Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ t- FLUGFREYJUVERKFALLIÐ Um 20 yfirmenn Flugleiða gengu í störf flugfreyja í verkfalli í gær FLUGLEIÐIR héldu uppi flugi í gær, í verkfalli flugfreyja, en dreg- ið var úr flugþjónustu og flug inn- anlands oftar en ekki sameinað. Um 20 yfírmenn Flugleiða störfuðu um borð í flugvélunum í stað flug- freyja og flugþjóna, en Flugfreyju- félagið segir að heimild yfírmanna til starfa í verkfalli undirmanna sé alls ekki jafn víðtæk og Flugleiðir vilji vera láta. Undir þetta sjónar- mið tekur Alþýðusamband íslands, sem segir 4-5 yfirmenn hjá Flug- leiðum geta gengið í störf félags- manna. Ekki kom til aðgerða af hálfu Flugfreyjufélagsins í gær vegna þessa, en starfssystur þeirra í Bandaríkjunum komu í veg fyrir að Flugleiðir gætu leigt Boeing 747-vél frá Tower Air til að fljúga með farþega til Orlando og New York. Enginn sáttafundur var í deilunni í gær. í gær var flogið til Lúxemborg- ar, Kaupmannahafnar, Amsterdam og Glasgow. Síðdegis var áætlað að fljúga í sameinuðu flugi til Or- lando og New York. Að sögn Mar- grétar Hauksdóttur í upplýsinga- deild Flugleiða þurfti félagið að fá leiguvél til þess flugs, þar sem skipta þarf um áhöfn eftir svo langt flug, samkvæmt reglum um hvíld- artíma. Flugleiðir höfðu hins vegar ekki tök á að gera það í verkfalli flugfreyja. Félagið hafði fengið vil- yrði fyrir Boeing 747 vél frá banda- ríska flugfélaginu Tower Air, en flugfreyjur þar komu f veg fyrir flugið, þar sem þær neituðu að starfa um borð í vélinni og töldu slíkt verkfallsbrot. Flugleiðir áætl- uðu að fljúga með leiguvél frá Bandaríkjunum til Keflavíkur í nótt. Margrét sagði að flugið í gær hefði gengið ágætlega miðað við aðstæður, en nokkuð hefði verið um tafir í innanlandsflugi. Flogið var til Akureyrar, Vestmannaeyja, Hafnar, Sauðárkróks, Egilsstaða, Húsavíkur og ísafjarðar, sem og til Færeyja með leiguvél frá Flug- félagi Norðurlands. Fjórir yfírmenn störfuðu um borð í hverri millilandaflugvél, en einn um borð í hverri vél í innan- landsfluginu. Vinnuveitendasamband íslands sendi frá sér fréttatilkynningu, þar sem ítrekað er að Flugleiðir hafí Morgunbiaðið/Ámi Sæberg FLUGFREYJUR og flugþjónar sinntu verkfallsvörslu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Allt fór fram með ró og spekt og afhentu verkfallsverðir farþegum blað, þar sem málstaður þeirra var kynntur. Flugfrejrjur telja 4-5 mega starfa Bandarískar flugfreyjur komu í veg fyrir að hægt væri að fljúga leigxiflug til New York og Orlando ákveðið að halda uppi takmörkuðu flugi innan lands og milli landa þrátt fyrir verkfallið. Ófélags- bundnir yfírmenn hafí farið í ítar- lega þjálfun í öryggismálum og staðist kröfur Flugmálastjórnar til að gegna störfum öryggisvarða um borð í flugvélum félagsins. Lögð er áhersla á að viðbrögð félagsins séu í fyllsta samræmi við lög og reglur og fari hvergi í bága við réttindi Flugfreyjufélagsins eða félagsmanna þess. Vitnað er til þess, að í lögum segi að í verkfalli megi félagsbundnir menn ekki ganga í störf þeirra sem í verk- falli eru, svo og til þess, að Hæsti- réttur hafí staðfest rétt yfirmanna til að taka upp störf undirmanna í verkfalli. Ástráður Haraldsson, lögfræð- ingur ASÍ, telur að dóma, sem fall- ið hafa um rétt yfirmanna til að ganga í störf undirmanna, sé ekki hægt að túlka svo rúmt, að Flug- leiðir geti sett ótiltekinn fjölda yfír- manna í störf flugfreyja. Af skipu- riti félagsins megi ráða, að aðeins 4-5 yfírmenn Flugleiða hafi heim- ild til að ganga í störf þeirra. Ástráður sagði í samtali við Morgunblaðið að heimild Sigurðar Helgasonar, forstjóra félagsins, til að ganga í störf flugfreyja væri skýlaus. Vitnaði hann þar m.a. til dóms sem féll eftir verkfall Verslunarmannafélags Suður- nesja, en þar varð niðurstaðan sú að forstjóra væri heimilt að innrita farþega. „í þeim dómum, sem hafa fallið, er samþykkt að yfírmenn geti gengið í störf undirmanna sinna og það má færa að því rök að heimildin sé bundin við þá undir- menn, sem heyra beint undir við- komandi yfírmann,“ sagði Ástráð- ur. „í þessu felst, að heimildin nær ekki til yfírmanna þeirra deilda Flugleiða sem hafa ekkert með störf flugfreyja að gera. Flugleiðir geta ekki skýlt sér á bak við þessa heimild og sett ótakmarkaðan fjölda yfírmanna til starfa í stað flugfreyja.“ Ástráður sagði að haft hefði verið samband við erlend verka- lýðssamtök um stuðning við flug- freyjur í verkfalli, þ.á m. samband norrænna flutningaverkamanna, sænska alþýðusambandið o.fl. r i ► i i i > Yfirmenn sinntu öryggisgæslu SIGURÐUR Helgason, for- stjóri Flugleiða, og fjórir aðrir yfirmenn flugfélagsins gættu öryggis farþega í flugi Flug- leiða til Amsterdam í gær- morgun og heim aftur. En þeir gerðu gott betur því þei r færðu farþegum mat og drykk og reyndu eftir fremsta megni að verða við öllum ósk- um sem fram voru bornar. Nokkrir blaðamenn voru um borð í vélinni og fylgdust þeir grannt með frammistöðu ör- yggisvarðanna. Yfirmenn Flugleiða sóttu námskeið undir eftirliti Flug- málastofnunar sem var yfir 40 klukkustunda langt og lauk með prófi. Árangur þeirra var í heildina ny'ög góður og fékk forstjórinn t.d. 10 í einkunn. Fyrsta „freyja“ I vélinni var Kolbeinn Jóhannesson, aðstoð- arstöðvarstjóri í Keflavík. Aðrir öryggisverðir voru Sveinbjörn Egilsson, innri endurskoðandi, Knut Berg, svæðisstjóri Flugleiða í Skand- inavíu, Sigurður Helgason for- stjóri og Jón Sigurðsson, yfir- maður flugeldhússins í Kefla- vík. Kolbeinn talaði við farþega um hátalarakerfi vélarinnar og gerði þeim grein fyrir því að vegna verkfalls flugfreyja hefðu yfirmenn Flugleiða fengið þjálfun til að gegna öryggisgæslu um borð I vélum félagsins. Síðan var farið yfir öryggisatriði og var sérstak- lega til þess tekið hversu Iát- - bragð öryggisvarðanna hefði verið fumlaust og skýrt. Þegar að því kom að fram- reiða mat og drykk var far- þegum tilkynnt aftur að yfir- menn Flugleiða væru í vélinni fyrst og fremst til að gæta öryggis farþega. Vegna tímas- korts á námskeiði hefðu þeir ekki hlotið mikla þjálfun i þjónustu og því væri hún ekki eins góð og farþegar félagsins ættu alla jafna að venjast. Öryggiverðirnir stóðu sig þó af stakri prýði í fram- reiðslu matar og drykkjar og var ekki að heyra á neinum farþega að frammistaða þeirra hefði verið slök. Hið eina sem ekki var eins og í venjulegu millilandaflugi var það að ekki fór fram nein sala úr Saga Boutique. SIGURÐUR Helgason og Kolbeinn Jóhannesson, bera fram drykki í vélinni frá Amsterdam. KNUT Berg, svæðissljóri Flugleiða í Skandin- avíu, réttir fram kaffibolla með bros á vör. . Morgunblaðið/Kristinn FLUGFREYJUR og flugliði afhentu farþegum orðsendingu áður en þeir fóru í vegabréfaskoðun í Leifsstöð í gærmorgun. I orðsendingunni er því mótmælt að yfirmönnum Flugleiða sé ætlað að sinna hlutverki flugfreyja um borð eftir fimm daga námskeið. Frá vinstri eru Omar Ellertsson, Guðrún Georgsdóttir og Jórunn Þóra Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.