Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 45
! MORGUNBLAÐIÐ j I 1 I } l I i i I J I I : ; : I J I 5 ' * MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 45 GUÐNÝ G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðný Guð- mundsdóttir fæddist í Brautar- holti í Haukadal, Dýrafirði, 10. maí 1928, en fluttist á þriðja ári að bæn- um Húsatúni og ólst þar upp. Hún lést í Landspítalan- um 9. apríl síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Jóns Jónssonar, f. 2.6. 1888, d. 19.1. 1945, og Sigríðar Katrín- ar Jónsdóttur f. 27.11. 1899, er nú dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Systkini Guðnýjar voru sjö, þau eru: Hannes bú- settur í Hafnarfirði, Hjörleifur einnig búsettur í Hafnarfirði, Skarphéðinn búsettur á Siglu- firði, Kristjana Ágústa búsett í Bandaríkjunum, Anna, látin 1976, Guðjón Árni búsettur í Reykjavík og Guðmundur Stef- án búsettur á Sauð- árkróki. Guðný fluttist ung til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf. Þann 7. maí 1955 giftist hún Nikulási Guð- mundssyni, f. 28. september 1919, verslunarmanni, en hin síðari ár starf- aði hann við silfur- smíðar. Guðný og Nikulás hófú bú- skap á Melhaga 16, en fluttu svo í Sól- heima 25, þar sem þau hafa búið síðan. Þau þjón eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, f. 28. nóvember 1954, skrifstofumað- ur, maki Björn Vignir Björns- son, f. 24.9. 1949, fulltrúi. Börn þeirra hjóna eru: Birgir Örn, f. 9.08. 1976, og Guðný Björg, f. 29.5. 1979. Utför Guðnýjar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. TENGDAMÓÐIR mín, Guðný Guð- mundsdóttir, er látin eftir erfið vekindi. Þegar ég kynntist Guðnýju varð mér fljótt ljóst að þar fór góðhjörtuð og ósérhlífin kona, sem var ávallt var reiðubúin að greiða götu þeirra sem þess þurftu. Heim- ili Guðnýjar og Nikulásar stóð alla tíð opið jafnt börnum sem fullorðn- um, í lengri eða skemmri tíma því hennar eigin hagsmunir komu ætíð á eftir þörfum annarra. Þannig átti tengdamóðir hennar, Filipía Ingibjörg Eiríksdóttir, þar heimili allt til dauðadags. Guðný bar mikla umhyggju fyrir móður sinni alla tíð. Ekki leið sá dagur að þær töluðu ekki saman í síma og eins oft og kostur var gerði hún sér ferð í Hafnarfjörð til að hitta hana. Eftir að heilsu Guðnýjar tók að hraka, dró úr ferðunum í Hafnar- fjörð og var það henni sárt að geta ekki sinnt móður sinni í jafn mikl- MINNINGAR um mæli og áður, þær töluðust þó við í síma fram undir það síðasta. Það sem átti umfram allt hug hennar allan var velferð dóttur hennar og fjölskyldu, þar voru barnabömin augasteinamir henn- ar. Alla tíð var hún boðin og búin að gæta þeirra og fylgdist með uppvexti þeirra og studdi þau í sín- um áhugamálum. Guðnýju vom hannyrðir mjög hugleiknar og kenndi hún barnabömunun sínum bæði að prjóna og sauma. Elsku Guðný, á þessum tímamótum kveð ég þig með þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur og bið góðan Guð að taka vel á móti þér og styrkja alla.þá sem eiga um sárt að binda. Þinn tengdasonur, Björn Vignir. Elsku amma. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur með lífi þínu. Þú varst okkur alltaf svo kær og kenndir okkur svo margt. Við munum alltaf minnast þín með þakklæti og virðingu. En nú vitum við að þér líður vel og hvílir í friði hjá góðum Guði. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Besti Faðir allra bama, blessa þeirra æskuvor, vertu þeirra leiðarstjarna, leið og lýs þeim sérhvert spor. Hér situr hún amma og hugsar með sér, hvflík dásemd það er sem að hlotnast mér hér. Það er hreint eins og himininn færist mér nær, þegar ungviðið masar og hlær. Bestu blómin mín smá, já mig langar að fá að hlúa’ að þeim meðan ég kraftana á. Bömin þau verða um ævinnar skeið það ljós sem að lýsir upp leið. (Hrefna Tynes.) Birgir Örn og Guðný Björg. JOHANNA ÞORA JÓNSDÓTTIR + Jóhanna Þóra Jónsdóttir fæddist í Lækjar- húsum, Borgarhöfn í Suðursveit, hinn 22. apríl 1917. Hún lést í Landspítalan- um 7. apríl sl. For- eldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Vilborg Eyjólfs- dóttir og var hún yngst fjögurra systra. Sonur Þóru og Cleon Mclntyre (dáinn 9. nóvember 1944) er Jón Cleon Sigurðsson, f. 1944, giftur Guð- laugu Ólafsdóttur, f. 1943. Sambýlismaður Þóru var Óskar Guðjónsson, f. 1926, frá Vest- mannaeyjum. Eignuðust þau tvö börn, Ágúst Óla, f. 1956, og Vilborgu Sigríði, f. 1959. Þóra á fimm baraaböm og tvö barnabarnaböra. Útför Þóru fór fram 18. apríl sl. frá Fella- og Hólakirkju. ÖLL VITUM við að lifið er ekki endalaust og enginn lifir að eilífu, samt vonum við að þeir sem við elsk- um mest séu alltaf til staðar. Þann- ig er það víst ekki. Nú þegar vor er í lofti yfirgefur hún amma okkur eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var aðdáunarverð í veikindum sínum, brosti og sagði ávallt að henni liði bara vel. Yfirveguð, róleg og með frið í hjarta beið hún eftir kalli drottins. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir ég þekki Ijós, sem logar skært, það ljós er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. (Marg. Jónsd.) Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá henni ömmu. Þegar hún var 15 ára fékk hún lömunar- veiki og upp frá því var annar fótur- inn lamaður. Alla hluti vildi hún hafa á hreinu og þeir sálmar sem sungnir voru við jarðarför hennar voru valdir af henni. Amma var létt í lund, hláturmild og tók alltaf brosandi á móti okkur þegar við komum í heimsókn til hennar. Hún hafði mjög gaman af segja okkur sögur frá Lækjarhús- um, árunum þegar hún vann á Ell- iðavatnsbænum, uppvaxtarárum föður okkar og prakkarastrikum hans í æsku og eins sögur frá því þegar við vorum lítil. Bemskuárin í Lækjarhúsum voru ávallt ofarlega í huga hennar þegar hún sagði okkur sögur og greinilegt að þaðan var margs að minnast. Það var því mikil tilhlökkun og eftir- vænting árið 1992 þegar ákveðið var að halda niðjamót að Hrollauga- stöðum í Suðursveit. Þar voru bernskustöðvamar skoðaðar og mikið spjallað við ættingja og vini. Þessi ferð var mjög ánægjuleg og amma með sína léttu lund hafði frá mörgu að segja og fræða okkur hin um þær breytingar sem orðið höfðu frá því að hún bjó í Lækjarhúsum. Nú er stríði þínu lokið, amma mín, og nú hefur þú loksins fengið hvíld. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við kvðjum þig með söknuði og þökkum þær minningar sem þú skildir eftir í hjarta okkar. Guðrún Dóra, Þórhildur Anna, Árai Bjarkan. Crfisclrykkjur IraiGi IUngahú/lð GAfH-mn Sími 555-4477 ERHSDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verb og gób þjónusta. VFISLLELDHÚSIÐ ÁLFHEIMUM 74 - S. 568-6220 t Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GERALD HÁSLER, sem andaðist 25. mars, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag, mið- vikudaginn 19. apríl, kl. 13.30. Karitas Sölvadóttir Hasler, Guðrún A. Jónsson, llse Anderson, Gunnar Hásler, Brynja Kristjánsdóttir, HansGerald Hásler, Valgerður Sigurðardóttir, Guðrún M. Hásler, Hafsteinn Hásler, Kristín E. Guðjónsdóttir, llse Hásler, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG BJARNADÓTTIR frá Seyðisfirði, andaðist á föstudaginn langa á hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. apríl nk. kl. 13.30. Guðrún Sigurðardóttir, Gunnar Hannesson, Bjarney Sigurðardóttir, Ásbjörn Björnsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Tómas Óskarsson, Ingi Sigurðsson, Halldóra Friðriksdóttir, Ólöf Anna Sigurðardóttir, Halldór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, VIGFÚS SIGVALDASON múrarameistari, Arnarheiði 19, Hveragerði, er látinn. Útför hans verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. apríl kl. 15.00. Friðrik Heigi Vigfússon, Alda Árnadóttir, Sigrfður Vigdís Vigfúsdóttir, Rúnar Marteinsson, Vigfús Fannar Rúnarsson. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI EINAR PÁLSSON, Skálarhlíð, Siglufirði, fyrrverandi bóndi, Hvammi f Fljótum, sem lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar aðfaranótt 13. apríl, verður jarðsung- inn frá Siglufjarðarkirkju iaugardaginn 22. apríl kl. 13.00. Ingibjörg Bogadóttir, Kristrún Helgadóttir, Karl Sighvatsson, og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR JÓHANNESSON, Vallargötu 27, Þingeyri, sem lést í Borgarspítalanum 13. apríl, verður jarðsupginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 22. apríl kl. 14.00. Ólafía Jónasdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Steinar Sigurðsson, Jóhanna Þ. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Eiríksson, Helgi Magnús Gunnarsson, Anna Guðrún Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, DAGMAR ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR, Aðalstræti 8, Reykjavík, sem lést þann 12. apríl á langlegudeild Heilsuverndar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. apríl kl. 15.00. Hörður Guðbrandsson, Guðrún Guðmundsdóttir, GuðmundurÖrn Harðarson, Jón Guðmundsson, Ingvi Þór Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Therese Harðarson, Ingvar Guðmundsson, Atle Örn Harðarson. + Ástkær móðursystir mín, PETREA SIGTRYGGSDÓTTIR, áður Hringbraut 58, Hrafnistu, Reykjavik, sem andaðist 10. apríl, verður jarðsung- in frá Áskirkju í dag, miðvikudaginn 19. apríl, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.