Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jóhannesar- passían TONLIST Langholtskirkja KÓRLANGHOLTS- KIRKJU Kór Langholtskirkju, einsöngvar- ar og hljómsveit, undir stjórn Jóns Stefánssonar fluttu Jóhannesar- passtuna í leikrænni gerð. Föstu- dagur 14. apríl 1995. SÚ AÐFERÐ, að sviðsetja at- burði skrásetta í Bilbíunni, er rakin aftur til miðalda og naut þetta tilstand mikilla vinsælda og svo er enn. Mörgum kirkjunn- ar mönnum þótti á stundum mjög ofgert í þessum uppfærslum og voru viðbrögð almennings æsileg, enda oft farið fram á ystu mörk hryllings og grimmdar. Kirkju- leikimir voru því víða bannaðir og við upphaf óperunnar, rétt fyrir 1600, voru miklar umræður um skaðsemi slíkra skemmtana en einmitt klofningur kirkjunnar hafði mikil áhrif á afstöðu manna. í lútherksu kirkjunni var Biblían „opnuð“ og um leið var öllu ytra prjáli hafnað en í ka- tólsku kirkjunni voru lystisemdir, skemmtanir og fínheit, ekki tald- ar af hinu illa en aftur á móti stuðla að hamingju mannsins. í fyrstu óratoríunni, Kynningu á sál og líkama, eftir Cavalieri, var lífsunaðurinn talinn guðsgjöf og ástin og kærleikurinn af sam stofni. Hreinhyggja lútherskra gerði J.S.Bach oft þungt fyrir fæti og fannst mörgum kirkju- gestum hann ofgera, bæði með þrumandi orgelleik sínum og leik- rænum söngverkum, sem jafnvel voru talinn minna á óperuupp- færslur, eins og átti sér stað við flutning eins mesta meistarverks lútherksra kirkjuverka, Matthe- usarpassíunnar. Uppfærslan á Jóhannesarp- assíunni stóð að því leyti til mjög nærri því að vera hrein konsert- uppfærsla, að leikræni þátturinn var sérlega látlaus og fyrst og fremst táknrænn í gerð sinni og féll með einni undantekningu mjög vel að tónverkinu. Þar er átti við dansatriðin við aríumar nr. 9 og 30. Þó ber að hafa í huga, að gyðingar iðkuðu dans í tengslum við trúarathafnir, dans sem auðvitað var mjög ólík- ur nútíma ballett. Það er ljóst að danshöfundurinn og leikstjór- inn, David Greenall, valdi sópran- aríuna (nr. 9), Ich folge dir, sem er gleðisöngur, til að túlka trúar- gleði þess sem er staðfastur í að fylgja dæmi Jesú. í aríunni Es ist vollbracht (nr 30), er það sóló- dansari sem á að túlka sárauka og þáningu Krists. Þrátt fyrir að það orki tvímæl- is að setja þama inn dans, sem eins konar andstæðu við tvær af fegustu aríum verksins, var dans- inn í sjálfu sér fallega og sann- færandi framfærður. Kór Langholtskirkju var nokk- uð óviss í upphafi verksins en er á leið náði hann sér á strik og söng oft glæsilega og sérstaklega í einum fegusta kórkafla verks- ins, „vögguvísunni" Ruht Wohl (nr.39). Kóralamir vom frábær- lega vel sungnir og fleira mætti til nefna en látið nægja að segja að flutningur kórins í heild var tignarlegur og leikrænt vel mót- aður. Guðspjallamaðurinn var sunginn af Michael Goldthorpe, sem oft hefur verið gestur hjá Langholtskómum, og eins og ávallt var flutningur hans á þessu erfíða tónlesi glæsilegur. Sigurð- ur Skagfjörð Steingrímsson söng og lék Krist á sérlega áhrifamik- inn máta. Eiríkur Hreinn Helga- son var Pílatus og söng af glæsi- brag. í minni hlutverkum voru Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, þerna, Halldór Torfason, varðmaður og þjónn, og Bjarni Gunnarsson, sem fór með hlutverk Péturs, og skiluðu þau öll sínu mjög vel. Búningar og sviðsmynd var allt innan látlausra marka, þó pallaskipanin hafí á stundum verið nokkuð önug til yfirferðar og þrepin allt of há fyrir eðlileg- an gang. Hljómsveitin var góð undir fomstu Júlíönu Kjartans- dóttur en auk hennar áttu nokkr- ir hljóðfæraleikarar fallegar ein- leiksstrófur á flautur, óbó, gömbu og selló og í heild var samleikur hljómsveitarinnar allur hinn besti. Hlutverkum einsöngvaranna var fyrirkomið eins og í konsert- uppfærslu en þar komu fram Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sverrir Guðjónsson, Kolbeinn Ketilsson og ungur söngvari, sem er að ljúka námi í London, Loftur Erlingsson. Allir gerðu sínu góð skil en það setti nokkur svip á þáttöku þeirra hversu ólíkir söngvaranir em hvað varðar söngstíl, þó að allir séu þeir góð- ir. Nýliðinn í hópnum var Loftur Erlingsson og er óhætt að segja, að þar sé á ferðinni efnilegur söngvari. Hann hefur fallega og sérlega þýða baritonrödd, sem að nokkru hentaði ekki fyrir allar bassaaríurnar en að öðm leyti var söngur hans góður. Það verður að segjast eins og er, að þessi leikræna tilraun tókst vel og látlaus leikgerðin tmflaði ekki þá tónrænu upplifun, sem mörgum þykir mest um vert að varðveita og skýla fyrir ytra umstangi. Hugsanlega mætti gera enn meira og fella aríumar einnig inn í leikgerðina, leggja þær í munn einhverra persóna og láta Guðspjallamanninn vera eins konar möndulás hinnar leik- rænu útfærslu og þar með upp- færa verkið sem trúaróperu. Hvað sem þessum hugleiðingum líður var uppfærsla Jóhannesarp- assíunnar viðburður, bæði vegna góðs tónflutnings undir stjórn Jóns Stefánssonar og látleysis uppfærslunnar í heild. Jón Ásgeirsson MEGRUNARPLÁSTURINN ELUPATCH Nú með E vítamínifyrir húðina Verð kr. 2.980fyrir eins mánaðar skammt INGÓLFS APOTEK Kringlunni 3 Nýjar bækur • Nýjar sunnlenskar þjóðsögvr nefnist bók sem nýlega kom út. í bókinni era 100 gamansögur af _ körlum og konum á Suðurlandi. Á bókarkápu segir að sögurnar komi sín úr hverri áttinni og víða að af Suðurlandi. Um er að ræða sögur sem lifað hafa um nokkra hríð í munnmælum og verið sagðar til skemmtunar við ýmis tækifæri. SigurðurBogi Sævarsson blaða- maður á Selfossi safnaði sögunum saman oggéfurþær út. í formála bókarinnar segir Sig- urður Bogi að hafa verði í huga að sögumar geti tæpast verið kór- réttar. Þær séu skráðar í anda munnmælamenningar og kallaðar þjóðsögur þó svo fijálslega sé ef til vill farið með þjóðsagnarheitið. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Suðurlands og er seld í bókaversl- unum og hjá útgefanda sjálfum. • NÝLEGA kom út bókin Prakk- arar, eftir Eggert E. Laxdal, á vegum Laxdalsútgáfunnar. Bókin er full af gaman- sögum, glensi og gamanmálum. Bókin er ekki ætluð neinum sérstökum ald- urshóp, heldur fólki á öllum aldri. Þetta er riíunda bók höf- undar, en hann er kunnastur fyr- ir ljóðabækur sínar og bækur fyrir yngstu kynslóðina. Höfundur hefur myndskreytt bókina, eins og allar aðrar bækur sínar. Prentsmíð í Kópavogi hefur umboð fyrir bókina. Eggert E. Laxdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.