Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoðanakönnun Hagvangs Sjálfstæð- isflokkur með 44,4% SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur 44,4% fylgis meðal kjós- enda, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Hagvangs hf., sem birt var í Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld. Framsóknarflokkurinn fær í könnuninni 18,8% fylgi, Alþýðu- bandalag 15,4%, Þjóðvaki 10,4%, Alþýðuflokkur 7,4% og Kvennalisti 2,6%. Önnur framboð fengu hverf- andi stuðning. Úrtak könnunarinnar var 1.000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá, og svöruðu 714. Nettósvarhlutfall var 74,6%. Spurt var tveggja spuminga, fyrst hvaða flokk menn hygðust kjósa, og síðan hvaða flokk væri líklegast að menn kysu, segðust þeir vera óákveðnir í svari við fyrri spurningunni. Hlutfall óákveðinna með þessari aðferð er 24,1%. Reynslan sýnir að í könnunum þar sem margir eru óákveðnir er fylgi Sjálfstæðisflokks oft ofmetið, en fylgi annarra flokka vanmetið. Almennur fundur Neytendasamtakanna Frambjóðendur ræddu áhrif GATT-samnings á verð matvæla GATT-samningurinn færir íslend- ingum verulegan ávinning í útflutn- ingi, í formi tollalækkana. Sá hluti samningsins sem snýr að landbún- aðarvörum hefur valdið mestum taugatitringi. Þingmenn virðast telja að við eigum að fá allt án þess að gefa nokkuð til baka. Ef tollígildi verða nýtt að fullu, verða tollar svo háir á innfluttum land- búnaðarvörum, að því má líkja við múra, tollmúra, sem reistir væru kringum landið. Það er á skjön við grundvallarmarkmið GATT-samn- ings, sem miða að því að örva við- skipti með landbúnaðarvörur. Efnislega var þetta inntak í fram- söguræðu Jóhannesar Gunnarsson, formanns Neytendasamtakanna, á fundi sem ' samtökin héldu um GATT-samninginn síðastliðið mánudagskvöld. Á fundinum, sem var fremur fá- mennur, kynnti Jóhannes skoðun samtakanna á GATT-samningnum og fulltrúar stjórnmálaflokkanna kynntu sjónarmið flokka sinna. Voru þeir sammála um nauðsyn þess að íslenskur landbúnaður fengi ráðrúm til að aðlagast breyttum aðstæðum, með tollum á innfluttar afurðir. Aðlögun til aldamóta í máli Þrastar Ólafssonar kom fram að Alþýðuflokkurinn telur hæfilegt að veita aðlögunartíma til aldamóta. Aðrir frambjóðendur settu ekki tímamörk þar að lútandi. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Framsóknarflokki, sagði að öll verð- myndun á búvöru í heiminum væri stórlega brengluð með niðurgreiðsl- um og útflutningsbótum. „Tollígildi miðast við heimsmarkaðsverð, sem er ekki raunverulegt markaðsverð.“ Morgunblaðið/Sverrir FRÁ fundi Neytendasamtakanna. Sagði hann að tollígildum ætti að beita á innfluttar vörur sem væru sannanlega niðurgreiddar í heima- landi sínu. Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðis- flokki, benti á að á þessu kjörtíma- bili hefði dregið verulega úr útgjöld- um ríkissjóðs til landbúnaðar. Hún sagði það sjálfstæða ákvörðun stjórnvalda hversu langt þau gengju í að lækka tolla umfram það sem GATT-samkomulagið kveður á um. Sjálfstæðismenn hefðu ávallt lagt ríka áherslu á fijálsræði í viðskipt- um og neytendavernd. Því hljóti að vera eðlilegt að athuga lækkun á þessari tollígildisvernd, til hagsbóta bæði fyrir neytendur og bændur. Hún sagði jafnframt að búvöru- samning þyrfti að endurskoða og yrði það gert strax að loknum kosn- ingum. Neytendur hagnast óbeint Mörður Árnason, Þjóðvaka, sagðist fagna þeim grundvallar- breytingum sem GATT-samningur- inn fæli í sér, mikilvægt væri að banna bann við innflutningi. „Miðað við pólitískar aðstæður nú, hagnast neytendur þó ekki nema óbeint, þar sem vernd er óeðlilega og óþægilega mikil.“ Hann sagði að beingreiðslur þyrfti að afnema smám saman og í staðinn mætti taka upp héraðs- styrki, sem veittir væru til breyt- inga. Einnig þyrfti að afnema kvótakerfi og gera góða starfsloka- samninga við bændur. Hann gagn- rýndi ASÍ og BSRB fyrir að hafa ekki gefið út yfirlýsingar um GATT-samninginn og sagðist vilja sjá stefnubreytingar í landbúnaðar- málum. „Aðalmarkmið í landbúnaði á ekki að vera það að koma lamba- kjöti ofan í 250 þúsund manns.“ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UM HUNDRAÐ manns sóttu kosninga- skemmtun sjálfstæðismanna. Kosningaskemmtun sjálfstæðismanna Ölafur Ragnar á fundi 1 álverinu Getur verið að sljómarsátt- málinn verði lagður fram Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR Ragnar Grímsson á fundi í mötuneyti álversstarfsmanna í gær. Egilsstöðum - Sjálfstæðisfélag Fljótsdalshéraðs stóð fyrir kosn- ingaskemmtun um síðustu helgi. Skemmtunin var haldin í Fella- skóla og sóttu hana um hundrað manns. Arnbjörg Sveinsdóttir, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi, setti skemmtunina og sagði frá því póli- tíska starfí sem unnið væri í kjör- dæminu. Halldór Blöndal, sam- göngu- og landbúnaðarráðherra, flutti ávarp og svaraði fyrirspurn- um. Spilað var bingó, Hákon Aðal- steinsson og sr. Hjálmar Jónsson fluttu gamanmál og stiginn var dans fram eftir nóttu. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði á fundi með starfsmönnum álvers- ins í Straumsvík í gær að vel mætti vera að á næstu dögum tæki hann áskorun Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og legði fram þau drög að málefnasamningi nýrrar vinstristjórnar, sem Alþýðu- bandalagið hefði látið vinna. „En ég spyr Davíð Oddsson," sagði Ólafur jafnframt, „hvar er málefnasamningur þeirrar ríkis- stjörnar, sem hann gerir tilkall til að leiða?'Getið þið nefnt mér eitt einasta atriði, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lagt til í þessari kosningabaráttu? Nei. Hann geng- ur hér til kosninga fyrst og fremst á grundvelli þess að fá að stjórna áfram eins og hann hefur stjórnað hingað til, og á grundvelli þess að hann rati um Þingvelli, eins og menn sáu í kynningarmynd Sjálf- stæðisflokksins, og á grundvelli þess að hann hafi alið hundinn sinn vel upp.“ Halldór í fýlu Ólafur sagði að Framsóknar- flokkurinn væri að senda út „alls konar hægri signöl“. „Og þegar ég segi það svo um helgina að nú sé það verkefnið að búa til vinstri stjóm og við höfum farið saman í það að undirbúa málefnasamning- inn, þannig að við getum myndað stjórnina strax eftir páska, þá fer Halldór Ásgrímsson bara í fýlu,“ sagði Ólafur. ,,Ég hélt hann myndi fagna því. Ég hélt hann hefði meint eitthvað með því að hann vildi fyrst reyna vinstri stjórn eftir kosningar og jafnvel verða forsæt- isráðherra. Ég var nú svo grand á Stöð 2 í gær að ég sagði að það gæti alveg komið til greina að Halldór yrði forsætisráðherra. Þá er hann bara ekkert annað en lek- andi fýlan yfir því að hér sé verið að tala um vinstri stjórn.“ Kvennalistinn ekki með Ólafur Ragnar sagði að Kvenna- listinn væri varla með í kosninga- baráttunni og Jóhanna Sigurðar- dóttir væri „eins og hún er.“ Þess vegna væri eini kosturinn, vildu menn fella núverandi stjórn, að kjósa Alþýðubandalagið. Ólafur Ragnar skaut á fram- bjóðendur annarra flokka í kjör- dæminu og spurði meðal annars hvers vegna Guðmundur Árni Stef- ánsson væri falinn í kosningabar- áttu Alþýðuflokksins og ekki einu sinni myndir af honum á flettiskilt- um, þótt myndir væru af Jóni Bald- vin og jafnvel Sighvati Björgvins- syni út um allt kjördæmi. „Það er búið að fletta ofan af honum,“ heyrðist þá úr salnum. fMwgtiiiMftfrÍfe - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.