Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 41

Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 41 BREF TIL BLAÐSINS Sægreifar og aðrir útgerðarmenn Frá Vernharði Bjarnasyni: HINUM svokölluðu félagshyggju- mönnum hættir mikið til að níða niður menn, sem hafa sýnt dugnað og fyrirhyggju í rekstri. Eru það oft hinir verstu menn að þeirra mati, en ef þeir reka á núlli eru þeir sæmilegir en ef þeir reka fyr- irtækin með miklu tapi eru þeir hinir bestu menn, sem eiga að fá fyrirgreiðslu úr öllum sjóðum. Þeir hafa fundið upp orðið Sægreifar á bestu útgerðarmenn þjóðarinnar, og mætti orða svo að mesti heiður sé fyrir góða menn að hljóta sví- virðingar af vörum þessara manna. Ég vil í stuttu máli gera grein fyrir hvað Sægreifi er að mínu mati: Það er útgerðarmaður, sem veit hvað hann er að gera, og skilur hvers virði er að standa í skilum og greiða niður skuldir sín- ar, taka ekki lán nema arðvon geti staðið á bak við lánin. Þegar hann hefír eignast t.d. 2 skip og greitt niður lán af þeim, þá geta þau með rekstri sínum aðstoðað og greitt niður t.d. 3ja skip, ef fjárfest yrði í því, og kannski einn- ig lagt fram fé til að kaupa kvóta af þeim sem eru svo grunnhyggn- ir að fórna kvóta, sem þeir fengu ókeypis, fyrir léttúð og stundar- hagnað. Því verður ekki neitað að nefnd- ir Sægreifar eru í dag bestir og dýrmætustu synir þessarar þjóðar og má þar til nefna frændurna á Akureyri, sem reka Samheija hf. Þeir hafa með dugnaði, sparnaði, og hagsýni sýnt fram á hvernig á að standa að rekstri, og væri þarf- legt ef félagshyggjukennararnir í Háskólanum hefðu þá til fyrir- myndar við kennslu ungmenna. Útgerðarmenn í öðrum flokki eru þeir sem í upphafi fengu kvóta út á afla sem þeir höfðu fyrir kvótatímabil, og freistuðust til að selja sín réttindi, og hirða pening- ana til eyðslu. Þeir fóru að eins og sjómaður, sem varð það á að pissa á fæturna til að hita þá í miklu frosti, en fæturnir frusu í staðinn. Margir þessir menn byijuðu aft- ur með því að kaupa nýja skak- báta, oft úr plasti, með nýjum lán- um úr Fiskveiðasjóði, og gera út á svokallaðar krókaveiðar, og hrópa nú manna hæst um sæ- greifa og ræningja. Árinni kennir illur ræðari, segir gamalt máltæki. Útgerðarmenn í þriðja flokki eru félagshyggjuútgerðir, sem aldrei hafa skilið, að fjárfestingar ættu að vera bannorð, nema arð- semi standi þar að baki. Það er mörgum í minni þegar skírður var nýr togari félagsiiyggjumanna í Slippstöðinni á Akureyri. Sjón- varpið sýndi hinn merka atburð, og þegar kona félagshyggju-for- stjórans var búin að skíra, þá spurði fréttamaður útvarpsins, hvort þetta væri ekki dýrt, og erf- itt að reka. Þá svaraði félags- hyggju-forstjórinn: Jú, jú, en við ætlum nú aldrei að borga þetta, en hann skaffar mikla atvinnu heima. Þetta hefir verið algengasta hugarfóstur félagshyggjunnar, að einhver annar ætti að borga. Dag- lega heyrist í fréttum að hin og önnur skuldafyrirtæki eigi að sam- einast, til að fá 70-80 milljónir úr Byggðasjóði, þá sé allt í lagi, einsog þegar Framsókn undir stjórn Steingríms Hermannssonar samdi við Stefán Valgeirsson um milljarða fjáraustur með erlendu láni, til að reisa við, að talið var, fyrirtæki sem voru vonlaus. En lappirnar kól undan fyrirtækjun- um alveg, og að hálfu undan sjálf- um Landsbankanum, sem hefur þurft að afskrifa 2 milljarða króna árlega, og biður nú um 1250 millj- óna króna gjöf, sem vitanlega á að koma úr ríkissjóði. Hvað um veðhæfni þeirra eigna sem Landsbankinn á veð í, og drit- að hefir niður á hinum og öðrum dreifbýlisstöðum, sem engan til- verurétt eiga í nútíma þjóðfélagi? Ég vil forðast að nefna þessa mörgu vonlausu staði, sem eru eins settir og bændabýli, sem byggð hafa verið 'undanfarin ár af falskri pólitík forsvarsmanna, sem hrópuðu á öllum mannamót- um, að við ættum að framleiða endalaust kjöt handa hungruðum. Kennarar Háskólans verða að fara að kenna ungmennum okkar rétt mat fjármagns, og hvers virði peningar eru: Hvernig fjármagn verður til, svo þjóðin þurfi ekki endalaust að hlusta á peninga- kröfugerð menntamanna til ann- arra en sjálfra sín, því ekki er víst að vel fari fyrir þeim, sem aldrei hafa unnið fyrir eigið fé, við sköp- un þeirra verðmæta sdm þjóðin lifir af. VERNHARÐUR BJARNASON, frá Húsavík. Happdrætti Slysavarnafélags íslands Dregið hefur verið í þriðja útdrætti happdrættisins (aukavinningar). Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aðilar hlutu vinning: 1. Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorka eða Benidorm, miði nr 124574, Kristín Guðmundsdóttir, Grindavík. 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr. 83455, Aðalsteinn Hermannsson, Raufarhöfn. 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr 124468, Reimar Alfreð Þorleifsson, Dalvík. Næsti útdráttur úr seldum miðum er mánudaginn 27. mars. Af tæknilegum ástæðum verða vinningar ekki birtir fyrr en 28. mars, kl. 20.55 á RÚV og kl. 20.30 á Stöð 2 og í Morgunblaðinu 29. mars. m - kjarni málsins! Jón Baldvin Hannibalsson Kristín Ástgeirsdóttir Málstofa BSRB Skattar á tímum kosningabaráttunnar Opinn fundur í Félagamiðstöðinni, Grettisgötu 89, í kvöld kl. 20:30 Frummælendur: Talsmenn stjórnmálaflokkanna. Fundarstjóri: Atli Rúnar Halldórsson. BSRB-félagar og annað áhugafólk! Notum Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon tækifærið til að skiptast á skoðunum við frambjóðendur jj|f% - .. 11 r,y, | ^ ,oW W m. É Guðntundur Bjarnason N #' B5RB Geir H. Haarde FeLAG LOGGIITRA BlfKLIOASALA Felag LOggiltra Biirlidasala Toyota Touring XLi árg. '92, ek. 39 þús. km., rauður, ástandsk. Verð 1.240.000. Ath. skipti. MMC Lancer 4x4 station árg. '93, ek. 63 þús. km., grár, cen., R/R, 5 g. V. 1.390.000. Ford Escort 1,3 CLX St. árg. '93, ek. 25 ús. km., grár. V. 1.050.000. Ath. skipti. V.W Golf GL 1800 árg. '94, ek. 7 þús. km., dökkblár, sjálfsk., cen., þjófav., álfelgur, geislasp. V. 1.650.000. Ath. skipti. M. Benz 230E árg. '91, ek. aöeins 4 þús. km., grár, sóllúga, cen., R/Ö, ABS, 4-H, CC o.m.fl. V. 3.500.000. Ath. skipti á ódýrari jeppa. Góö lánakjör. Suzuki Vitara JLXi árg. '92, ek. 47 þús. km., Ijósblár. V. 1.600.000. Ath. skipti. Félag Logqiltra Bifreidasala FElag LOggiltra Bifrlidasala (rstfff Renault 19 TXE Chmade árg. '91 hvítur, ek. 51 þús. km. V. 850.000. Nissan Sunny Wagon Artic 4WD árg. '95, silfurgrár, álfelgur, upph., ek. 5 þús. km. V. 1.590.000. MMC Pajero Super Wagon árg. '92. grænsans./gullsans., sjálfsk., álfelgur, sóllúga, ek. 54 þús. km. V. 3.000.000. Skipti á dýrari Toyota Landcruiser. Jeep Charokee LTD árg. '88, vín- rauöur, leöursæti, álfelgur, ek. 85 þús. km. V. 1.790.000. Skipti. MMC Lancer 4WD GLXi árg. '91, hvítur, ek. 68 þús. km. V. 1.080.000. MMC Pajero árg. '91, blásans., 31" dekk, ek. 89 þús, km. V. 2.150.000. Vill skipta á dýrari Nissan Patrol eða Toyota Landcruiser. NU ER BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN - VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.