fyrir þrjúbíó sem þetta. Leikurinn er upp og ofan. Pönkaragengið sem á að leika óþokkana virkar frek- ar hallærislegt en ógnandi og fjölskyldumeðlimir stráksins eru ekki miklir leikarar. Fantasía og ævintýrapersónumar eins og hinn fljúgandi Falkor, steina- barnið og álfarnir gefa myndinni lit en það dugar ekki til þegar mannheimar reynast svona óspennandi. Eins og í sögn KVIKMYNPIR Laugarásbíó Inn um ógnardyr „In the Mputh of Madness“ ★ ★ Leikstjóri: John Carpenter. Aðal- hlutverk: Sam Neill, Jurgen Proc- hnow, Charlton Heston og David Wamer. New Line Cinema. 1994. JOHN Carpenter var einhver fremsti og besti leikstjóri msl- mynda á áttunda og níunda ára- tugnum eins og Flóttinn frá New York og „The Thing", svo aðeins séu nefndar tvær þær bestu, vitna um. Carpentermynd var eitthvað sem helst mátti ekki missa af. En myndir hans urðu af einhverjum ástæðum verri og verri, hann missti kraftinn og er nú horfínn af sjónarsviðinu. Nema nú sprettur upp Carpent- ermynd -að nýju og þótt hún sé íjarri því að vera með því besta sem hann áður gerði og hún sé ósköp léttvæg hrollvekja má hafa svolítið gaman af henni. Inn um ógnardyr eða „In the Mouth of Madness11 segir af hálf- gerðum einkaspæjara sem settur er í að hafa uppá týndum met- söluhöfundi. Höfundurinn er frægur fyrir hrollvekjur sínar og áður en spæjarinn veit af er hann orðinn að persónu í nýjustu hryll- ingssögunni hans en hún segir af því hvernig hið illa tekur völd- in í heiminum í gegnum, met- sölubækur höfundarins Söguþráðurinn í þessum New Line hrollvekjum verður aldrei greyptur í stein en Carpenter tekst að búa til svolitla spennu blandaða húmor úr bullinu og leikur stundum skemmtilega á skilin milli skáldskapar og raun- veruleika, sem reyndar er orðin talsvert þreytt formúla hjá New Line. Leikaraliðið hefur séð betri daga. Það fellur þó ekkert illa inní reyfarann, sem Carpenter passar blessunarlega uppá að taka aldrei of hátíðlega. Sam Neill leikur spæjarann og er sæmilega ráðvilltur, Jurgen Prochnow er líklega Satan sjálf- ur, David Wamer kemur við sögu og það er einkar gaman að sjá hvað Ben Hur hefur elst vel en Charlton Heston fer með litla rullu. Inn um ógnardyr er aldrei meira en formúluafþreying úr hryllingsmyndageiranum er rétt minnir á að einu sinni voru Car- pentermyndir eitthvað sem mað- ur mátti ekki missa af. Arnaldur Indriðason Gaman gaman LEIKLIST íslcnska ópcran HÓTEL BREKKAN Menntaskóiinn við Sund: Hótel Brekkan. Handrit: Guðmundur Gunnarsson, Magnús Bjarnason, Ingimar Helgason, Þórir Karlsson. Tónlist: Logi Gunnlaugsson, Ingólfur Jóhannesson, Ólafur Haraldsson, Birgir Steinarsson. Leikstjóri: Hörð- ur Torfason. Sviðsmynd: Siguijón Jóhannesson. Aðalhlutverk: Valdi- mar Hilmarsson, Aðalsteinn Aðal- steinsson, Sigríður Friðriksdóttir, Hlynur Magnússon, Jóhann Baldvins- son, Kári Guðmundsson, Amór Jóns- son, Heimir Birgisson, Bjöm Guð- jónsson. Mánudagurinn 20. mars. ÞAÐ myndi æra óstöðugan að telja upp alla þá áttatíu sem standa að þessari sýningu sem er, þegar á heildina er litið, einhver sú besta sem ég hef séð í leikhússmiðju framhalds- skólanna á þessu ári. Hér leggst allt á eitt: Samstilltur leik- og sönghópur flytur af innlifun og kátínu skemmtilegt, frumsamið verk undir stjóm Harðar Torfasonar, leikstjóra sem bersýnilega hefur sest niður, gert sér glögga mynd af því hvernig sýningin í heild ætti að líta út og fengið alla í lið með sér. Gam- an gaman. Söngleikurinn Hótel Brekkan fjallar um undirbúning stór- veislu á hóteli og leggjast flestir á eitt að inna starf sitt vel af hendi. Þó er misjafn sauður í mörgu fé. Sonur framkvæmdastjórans er ungur og metnaðarfullur maður sem ætlar að auðgast stórlega á ólögmæt- an hátt. Von er á sendingu á hótel- ið, en hún týnist og það verður til þess að sumir tapa sér .. . I þessari sýningu standa sig allir svo vel að það-jaðrar við ósanngirni að hæla einum öðrum fremur. Hljómsveitin leikur vel og hefur uppi fyndna takta. Dansarnir eru vel útfærðir og leikendur eru hreyf- anlegir og frjálslegir á sviðinu og þess vegna verður sýningin aldrei stöð heldur sprellifandi. Sjónrænn húmor sem sækir ýmis- legt til pantómímu, Commedia dell- ’Arte og burleskunnar lífgar mjög upp á sýninguna. Sama er að segja um búninga og förðun. Þar er allt í stílnum. Sviðsmynd Siguijóns Jó- hannessonar góð. Arnór Jónsson er feiki skemmtilegur Færeyingur, lipur á alla lund, og Hlynur Magnússon góður sem bossadillarinn Teddi. Sig- ríður Friðriksdóttir, Aðalsteinn Að- alsteinsson og Valdimar Hilmarsson sýnda góða takta í hlutverkum sínum og sömu sögu er að segja um marga í smærri hlutverkum. Það er ánægjulegt að sjá eins vel unna skólasýningu og Hótel Brekk- an. Hún vitnar um hæfileikaríkt ungt fólk sem tekst á við margþætt verk- efni og gerir því glansandi skil undir stjórn leikstjóra sem hlýtur að vera einn sá besti í bransanum í söngleikj- um sem þessum. Guðbrandur Gíslason Kolbeinn Ketilsson syngur hlut- verk Alfredos í La traviata KOLBEINN Ketilsson mun syngja hlutverk Alfredos á nokkrum sýningum á La traviata, sem íslenska óp- eran sýnir um þessar mund- ir. Kolbeinn er nýkominn frá Vín, þar sem hann er búsettur um þessar mundir, en skömmu fyrir heimkom- una skrifaði hann undir samning við Óperuhúsið í Hildesheim í Þýskalandi til eins árs þar sem hann mun meðal annars syngja aðaltenórhlutverkin í Ævin- týrum Hoffmans og Töfraflautunni. Kolbeinn lauk burtfarar- prófi frá Nýja tónlistarskól- anum 1988 þar sem Sigurð- ur Dementz var kennari hans. Sama ár hélt hann til Vínarborgar þar sem hann var við söngnám hjá Leop- old Spitzter og vorið 1993 útskrifaðist hann frá Hoch- schule fur Musik und dar- stellende Kunst í Vín sem óperusöngvari. Samhliða óperusöng kemur Kol- beinn reglulega fram sem flytjandi í óperettu-, ljóða- og kirkjutónlist. Kolbeinn Ketilsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.