Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 11 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá banka- stjóra Seðlabankans: í FRÉTT Morgunblaðsins laugar- daginn 25. mars sl. og í forystu- grein blaðsins þriðjudaginn 28. mars gætir margvíslegs misskilnings um ýmsa þætti í starfsemi Seðlabanka Islands, það sem kallað var smásölu- viðskipti bankans. Því er nauðsyn- legt að koma leiðréttingum á fram- færi um leið og þeirri skoðun er lýst að auðvelt hefði verið fyrir Morgunblaðið að leita eftir því hvort rétt var farið með í yfirliti íslands- banka hf., sem birt var í blaðinu. Hér fara á eftir athugasemdir við einstaka liði í upptalningu Íslands- banka hf. eins og hún birtist í blað- inu laugardaginn 25. mars og fylgja þær sömu röð og þar: Innlánsreikningar sjóða og stofnana Eingöngu opinberir sjóðir og stofnanir eru með innlánsreikninga í Seðlabankanum, enda ráð fyrir því gert í lögunum um bankann. Vitað er að ýmsir opinberir sjóðir hafa fært a.m.k. hluta bankaviðskipta sinna til viðskiptabankanna vegna þess að þeim bjóðast betri kjör þar en í Seðlabankanum. Seðlabankinn hefur ekki bætt þau kjör sem hann býður í þeim tilgangi að reyna að halda viðskiptunum hjá sér. Fyrir- tæki í ríkiseign eru ekki í viðskiptum við Seðlabankann og hefur þeim verið neitað um slíkt þegar um hefur verið sótt. Undan er þó skilin Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins, en hún mun jafnframt hafa viðskiptareikn- inga í viðskiptabönkunum. Einkaað- ilar hafa ekki innlánsreikninga í Seðlabankanum ef frá eru taldir tékkareikningar starfsmanna, eins og nánar verður vikið að. Gjaldeyrisviðskipti við sjóði og stofnanir Seðlabankinn á gjaldeyrisvið- skipti við opinbera sjóði. Um þá gilda nú lög um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði nr. 123/1993 og er þeim m.a. heimilt að nota orðið ,fjárfestingarbanki“ um starfsemi sína. Hin nýju lög leggja Seðlabankanum auknar skyldur á herðar í samskiptum sín- um við þessar stofnanir. Umfram allt verður Seðlabankinn að gæta jafnræðisreglu í samskiptum sínum við lánastofnanir, óháð því af hvaða tegund þær eru. Rétt er að gjald- eyrisviðskipti sjóðanna fara ekki um gjaldeyrismarkaðinn nema e.t.v. að litlu leyti. Gjaldeyrismarkaðurinn er aðeins tæpra tveggja ára og því rétt að slíta barnsskónum. Frá stofnun hans hafa aðeins bankamir átt aðild að honum, en við endur- skoðun sem nú fer fram á starfsregl- um hans hefur Seðlabankinn talið eðlilegt að breyta fyrirkomulagi gjaldeyrisviðskipta við aðrar lána- stofnanir. Það getur gerst með tvennum hætti, annars vegar að þessar lánastofnanir fái aðild að MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sér- fræðingafélagi íslenskra lækna: „Á blaðamannafundi í gær [mánudaginn 27. mars] og í við- tölum við fjölmiðla fór Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra hvað eftir annað vísvitandi með rangt mál varðandi tilvísanadeiluna. Ástæða er til að leiðrétta nokkur atriði í því sambandi. Það er ósatt að sérfræðilæknar hafi gefið ráðherranum örfárra klukkustunda frest til að svara til- lögum Sérfræðingafélags islenskra lækna um Iausn tilvísanadeilunnar. Hið rétta er að ráðherrann hafði til þess tíu daga. Ljóst er að ráðherr- ann kærir sig ekki um að leysa málið. í viðtali við Stöð 2 sagði ráðherr- ann orðrétt: „Þetta eru ekki átök um réttindi sjúklinga eða heili og hamingju þeirra, heidur vilja þeir fá einkavædda heilsugæsluþjónustu í landinu og taka sjálfir við rekstri heilsugæslunar í landinu á sínum stofum og ráða síðan til sín heilsu- gæslulækna. Ég held að menn hljóti að hcyra hljóðið í peningakassanum núna.“ Hér fer ráðherra aftur vísvitandi „Smásöluviðskipti Seðlabankans“ Greinargerð bankastjórnar Seðlabanka íslands gjaldeyrismarkaðnum eða hins veg- ar að viðskipti þeirra fari í gegn um viðskiptabankana. Ljóst er að vegna réttarstöðu þessara lána- stofnana verður ekki gerð breyting á gjaldeyrisviðskiptunum nema í nánu samráði við þær. Endurskoðun starfsreglna gjaldeyrismarkaðarins hefur dregist, af ástæðum sem Seðlabankinn ber ekki ábyrgð á. Þá má minna á að viðskiptabank- arnir felldu í janúar sl. niður þóknun sem þeir höfðu tekið af gjaldeyri- sviðskiptum. Það hefur Seðlabank- inn ekki gert, þannig að hann verð- ur tæpast vændur um að keppa við viðskiptabankana um gjaldeyrisvið- skipti. Að auki munu viðskiptabank- arnir veita afslátt frá almennu við- skiptagengi þegar um stór viðskipti er að ræða. Opinberir sjóðir geta valið um að eiga gjaldeyrisviðskipti við hvaða banka sem er. Seðlaviðskipti Seðlabanki Islands gefur út seðla og lætur viðskiptabönkum sínum seðla í té þegar þess er óskað. Seðla- bankar nágrannalandanna stunda seðlaviðskipti við erlenda banka með líkum hætti og Seðlabanki íslands gerir. Ekkert óvenjulegt eða óeðli- legt er við þessi viðskipti, en erlend- um viðskiptabönkum er fijálst að leita til hvaða banka sem er um seðlaviðskipti. Greiðslur erlendis frá Þær greiðslur sem Seðlabankinn tekur við erlendis frá og færir inn á reikninga innlendra viðskiptabanka hjá sér eru einkum greiðslur lífeyris erlendis frá til aðila búsettra hér á landi. Lífeyririnn er greiddur inn á reikninga Seðlabankans í seðlabönk- um viðkomandi landa með beiðni um færslu á reikninga þeirra einstakl- inga sem í hlut eiga í viðskiptabönk- um þeirra hér. Um mjög lágar fjár- hæðir er að ræða og Seðlabankinn tekur ekki þóknun fyrir að millifæra þær. í raun er hér um að ræða greiðslur á milli opinberra aðila. Tékkareikningar starfsmanna Allt frá stofnun Seðlabankans hafa starfsmenn hans átt kost á að hafa tékkareikninga í bankanum sem laun þeirra eru greidd inn á. Strangar reglur gilda um notkun þessara reikninga og engin sérstök þjónusta fylgir þeim. Debetkort eða tékkaábyrgðarkort eru t.d. ekki gef- in út og yfirdráttur er óheimill. Óhagræði fylgir því notkun þeirra og engin áform eru uppi um að gera hana auðveldari. Raunin er líka sú að töluvert stór hópur starfs- manna kýs að fá laun sín greidd inn á reikninga í viðskiptabanka eða sparisjóði. Ferðagjaldeyri lætur Seðlábankinn starfsmönnum sínum í té vegna ferðalaga þeirra til út- landa á vegum bankans og getur slíkt vart talist ámælisvert. Erlend lán lánasjóða, stofnana og fyrirtælqa Seðlabankinn hefur um langt skeið annast erlendar lántökur rík- issjóðs. Þetta fyrirkomulag var síð- ast staðfest með samkomulagi fjár- málaráðherra og Seðlabankans, sem gert var haustið 1993 á grundvelli laga um Lánasýslu ríkisins frá árinu 1990. í samkomulaginu er Seðla- bankanum jafnframt falið að hafa eftirlit með erlendum lántökum stofnana sem njóta ríkisábyrgðar. Eftirlitið er bundið í lögum nr. 43/1990 um Lánasýslu ríkisins, en var áður í lánsfjárlögum. Seðlabank- anum var í upphafi falið eftirlit þetta og var það staðfest í fyrrgreindum samningi frá 1993. Markmið lagaá- kvæðisins er að tryggt sé fyrir hönd ábyrgðaraðilans að kjör lána sem hann ábyrgist og ákvæði lánssamn- inga almennt séu viðunandi að mati hans og uppfylli kröfur hans. Þetta er háttur sem tíðkast í nágranna- löndunum og þykir sjálfsögð og eðli- leg ráðstöfun. Eftirlit felur líka í sér ráðgjöf og erfitt er að draga ná- kvæm mörk þar á milli. í því tilviki sem íslandsbanki ger- ir að umtalsefni var 'um að ræða lán ákveðinnar hitaveitu sem hafði fengið samþykki Alþingis fyrir sjálf- skuldarábyrgð ríkissjóðs. Slík tilvik leggja Seðlabankanum ríkar skyldur á herðar. Almennt sér Seðlabankinn ekki um að útvega sjóðum, stofnun- um, opinberum fyrirtækjum eða hitaveitum erlend lán. Gjaldmiðlaskiptasamningar og framvirk viðskipti Seðlabankinn hefur gert samn- inga um gjaldmiðlaskipti við Nor- ræna fjárfestingarbankann. Þessir samningar eiga ekkert skylt við framvirka samninga. í þeim hefur falist að Seðlabankinn hefur lánað fjárfestingarbankanum íslenskar krónur en fengið að láni á móti jafn- virði þeirra í erlendum gjaldmiðli. Báðir aðilar hafa haft hag af þessum samningum. Af hálfu Seðlabankans hafa þessi viðskipti fyrst og fremst verið gerð af peningapólitískum ástæðum, þ.e. til þess að styrkja gjaldeyrisforðann i tengslum við afnám hafta á fjármagnsflutningum á milli íslands og annarra landa, en varðveisla hans er ein af frum- skyldum Seðlabankans. Hvað varðar kjörin í þessum samningum sérstaklega er rétt að min'na á að Norræni fjárfestingar- bankinn hefur hærra lánshæfismat en ríkissjóðir Norðurlandanna, sem hann eiga, að Noregi frátöldum. Af þeim sökum er vart réttlætanlegt að Norræni fjárfestingarbankinn sæti kjörum sem eru lakari en ríkis- sjóður íslands nýtur, jafnvel á sínum heimamarkaði. I þessu sambandi er rétt að minna á að skv. samningi á milli ríkisstjóma Norðurlandanna, sem hefur Iagagildi hér á landi, hefur Norræni fjárfestingarbankinn réttarstöðu innlends banka á Norð- urlöndunum og á því hér eins og á öðrum Norðurlöndum viðskipti við seðlabanka. Sagj; er í yfirliti íslandsbanka hf. að Seðlabankinn hafi neitað að gera framvirka samninga eða gjaldmiðla- skiptasamninga við innlenda banka. Eftir því sem næst verður komist hefur tvisvar borist fyrirspurn frá innlendum viðskiptabanka um möguleika á framvirkum viðskiptum með gjaldeyri við Seðlabankann, en aldrei á gjaldmiðlaskiptum. Á þeim tíma var Seðlabankinn ekki reiðubú- inn að eiga aðild að slíkum viðskipt- um. Rangt er að leggja að jöfnu gjaldmiðlaskiptasamning og samn- ing um framvirk viðskipti með gjald- eyri, eins og gert er í yfirliti íslands- banka. Bankaþjónusta við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa Samkvæmt samkomulaginu á milli fjármálaráðherra og Seðla- bankans, sem fyrr er gefið, annast Seðlabankinn í samráði við Lána- sýslu ríkisins umsýslu vegna áskrift- arkerfis spariskírteina, svo sem prentun, útsendingu, innheimtu o.fl. Þá hefur ríkissjóður reikninga í Seðlabankanum vegna sölu og inn- lausnar á spariskírteinum ríkissjóðs. I skilmálum spariskírteina ríkissjóðs er tekið fram að þau skuli innleyst í Seðlabanka íslands. í 3. gr. Seðla- bankalaganna er því lýst að eitt af hlutverkum bankans sé að annast bankaviðskipti ríkissjóðs. Eftir setn- ingu laga um Lánasýslu ríkisins á árinu 1990 fluttust verkefni tengd innlendri ijáröflun ríkissjóðs að verulegu leyti til hennar. Athugasemd frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna með rangt mál. Hið rétta er að hann fór þess á leit við sérfræðilækna á fundi í janúar sl. að þeir kæmu með hugmyndir um hvar mætti spara og hagræða í heilbrigðiskerfinu. Þetta var gert og tíu lauslegar hug- myndir sendar ráðherra. Þær eru hins vegar algerlega óháðar deilu sérfræðinga og ráðuneytisins um tilvísanir. Hið rétta er ennfremur að reglugerðir þær um tilvísanir, sem heilbrigðisráðherra setti 9. febrúar sl. undir yfirskini sparnaðar og bættra boðskipta milli lækna, eru mesta skemmdarverk sem unnið hefur verið í íslenska heilbrigðis- kerfinu. Staðhæfingar ráðherrans um að hann sé „undir hótunum ogskilmál- um um að hann eigi að samþykkja að afnema tilvísanaskylduna til þess að einkavæða heilsugæsluna í land- inu og fela sérfræðingum að reka heilsugæslustöðvar" eru út í hött. Sérfræðilæknar hafa sett það eitt skilyrði fyrir viðræðum við heil- brigðisráðherra að hann dragi reglu- gerðirnar til baka. Því hefur hann alfarið neitað. Þess vegna hafa við- ræðurnar siglt í strand. Sérfræðingafélag íslenskra lækna hefur með hagfræðilegum útreikningum sannað að tilvísana- kerfi ráðherrans muni leiða til a.m.k. 150 milljón króna kostnaðar- auka fyrir samfélagið, ekki 100 milljón króna sparnaðar. Er þá ótal- inn kostnaður sjúklinga vegna óhag- ræðis og tvíverknaðar, kostnaðar- auki vegna skriffinnskuaukningar og reikningsgerðar lækna og kostn- aðarauki Tryggingastofnunar vegna skrifræðis og tölvufræðslu persónuupplýsinga um alla íslend- inga sem leita til læknis. Að auki felst í kerfmu stórkostleg hætta á alvarlegum hagsmuna- árekstrum, þar sem ráðherra setur eftirlit með tilvísanaskyldunni í hendur heimilislækna, og gerir þá þar með að milliliðum sem ætlað er að þjóna bæði hagsmunum ríkis- sjóðs og hagsmunum sjúklinga sinna samtímis. Þá er það ósatt hjá ráðherra að þjóðin hafi eytt hundruðum milljóna í menntun sérfræðinga og eigi þess vegna inni hjá þeim bætur. Hið rétta er að allt sémám íslenskra lækna erlendis greiða þeir sjálfir, því sérnám íslenskra lækna hefur hing- að til ekki kostað íslenska ríkið eina krónu. Sérfræðingafélag íslenskra lækna fer þess á leit við ráðherra heilbrigðismála að hann hagi mál- flutnipgi sínum í samræmi við sína háu stöðu og kappkosti að taka upp samvinnu við starfsmenn heil- brigðiskerfísins fremur en að standa i stöðugum stríðsrekstri gegn þeim.“ Lokaorð Af framansögðu má ráða að það er á misskilningi byggt að Seðla- bankinn ástundi samkeppni um við- skipti við viðskiptabankana og spilli fyrir eðlilegri starfsemi efnahags- lífsins eins og látið er að liggja í forystugrein Morgunblaðsins. Við- skiptabönkunum er í lófa lagið að ná viðskiptum til sín í þeim mæli sem þeir kjósa, eins og raunar hefur verið að gerast. Þá eru engin tengsl á milli greinargerðar Seðlabankans um samkeppnisskilyrði viðskipta- bankanna og þeirrar starfsemi hans sem hér er gerð að umtalsefni. Um leið og Seðlabankinn fylgist grannt með því að bankarnir starfí í sam- ræmi við ákvæði laga og reglna og búi við traustan fjárhag kappkostar hann að skapa þeim sem eðlilegust starfsskilyrði, sambærileg þeim sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Jafnframt hefur Seðlabankinn breytt sinni eigin starfsemi í það horf sem hæfir í nútímamarkaðs- þjóðfélagi. Um það er enginn ágreiningur að hlutverk Seðlabank- ans er að stuðla að stöðugu verð- lagi og stöðugleika í fjármálalífinu og að hann eigi að takmarka starf- semi sína við eðlilega seðlabanka- starfsemi. Það telur bankinn sig hafa gert. Að endingu má geta þess að Seðlabankinn starfar á grundvelli laga frá árinu 1986 og er þess full- viss að öll starfsemi hans samrým- ist ákvæðum þeirra og annarra laga sem hann starfar eftir. Starfsemi Seðlabankans er rækilega endur- skoðuð af innri endurskoðunardeild, sem heyrir undir bankaráð, af lög- giltum endurskoðanda sem við- skiptaráðherra skipar og af Ríkis- endurskoðun. Bankastjórn hefur ætíð lagt áherslu á að taka fullt tillit til athugasemda þeirra. Þeir hafa ekki gert athugasemdir við þau atriði sem nefnd eru í yfírliti íslands- banka hf. Irisman frábærir lyftarar frá kr.1.400 þ. lrismann handtjakkar, einfaldlega besta verðið í bænum kr.33.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.