Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 7 FRÉTTIR Uppgrip í verkfalli ÞEIR frændur Bjarni Þór Har- aldsson og Magnús Örn Magn- ússon, tólf ára, sitja ekki auð- um höndum á meðan á verk- falli kennara stendur, heldur stunda gluggaþvott fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Bjarni Þór segir að fyrirtækið sé að vísu um eins árs gamalt, en aukinn kraftur hafi færst í starfsemina í verkfallinu. „Við höfum mest að gera þjá fyrir- tækjum við Smiðjuveg og Skemmuveg," segir hann. „ Annars tökum við að okkur verkefni um allt höfuðborgar- svæðið. Við blöndum salmíaki og þvottaefni út í vatnið og sú blanda hefur reynst best, þeg- ar saltið liggur á rúðunum. Þvottaefnið fengum við með sérstökum samningi við fs- lensk-Ameríska.“ Magnús Örn segir að þeir fari reglulega til fastra viðskiptavina sinna og nái stundum allt að 10 þúsund króna tekjum á dag. Til þess að svo megi verða þurfa þeir hins vegar að halda vel á spöð- unum og þrífa 100 glugga, því þeir taka 100 krónur að jafn- aði á hvern. Magnús Örn segir að þeir séu þegar farnir að hugsa fyrir sumrinu, en þá ætla þeir að færa út kvíarnar og taka að sér að slá túnbletti. „Eg á sláttuvél, en Bjarni Þór þarf að kaupa sér vél. Það er ekki lengi gert þegar maður er með svona tekjur,“ sagði Magnús Örn. A myndinni eru þeir frændur og viðskiptafé- lagar, með búnað sem þeir nota við rekstur fyrirtækisins. Göng undir Yestur- landsveg IÐNAÐARHVERFIN í Árbæ og á Ártúnshöfða verða tengd með und- irgöngum sem gerð verða í sum- ar. Viðarhöfði verður lagður undir Vesturlandsveg og tengdur Hálsa- braut á gatnamótum við Grjótháls og Hestháls. Vegagerð ríkisins og Reykja- víkurborg standa saman að þess- ari framkvæmd sem er liður í færslu Suðurlandsvegar austur fyrir Árbæjarhverfi. Göngin eru bæði fyrir bíla og gangandi veg- farendur. Verkið var nýlega boðið út, ásamt tengdum framkvæmdum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 105 milljónir kr. Lægsta tilboð var liðlega 83 milljónir eða 79% af áætlun. Var það frá Há- felli hf. og Eykt hf. Verkinu skal að fullu lokið í ágústmánuði. Morgunblaðið/Kristinn Erfiðleik- ar vegna fannfergis BÆNDURNIR í Stakkhamri og Borgarholti hafa átt í miklum vand- ræðum við að halda akfærum kafla á þjóðvegi, sem er 5 km langur. Lengi vel var blásið með öflugum snjóblásara en alltaf bætti við snjó- inn. Sumir kaflar á veginum voru mjög snjóþungir og blásararnir náðu ekki að koma snjónum frá sér. Varð því að fá öflugar jarðýtur til þess að laga verstu kaflana. Morgunblaðið/Páll Pálsson Stefnir þú ágottfri í sumar? SAS lukkupotturinn fyrir sumarið 1995 býður hagstæð fargjöld fyrir alla fjölskylduna. Hámarksdvöl er einn mánuður. Fjölskylduafsláttur er 50% fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. SAS flýgur tvisvar í viku milli íslands og Danmerkur frá 11. apríl til 15. september og gildir SAS lukku- potturinn á því tímabili. Brottfarartími frá Keflavík er kl. 16.15. Brottfarartími frá Kaupmanna- höfn er kl. 14.20. Kynntu þér SAS lukkupottinn á söluskrifstofu SAS eða á ferðaskrifstofunni þinni. SAS SuperJackpot 30.000 kr. Keflavík.....................................Kaupmannahöfn Keflavík............................................. Osló Keflavík........................................... Bergen Keflavík..................................... Kristlansand Keflavík ....................................... Stavanger Keflavík ......................................Stokkhólmur Keflavík........................................ Gautaborg Keflavík ....................................... Jönköplng Keflavík........................................... Kalmar Keflavík............................................ Malmö Keflavík ........................................... Váxjö Keflavík ........................................ Örebro Keflavík..........................................Vásterás 33.000 kr. Keflavík ......................Helslnkl Nýr SAS hótelbæklingur! - /vgwfo, Innlendur flugvallarskattur er 1.340 kr., danskur 740 kr., sænskur 130 kr. og norskur 620 kr. , U///SAS SAS á íslandi - vatfrelsi í flugi! Laugavegl 172 Síml 562 2211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.