Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Fiskveiðistjómun á íslandi — horft til framtíðar ÞESSI grein er ætluð sem inn- legg í þá umræðu sem farið hefur fram um fiskveiðistjórnun á ís- landi. Mikilvægt er hins vegar að ef nokkurt gagn á að verða af slíkum skoðanaskiptum að sam- komulag sé megin'markmið fisk- veiðistjórnunarinnar. í skýrslu „Tvíhöfðanefndar" til sjávarút- vegsráðherra frá april 1993 kemur fram að markmiðin með fiskveiði- stjórnun séu eftirfarandi: 1. Að byggja upp fískistofnana þannig að þeir gefi hámarksaf- rakstur til lengri tíma litið. 2. Að móta umhverfi sem stuðl- ar að hámörkun arðsins af auðlind- inni í hafínu, um leið og íslenskum sjávarútvegi er veitt eðlilegt rekstraröryggi þannig að hann verði samkeppnisfær á alþjóðleg- um markaði. 3. Að arðsemi fjármagns í sjáv- arútvegi verði ekki síðri en annrs- staðar og greinin geti boðið starfs- fólki eftirsóknarverð launakjör. 4. Að sátt náist meðal þjóðar- innar um meginstefnu í sjávarút- vegsmálum. Kvótakerfi; Forsenda skynsamlegrar fiskveiðistjórnunar Kvótakerfið hefur verið hom- steinn íslenskrar fískveiðistjórnun- ar undanfarin ár. A þessum árum hafa ýmsar breytingar á kvóta- kerfinu átt sér stað. Þróunin hefur í meginatriðum verið sú að fjöidi fisktegunda og skipa sem lagðar hafa verið undir kvótakerfíð hefur fjölgað, samtímis sem viðskipti 'wt <w með bæði aflamark og aflahlutdeildir hafa verið gerðar frjáls- legri. Stóra spurning- in sem menn greinir nú á um er; hefur (eða getur) kvótakerfíð náð að uppfylla markmiðin með fiskveiðistjómun- inni? I grein i Morgun- blaðinu sunnudaginn 19. febrúar fjallar pró- fessor Ragnar Árna- son á greinargóðan hátt um kvótakerfí og fiskveiðistjómun. Meðal annars fjallar nann um tengsl kvótakerfís og viðgangs fískistofna, jafnframt sem hann fjallar um þau áhrif sem kvóta- kerfí hefur haft á stærð og hag- kvæmni fískiskipaflotans. I gróf- um dráttum sýna niðurstöður hans að í þeim löndum þar sem kvóta- kerfi hefur verið við lýði um tíma hefur hagkvæmni veiðanna aukist, þó ekki sé það alls staðar jafn greinilegt. Ýmsir hafa því miður haft fyrir trúarbrögð að ráðast gegn kvóta- kerfinu og kenna því um allt það sem miður hefur farið í íslenskum sjávarútvegi undanfarinn áratug. Sérstaklega hefur verið bent á það staðreynd að ilia hefur gengið að byggja upp einstak fískstofna. Flestir ættu þó að vera sammála um að hæpið sé að kenna þar um kvótakerfinu einu. Tillögur þess- ara aðila til úrbóta hafa hins veg- ar oftast verið fáar og loðnar, en < ■■ einna helst leita menn lausna í einhvers kon- skrapdagakerfi. ar Þorsteinn Erlingsson hann COMPACL Compaq Presario CDS 520 66 Mhz 486SX2 - 4/420. Innbyggður 14" SVGA skjár CD-ROM - 16 blta Kljóðkort. Fax / mótald. Innbyggðir Kágæða KátaJarar. MS Works, MS Encarta, INCA2, leikir o.fl. 3 ÁRAÁBYRGÐ 149.900 kr. 179.900 kr. með HP DeskJet 320 prentara MULTIÍMÍIIH TILBOD I APBÍL Compaq Presario 460 66 MKz 486SX2 - 4/270 Innbyggður 14" SVGA skjár MS Works 3ÁRAÁBYRGÐ 99.900 kr. 129.900 kr. m. HP DeskJet 320 prentara ráfu Pódtverjlun SIMI587-7100 Persónulega er ég van- trúaður á að gjörbylt- ing í fískveiðistjómun- inni leysi nokkurn vanda. Að ætla sér að beita lausnum gær- dagsins á morgun- dagsins vandamál, eins og lítur út fyrir að sumir vilji, hefur aldri reynst vel. Með því hins vegar að vera stöðugt opinn fyrir breytingum og aðlög- un kvótakerfísins að nýjum áherzl- um og staðháttum á að vera hægt að byggja skynsamlega fískveiði- stjórnun á grunni kvótakerfísins. Með þessu ætti markmiði 1, 2 og 3 með stjórnun fiskveiðanna að töluverði leiti að nást. Fjórða markmið var að stefna að því að ná sátt með þjóðinni um meginstefnuna i sjávarútvegsmál- unum. Að mörgu leyti má segja að hér standi hnífurinn í kúnni. Hvemig er hægt að fá almenning í landinu til að líta svo á að kvóta- kerfí sé þjóðinni til góða? Því er nefnilega þannig farið að svo lengi sem þetta markmið ekki næst, verður alltaf óvissa ríkjandi varð- andi áframhaldandi gildi kerfísins. Samkvæmt íslenskum lögum eru fískistofnarnir sameign þjóðarinn- ar. Sem eigenda ber þar af leið- andi þjóðinni réttur til arðs. Vandamálið er að þó svo að tekjur ríkisins ykjust vegna aukins hagn- aðar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, efast ég um að almenningur líti svo á að það sé í beinu samhengi við þeirra eigin hagsæld. Vanda- málið er einnig að slík óbein inn- heimta auðlindaskatts er oft vandasöm og óskilvirk, mikilvæg- ast er þó að hún er ekki nægilega sýnileg fyrir almenning. Ekki fyrr en almenningur fær að sjá svo óyggjandi sé að kvótakerfið sé þeirra eigin hagur, mun sátt nást með þjóðinni um kvótakerfi sem verkfæri við stjómun fiskveiða. ZERO-3® 3ja daga megrunarkúrinn 2180-3 FORTE' Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opið virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580. Óbein innheimta auðlindaskatts, segir Þorsteinn Erlings- son, er oft vandasöm og óskilvirk Kvótauppboð Ef íslenska ríkið færi þá leið að draga inn þá kvóta sem á sínum tíma var úthlutað til útgerðar- manna, og bjóða síðan þessa kvóta til sölu á uppboði, myndi almenn- ingur sjá að kvótakerfið skapaði tekjur í ríkissjóð. Afleiðingin ■myndi að öllum líkindum verða sú að meiri sátt skapast um kvóta- kerfið. Til dæmis gætu stjómvöld dregið inn árlega (næstu 10 árin) 10% af núverandi heildaraflahlut- deildum, og boðið þessi 10% upp á uppboði. Þetta myndi gefa nú- verandi kvótahöfum eðlilegan og sanngjarnan tíma til að skila vót- unum til baka. Ef frá kvótaupp- boðunum yrði svo gengið að árlega yrðu boðin upp 10% af aflahlut- deildum næstu 10 áranna , myndi ríkið geta tryggt sér fastar og árlegar tekjur af kvotasölkunni. Þannig yrði „sami“ kvótinn boðinn upp á 10 ára fredsti. Þeir aðilar sem byðu hæst og hrepptu afla- hlutdeildimar myndu að sjálfsögu hafa fullan rétt til að ráðstafa hinu árlega aflamarki, sem og afla- hlutrdeild þeirra ára sme eftir væra af 10 ára tímabilinu. Ef uppboð á kvótum eiga að leiða til þess að ríkið fái inn hæsta mögulega verð fyrir kvótann er mikilvægt að fleiri en eigendur fískiskipa fái leyfí til að bjóða í kvótana. Með því að leyfa t.d. ein- staklingum, fiskvinnslufyrirtækj- um ásamt fjárfestinga- og lífeyris- sjóðum að bjóða í kvótana mun skapast aukin samkeppni og hærra verð. Lífeyrissjóður sjó- manna myndi kannski sjá það sem skynsama fjárfestingu að kaupa þorskkvóta af ríkinu og leigja síð- SSSSSSSSSSSSv jgFalleg sumarfötj S 00 ekór M Gleðjum börnin gj á ðumardaq\m fyreta ■ | EN&LABÖRNÍN _ Bankastrœti 10 • ámi 552-2201 WÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆjtm an út hið árlega aflamark næstu tíu árin til þeirrar útgerðar sem byði hæst. Eðlilegast væri að hlutafjármarkaðir á Islandi tækju að sér að annast milligöngu um slík viðskipti þar sem þeir hafa annast viðskipti med sambærileg verðbréf um töluverðan tíma. Kvóti og verðbréf Þrátt fyrir að þróunin i verð- bréfaviðskiptum á Islandi hafi ver- ið mjkil undanfarin ár, er samt langt í land með að hægt sé að líkja markaðnum við sambærileg- ar stofnanir erlendis. Viðskipti með framvirka samninga (e: Fut- ures) og valrétt (e: option) er nán- ast óþekkt hér á landi, þó slík við- skipti (e: derivat) hafi verið að ryðja sér til rúms í gjaldeyrisvið- skiptum undanfarin ár. Víða er- lendis era slík viðskipti eðlilegur hluti af fjármála-stjórnun fyrir- tækja, bæði í stjórnun áhættu samfara gjaldeyrisverð-sveiflum, sem og sveiflum á hráefnisverði. í Bandaríkjunum hafa t.d. derivat viðskipti með landbúnaðarvörur þekkst í yfir 100 ár. Ástæður þess að markaðurinn eftirspyr slíka samninga er meðal annars sú að þetta gefur aðilum markaðarins möguleika til áhættustýringar, Samtímis leiða slík viðskipti til að verðsveiflur á dagsmörkuðum (e: spt) verði minni. Lokaorð Með því að framfylgja þeim til- lögum sem nefndar eru hér að framan, þ.e. bjóða upp kvótann gegnum verðbréfamarkaði, auka fijálsræði í viðskiptum, og smám saman innleiða nútíma viðskipta- hætti ættu íslendingar að geta skapað stöðugra og útreiknan- legra umhverfi fyrir íslenskan sjávarútveg. Samtímis myndi ís- lenzka þjóðin njóta góðs af, í formi aukinna tekna ríkissjóðs. Sú reynsla og þekking sem af kvóta- viðskiptum skapaðist hjá verð- bréfamörkuðunum gæti er fram líðh stundir leitt til þess að verð- bréfamarkaðirnir færu að bjóða upp á ýmiss konar „derivat“ samn- inga með kvóta. Slíkir samningar myndu leiða til enn stöðugra og fyrirsjáanlegra rekstrarumhverfis. Til lengri tíma litið ætti slíkur markaður að geta þróast til að innihalda derivatsamninga með aðrar sjávarútvegsvörur, t.d. þorskblokk og þorskflök. Markað- urinn myndi ekki eingöngu verða áhugaverður fyrir sjávarútvegs- fyrirtæki á íslandi, heldur myndi hann einnig nýtast erlendum framleiðendum sambærilegra af- urða, sem og kaupendum afurð- anna. Slíkur markaður myndi geta skapað mörg ný hálaunastörf hér á landi. Forsenda slíkrar þróunar. er að haldið verði áfram að byggja íslenska fiskveiðistjórnun á kvóta- kerfí, í stað þess að draga fram lausnir gærdagsins við vandamál- um morgundagsins. Höfundur er sjávarútvegsfræð- ingur og starfar Ijá Sjávarút- vegsháskólanum í Tromsö. Gerðu það gott með He Tæknival býðurþér hágæða Hewlett-Packard litaprentara, geislaprentara og litaskanna á einstöku verði. Takmarkað magn. Kynntu þérmálið. HP DeskJet 520 prentarinn fyrir svarta litinn. Hljóðlátur, sterkurog hraðvirkur. Gæðaútprentun 300x600 dpi í svörtu. Tilboösverð: kr. 29.900 stgr. HP DeskJet 320 litaprentarinn. Hljóðláturog fyrirferðalítill. Gæðaútprentun 300x600 dpi i svörtu og 300 dpi í lit. Tilboösverö: kr. 32.000 stgr. HP DeskJet 560C litaprentarinn. Hraðvirkur prentari með gæðaútprentun 300x600 dpi i svörtu og 300 dpi i lit. Tilboðsverð: kr. 49.900 stgr. HP DeskJet 1200C litaprentarinn. Öflugur. Hraðvirkur. Gott minni. Hágæðaútprentun 300x600 dpi i svörtu og 300 dpi í lit. Tilboösverð: kr. 105.900 stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.