Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.03.1995, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Enn um skattalagabrot Póst- og símamálastofnunar HREFNA Ingólfs- dóttir, blaðafulltrúi Póst- og símamála- stofnunar ritaði grein í Morgunblaðið laugar- daginn 11. mars sl. Því miður er þar margt sem ekki er sannleikanum samkvæmt og þar sem grein Hrefnu er bein gagnrýni á hluta af minni eigin grein frá 4. mars. sl. verð ég að leiðrétta nokkur atriði. Skattskyldan Hrefna segir að „einn af samkeppnisaðilunum virðist telja að Pósti og síma beri að greiða virðisaukaskatt af þeirri póstþjónustu sem fellur utan einkaleyfis.“ í þessu sambandi verð ég að benda á að „skoðun" þessi er alfarið komin frá ríkisskatt- stjóra með áliti hans frá 6. maí 1994. Áliti þessu hefur ríkisskatt- stjóri ekki hvikað frá, þrátt fyrir þunga pressu frá samgönguráðu- neytinu. Samkeppnisaðilinn sem Hrefna vísar til, Póstdreifing hf., hefur hins vegar m.a. byggt á þessu áliti í baráttu sinni fyrir því að Póst- og símamálastofnun fari að lögum. Bókhaldið í grein minni hélt ég því fram að Póst- og símamálastofnun hagi ekki bókhaldi í samræmi við lög um virðisaukaskatt. Hrefna telur þetta rangt. Þar sem þetta eru mjög alvar- legar ásakanir ætla ég að rökstyðja þær nánar. í 2. mgr. 18. gr. laga um virðis- aukaskatt segir, að ef aðili reki ‘ .J margþætta starfsemi „ . . . þannig að sumir þættir hennar séu skatt- skyldir en aðrir undanþegnir skatt- skyldu, skulu hin skattskyldu og undanþegnu viðskipti greinilega að- greind bæði í bókhaldi og á virðis- aukaskattskýrslu." Samkvæmt fullyrðingu Hrefnu eru tekjur vegna óáritaðra fjölda- sendinga og innritaðra blaða og tímarita aðgreindar frá öðrum tekj- um í bókhaldi Póst- og simamála- stofnunar. Hún telur því ekkert lög- brot eiga sér stað. Óáritaðar fjölda- sendingar og innrituð blöð og tíma- rit eru hins vegar í krónum talið aðeins óverulegur hluti af því sem stofnunin dreifír utan einkaleyfis. ■> Allar aðrar tekjur utan einkaleyfis, t.d. tekjur af árituðum fjöldasend- ingum, opnum bréfum, póstkortum, prenti o.fl, þ.e. tekjur af öllu sem ekki telst lokað bréf, eru ekki aðgreindar í bókhaldi stofnunarinnar frá tekjum_ innan einka- leyfis. í bréfí Póst- og símamálastofnunar til Samkeppnisstofnunar, dags. 26.08.94 segir orðrétt: „Það skal þó játað að ekki er skilið bókhaldslega á milli tekna af bréfpóstsend- ingum, sem einkarétt- ur er á og annarra bréfpóstsendinga...“ Siðar í sama bréfi seg- ir stofnunin að það sé „ . . . nánast engin aðgreining í gjaldabókhaldi sem gefur möguleika á því að tilfæra útlagðan kostnað tengdan einstökum tegundum póst- þjónustu." Hrefna hefði því mátt Fjórða óvinsælasta fyr- irtæki landsins er enn í dag, að mati Hiartar Braga Sverrissonar, að brjóta skattalög. bera sig saman við yfirmenn sína áður en hún fer offari í að hreinsa þá af lögbroti. Þá er það einnig óumdeilt að ekki er greint á milli þeirra tekna sem eru utan einkaleyfís og þeirra sem eru innan einkaleyfís í virðisauka- skattskýrslu. Að mínu mati er því enginn vafí á því að stofnunin heldur ekki bók- hald í samræmi við lög um virðis- aukaskatt. Skattstofninn Þar sem tekjum er ekki haldið aðgreindum í bókhaldi eftir því hvort um er að ræða tekjur utan einkaleyf- is eða innan og umfang einkaleyfís- ins í sjálfu sér er mjög umdeilt, er engin leið að fullyrða af neinni ná- kvæmni um raunverulega stærð skattstofnsins. í grein minni nefni ég töluna 1,2 til 1,8 milljarðar en Hrefna leggur mér orð í munn og segir mig þar eiga við tekjur af óárituðum fjöldasendingum og inn- rituðum blöðum og tímaritum. Þessi tala á auðvitað við um alla póstþjón- ustu utan einkaleyfís en ekki þennan litla hluta hennar sem Hrefna nefn- ir ranglega í grein sinni. Málflutningur þessarar einokun- arstofnunar hefur verið nokkuð á reiki hvað varðar stærð einkaleyfis- ins. Þegar Póstdreifing hf. benti á hvað einkaleyfið sé stórt og sam- keppnishamlandi hélt stofnunin því fram að starfsemin „byggðist aðeins að langminnstu leyti á einkarétti" (Bréf Póst- og símamálastofnunar- innar til Samképpnisstofnunar dags. 26.08.1994). Þegar að því kemur að stofnunin þurfi e.t.v. að greiða skatt af því sem er utan einkaleyfis er póstþjónusta utan einkaleyfis skyndilega orðin 6% af starfssem- inni (159 milljónir af ca. 2,5 millj- arða veltu af póstþjónustu). Lagasetning Með lögum nr. 46/1995 virðist hafa verið gerð breyting á lögum um virðisaukaskatt á þá leið að öll póstdreifíng er undanþegin virðis- aukaskatti. Með lögum þessum varð ríkið af tekjum sem mér virðast vera mun meiri en það sem á að sparast með tilvísanakerfí heilbrigðisráð- herra. Engin umsögn íjárlagaskrif- stofu fjármálaráðuneytis var lögð fram eins og venja er, engar umræð- ur áttu sér stað um frumvarpið, í greinargerð með lögunum er ekki að fínna orð um það tekjutap sem ríkisjóður verður fyrir og flutnings- maður tillögunnar vakti ekki athygli þingmanna á þeim hagsmunum sem um var að ræða. Að mínu mati var þingið blekkt og „þinglokaþreyta" þess misnotuð illilega. Lagabreyting þessi er auk þess mjög illa unnin. Af texta laganna virðist vera að ætlunin sé að undan- þiggja alla póstdreifingu, en í grein- argerð með lögunum segir: „Undan- þága þessi tekur þó ekki til óáritaðra bréfapóstsendinga, t.d. fíöldasend- inga.“ Lög þessi taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. maí nk. og breyta því engu um skattskyldu Póst- og símamálastofnunarinnar í dag og allt síðasta ár. Stofnunin, sem nýlega fékk titilinn fjórða óvinsælasta fyrir- tæki landsins, er því enn í dag að bijóta skattalög og ætti að skulda svo miklar upphæðir í virðisauka- skatt, álag, dráttarvexti og sektir, að ákvörðun um hvort þær verði inn- heimtar eða ekki gæti haft talsverð áhrif á fjárlagahallann. Höfundur er lögmaður Póstdreifingar hf. Hjörtur Bragi Sverrisson Stunda kennarar vinnusvik? ÞEGAR veisla er haldin og gestir setjast að borði, hlöðnu kræs- ingum, hvarflar að fáum sú hugsun hvaða vinna hefur verið lögð í undirbúninginn. Þeir vita ekkert um skipu- lagninguna og vinnuna fyrir veisluna og brjóta lítt heilann um það starf sem vinna verður að henni lokinni. Veisluborðið með kræsingunum er það eina sem skiptir máli. Starf prestsins í predikunarstólnum er sýnlegt en ekki vinna hans við undirbúning messunnar. Starf dómarans í dómsal er sýni- legt, en ekki vinna hans við samn- ingu dóma. Háskólaprófessor kennir Hvenær mun þjóðin gera sér fulla grein fyr- ir því, spyr Tómas Ein- arsson, að í grunnskól- anum er lögð undirstaða að framtíð barnsins? örfáar stundir á viku. Hvað gerir hann utan þess tíma? Alþingismaður á að sitja nokkrar stundir á dag í þingsal meðan Alþingi starfar. Hvað er vinnutími hans annars langur? Hvað gerir hann meðan þingleyfi varir? Starf kennara í grunn- og fram- haldsskólum er hliðstætt þessu. Al- menningur veit af honum, þegar hann starfar í kennslustofunni fyrir framan nemendur. Vinna við skipu- lagningu kennslunnar, undirbúning kennslustunda, yfirferð verkefna, leiðréttingu stíla, úrvinnslu ýmis- konar og umsagnir gerist utan kennslustundanna, í kyrrþey fyrir lokuðum dyrum. í þessa vinnu legg- ur samviskusamur kennari ómældan tíma, miklu meiri en kjarasamning- ur segir til um. Ég nefndi hér að framan nokkrar stéttir, sem vinna aðeins nokkrar stundir vikunnar fyrir opnum tjöld- um. Enginn hefur risið upp og vænt þær um vinnusvik. En þegar farið er að ræða starf kennarans kemur allt annað hljóð í strokkinn. í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir hefur vinnutíma kenn- ara borið mjög á góma. Háværar raddir hafa heyrst þess efnis að kennarar séu að slæp- ast utan kennslustunda. Þeir vinni ekki fyrir kaupi sínu og þá virðist vera fyrst og fremst horft á undirbúnings- dagana á skólatíma og sumarmánuðina, þegar skólarnir eru lokaðir lögum samkvæmt og allir nemendur í fríi. Kennarar eru nánast krafðir um skýrslu fyrir hvetja mínútu ársins. Þessi tortryggni á störf kennaranna í grunn- og framhaldsskólum virðist vera fast gróin í þjóðarsálinni. Ég hef oft velt því fyrir mér hvemig á þessu standi. Er þetta arfur frá liðinni tíð þegar prestar, sýslumenn og Latínuskólakennarar voru álitnir æðri almúganum. Þá var það viðhorf almennt ríkjandi að hver sem væri gæti kennt krökkum að lesa. Oft þóttu óreiðumenn og þeir sem höfðu lítið líkamsþrek vera tilvaldir til þess starfa. Má í því sambandi benda á „barnakenn- arana“ í sögum Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki og Heimsljósi. Enda var starfíð launað í samræmi við það. Tilheyra þessi viðhorf liðinni tíð? Að fenginni reynslu dreg ég það mjög í efa og hefur sú trú mín styrkst á síðustu dögum, þegar ég héf heyrt skoðanir almennings á yfírstandandi kjaradeilu og séð við- brögð stjórnvalda í verki. Kennarar sem skynja svona viðhorf hljóta að spytja sig ýmissa sprninga og end- urmeta stöðu sína. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið. Hvenær mun þjóðin gera sér fulla grein fyrir því, að í grunn- skólanum er lögð undirstaða að framtíð bamsins? Um það vitna frá- sagnir margra manna fyrr og síðar. Er það ekki krafa allra foreldra að böm þeirra lendi í höndum vel menntaðra og hæfra kennara, sem vinni verk sitt af alúð og skyldu- rækni? Lesandi góður. Ef þú ert því sam- þykkur, hvað viltu þá gera til að sú ósk rætist nú og í framtíðinni? Höfundur er kennari á eftirtaunum. Tómas Einarsson Upp úr ÞEGAR þijár vikur vom liðnar af kennaraverkfalli, hittust móðir grunnskólabarna og kennari í Hag- kaup. „Er ekkert að frétta af samn- ingum?" spurði móðirin. „Nei,“ svaraði kennarinn, „og ekkert heyrist í foreldmm. Það er enginn þrýstingur þaðan." „Hvað getum við sagt?“ spurði móðirin. Hvað geta foreldrar sagt? Kjör foreldra era jafn misjöfn og þeir em margir. Margir þeirra hafa sætt sig við að laun þeirra hækki aðeins um 7% á næstu tveimur ámm til að tryggja stöðugleika þjóðarbúsins. Kennarar fara fram á miklu meira. Ef foreldrar sýna ekki kennurum stuðning er næsta víst að þeim verð- ur núið því um nasir að vilja ekki góðan skóla og hæfa kennara fyrir börnin sín. Samt vill enginn sjá kennara sitja eftir í sinni launabar- áttu. Víst geta foreldrar tjáð sig um hvernig skóla þá dreymir um fyrir börnin í landinu. Mig dreymir um einsetinn skóla og reglulegan skóla- tíma með hæfílega stórum bekkjar- einingum. Ég held að einsetinn, samfelldur skóli sé æskilegur fyrir margra hluta sakir. Sýnt hefur verið fram á að námsárangur er bestur að morgni eftir góða næturhvíld. Slíkt fyrirkomulag gerir for- eldmm kleift að stunda vinnu, a.m.k. hálfan daginn, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af börnunum sínum á meðan eða að þurfa að greiða háar upphæðir fyrir gæslu. í einsetnum skóla hlýtur að leiða af sjálfu sér að það teljist fullt starf að kenna einum bekk, enda ærinn starfi að hafa umsjón með menntun og velferð meira en 20 barna á meðan á skólatíma stendur. Minni kennsluskylda er líkleg til að auka starfsánægju kennara sem er lykill að gæðastarfí í skólum. Ég held að það sé afleitt fyrir almennan kennara að þurfa að kenna einstaka tíma í öðrum bekkjum en umsjónar- bekknum til að ná fullu starfí. Það býður einnig þeirri hættu heim að kennarar taki að sér kennslu í sér- greinum, sem þeir em ekki sérhæfðir í, til að fullnægja kennsluskyld- unni. Slíkt fyrirkomulag stenst ekki nútíma gæð- akröfur um skólastarf. Af fréttaflutningi íjölmiðla að dæma virð- ast viðræður samninga- nefndar ríkisins og kennara vera staðnaðar í skotgrafahernaði um það hvort greiða eigi yfirvinnulaun eða dag- vinnulaun fyrir 12 daga fjölgun á kennsludög- um. Ef svo er finnst mér það hneisa fyrir báða samningsaðila og vítavert að leika sér þannig að því fjöreggi sem menntun barnanna okkar er. Vonandi er þetta ekki tilfellið, vonandi hef ég misskil- ið fréttir fjölmiðlanna. Um hvað ættu umræðurnar þá að snúast? Þær ættu að snúast um það að leysa þessa kjaradeilu fljótt með framtíðina í huga til t.d. að breytingin úr tvísetnum í einsetinn skóla geti gengið snurðulaust fyrir sig. Sem skattgreiðandi er ég tilbúin, segir Þor- gerður Ragnarsdóttir, til að greiða fyrir breyt- ingar til batnaðar í skólakerfinu en ekki fyrir nauðungarsamn- inga í verkfalli. Flestir ef ekki allir stjórnmála- flokkar eru með hugmyndir um ein- setinn skóla ofarlega á stefnuskrá sinni og ég man ekki betur en að einsetinn skóli hafi verið eitt af heitustu málunum í borgarstjórnar- kosningunum sl. sumar. Slíkar skipulagsbreytingar hljóta að kalla á endurskoðun á kjara- og launa- málum kennara. í raun þarf að byggja upp nýtt launakerfi. Það tekur tíma og verður trauðla gert í verkfalli. Það kostar að breyta skólanum og stór liður í þeim kostn- aði er breytt launafyrirkomulag kennara. Sem skattgreiðandi er ég tilbúin til að greiða fyrir breytingar til batnaðar í skólakerfinu en ekki fyrir nauðungarsamninga í verk- falli. Ég ber ábyrgð á uppeldi barn- anna minna. Sem uppalanda ber mér að sjá börnunum mínum fyrir menntun því að menntun er hluti af uppeldi. Samkvæmt lögum á ég að senda þau í íslenskan grunn- skóla og ég hef ekkert val um hvað þar er í boði. Ég vil ekki að skólinn sé geymslustofnun. í skólanum á börnum að vera séð fyrir grundvall- armenntun og ákveðnu félags- og verkuppeldi á meðan þau -dvelja þar. Á sama hátt sinni ég ákveðnu menntunarhlutverki með því að aðstoða við heimanám eftir bestu getu. Ég vil fyrsta flokks skóla þar sem börn með fjölbreyttar þarfir þrífast með starfsfólki sem sýnir áhuga á nánu samstarfi við heimil- in. Hvað eiga því foreldrar að segja? Það er verið að bijóta á rétti barn- anna þeirra til menntunar. Eftir mánaðarlangt verkfall snýst um- ræðan ekki um hvernig eigi að leysa mál kennara þannig að það skili betri skóla. Það er því fátt hægt að segja annað en: Ágætu samn- ingsaðilar, snúið ykkur að því sem máli skiptir, betri skóla þar sem hlúð er að framtíð lands og þjóðar, börnunum okkar. Höfundur á hörn ígrunnskóla. skotgröfunum! Þorgerður Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.