Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forseta- frú í vin- áttuför Ráðstefna átta ríkja um fiskveiðar í Norðursjó Bræðsluveiðarnar ekki takmarkaðar HILLARY Clinton forsetafrú Bandaríkjanna er um þessar mundir á 12 daga vináttuferð um ríki Suðaustur-Asíu. Til- gangurinn er að efla félagsleg tengsl milli þessara ríkja og Bandaríkjanna. Kom hún til Pakistans á sunnudag og kom til kvöldverðar í Lahore í fyrra- kvöld klædd að hætti pakistan- skra kvenna. Myndin var tekin við það tækifæri. Benazir Bhutto forsætisráðherra er lengst til vinstri en forsetafr- únni á vinstri hönd er dóttir hennar Chelsea. í gær kom for- setafrúin til Indlands þar sem hún kvaðst m.a. ætla kynna sér kvenréttindamál og hvemig búið er að konum, bömum og fátækum. London. The Daily Telegraph. ÁTTA ríki hafa ákveðið að takmarka ekki bræðslufiskveiðar í Norðursjó, þ.e. veiðar á tegundum eins og sand- síli fyrir fiskmjölsiðnaðinn. Búist er við að sjómenn, stangveiðimenn og umhverfisverndarsinnar bregðist ókvæða við þessari ákvörðun. Sandsíli eru mikilvæg fæða fyrir annan fisk og fugla og þeir sem hafa beitt sér fyrir kvóta á veiðarn- ar eru sannfærðir um að þær komi niður á sjófuglum, höfrungum, hnís- um, laxi og silungi, og komi í veg fyrir vöxt fiskstofna eins og þorsks og ýsu. Embættismenn ríkjanna átta komu saman í Danmörku í vikunni sem leið til að ganga frá drögum að yfirlýsingu ráðstefnu um fiskveið- ar í Norðursjó sem ráðgerð er í júní. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að kvótar á bræðsluveiðarnar kynnu að grafa undan sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins. Vildu ekki bæta Dönum skerðingu bræðslukvóta Meira en milljón tonn af sandsíli eru veidd í bræðslu í Norðursjó á ári hveiju. Danir hafa fengið að veiða helminginn þar sem hlutur þeirra í öðrum veiðum er mjög lítill. Um 400 dönsk skip stunda bræðslu- veiðarnar. Með því að setja kvóta á bræðslu- veiðarnar hefðu hin ríkin þurft að fallast á minni kvóta á öðrum nytja- fiski til að bæta Dönum upp miss- inn. Þau voru ekki tilbúin til þess og fiskifræðingar leggja mikla áherslu á að kvótar verði skertir um allt að 30%. Embættismennirnir samþykktu hins vegar að ieggja til að áhrif bræðsluveiðanna yrðu rannsökuð þegar fram líða stundir. Þegar hafa komið fram vísbend- ingar um að veiðarnar hafi veruleg áhrif á aðra stofna. Fiskifræðingar segja að verði veiðarnar minnkaðar um 40% myndi lýsustofninn stækka um 20%, ýsu- stofninn um 10% og þorskstofninn um 3%. Reuter Winnie þögul Jóhannesarborg. Reuter. LÖGMENN Winnie Mandela sögðu í gær, að hún væri á leið til heimil- is síns í Soweto og myndi ekki láta neitt frá sér fara varðandi brott- rekstur hennar úr ríkisstjórninni. Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku og eiginmaður Winnie Mandela, vék konu sinni úr stjórn- inni í fyrradag. Hún var aðstoðar- ráðherra á sviði lista, menningar, vísinda og tækni. Forsetinn gaf enga ástæðu fyrir brottvikningunni og hún hefur ekki hafa áhrif á stöðu hennar sem þing- manns Afríska þjóðarráðins (ANMC) eða á formennsku hennar í hinu öfluga kvennaráði ANC. Winnie Mandela hefur ítrekað gerst sek um agabrot og komið forsetanum í klípu með framkomu sinni. Einnig sætir hún lögreglurann- sókn vegna meintrar spillingar og fyrir að misnota aðstöðu sína í rík- isstjórn í auðgunarskyni. Mandela hjónin skildu að borði og sæng árið 1992. Leitin í húsum sértrúarsafnaðar í Japan Lögreglan býst við að finnalík Kamiku Isshiki. Reuter. JAPANSKA lögreglan hélt í gær áfram leit sinni í húsakynnum sér- trúarsafnaðarins Aum Shinri Kyo og bjóst við að fínna þar lík og frek- ari vísbendingar um að söfnuðurinn hefði búið til taugagas. Japanska dagblaðið Yomiuri skýrði frá því að lögreglan hefði fundið mann, sem grunaður væri um að hafa komið fyrir pakka með taugagasinu sarin í neðanjarðarlest í Tókýó 20. mars. Tíu manns biðu bana í tilræðinu og þúsundir manna veiktust, þar af 70 alvarlega. Maðurinn er á spítala vegna ga- seitrunar. „Aum Shinri Kyo hefur ekkert með trú að gera og við eigum eftir að finna lík áður en langt um líð- ur,“ sagði japanskur embættismað- ur. Japönsk dagblöð hafa haft eftir fyrrverandi safnaðarmeðlimum að lík hafí verið grafin nálægt húsum safnaðarins í þorpinu Kamiku Iss- hiki, við rætur Fuji-fjalls. Reuter STÚLKUR í japanska sértrú- arsöfnuðinum Aum Shinri Kyo sinna daglegum störfum sínum fyrir utan hús safnað- arins. Á bak við þær eru lög- reglumenn. Claes ekki ferða- fær vegna flensu Brussel. Reuter. WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, frestaði í gær fyrirhugaðri heim- sókn sinni til Tyrklands og Grikk- lands vegna veikinda en embættis- menn NATO segja Claes vera með flensu. Sögðu þeir hann hafa tekið ákvörðun um þetta í samráði við lækna og að frestunin tengdist ekki ásökunum um tengsl hans við spillingarmál sem skekið hefur stjómmálaumræðu í Belgíu. Claes átti að fljúga til Tyrklands í dag, miðvikudag og ’nalda til Grikklands á fímmtudag. Heim- sókn þessi var talin mikilvægur þáttur í því að bæta samskipti ríkj- anna. Þá var ætlunin að Claes ræddi hernad Tyrkja á hendur skæruliðum Kúrda í Norður-írak. Bankaleynd aflétt Svissnesk yfirvöld hafa ákveðið að aflétta bankaleynd svo að Belg- ar geti kannað reikninga vegna spillingarmáls þess sem Claes er talinn tengjast. Hafa nokkrir flokksbræður hans í Flæmska sós- íalistaflokknum viðurkennt að hafa vjtað af leynilegum greiðslum ít- aísks þyrluframleiðanda til flokks- ins árið 1989 til að tryggja að belgíski herinn semdi við fyrirtæk- ið. Krefjast afsagnar Belgíska RTL-sjónvarpsstöðin hafði í gær eftir Claude-Bemard Hugenin, dómara í Zúrich, að svissneskur dómstóll hefði fyrir- skipað að lög um bankaleynd giltu ekki um bankareikninga sem tengdust spillingarmálinu í Belgíu. Meðal þeirra reikninga sem verða skoðaðir, eru reikningar Iögfræð- ingsins Alfons Puelinckx, Etienne Mange, fyrrum gjaldkera Flæmska sósíalistaflokksin og Lucs Wallyns, starfsmanns flokksins. Fjölmargir hafa krafist afsagnar Claes vegna málsins en hann var efnahagsmálaráðherra flokksins er samningurinn við ítalska framleið- andann var undirritaður. Þvertek- ur Claes fyrir að tengjast mútumál- inu á nokkum hátt. Tyrkir drepa 62 Kúrda TALSMAÐUR Tyrklandshers sagði í gær að 62 Kúrdar hefðu verið drepnir í bardaga í Norð- ur-írak í gær. Tyrkneska utan- ríkisráðuneytið gerði lítið úr gagnrýni Þjóðveija á innrásina og bréfi sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna sendi þar sem hann lét í ljós áhyggjur af hernaðaraðgerðunum og af- leiðingum þeirra fyrir óbreytta borgara. Suu Kyi laus Íjúlí? HÁTTSETTUR embættismað- ur í Burma sagði í gær að her- foringjastjórnin þar myndi ekki halda friðarverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi í stofufang- elsi til langframa. Hann vildi ekki upplýsa hvenær henni yrði sleppt en neitaði því ekki að það kynni að verða í júlí. Gucci-morðið rakið til við- skipta RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Mílanó taldi í gær hugsanlegt að morðið á Maurizio Gucci, fyrrverandi stjórnarformanni Guzzi-tískuhússins, tengdist viðskiptasamningum. Gucci var skotinn til bana fyrir utan skrif- stofu sína á mánudag og morð- inginn komst undan á bíl. Verkfallið í Færeyjum heldur áfram EDMUND Joensen, lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Dim- malætting í gær að samninga- nefndirnar í kjaradeilu opin- berra starfsmanna, sem eru í verkfalli, yrðu að leysa hana sjálfar. Hann kvað landstjórn- ina ekki ætla að leggja sáttatil- lögu, sem opinberir starfsmenn hafa hafnað, fram sem laga- frumvarp á lögþinginu. Starfs- menn pósthúsa efndu til sólar- hrings samúðarverkfalls í gær. Fæddist fimm árum eftir getnað STÚLKUBARN fæddist á dög- unum í Bretlandi tæpum fimm árum eftir getnað. Fóstrið hafði verið geymt frosið í fjögur ár og tvo mánuði þar til lífforeldr- arnir fundu konu sem vildi ala barnið. Samkvæmt nýjum Iög- um í Bretlandi verður að eyða fóstrum þegar þau hafa verið geymd í fimm ár. Verkfall hjá Air Inter VERKFALL starfsmanna Air Inter, stærsta flugfélags Frakklands í innanlandsflugi, varð til þess að aflýsa varð helmingi 400 áætlunarferða í gær. Efnt var til verkfallsins til að mótmæla áformum um að fækka starfsfólkinu um 600. Búist er við að starfsmenn lesta og strætisvagna í París leggi einnig niður vinnu á næstunni. Verkföllin gætu truflað barátt- una fyrir forsetakosningarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.