Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 39

Morgunblaðið - 22.03.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 39 FRETTIR Morgunblaðið/Guðmundur Ólafsson TRÉKROSS sem fannst við fornleifarannsókn á bænum undir sandinum. Einn af fjölmörgum gripum sem sýna m.a. hve vel varðveittar minjarnar eru og gefa innsýn í daglegt líf fornmanna. Fræðslufundur Minja og sögu Verðlaun afhent í stuttmyndakeppni 8 framhaldsskóla Erindi um þýðingar KENEVA Kunz heldur erindi á vegum Félags íslenskra fræða í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöld, 22. mars, kl. 20,30. í erindi sínu fjallar Keneva um þýðingar á bókmenntaverkum og spyr hvort hægt sé að taka vilja þýðandans fyrir verkið. Keneva mun taka dæmi af þýðingum á Laxdælu og Gunnlaugs sögu orms- tungu til skýringar máli sínu, en í erindi sínu tekur hún á vandamál- um þýðandans almennt. Keneva Kunz er doktor í þýð- ingafræðum frá Kaupmannahafn- arháskóla og kom doktorsritgerð hennar út í ritröðinni Studia Is- landica á sl. hausti og nefnist Tell- ers of Tales, an Evaluation of English Translations of Laxdæla Saga. Eftir framsögu Kenevu gefst mönnum kostur á léttum veiting- um áður en almennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. -----♦ ♦ ♦---- Rætt um eftir- litsiðnað í sjáv- arútvegi VSÍ, LÍÚ, Samtök fiskvinnslu og sjávarútvegshópur Gæðastjórnun- arfélags íslands efna til fundar um hvert eftirlitsiðnaðurinn stefnir í sjávarútvegi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. mars kl. 8.15-10 að Skála, Hótel Sögu. Framsögumenn fundarins eru Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, Þórður Ás- geirsson, fiskistofustjóri, Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis hf., og Sigurbjörn Svavarsson, útgerðar- stjóri Granda hf. Að loknum fram- söguerindum stýrir Ágúst Guð- mundsson, Bakkavör hf., umræð- um og fyrirspurnum. Markmið fundarins er að segja til um hvert eftirlitsiðnaðurinn stefnir á tímum aukinnar gæða- stjómunar og innra eftirlits hjá fyrirtækjum. -----♦—♦- ♦--- Blús á Kringlukránni HUÓMSVEITIN Speedwell Blue I leikur á Kringlukránni í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. mars, og hefjast tónleikarnir kl. 22. Að- gangur er ókeypis. Hljómsveitina skipa Eric Lewis, gítar og söngur, Hafþór Guð- mundsson, trommur, og Brynjar Brynjólfsson, bassi. Hljómsveitin leikur R&B og blús og meðal þeirra í laga sem verða flutt eru lög eftir Muddy Waters og Willie Dixon. I Eric, sem er stofnandi hljóm- sveitarinnar, er breskur og hefur leikið blús þar í landi undanfarin ár. ♦ ♦ ♦ Söngkeppni framhalds- skólanna | HIN árlega söngkeppni Félags framhaldsskólanema fer fram á Hótel íslandi fimmtudaginn 23. mars. Keppnin hefst kl. 20 en hús- ið verður opnað kl. 19. í ár eru keppendur alls frá 26 skólum víða af landinu. Hljóm- sveitin Þreb leikur undir fyrir kepp- endur en þessi hljómsveit var sér- í staklega sett saman fyrir keppnina í ár. Kynnir verður Stefán Karl Stefánsson. Miðasala fer fram á ' 3. hæð í Hinu húsinu dagana 22. og 23. mars. Miðaverð er 900 kr. FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni íslands fimmtu- daginn 23. mars og hefst kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist: Forn bær í frera. Guðmundur Ólafsson, fornleifa- fræðingur, flytur erindi um nýjar fomleifarannsóknir í Vestribyggð Gengið með höfninni HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í gönguferð frá Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. mars. Gengið verður frá hafnarbökkum frá Ingólfsgarði út í Örfirisey. Á leiðinni verður ýmislegt gert til fróð- leiks og skemmtunar, m.a. litið inn hjá Gunnari víkingaskipasmið. í lok göngunnar býður veitingastaður í miðbænum hópnum upp á kaffi og meðlæti. Þórður mætir með nikkuna. Allir velkomnir. -----♦ ♦ ♦----- Bæjarráð Hafnarfjarðar Niðurstaða í samræmi við málatilbúnað NIÐURSTAÐA dómsmálaráðherra og setts félagsmálaráðherra, er í samræmi við málatilbúnað oddvita Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags um samskipti bæjarsjóðs Hafn- arfjarðar og Hagvirki/Kletts, segir í bókun bæjarfulltrúa Alþýðuflokks sem lögð var fram í bæjarráði Hafn- arfjarðar. I bókun bæjarfulltnianna, kemur fram að kæruatriðin snúi ekki síst að oddvitum Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags og flokkum þeirra ásamt almennum dylgjum í garð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Það væri kaldhæðni örlaganna að kærð skuli samskipti bæjarsjóðs og Hag- virki/Kletts í tíð fyrri meirihluta þegar sömu menn hafi staðið fyrir tugmilljóna greiðslum úr bæjarsjóði til fyrirtækisins eftir að þeir komust til valda. Þar mætti sérstaklega nefna ákvörðun um að greiða út vörslufé bæjarsjóðs, upp á fimmtu milljón, rétt fyrir gjaldþrot fyrirtæk- isins. Þá segir að á sama tíma hafi forstöðumaður þess verið lykilmaður í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags. á Grænlandi og sýnir litskyggnur. Bærinn undir sandinum, eins og staðurinn nefnist, er einn merk- asti fomleifafundur síðari ára hér á norðurslóðum. Einstök varð- veisluskilyrði hafa varpað nýju tjósi á daglegt lif og þróun byggð- ar norrænna manna á Grænlandi. Fundurinn er öllum opinn. Dönskjasssveit á Sögn EIN vinsælasta jasshljómsveit Dan- merkur, Fessors Big City Band, er væntanleg til landsins og leikur í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 24. mars. Fessors Big City Band hefur ieik- ið jass í rúmlega 25 ár og spannar tónlistin breitt svið jass- og blústón- listar þar sem heyra má áhrif m.a. New Orleans-, dixíland-, gospel-, soul- og jassrokktónlistar. Hljómsveitin hefur leikið með mörg- um þekktustu hljómlistarmönnum Dana þ.á m. Kim Larsen, Gnags, Povl Dissing og Benny Andersen, Lone Kellerman og Gasolin. Hljómsveitin spilar frá kl. 22-2 þann 24. mars en 25. mars spilar hún á undan Ríósögu, skemmtidag- skrá kvöldsins. ------♦ ♦ ♦----- Samkeppnis- mismunun í fiskverslun SAMTÖK fiskvinnslustöðva án út- gerðar boða til almenns félagsfund- ar um þetta efni og verður fundur- inn haldinn í veitingahúsinu Gaflin- um í Hafnarfirði nk. fimmtudag, 23. mars, og hefst kl. 20.15. Framsögumenn á fundinum verða Logi Þormóðsson, sem fjalla mun um samkeppnismismunun í íslenskri fiskverslun, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem útskýra mun erindi sem hann hefur sent til Samkeppnisráðs fyrir hönd samtak- anna, og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, sem ræða mun um verðlagningu á fiski til sjómanna. Eftir framsögu verða leyfðar fijálsar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er opinn öllum þeim sem láta sig varða eðlilega samkeppni í fiskverslun og frjálsa verðmyndun á fiski. STUTTMYNDAKEPPNI fram- haldsskólanna er nú haldin í fyrsta sinn. Framhaldsskólarnir, Hitt hús- ið og Menningarsamtök ungs fólks standa að keppninni. Alls taka 8 framhaldsskólar þátt að þessu sinni. Verðlaunaafhending verður mið- vikudagskvöldið 22. mars í Há- skólabíói. Dagskrá verðlauna- kvöldsins inniheldur sýnishorn úr keppnismyndunum, en verður fleyguð með skemmtiatriðum. Hljómsveitin Unun leikur og Kósý skemmtir, Hallbjörn Hjartarson tekur tvö lög, Jassband MH leikur og Páll Óskar Hjálmtýsson syngur Arfleiddi Rauða kross íslands að eigum sínum FRÚ GUÐRÚN Guðmundsdóttir frá Akurtröðum í Eyrarsveit, Grundarfirði, arfleiddi Rauða kross íslands að eigum sínum eftir sinn dag. Varið til stuðnings flóttafólki Guðrúnu voru mannúðarmál hugleikin og ákvað að láta eigur sínar, andvirði 2 milljóna króna, renna til hjálparstarfa Rauða kross- ins. Framkvæmdastjórn RKÍ veitti þessari höfðinglegu gjöf viðtökur fyrir stuttu og hefur nú ákveðið að veija upphæðinni til stuðnings flóttafólki frá fyrrum Júgóslavíu, fjölskyldum sem dveljast í búðum í Slóveníu og munaðarlausum börn- um sem annast er um á heimilum í Ungveijalandi. Fest voru kaup á sérstökum pakkningum með hrein- lætisvörum og öðrum nauðsynja- vörum sem dreift verður til barna- heimilanna og flóttamannabúð- anna. Langvarandi skortur hefur verið á þessum vörum og munu þær koma í góðar þarfir, segir í fréttatil- kynningu. Guðrún fæddist árið 1903 og lést á tíræðisaldri 8. desember 1993 á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún var til heimilis síðustu æviár sín. ------♦ ♦ ♦------ Ráðstefna um bleikjueldi BÆNDASAMTÖK íslands efna til ráðstefnu um bleikjueldi undir heit- inu íslensk bleikja ’95 í samvinnu við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, Rannsóknastofnun land- búnaðarins og Veiðimálastofnun. Ráðstefnan verður í Bændahöllinni við Hagatorg.í Búnaðarþingsalnum á annarri hæð, fimmtudaginn 30. mars. Á ráðstefnunni munu halda er- indi margir þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn við þróun þessarar búgreinar. Vísindamenn kynna helstu niðurstöður rannsókna sinna og nokkrir bleikjuframleiðendur segja frá reynslu sinni. Farið verður yfir þróun greinarinnar og framtíð- arhorfur, rætt verður um bleikju- fóður, fyrirgreiðslur banka og fjár- magnsstofnana, útflutning, vinnslu og markaðsmál. Undirbúningsnefnd ráðstefnunn- ar skipa: Óskar ísfeld Sigurðsson, Bændasamtökum íslands, Einar Svavarsson, Bændaskólanum Hól- um í Hjaltadal, Þuríður Pétursdótt- ir, Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Jónas Jónasson, Veiðimála- stofnun. Þátttökugjald er 2500 kr. og eru ráðstefnugjöld og hádegisverður innifalin í því. lög úr nokkrum þekktum kvik- myndurn. Áhorfendur velja vinsælustu myndina Valin verður besta myndin, besti leikarinn, besta handritið, besta leikstjórnin og besta myndatakan. Einnig verður valin vinsælasta myndin og hlýtur hún áhorfenda- verðlaunin. Kynnir kvöldsins verður Hallur Helgason, kvikmyndagerð- armaður með meiru. Verðlaunaafhending hefst kl. 20 stundvíslega, stendur til kl. 23. Að- gangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. ■ / TILEFNI af því að góan er liðin og einmánuður gengur í garð verður dagskrá í Gjábakka mið- vikudaginn 22. mars kl. 14. Meðal efnis á dagskránni verður rímna- kveðskapur, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Kópavogs, böm úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna þjóðdansa og Ragnar Bjarnason lætur ljúfa tóna líða um húsið. Vöfflukaffi verður á boðstólum og allir eru velkomnir. ■ UMSJÓNARFÉLAG ein- hverfra heldur almenn félagsfund miðvikudaginn 22. mars kl. 20.30 á Bama- og unglingageðdeild Landspítalans. Svanhildur Svav- arsdóttir, talmeina- og boðskipta- fræðingur, heldur fyrirlestur sem hún nefnir: Boðskipti einhverfra. Þar mun hún Qalla um rannsókn sína sem hún gerði á frumkvæðis- tjáningu einhverfra. Einnig mun hún fjalla um leiðir til að efla málnotkun þeirra. ■ LANDSAMBAND íslenskra vélsleðamanna (LÍV) og Björgunarskóli Landbjargar og Slysavarnafélags íslands efna til fræðslufundar um ýmis efni er varða öryggismál vélsleðamanna. Næsti fræðslufundur verður mið- vikudaginn 22. mars í Húsi Flug- björgunarsveitarinnar v/Flugvalla- veg og hefst hann kl. 20. Efni fundarins verður ofkæling og út- búnaður vélsleðamanna. Fyrirles- arar verða Halldór Almarsson og Sævar Reynisson. ■ SÖNGKONAN Margrét Hauksdóttir syngur miðvikudag- inn 22. mars á Kringlukránni. Dagskráin er að mestu leyti upp- byggð áþekktumjassperlum. Mar- grét hefur komið m.a. í sjónvarpi og útvarpi á undanförnum mánuð- um. Meðspilarar hennar eru þeir Björn Thoroddsen, Bjarni Svein- björnsson og Karl Möller. Tón- leikamir hefjast kl. 22 og er að- gangur ókeypis. ■ AÐALFUNDUR Ferðafélags Islands verður haldinn í kvöld í Mörkinni 6 og verður jafnframt tekinn í notkun nýr samkomusal- ur. Aðalfundurinn hefst kl. 20 og er öllum félagsmönnum heimill aðgangur er greitt hafa ársgjald fyrir árið 1994. Félagsskírteini verður að sýna við innganginn. Gengið er inn frá miðbyggingu. Undanfarin misseri hefur verið unnið af krafti við að standsetja salinn sem taka mun á þriðja hundrað manns í sæti. Hann mun henta sérstaklega fyrir myndasýn- ingar en í upphafi aðalfundarins og í tilefni þessarar fyrstu sam- komu í salnum mun verða §tutt Islandsmyndasýning. Kaffiveiting- ar verða í hléi. Myndakvöld og kvöldvökur verða framvegis í saln- um og er fyrsta myndakvöldið áætlað 5. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.