Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fimm ættliðir í kvenlegg FIMM ættliðir í beinan kvenlegg áttu saman góða stund á Akur- eyri á dögunum. Ættmóðirin, Indíana Albertsdóttir, er sitjandi frá vinstri, aftan við hana er Aðalheiður Stefánsdóttir, við hlið hennar stendur Halldóra Eiríksdóttir, Hrafnhildur Har- aldsdóttir er sitjandi til vinstri en í fangi hennar er Alexandra Yr Thorarensen sem er fimm mánaða gömul. Indíana er 89 ára og býr í Kópavogi, en afkomend- urnir á Akureyri. Aðhalds gætt í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga Unnið verður að lækkun skulda FYLLSTA aðhalds verður áfram gætt í rekstri Kaupfélags Éyfirðinga og verður áfram unnið að því að lækka skuldir félagsins. Fram kom á aðalfundi KEA sem haldinn var um helgina að horfur fyrir árið 1995 eru misjafnar eftir greinum. Nýgerðir kjarasamningar munu auka launakostnað félagsins um a.m.k. 50 milljónir króna á ár- inu. Forráðamenn félagsins eru þó þakklátir því að samningar náðust án verkfalla og að þeir stefna ekki þeim stöðugleika í voða sem er grundvöllur þess að vextir verði áfram lágir. Samdráttur í fiskveiðiheimildum gerir erfiðara fyrir með útgerð og fiskvinnslu og væntanlegur innflutn- ingur á landbúnaðarafurðum kemur til með að þrengja að afurðarstöðv- um félagsins. Aukinn hagvöxtur og kaupmáttur styrkir hins vegar grundvöll annarra greina hjá félag- inu. Skuldir Kaupfélags Eyfirðinga voru í árslok 4.719 milljónir króna og höfðu hækkað um 61 milljón milli ára. Meðal skulda er talin sér- stök niðurfærsla, 66 milljónir, sem tekin var til að mæta áhættu af frek- ara tapi af rekstri dótturfélaga, eink- um vegna vatnsútflutnings. Hlutabréf fyrir 158 milljónir KEA keypti hlutabréf fyrir 158 milljónir króna á liðnu ári, þar af 143 milljónir í Akva USA, en helm- ingurinn af þeirri upphæð eru hluta- bréf sem félagið keypti af Akva hf. og lækkuðu skuldir þess félags við KEA sem því nam. Hinn helmingur- inn var skuldbreyting við Akva USíó. Af öðrum stærri hlutafjárkaupum má nefna aukningu í Dagsprenti fyrir 6 milljónir króna, en einnig í því tilfelli var um skuldbreytingu að ræða. Endanleg fjárfestingaáætlun fyr- ir þetta ár liggur ekki fyrir en reynt verður að halda fjárfestingum í lág- marki ef undan eru skilin hugsanieg skipa- og kvótakaup. Samþykktar fjárfestingar 1995 eru að fjárhæð rúmar 130 milljónir króna og má nefna í því sambandi vél- og hug- búnað fyrir tölvudeild fyrir 20 millj- ónir, breytingar í byggingavöru- deild fyrir sömu upphæð, viðbygg- ingu við matvöruverslun á Siglufirði fyrir 15 milljónir og að keyptur verður ný mjólkurtankbíll fyrir um 10 milljónir. Héraðsdómur Norðurlands eystra í máli fertugs karlmanns 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun stjúpdóttur Fjölbreytt dagskrá á Akureyri um páskana Blanda af útivist, íþróttum listum, menningu og afþreyingu Morgunblaðið/Rúnar Þór UNNUR Signrðardóttir með veggspjald páskahátíðarinnar. FERTUGUR karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 15 mánaða fang- elsi fyrir kynferðislega misnotkun á stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra í apríl á liðnu ári, ákærði áfrýjaði til Hæstaréttar sem í október síð- astliðnum ómerkti héraðsdóminn og vísaði málinu heim í hérað til frekari meðferðar og dómsálagn- ingar að nýju. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir að hafa á árunum 1982-1987 misnotað kynferðislega tvær stjúpdætur þáverandi eiginkonu Eyjafjarðar- braut eystri lagfærð NÝR tæplega 4 km kafli á Eyja- íjat'ðarbraut eystri, frá Þverá að Laugalandi, verður lagður í sumar. Vegurinn verður lagður bundnu slitlagi. Ari B. Hilmarsson á Þverá átti lægsta tilboð í veginn í nýlegu útboði Vegagerðarinnar, tæplega 18 milljónir kr. Er það 9 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun. sinnar. Fyrri hluta tímabilsins beindust brot mannsins gegn eldri stúlkunni, sem þá var 9-12 ára, og seinni hluta tímabilsins gegn yngri stúlkunni sem þá var 8-11 ára. Brotin voru kærð haustið 1993. Ákærði játaði við yfirheyrslu brot gagnvart eldri stúlkunni, en neitaði að atferli hans hafi verið af þeirri stærðargráðu sem ákært var fyrir. Að áliti dómsins er nægi- lega sannað að ákærði hafi í endur- tekin skipti viðhaft kynferðismök, önnur en samræði, við stúlkuna allt frá árinu 1982-1986 og hafi þannig unnið sér til refsingar sam- kvæmt almennum hegningarlög- um. Gagnvart yngri stúlkunni játaði ákærði eingöngu áreitni og snert- ingu utan klæða í eitt skipti. Af- dráttarlaus neitun ákærða og þar sem annarra sönnunargagna nýtur ekki við voru að áliti dómsins ekki framkomnar fullnægjandi sönnur fyrir sekt hans gagnvart yngri stúlkunni og var hann því sýknaður af sakargiftum. Ómerking Hæstaréttar á fyrri málsmeðferð Héraðsdóms Norður- lands eystra byggðist á því að þýð- ingarmikil gögn við mat á sönnun- argildi munnlegs framburðar stúlknanna og mannsins skorti. Slíkra gagna var aflað, m.a. álits- gerða sálfræðinga og geðlækna bæði að því er ákærða og stúlkurn- ar varðar áður en dómur var að nýju kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Ólafur Ólafs- son héraðsdómari kvað upp dóm- inn. SÓL, snjór, skíði, skemmtun eru nokkurs konar einkunnarorð fyr- ir páskahátíð sem hagsmunaaðil- ar í ferðaþjónustu á Akureyri efna til í bænum um páskana. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til slíkrar hátíðar og sagði Magnús Már Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri hennar að ætlunin væri að halda hátíðina nú með eftirminnilegum hætti, en dag- skrá hennar var kynnt á blaða- mannafundi í gær. Bryddað upp á nýjungum Heimamenn og ferðafólk geta valið úr fjölmörgum dagskráratr- iðum á sviði útivistar og íþrótta og einnig á lista og menningar- sviðinu. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum og margt gert til að gera fólki dagamun. Stórtónleikar Krisijáns Jó- hannssonar, Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur og Sinfóníuhljómveitar Norðurlands verða í KA-húsinu 12. apríl, kvöldið fyrir skirdag. Lyftur verða opnar í Hlíðar- fjalli alla dagana frá kl. 10 til 17, lagðar verða göngubrautir dag- lega og boðið verður upp á skíða- kennslu. Eyjólfur Kristjánsson verður á ferðinni í fjallinu með gítarinn sinn. Efnt verður til grill- veislu og fyrirhugað er að reisa útiveitingahús þar sem afgreitt verður yfir borð mótað í snjó, m.a. kleinur og kakó. Guðsþjón- usta verður í Hlíðarfjaili á páska- dag. Allir geta tekið þátt í páska- eggjaleit og keppt verður á skíð- um og snjóbrettum þessa daga og sérstakur barnaleikgarður verður útbúinn. Skautasvellið verður einnig opið daglega og fram á kvöld ef veður leyfir og verður m.a. efnt til skautahlaups og diskóteks á svellinu. Göngubrautir verða troðnar í Kjamaskógi og vélsleða- leiga verður við Réttarhvamm neðan Hlíðarfjalls. Unnt verður að leigja tíma í íþróttahúsinu við Laugagötu gegn vægu gjaldi en það er í námunda við Sundlaug Akureyrar sem opin verður alla hátíðardagana til kl. 19.00. Þá verða sólbaðsstofur og líkams- ræktarsalir opnir fram eftir kvöldi alla hátíðadagana og skemmtistaðir bjóða upp á rýmri opnunartíma en vant er. Föstudaginn langa verður dag- skrá í Súlumýrum og munu snjó- bílar og sleðar draga fólk þangað upp eftir en þar verður m.a. grill- veisla. Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhúsið sem sýnir um páskana og verður Djöflaeyjan sýnd fjórum sinnum þessa daga og verður miðnætursýning að kvöldi föstudagsins langa, en aðr- ar sýningar kl. 20.30 12. apríl, skírdag og laugardaginn fyrir páska. Þá má nefna að sýning verður í Listasafninu, í Deiglunni og víð- ar og Bílabíó verður við Leiru- nesti. Þá verður efnt til ljós- myndasamkeppni. Um miðnætti laugardaginn 15. apríl kvöldið fyrir páskadag verð- ur Matthíasarganga, safnast verð- ur saman við Ráðhústorg og gengið með kyndla að Lystigarði framhjá Sigurhæðum, húsi Matt- híasar Jochumssonar, og munu félagar í Kór Akureyrarkirkju leiða fjöldasöng en göngunni lýk- ur með flugeldasýningu. TAXI B.S.0. SÍMI 11010 HÖFÐI Pvottahús ■ Jatalítun //afn(irstræli 34 - Sími 22330 í I Æ í i c c L i « c ( c c í c c c c c c c c t t * +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.