Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Jafnrétti kynjanna er mannréttindamál FÁ MÁLEFNI hafa verið jafn- mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikumar og jafnrétti kynj- anna. Tilefnið var skýrsla um rann- sókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisráð. Með rannsókninni er þess freistað að varpa ljósi á stöðu kynjanna á vinnumarkaðinum, upp- lýsa með hvaða hætti ákvarðanir um laun séu teknar, hvaða sjónar- mið ráði því hverjir veljast í stöður og hvernig hægt sé að skýra launa- myndun í stofnunum og fyrirtækj- um. Tilgangurinn er sá að leiða í ljós hvort konur séu beittar mis- rétti á vinnumarkaði, þannig að stjórnvöld, atvinnurekendur, verka- lýðsfélög og aðrir geti unnið mark- visst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði eins og lög þoða. Enda þótt umfang rannsóknar- innar hafí verið takmarkað og þar af leiðandi ekki rétt að alhæfa um stöðu kynjanna almennt á vinnu- markaðinum benda niðurstöðumar til þess að konur sæti miklu launa- misrétti í þjóðfélaginu. Umtalsverð- ur munur er á launum karla og kvenna, hvort sem skoðuð em hrein dagvinnulaun, dagvinnulaun og aukagreiðslur eða jafnaðarkaup. Konur em með 78% af hreinum dagvinnulaunum karla, en þegar tekið er tillit til aukagreiðslna em þær með 70% af launum karla. Þetta hlutfall lækkar enn þegar miðað er við jafnaðarkaup því þá em konur með 68% af launum karla. Aukin menntun - meiri launamunur Rannsóknin staðfesti þannig það sem áður hefur komið fram í öðmm rannsóknum um launamun kynj- anna. Gildi þessarar rannsóknar felst í því að nú hefur verið aflað vitneskju um það hvar rótin að launamuninurti liggur. Þær upplýs- ingar sem komu mér á óvart og raunar mörgum fleirum var sú nið- urstaða að menntun leiði til meiri launahækkunar hjá körlum en kon- um. Ýmsir sem hafa fylgst með umræðum um jafnréttismál höfðu vænst þess að launamunur kynj- anna hverfí með aukinni menntun kvenna. Að mínu mati felst í því þversögn að svo til enginn munur er á launum karla og kvenna sem ekkert nám hafa stundað eftir grunnskóla. Hins vegar er töluverð- ur munur á launum karla og kvenna sem lokið hafa framhaldsskóla- eða háskólaprófí. Konur með fram- haldsskólamenntun eru með um 78% af launum (dagvinnulaunum að viðbættum aukagreiðslum) karla með sambærilega menntun og kon- ur með háskólamenntun eru aðeins með um 64% af launum háskóla- menntaðra karla. Þessar niðurstöð- ur eru mér sérstök vonbrigði og leita verður allra leiða til að afnema þetta grófa misrétti. í lok febrúar sl. lagði ég fyrir Alþingi skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála. í henni eru að fínna margvíslegar upplýsingar um laun kvenna og karla. Upplýsingar í skýrslunni staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna og eru í samræmi við þær ályktanir sem hægt er að draga af skýrslu Félagsvísinda- stofnunar. Þar eru meðal annars birtar tölur um hlutfallslegt vægi aukagreiðslna hjá konum og körl- um. A árinu 1991 voru greiðslur til karla fyrir yfirvinnu 78% hærri en til kvenna. Þess ber þó að geta að frá árinu 1987 hafði nokkuð dregið saman með kypjunum að þessu leyti. Þetta hlutfall var þá tæp 87%. í skýrslunni um stöðu og þróun jafnréttismála er að fínna athyglis- verðan samanburð á hlutfalli „yfir- vinnutekna" á fjórða ársfjórðungi ársins 1992 af heildarlaunum fé- lagsmanna í BSRB og BHMR skipt eftir kyni og starfsaldri. Þessi sam- anburður staðfestir að hlutfall „yf- irvinnutekna" karla er verulega hærra en kvenna. Hlutfall auka- tekna af heildarlaun- um hjá konum er um 30% og er lítill sem enginn munur á BHMR- og BSRB-kon- um. Hins vegar eiga BSRB-karlar auðveld- ast með að bæta við dagvinnulaun sín, einkum sá hópur sem hefur minni en 5 ára starfsaldur. Þessum hópi tókst að auka tekjur sínar um 44%. Það sem er umhugs- unarefni er að tölur Rannveig Guðmundsdóttir sem birtar eru í þessu sambandi gefa til kynna að hvorki starfsaldur eða menntun hafi áhrif sem neinu nemur á möguleika kvenna og karla til að auka tekur sínar með „yfír- vinnu“ eða annari þóknun. Launamisrétti kynj- anna, segir Rannveig Guðmundsdóttir, er svartur blettur á ís- lensku þjóðfélagi. Brýnasta viðfangsefnið: samning reglna um starfsmat Samkvæmt 4. gr. jafnréttislaga skulu konur og karlar fá sömu laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverð- mæt og sambærileg störf. Þessa lagagrein tel ég að þurfí að útfæra nánar hvort heldur í reglugerð eða með setningu leiðbeinandi reglna fyrir vinnumarkaðinn. Ég tel vel koma til greina að settar verði leið- beinandi reglur sem myndu nýtast við beitingu starfsmats hjá jafnt einkafyrirtækjum, fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera svo og kærunefnd jafnréttismála í sinni vinnu. Gagnasöfnun er fyrsta skref- ið og nauðsynlegt er að öll vinna á þessu sviði sé unnin í náinni sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins og þá á ég einnig við fjármálaráðuneytið sem fer með starfs- manna- og launamál ríkisins, samtök opin- berra starfsmanna og svo skrifstofu jafnrétt- ismála. Þessi vinna er þegar farin af stað í Noregi og eftir því sem ég best veit í Svíþjóð. Slíkar reglur hafa verið samdar í samvinnu við samtök á vinnumark- aði í Finnlandi. Ég hef skipað vinnuhóp til að undirbúa samningu slíkra matsreglna sem taki mið af íslenskum aðstæðum. Ég hefí enn fremur falið skrif- stofu jafnréttismála að gera úttekt á framkvæmdaáætlun ríkisstjómar- innar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynja. Skýrsla um hvemig til hefur tekist - hvaða verkefnum er lokið og hver em í vinnslu - verður væntanlega kynnt tilbúin í haust. í tengslum við þá úttekt er nauðsynlegt að skoða hvort breyta þurfí gildandi áætlun og ákveða ný verkefni á þessu sviði. Á það má minna að í áætluninni er gert ráð fyrir starfsmati hjá hinu opinbera en fyrsta skrefíð á því sviðinu hefur þegar verið stigið með skipun fram- angreinds vinnuhóps sem er meðal annars falið að safna upplýsingum um beitingu starfsmats í öðrum löndum, kosti þess og galla sem tækis til að draga úr launamun kynja. Fræðsla um starfsmat er ekki síður mikilvæg. Ýmsir hafa látið þau orð falla að jafnrétti kvenna og karla séu mannréttindamál. Það eru orð að sönnu. Á sama hátt er launajafn- rétti karla og kvenna einnig mann- réttindamál. Launamisrétti kynj- anna er svartur blettur á íslensku þjóðfélagi. Þetta misrétti þýðir í raun að helmingur þjóðarinnar býr ekki við mannréttindi. Sú staðreynd er ekki og getur ekki verið ásættan- leg. Höfundur er félagsmálaráðherra. Alþýðuflokkurinn og umbótamálin Lækkun verðbólgu, vaxta og skulda UM LANGT skeið var ísland vel þekkt erlendis sem mesta verðbólguríki Evrópu. Verðbólga var að jafnaði 20-30% á ári á síðasta áratug. Þessari ríkisstjórn hefur tekist það sem margar fyrri rík- isstjórnir höfðu reynt, að ná tökum á verðbólgunni. í fyrra var verðbólgan 1,5% og í ár er áætlað að hún verði 2,5%. Verð- bólga á íslandi er nú með því lægsta sem þekkist meðal iðnríkjanna. í stað óstjómar hefur nú komið styrk efnahagsstjóm með Jón Baldvin stöðugleika að markmiði. Hannibalsson Stöðugt verðlag eflir verðskyn neyt- enda, sem eflir samkeppni og leiðir til lægra vömverðs. Lægri verðbólga hér á landi en í helstu viðskiptalöndum hefur bætt samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja, bæði gagnvart innflutningi og á útflutningsmörkuðum. Raungengi krónunnar, sem sýnir samanburð verðlags hér á landi og erlendis, er ágætur mælikvarði á samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtælqa. Raun- gengið er nú lægra en nokkm sinni frá því um 1970. Áhrifa þess hefur mjög gætt í ferðaþjónustu og iðnaði sem verið hafa í sókn að undanfömu. stæðum lánum í helstu viðskiptalöndum. Hver íjögurra manna íjölskylda skuldar að meðaltali 4,3 milljónir króna. Fyrir slíka fjölskyldu leiðir 2% varanleg vaxtalækkun til 86 þús. kr. lægri vaxta-* greiðslna á ári. Þær fjölskyldur sem keypt hafa húsnæði á undan- fömum ámm skulda að jafnaði mest. Vaxtalækkun er ein- hver besta kjarabót sem slíkar ijölskyldur geta fengið. Erlendar skuldir Erlendar skuldir þjóðarinnar em um 840 þúsund krónur á mann og Hver fjögurra manna fjölskylda skuldar að meðaltali 4,3 milljónir " króna, segir Jón Bald- Vextir Um mitt ár 1991 vom vextir af verðtryggðum skuldabréfalánum í bönkum og sparisjóðum tæplega 10% og vextir af óverðtryggðum skulda- bréfalánum tæplega 19%. Þessir vext- ir vom mun hærri en hliðstæðir vext- ir í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Með umbótum á innlendum íjár- magnsmarkaði, afnámi gjaldeyris- hafta og samræmdu átaki ríkisstjóm- ar og Seðlabanka í vaxtamálum hefur tekist að efla samkeppni á fjármagns- markaði, ná vöxtum niður og lækka vaxtabyrði heimila og fyrirtækja. Vextir af verðtryggðum skulda- bréfalánum í bönkum og sparisjóðum em nú 8,2% að meðaltali, en af óverð- tryggðum lánum 10,8%. Vextir ríkis- víxla em nú um 7%. Em þetta álíka eða jafnvel ívið lægri vextir en af hlið- vin Hannibalsson. Fyr- ir slíka gölskyldu leiðir 2% varanleg vaxtalækk- un til 86 þús. kr. lægri vaxtagreiðslna á ári. fara lækkandi. Þær vom 54% af þjóð- arframleiðslu 1993 en munu lækka niður f a.m.k. 50% á árinu 1995. Á árinu 1991 fóm 11,4% útflutnings- tekna til að greiða vexti af erlendum lánum, en 1995 er gert ráð fyrir að þetta hlutfall verði 9,5%. Þennan ein- staka árangur má þakka styrkri stjóm efnahagsmála, þar sem áhersla hefur verið lögð á að bæta samkeppnisaðstöðu íslenskra fyrir- tækja og örva útflutning. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Húsaleigubætur: Hvers eiga öryrkjar að gjalda? JÁ, HÚSALEIGU- BÆTUR em orðnar að vemleika í 28 sveitarfé- lögum á landinu. Markmiðið með húsa- leigubótum er að lækka húsnæðiskostnað tekju- lágra leigjenda. Gert var ráð fyrir að húsa- leigubætur myndu ekki skerða bætur bótaþega hjá Tryggingastofnun ríkisins og að lögum um almannatryggingar yrði breytt til samræmis við það markmið. Stað- reyndin er sú, að húsa- leigubætur skerða ekki Li\ja Þorgeirsdóttir gmnnlífeyri né tekjutryggingu, en hins vegar skerðist bótaflokkurinn uppbót á lífeyri, og ekki er enn ljóst hváð verður um aðra bótaflokka eins og t.d. heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Þann 1. mars sl. urðu margir ör- orku- og ellilífeyrisþegar varir við þessa skerðingu. Þeir sem fá húsa- leigubætur missa þannig í mörgum tilvikum „uppbót á lífeyri". Til skýringar á bótaflokknum upp- bót á lífeyri, þá er því þannig varið, að örorku- og ellilífeyrisþegar eiga rétt á honum ef tekjur þeirra nægja ekki vegna sérstaks kostnaðar. Á þetta m.a. við um háa húsaleigu, mikinn lyfjakostnað eða kostnað vegna umönnunar, og er það metið hjá hveij- um einstaklingi fyrir sig. Þess skal getið að þeir sem em með háan lyfjakostnað geta feng- ið húsaleigubætur án þess að missa bóta- flokkinn „uppbót á líf- eyri“, en í mörgum til- vikum er hann þó skert- ur. En þeir sem hafa fengið uppbót á lífeyri einvörðungu vegna hú- saleigukostnaðar, missa hana, og veldur það tekjuskerðingu sem i mörgum tilvikum er umtalsverð. Hér skulu tilgreind tvö dæmi sem sýna áhrif húsaleigubóta á aðrar bætur til örorkulífeyrisþega sem leigja í Sjálfsbjargarhúsinu, að Hátúni 12, Reykjavik. Þeir búa í litlum ein- staklingsíbúðum með eldunaraðstöðu og baðherbergi og eiga þvi rétt á húsa- leigubótum. Ibúamir búa sem sagt einir og em með örorkulífeyri og tengdar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Þeir fá uppbót á lífeyri vegna leigukostnaðar en upphæðin er mis- munandi. Þessir einstaklingar geta ekki fengið uppbót á lífeyri vegna lyfja- eða umönnunarkostnaðar. Dæmi 1 Ekki hagnast allir örorku- og ellilffeyrís- þegar, að mati Lilju Örorkubætur í mars 1995. Örorkulífeyrir Tekjutrygging 12.329 23.320 Þorgeirsdóttur, á húsaleigubótum. Uppbót á lífeyri 4.932 Heimilisuppbót 7.711 Sérstök heimlisuppbót 5.304 Samtals 53.596 Viðkomandi hefur ekki aðrar tekjur. Húsaleiga: 9.726 Húsaleigubætur 4.863 Uppbót á lífeyri 4.932 Mismunur á mánuði 69 Mismunur yfir árið 828 Kostnaður v/gagnaöflunar 1.500 Kostnaður samtals á ári 2.328 Dæmi 2 Örorkubætur í mars 1995. Örorkulífeyrir 12.329 Tekjutrygging 23.320 Uppbót á lífeyri 7.397 Heimilisuppbót 7.711 Samtals 50.757 Viðkomandi hefur launatekjur og er því ekki með sérstaka heimilisupp- bót. Húsaleiga: 9.726 Húsaleigubætur 4.863 Uppbót á lífeyri 7.397 Mismunur á mánuði 2.534 Mismunur yfír árið 30.408 Kostnaður v/gagnaöflunar 1.500 Kostnaður samtals á ári 31.908 Þess skal getið að örorku- og elli- lífeyrisþegar sem em með uppbót á lífeyri geta fengið niðurfellingu af- notagjalda á útvarpi og sjónvarpi, sem er 24.000 kr. á ári. Þá er rétt að komi fram að það kostar bæði tíma og fyrirhöfn að verða sér út um húsaleigubætur. Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um húsaleigubætur Frumrit þinglýsts húsaleigusamn- ings. Ljósrit af síðustu greiðslu á húsa- leigu. íbúavottorð Hagstofu íslands fyrir viðkomandi leiguíbúð. ' Ljósrit af skattframtali síðasta árs. Launaseðlar fyrir síðustu þrjá mán. Staðfesting skóla um nám. Margir örorku- og ellilífeyrisþegar hagnast þar af leiðandi ekki á húsa- leigubótunum, en kerfið býður ekki upp á val eigi menn á annað borð rétt á slíkum bótum. Sumir hagnast að vísu, aðrir standa á sléttu og enn aðr- ir hreinlega tapa. Þeir örorku- og elli- lífeyrisþegar sem hafa ekki haft upp- bót á lífeyri koma best út, en það em einmitt þeir sem þurfa síður á húsa- leigubótunum að halda vegna hærri tekna. Fyrir flesta leigjendur em húsa- leigubætur hrein viðbót. Hér er verið að mismuna fólki. Hugmyndin að baki húsaleigubóta er góð en útfærslan hefur ekki tekist sem skyldi. Vonandi verður málið endurskoðað og að leið- rétting fáist sem fyrst. Höfundur er félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.