Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÖRK af handboltafrímerkjunum 1995.
Hæpnar frí-
merkj ateikningar
FRÍMERKI
Fyrstu frímcrki
ársins
100 ára afmæli Hjálpræð-
ishersins. Seyðisfjarðar-
kaupstaður 100 ára.
Heimsmeistarakeppni í
handbolta.
- Smáörk frá Degi frímerkisins
1993 tekin úr sölu. - Tilboð í kíló-
vöru til 31. marz nk.
Nú hafa þau frímerki, sem
minnzt var á í frímerkjaþætti 1.
þ. m., séð dagsins Ijós. Geta menn
því dæmt hver fyrir sig um, hvern-
ig þeim lízt á. Því miður er ýmis-
legt við þau að athuga, þegar
grannt er skoðað.
Fyrst er þá frímerki á aldaraf-
mæli Hjálpræðishersins á Islandi.
Þessi hreyfíng var stofnuð hér á
landi aðeins 30 árum eftir, að hún
hóf starfsemi sína í Lundúnaborg
árið 1865 til bjargar aumustum
allra þar í borg að frumkvæði þeirra
ágætishjóna Catherine og Wiliams
Booths, svo sem i tiikynningu póst-
stjómarinnar segir. Breiddist Hjálp-
ræðisherinn óðfluga út um allan
heim _og starfar nú í hundrað lönd-
um. í tilkynningunni segir m. a.
þetta: „Markmið starfseminnar hef-
ur verið að boða fagnaðarerindið í
orði og verki. Því hefur trúboðs-
og hjálparstarf gengið hönd í
hönd. . . . „Hjálpræðisherinn rek-
ur gistihús í Reykjavík og vistheim-
ili á Seltjamamesi í samvinnu við
Ríkisspítalana. Málgagn Hjálp-
ræðishersins, Herópið, hefur komið
út síðan 1895.“
Um teikningu þessa frímerkis
má ýmislegt segja. Fyrst vil ég þá
benda á það, sem ég hef oft látið
í ljós, að ég teþ mjög ósmekklegt
að láta nafnið ÍSLAND standa á
höfði og þá ekki sízt eins og hér
að vera jafnlítið áberandi og raun
ber vitni. Landaheitið á að sjálf-
sögðu að vera lárétt á frímerkjum,
hvort sem það stendur að ofan eða
neðan, og um leið vekja athygli
þeirra, sem handfjatia frímerkið.
Þá mun það vera nokkuð almenn
regla, að fánar á fánastöng blakti
til hægri en ekki til vinstri. Hið
þriðja, sem er þó alvarlegast við
þetta merki, er, að hér má þekkja
andlit þeirra liðsmanna Hersins,
sem á merkinu sjást. Slíkt er brot
á þeirri hefð, sem ríkt hefur í út-
gáfu íslenzkra frímerkja, að birta
ekki mynd af núlifandi Islending-
um. Hér breytir engu, þótt svo
hafi viljað til, að mynd af núver-
andi forseta okkar birtist á frí-
merki í smáörk þeirri, sem út kom
á liðnu ári í tilefni 50 ára afmælis
lýðveldisins. Með öllu var óþarft
að brjóta hefðina, með allri virð-
ingu fyrir forseta okkar, enda sá
Seðlabankinn ekki ástæðu til að
taka fjórða forseta lýðveldisins
með við myntsláttu þá, sem hann
lét gera af þessu tilefni.
Þá má ýmislegt segja um Seyð-
isfjarðarmerkið. Fyrst er þá landa-
heitið, sem er einnig á hvolfi.
Vissulega sést það vel, en er aftur
á móti allt of fyrirferðarmikið í
samanburði við listaverkið.-Heldur
finnst mér svo rislítið að birta hér
mynd af minnismerki því, sem
reisa á af tilefm 100 ára afmælis
kaupstaðarins. Út yfír tekur þó,
að ekki verður nafn kaupstaðarins
lesið nema með stækkunargleri,
en grilla má í ártölin, enda hvít á
rauðum fleti.
Ég hlýt að lýsa furðu minni yfír,
að frímerkjaútgáfunefnd póst-
stjórnarinnar skuli ekki hafa gert
athugasemdir við teikningu beggja
þessara frímerkja.
Þá er komið að handknattleiks-
merkjunum. Því verður ekki neitað,
að þau eru nokkuð frumleg og
munu örugglega vekja _ athygli
margra. Þá kemur nafnið ISLAND
mjög vel út í láréttri stöðu efst á
frímerkjunum. Hins vegar eru þau
allt of auglýsingakennd sem frí-
merki til burðargjalds og minna
m. a. um of á „plaköt" eða auglýs-
ingaspjöld, sem ég sá nýlega á skjá
Ríkissjónvarpsins frá Ferðamála-
ráði Islands, að ég held. Þá er stærð
merkjanna óhentug á bréf eða kort
og minna um leið helzt á merki-
miða, sem menn líma í auglýsinga-
skyni á umslög samhliða frímerkj-
um. Því miður munu svo vera veru-
legar villur í gerð fána þeirra, sem
eru á jaðri arkarinnar. Þá er einkar
óviðfelldið, svo að dýpra sé ekki
tekið í árinni, að merki HM 95 er
með enskum texta. Hér hefði út-
gáfflnefndin svo sannarlega átt að
grípa í taumana, úr því að teiknar-
inn og aðstandendur HM 95 sáu
ekki sóma sinn í að hafa hér ein-
vörðungu íslenzkan texta.
Póststjórnin hefur látið útbúa
sérstaka gjafamöppu með þessum
frímerkjum, en í henni er saga
handboltans og þátttaka íslend-
inga í keppninni rakin í máli og
myndum. Vafalaust kaupa margir
þessa möppu bæði til vinagjafa og
eins til minja um þennan einstæða
íþróttaviðburð hér á landi. Verð
hennar er 480 krónur.
Smáörk tekin úr umferð.
Póststjómin hefur auglýst, að
smáörk sú, sem út var gefín á Degi
frímerkisins 9. október 1993, verði
ekki höfð á boðstólum eftir 31.
marz nk., hafí hún ekki selzt upp
áður. Enda þótt seint sé, er hér at-
hygli vakin á þessari auglýsingu.
Kílóvara póststjórnarinnar.
Póststjórnin hefur auglýst eftir
tilboðum í kílóvöru sína, sem eru
notuð íslenzk frímerki af fylgibréf-
um og að sögn aðallega frá 1989.
Kílóvaran verður sem áður í 250
gr pökkum, og má hver einstakl-
ingur gera mest tilboð í 12 pakka
eða 3 kg. Tilboð skulu berast fyrir
31. marz í ábyrgðarbréfi, og skal
merkja þau orðunum: „Tilboð í
kílóvöru". Lægsta verð í síðustu
kílóvöru var kr. 5.555.00 fyrir einn
pakka. Við tilboðsverð íslenzkra
safnara bætist svo hinn óréttláti
virðisaukaskattur, sem útlendir
safnarar sleppa við að greiða. Til-
boðin skulu send til Frímerkjasöl-
unnar, Pósthólf 8445, 128 Reykja-
vík.
Jón Aðalsteinn Jónsson
IDAG
34. - Bxh3! 35. Dxh3 -
Dxf2 (Nú getur hvítur
ekki valdað riddarann á
e3) 36. Hfl - Dxe3 37.
Dxe3 - Hxg2+ 38. Khl
- Bxe3 39. Ba4 - Bf4
og Lautier gafst upp.
Beljavskí er með mistæk-
ari stórmeisturum. Hann
varð langneðstur í Linar-
es í fyrra, en í ár tók
hann forystuna í upphafi.
En seinni helming móts-
ins tefldi hann lakar og
endaði um miðbik móts-
ins.
Fjórða umferð á
Skákþingi Norður-
landa hefst í kvöld
kl. 16 á Hótel Loft-
leiðum.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp á
stórmótinu í Linares sem
lauk fyrir helgina. Frakk-
inn Joel Lautier (2.655)
var með hvítt, en Alex-
ander Beljavskí (2.650)
frá Úkraínu hafði svart
og átti leik. Hvítur lék
síðast 34. Hfl-gl.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
OPNUNARDOBL vesturs
varðar leiðina að tólf slög-
um í tígulslemmu suðurs.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ D642
V D1098
♦ ÁK6
♦ 75
Suður
♦ Á53
V Á2
♦ DG109743
♦ Á
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 tígull
Dobl Redobl 3 lauf Pass
Pass 3 tíglar Pass 6 tíglar
Pass Pass Pass
Útspil: laufkóngur.
Hvernig er best að spila?
(Trompið fellur 2-1.)
Sagnir benda til að hálita-
kóngamir séu í vestur og
ennfremur að vestur sé með
lengd í báðum litunum.
Reynist það rétt, er spilið
borðleggjandi. Sagnhafi tek-
ur tvisvar tígul, stingur lauf
og spilar smáum spaða að
drottningu blinds. Ef vestur
hoppar upp með spaðakóng
og spilar spaða, drepur sagn-
hafí heima á ás, tekur hjarta-
ás og spilar trompunum til
enda. Ef vestur á fjóra spaða,
lendir hann í kastþröng með
spaðann og hjartakóng:
Norður
♦ D642
V D1098
♦ ÁK6
♦ 75
Austur
♦ 107
iinii: r
* G109432
Suður
♦ Á53
V Á2
♦ DG109743
♦ Á
Vestur er engu betur sett-
ur með því að drepa ekki á
spaðakóng. Sagnhafi fær þá
á drottningu blinds og spilar
einfaldlega hjartaás og meira
hjarta að drottningunni.
(Hann hefur auðvitað geymt
tígulþristinn sem innkomu á
sexuna.)
Vestur
♦ KG98
V K76
♦ 52
♦ KD86
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
LESGLERAUGU í
ljósdröppuðu hulstri
töpuðust 1. mars sl. á
Seltjamarnesi eða í
kringum Landspítalann.
Finanndi vinsamlegast
hafið samband í síma
611826.
Eyrnalokkur
tapaðist
SILFURLITAÐU R
eyrnalokkur með bláum
steini tapaðist sl. þriðju-
dag. Finnandi vinsam-
legast hafíð samband í
síma 10388.
Gæludýr
Læða fæst gefins
2JA ára gömul læða fæst
gefins vegna flutninga.
Læðan er eyrnamerkt,
ljósbröndótt og er símas-
blönduð. Kötturinn, sem
er inniköttur, er þrifaleg-
ur og góður. Uppl. fást
í síma 15827.
COSPER
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkverii skrifar...
VÍKVERJA varð heldur betur á
í messunni fyrir nokkrum dög-
um, þegar hann hélt því fram að
þótt auglýsingar dömubindafram-
leiðenda væru hvimleiðar og væmn-
ar, hefðu auglýsendurnir ekki geng-
ið jafnlangt í markaðssetningartil-
raunum sínum, í innbyrðis auglýs-
ingastríði sínu og hinir vösku augiýs-
endur þvottaefna, sem hafa borið
sýnishorn af vöru sinni í hús. Fjöl-
margir hafa komið að máli við Vík-
veija, bæði póstburðarmenn frá
Pósti og síma og konur, jafnvel ungl-
ingsstúlkur og leiðrétt þessi skrif
Víkveija.
XXX
RÉTT er að koma því hér með á
framfæri, að seljendur dömu-
bindanna eru að sögn að minnsta
kosti jafnharðir í markaðssetning-
unni og þvottaefnisauglýsendurnir,
því samkvæmt frásögnum póstburð-
armannanna hafa þeir þurft að bera
út til ákveðinna kvenna, unglings-
stúlkna og ungra kvenna, sýnishorn
af dömubindum, með reglulegu milli-
bili. Víkveiji biðst forláts á fyrri
skrifum sínum, en hann vissi einfald-
lega ekki betur.
IFYRRAKVÖLD sá Víkveiji hiuta
þáttar Eiríks Jónssonar á Stöð
tvö, þar sem hann ræddi við tvö
vonsvikin ungmenni sem fyrr um
daginn höfðu ætlað að þreyta inn-
tökupróf í Leiklistarskóla íslands.
Það var að vonum að ungmennin
væru vonsvikin, því fallið var frá því
að halda inntökuprófíð, vegna þess
að kennarar í verkfalli töldu að próf-
ið væri verkfallsbrot, þar sem einn
kennari átti að eiga sæti í dómnefnd
skólans um hveijir skyldu teknir inn
í skólann. Ungmennin, Þorlákur
Lúðvíksson og Ólafía Ása Jóhannes-
dóttir, lýstu því að þrotlaus vinna í
heilan mánuð við lærdóm og æfingar
á þeim hlutverkum sem áttu að vera
prófverkefni þeirra við inntökuprófið
væri nú unnin fyrir gýg. Auðvitað
getur maður ekki annað en fyllst
samúð í garð þeirra og annarra
þeirra sem vildu þreyta inntökupróf-
ið en fengu ekki.
xxx
EITT var þó í ofangreindu spjalli
Eiríks við ungmennin, þó sér-
staklega við Þorlák, sem vakti ekki
kátínu Víkveija, heldur vandlæt-
ingu, en það var galgopaskapur hins
unga verðandi leikara, er hann fjall-
aði um virtasta og dáðasta leikrita-
höfund allra tíma, William Sha-
kespeare. Þorlákur, sem gjarnan vill
kalla sig „Þorra landsmanna" sagði
heldur kotroskinn þegar spyrill
spurði hann um hvaða leikverk hann
hefði valið sér, að hann hefði valið
sér einræðu Ríkharðs III, sem spyr-
illinn virtist ekki alveg átta sig á
hver væri. Sagði þá Þorlákur að
þetta væri úr leikriti eftir „Billy
Shake“ sem væri svo „cool“. Satt
best að segja finnst Víkveija sem
þessi umgengnismáti við virtasta
leikskáld allra tíma sé fyrir neðan
allar hellur, ekki síst þegar til þess
er litið, að ummælin koma úr munni
ungs manns, sem sækist eftir því
að gera það að lífsstarfi sínu að
gera ævistarf hans og annarra leik-
skálda lifandi og vonandi ódauðlegt.
Shakespeare er ekki einvörðungu
menningararfleifð Breta, hann er
leikskáld alheimsins og á að njóta
virðingar i samræmi við það. Getum
við átt von á því að heyra unga leik-
listarnema okkar tala um Nóbels-
skáldið okkar sem „Dóra Lax“ eða
um þjóðskáldið okkar sem „Jonna
Hall“?