Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FJÖLDI fólks tók þátt í leitinni að drengnum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Leitarmenn eru á Ofanleitishamri. Fimm ára drengur drukknaði í sjónum við V estmannaeyj ar Vestmannaeyjum. Morgunbiaðið. FIMM ára drengur, Alexander Öm Jónsson, til heimilis að Dverghamri 26 í Vestmannaeyj- um, fannst látinn í sjónum vestan við Heimaey laust fyrir klukkan hálfþrjú á sunnudaginn, en leit að honum hafði þá staðið frá því fyrir hádegi. Fanst vestan við Eyjar Alexander sást síðast um klukkan ellefu á sunnudagsmorg- un, en fljótlega eftir það var farið að grennslast eftir honum. Klukkan 12:15 var lögreglu til- kynnt að hans væri saknað, en þá hafði ijöldi. fólks hafið leit og skömmu seinna var Björgunarfélag Vestmannaeyja kall- að út til leitar. Föt af drengnum fundust við brún Of- anleitishamarS og Björgunarbáturinn Þór fann drenginn svo rétt vestan við Eyjar laust fyrir klukkan hálfþrjú og báru lífg- unartilraunir engan Alexander Örn Jónsson árangur. Talið er að dreng- urinn hafi fallið fram af Ofanleitishamri rétt vestan við Dverg- hamarsbyggðina í Vestmannaeyjum, en engir sjónarvottar voru að slysinu. Alexander Örn var fæddur 19. mars 1990 og foreldrar hans eru Jón Val- geirsson og Þórdís Erlingsdóttir. Fundir um framtíð nor- ræns samstarfs GEIR H. Haarde, forseti Norður- landaráðs, situr nú fundi í Kaup- mannahöfn með dönskum ráða- mönnum um framtíð hins norræna samstarfs og væntanlegar breyting- ar á því segir í frétt frá íslandsdeild Norðurlandaráðs. Danir hafa nú á hendi forystu í Norðurlandasam- starfinu á vettvangi ríkisstjórnanna. Geir mun eiga fundi með Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra, Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra og Marianne Jelved, efnahagsmála- ráðherra en hún er jafnframt nor- rænn samstarfsráðherra í dönsku ríkisstjóminni. Fundir þessir eru haldnir í fram- haldi af þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í síðasta mánuði. Á þing- inu var lögð fram skýrsla með tillög- um sérstaks vinnuhóps um breyting- ar á skipulagi og innihaldi hins opin- bera norræna samstarfs og sam- þykkt að stefna að því að ljúka skipulagsbreytingum á þessu ári. Munu Marianne Jelved og Geir H. Haarde sameiginlega hafa á hendi forystu um framhald málsins fyrir hönd ríkisstjóma landanna og Norð- urlandaráðs. Á fimmtudag verður haldinn í Osló fundur í forsætisnefnd Norður- landaráðs þar sem þessi mál verða tekin til áframhaldandi umræðna. Á þeim fundi mun Geir H. Haarde gera grein fyrir þeim málefnum sem hann mun sérstaklega leggja áherslu á sem íslenskur forseti Norðurlanda- ráðs. Það em einkum Norðurheim- skautsmálefni, samstarf Norður- landanna innan alþjóðasamstarfs og upplýsingastreymi milli Norðurland- anna og ESB. Geir H. Haarde var kosinn forseti Norðurlandaráðs á þingi ráðsins sem haldið var í Reykjavík dagana 27. febrúar-2. mars sl. Júlíus og Magnús í landsliðsflokk JÚLÍUS L. Friðjónsson og Magnús Pálmi Örnólfsson unnu sér sæti í landsliðsflokki í skák með því að ná 1.-2. sæti í áskorendaflokki á Skák- þingi íslands, sem lauk á mánudag. Júlíus og Magnús hlutu 6V2 vinn- ing af 9 mögulegum. í 3. sæti í áskorendaflokki varð Amar Þor- steinsson, með 6 vinninga. í opnum flokki sigraði Bergsteinn Einarsson, hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum. í 2. og 3. sæti urðu Smári Rafn Teitsson og Bjarni Magnússon með 6‘/2 vinning hvor. Bergsteinn og Smári Rafn unnu sér sæti í áskorendaflokki að ári. Sluppu með skrekkinn LEIÐINDAVEÐUR, rok og skafrenningur á köflum, var á Holtavörðuheiði í fyrradag, annan dag páska. Mikil hálka var á heiðinni vestanverðri. Þar snerist Lada Sport-bifreið og lenti á hliðinni utan vegar. Mik- il umferð var um veginn og kom fjöldi vegfarenda fljótlega til aðstoðar. Hjónum með barn var hjálpað upp úr bílnum og hann síðan réttur við þannig að fólk- ið gat haldið sína leið. Bíllinn dældaðist á hliðinni en fólkið slapp með skrekkinn. Morgunblaðið/Bjami Helgason Yfir millj- ón stolið í Ólafsvík BROTIST var inn í verslunina Kassann í Ólafsvík aðfaranótt þriðjudagsins og höfðu þjófam- ir yfir eina milljón króna upp úr krafsinu í peningum og ávís- unum og líklega annað eins í vamingi. Miklar skemmdir voru unnar á versluninni. Verslunin Kassinn selur margvíslegan varning, allt frá matvöru upp í úr og skartgripi. Meðal þýfis eru úr og sígarett- ur. Fullvíst þykir að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Þeir brutust inn í stóran pen- ingaskáp með kúbeini, meitlum og slípirokk. Gömlum dagblöð- um safnað saman BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tilraun verði gerð til að safna saman gömlum dagblöðum í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að gámum verði komið fyrir á 20 stöðum í borginni, sem næst verslunarkjömum og stærri gámar verði í Breiðholtshverfum. Græn ílát og gámar í tillögu borgarverkfræðings, er lagt til að ílát og gámar verði græn og öll merkt Reykjavíkurborg og Sorpu auk þess sem tekið yrði fram að þau séu eingöngu ætluð dagblöð- um. Þar sem um tilraun væri að ræða væri ekki gert ráð fyrir að leggja í mikinn kostnað og útbúa sérstök svæði fyrir ílátin. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks kemur fram að á und- BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu umhverfismálaráðs Reykjavík- ur um úthlutun lána úr Húsverndar- sjóði fyrir árið 1995. Samtals voru veittar 15 milljónir til níu umsækj- enda en ellefu sóttu um lán úr sjóðn- um. Hæsta lán var veitt Jóni Sig- urðssyni, Sóleyjargötu 11, eða 2,9 milljónir. Þá fær Gistihúsið ísafold, Báru- götu 11, 1.150 þús. króna lán úr sjóðnum, Öm Haraldsson og Þórður anförnum mánuðum hafi verið unnið að því á vegum Sorpu, sameiginlegs sorpeyðingarfyrirtækis sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu að undirbúa átak í söfnun á dagblaða- og tímaritapappír. Vinnan væri liður í viðleitni Sorpu til að ná eins miklum hluta pappírs úr húsasorpi og kostur væri og um leið auka endurvinnslu sem útvíkkun á starfsemi gáma- stöðvanna. Átakið verði sameiginlegt Bent er á að Sorpa er rekin sam- eiginlega af öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Það vær í því ótvíræður hagur fólginn í því að átakið yrði unnið sameiginlega af sveitarfélögunum, þar sem höfuð- borgarsvæðið væri eitt atvinnu- Sturluson, Bragagötu 29A, fá 900 þús. krónur, Dóra G. Jónsdóttir, Frakkastíg 10, fær 1,9 millj., Frí- kirkjusöfnuðurinn fær milljón 0g Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Skólastræti 5B, fær 1,9 millj. Húsfélagið Vesturgata 22, fær 2.650 þús. krónur, Emil Pétursson, Vesturgötu 26C, fær 1,9 millj. og Guðmundur Árnason, Þingholts- stræti 11, fær 700 þús. krónur. Tveimur umsóknum var hafnað. svæði. Þá yrðu kynningar- og upp- lýsingamál einfaldari og hagkvæm- ari. Verkefni sveitarfélaga I bókun borgarstjóra er athygli vakin á að starfsmaður borgarverk- fræðings hafi unnið að þessu máli um alllangt skeið enda væri sorp- hirða fyrst og fremst verkefni sveit- arfélaga en sorpeyðing verkefni Sorpu. Þá væri auðveldara að fyigj- ast með tilrauninni ef hún væri á verksviði borgarinnar. Hafísfyrir " Vestíjörðuin 18. apríl 1995 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, fór í eftirlits og ís- könnunarflug í gær á miðin úti fyrir Vestfjöröum. Veður til ískönnunar var ágætt, NV gola og léttskýjað. Hafís var næst landinu 35 sjómílur NNV af Kögri, en annars 42 mflur NV af Rit, 45 mflur NV af Barða og 60 mflur VNV af Bjargtöngum. Lán veitt úr Húsverndarsjóði Fimmtán milljónir til níu umsækjenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.