Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 19 VIÐSKIPTI FRÉTTIR: EVRÓPA Eigið fé Sparisjóðs Hafnarfjarðar komið yfir einn milljarð Hagnaður tæplega 60 milljónir á síðasta ári HAGNAÐUR Sparisjóðs Hafnar- fjarðar nam alls tæplega 60 milljón- um króna á sl. ári eftir að tekið hafði verið tillit til 48,9 milljóna skatta. Þetta er betri afkoma en árið 1993 þegar hagnaður nam 51,6 milljónum. Eigið fé sparisjóðsins í árslok var alls 1.003,3 milljónir og jókst um 75,5 milljónir á árinu. Samkvæmt fréttatilkynningu er Sparisjóður Hafnarfjarðar fyrstur sparisjóða til að ná því marki að eigið fé fari yfir einn milljarð króna. Eiginfjár- hlutfall Sparisjóðsins skv. Bis-regl- um var 20,9% í árslok en þarf að vera 8% að lágmarki. Innlán Sparisjóðs Hafnarfjarðar voru í árslok 1994 rúmlega 4,1 milljarður og höfðu aukist um 5,1% frá árinu áður. Seld sparisjóðsverð- bréf námu alls 1.007,7 milljónum og hækkuðu um 19,3%. Innlán og seld sparisjóðsbréf voru í árslok rúmlega 5,1 milljarður og jukust um 7,6% frá árinu áður. Útlán sparisjóðsins námu alls 5,3 milljörðum og jukust um 17,6% frá árinu áður. Framlag í afskriftar- reikning nam 63,6 milljónum og nam afskriftarréikningurinn í árs- lok 204,9 milljónum eða um 3,45% af útlánum, áföllnum vöxtum og ábyrgðum og hafði hækkað úr tæp- lega 153 milljónum. I stjóm sparisjóðsins voru kjömir þeir Matthías Á. Mathíesen, Stefán Jónsson og Eggert ísaksson. FRÁ aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Á myndinni eru, f.v.: Matthías Á. Mathiesen, formaður stjórnar sparisjóðsins, Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri, Ingimar Haraldsson, sparisjóðsstjóri, og Stefán Jónsson, varaformaður stjórnar. Sparisjóður vélsijóra með 39,2 milljóna hagnað HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra nam alls 39,2 milljónum króna á sl. ári eftir að tekið hafði verið til- lit til 24 milljóna tekju- og eignar- skatta. Stjómendur sparisjóðsins telja þessa afkomu góða miðað við aðrar lánastofnanir en benda á að útkoman sé vemlega lakari en árið á undan þegar hagnaður nam 89,6 milljónum. „Ástæða þess er fyrst og fremst sú að rekstrammhverfið var á árinu mun lakara en 1993 sem leiddi til minnkandi vaxtamun- ar og einnig var nokkuð um gengis- tap vegna versnandi stöðu ýmissa gjaldmiðla," segir í ársskýrslu. Heildartekjur námu 519 milljón- um og drógust saman frá fýrra ári um 135,7 milljónir eða 20,7%. Fjármagnsgjöld námu 188,9 millj- ónum og höfðu dregist saman um 71,5 milljónir eða 27,4%. Önnur fjármagnsgjöld vora 246,1 milljón og höfðu vaxið um 31,1 milljón eða 14,4%. Laun og launatengd gjöld námu 98,9 milljónum og hækkuðu frá fyrra ári um 17,8% enda varð nokkur fjölgun starfs- manna. Sparisjóðurinn lagði alls 30,6 milljónir í afskriftarreikning í fyrra samanborið við 39,6 milljón- ir árið áður. Endanlega voru af- skrifaðar 15,7 milljónir en árið áður voru afskrifaðar 21,7 milljón- ir. Á afskriftarreikningi í fýrra voru 108,1 milljón eða 2,3% af útlánum, áföllnum vöxtum og veittum ábyrgðum. Útlán jukust um rösklega þriðjung Heildarinnlán sparisjóðsins að meðtöldum veðdeildarbréfum námu í árslok 4.483,9 milljónum og höfðu vaxið um 827,3 milljónir eða 22,6%. Án veðdeildarbréfa námu innlánin 3.774,1 milljón og höfðu vaxið um 710,2 milljónir eða 23,2%. Þetta er langt umfram aukningu annarra lánastofnana AÐALFUNDUR íslandsbanka á mánudag samþykkti mótatkvæða- laust allar tillögur um breytingar á samþykktum bankans, þ.á m. til- lögu um innlausnarskyldu stórra hluthafa. Jón G. Briem, lögfræðingur ís- landsbanka, útskýrði á fundinum í alllögu máli breytingar á sam- þykktunum og að því búnu opnaði Magnús L. Sveinsson, fundarstjóri, fyrir umræður undir þessum lið. Enginn fundarmanna kaus að taka til máls eða varpaði fram athuga- semdum við málsmeðferðina. Hin- því að meðaltali jukust innlán banka og sparisjóða á árinu 1994 um 1,7%. Utlán jiikust að sama skapi mjpg mikið, þ.e. um 36,1% eða 1.173 milljónir. Eigið fé sparisjóðsins í árslok nam alls 741,1 milljónum og jókst um 41,5 milljónir eða 6%. Eig- infjárhlutfall skv. Bis-reglum var 16,9% í árslok en árið áður var hlutfallið 21,2%. Ástæður þessarar lækkunar eru fyrst og fremst áð- urnefnd aukning útlána og breyt- ing á útlánasamsetningu. ar nýju samþykktir voru því bornar undir atkvæði i heild sinni þar sem þær hlutu samþykki án mótat- kvæða. Þar með tók gildi sú sam- þykkt að ef hluthafi á meira en 'A hlutafjár og ræður yfir samsvar- andi atkvæðamagni geti aðrir hlut- hafar hver um sig krafíst innlausn- ar hjá hluthafanum. Þá kröfu verða þeir að gera innan átta vikna frá því að þeir vita af þess- um rétti sínum. Nái aðilar ekki samkomulagi um verð er vísað til ákvæða laga um hlutafélög um þetta efni. Innlausnarskylda sam- þykkt án mótatkvæða Reuter Bardot biðlar til ESB MARGARETA Winberg, land- búnaðarráðherra Svíþjóðar, rétt- ir hér Jean Puech, frönskum starfsbróður sínum, áskorun til ráðherraráðs Evrópusambands- ins frá frönsku leikkonunni og dýraverndarsinnanum Brigitte Bardot. Bardot skorar á ráðherr- ana að stöðva ómannúðlegan flutning á dýrum innan ESB. Ráðherrarnir gerðu þó enga samþykkt á fundi sínum, enda er málið umdeilt innan sam- bandsins. ESB og Noreg greinir á um tollamál FRÁ OG MEÐ 1. júlí mun rísa tollm- úr á milli Svíþjóðar og Noregs, þar sem ekki er búist við að samkomulag hafi náðst um tollabreytingar fyrir þann tíma. Hefur norska stjórnin lýst því yfir að fyrirtækjum verði ekki greiddar neinar bætur vegna þessa. Meðal annars verða lagðir tollar á súkkulaði, tóbak, áfengi, ost, salat, sultur og pitsur sem flutt- ar eru til Svíþjóðar frá Noregi. Á móti geta norskir neytendur búist við því að verð á landbúnaðar- afurðum frá ESB-ríkjum muni hækka verulega. Gunhild Oyangen, landbúnaðarráðherra Noregs, hefur staðfest að ríkisstjórnin íhugi að hækka tolla á evrópskum landbún- aðarafurðum. Er það von norskra stjórnvalda að aðgerðir af þessu tagi verði til þess að auka þrýstinginn á viðsemj- endur þeirra í Brussel að ganga frá nýjum tollasamningi. Norskir fjölmiðlar hafa hins vegar bent á að þetta geti reynst hættuleg- ur leikur, er geti leitt til tollastríðs, þar sem óvíst sé að Evrópusamband- ið sætti sig við þetta án þess að grípa til mótaðgerða. EES ekki nóg Samkvæmt nýrri könnun frá norska útflutningsráðinu búast norskir fýrirtækjastjómendur ekki við að það muni hafa slæm áhrif á þá að standa fyrir utan ESB til skemmri tima litið. Eftir þijú til fímm ár utan ESB megi hins vegar búast við að áhrifín fari að segja til sín. Um 75% norskra stjórnenda telja að EES-samningurinn sé til lengri tíma litið mun verri lausn en full aðild. Kýpur vill aðild að ESB • KÝPUR hefur óskað eftir við- ræðum við Vestur-Evrópusam- bandið, vamarmálaarm ESB, um aðild að samtökunum í framtíð- inni. Kýpurbúar hafa sótt um að- ild að Evrópusambandinu og hef- ur ESB heitið því að hefja aðildar- viðræður hálfu ári eftir að ríkjar- áðstefnunni, sem hefst á næsta ári, lýkur. • FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur beðið kínversk sljómvöld að íhuga aðgerðir til að takmarka hvitlauksútflutning til ESB. Hvít- lauksframleiðslulöndin Frakkland og Spánn hafa andmælt miklu streymi kinversks hvítlauks inn á Evrópumarkaðinn og telja það ógna hefðbundinni hvítlauksfram- leiðslu sinni. • „ÁVAXTAFJALL" Evrópu- sambandsins, þ.e. umframfram- leiðsla á ávöxtum og grænmeti, verður gefið fátækum í Júgóslav- íu, samkvæmt samþykkt landbún- aðarráðherra ESB. Góðgerðasam- tök munu sjá um að dreifa ávöxt- unum. • FRAMKVÆMDASTJÓRNIN hefur nú í smíðum nýjar reglum um aðgang Suður-Afríku að Evr- ópumarkaðnum. Gert er ráð fyrir að tollar á suður-afrískum afurð- um verði lækkaðir og er búizt við að slíkt auki trú á atvinnulífinu þar í landi og stuðli að stöðugleika. • BREZKIR stimplar á gulli og silfri, sem gilt hafa í 700 ár, verða afnumdir og samræmd ESB-merk- ing tekin upp í staðinn, nái tillög- ur framkvæmdastjórnarinnar fram að ganga. Merkingarnar munu gefa til kynna hreinleika málmanna og verða aðferðir til að meta hann samræmdar. • JOZEF Oleksy, nýr forsætis- ráðherra Póllands, mun fara til Brussel í sína fyrstu opinberu heimsókn. Hann hyggst heim- sækja aðalstöðvar ESB og NATO til að undirstrika þá stefnu Pól- veija að fá aðild að þessum kjarna- samtökum vestrænna lýðræðis- ríkja, að sögn pólskra embættis- manna. • FILIPPUS, krónprins Belgiu, lýsti því yfir í opinberri heimsókn í Indlandi að Belgar vildu verða milliliður í samskiptum Indlands og Evrópusambandsins og miðla málum í ýmsum ágreiningsefnum. Belgar vilja tryggja sér hlut í miklum efnahagsuppgangi í Ind- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.