Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Leon Brittan ræðir við kínverska ráðamenn Reynir að efla tengsl við Kína Peking. Reuter. SIR LEON Brittan, sem fer með utanríki- sviðskiptamál í fram- kvæmdastjóm Evrópu- sambandsins, kom gær í opinbera heim- sókn til Kína, þá þriðju á hálfu öðru ári. Britt- an lýsti því yfir í upp- hafi heimsóknarinnar að ESB og Kína þyrftu að koma sér saman um „nýtt upphaf" og „ný viðhorf" í samskiptum sínum. Talið er að Brittan vilji sýna kín- verskum stjórnvöldum að Evrópusambandið Ieggi jafnmikið upp úr góðum pólit- ískum og viðskiptalegum tengslum við Kína og Bandaríkin gera. Rætt um inn- göngu í WTO Brittan mun meðal annars ræða við kínverska ráðamenn um hugs- anlega aðild Kína að Alþjóðavið- skiptastofnuninni, WTO, en það voru einkum Evrópusambandið og Bandaríkin sem stóðu í vegi fyrir inngöngu Kína í stofnunina og kröfðust meiri og jafnari markaðs- aðgangs að kínverska markaðnum. Talsmaður Brittans sagði mikinn áhuga á að greiða fyrir inngöngu Kína í WTO og skýrði frá því að Brittan hefði rætt við Mickey Kant- or, viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna, fyrir Kínaferð sína til að samræma afstöðu Bandaríkjanna og ESB. „Við þröngv- um ekki vilja okkar upp á Kínveija," sagði tals- maðurinn. „Við biðjum þá aðeins að segja okk- ur hvenær þeir verða tilbúnir." Jafnframt mun Brittan sækjast eftir svipuðum samningi og Bandaríkin náðu fyrir stuttu við Kína um vemd á höfundarrétti og öðrum hugverka- réttindum. Þá mun Brittan, sem er varaforseti fram- kvæmdastjómar ESB, ræða við stjórnvöld í Kína um viðskiptajöfn- uð ríkjanna, en verulega hallar á ESB-ríki í viðskiptunum. Hallinn á viðskiptum ESB-ríkja við Kína hef- ur aukizt úr 1,2 milljörðum Ecu árið 1988 í 9,9 milljarða á síðasta ári. Ýmislegt bendir þó til að bilið fari mjókkandi. ESB er fjórði stærsti viðskiptaað- ili Kína, á eftir Japan, Hong Kong og Bandaríkjunum. Áætlun um aukin tengsl Brittan hyggst, er hann kemur heim úr Kínaheimsókn sinni, leggja fram umfangsmikla áætlun um aukin viðskipti og pólitísk tengsl við Kína, sem lögð verður fyrir ráð- herraráð ESB, Evrópuþingið og ýmsa hagsmunaaðiia í Evrópu. Leon Brittan ESA hefur rannsókn á norskri ríkisaðstoð Brussel. Reuter. EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefj'a rann- sókn á ríkisaðstoð til fyrirtækisins PLM Móss Glassverk A/S, sem framleiðir glemmbúðir, þar sem stofnunin telur að með þeim sé ver- ið að brengla eðlilega samkeppni. Þetta er í fyrsta skipti, sem ESA hefur formlega rannsókn á ríkisað- stoð til fyrirtækis frá því að samrp ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið tók gildi þann 1. janúar í fyrra. Norsk stjórnvöld áforma að und- anskilja glerumbúðir er lagður verð- ur skattur á óendurnýtanlegar um- búðir undir drykkjarvörur. Þetta telur ESA bijóta gegn 61. grein EES-samningsins nema Norðmenn sýni fram á að undanþáguákvæði samningsins geti átt við. Þó að undanþágan nái jafnt til innlendrar sem erlendrar fram- leiðslu telur ESA að henni sé fyrst og fremst ætlað að styrkja stöðu Moss Glassverk um sem nemur 13 milljónum norskra króna á ári. Verksmiðjan er í eigu sænska fyrir- tækisins PLM og íhuga Svíarnir að loka henni sökum lítillar arðsemi. PLM Moss Glassverk er eini fram- leiðandi glerumbúða í Noregi. í tilkynningu frá ESA segir að norsk stjórnvöld verði að fresta gild- istöku þessara aðgerða þangað til að endanleg ákvörðun liggur fyrir af hálfu Eftirlitsstofnunarinnar. Talsmaður ESA sagðist ekki geta sagt fyrir hversu langan tíma rann- sóknin tæki og benti á að hægt væri að áfrýja niðurstöðu ESA til EFTA-dómstólsins. Lækka bílar vegna nýrra reglna? TALIÐ er að verð á fólksbifreiðum í Evrópusambandinu geti lækkað um 10-15%, verði fijálsræði í bíla- og varahlutaviðskiptum aukið og bílaverzlunum leyft að hafa fleiri en eina tegund bíla á boðstólum. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur hvatt ESB til að afleggja núverandi undanþágu bíla- og varahlutaverzl- unar frá evrópskum samkeppnis- j reglum. Evrópusamtök sjálfstæðra bíla- ' sala (EAIVT) lögðu fram á blá(Sa- mannafundi í gær gögn um verð- : lækkun bifreiða með auknu fijáls- i ræði. Samtökin telja auk þess að slíkt myndi bæta hag neytenda, sem gætu borið saman verð og gæði margvíslegra tegunda nýrra bif- reiða undir einu og sama þaki, en innan ESB er sala nýrra bíla tak- mörkuð við bifreiðaumboðin og þau selja yfirleitt fáar tegundir hvert um sig. Minni verðmunur Samtökin halda því jafnframt fram að aukið fijálsræði myndi draga úr verðmun á bifreiðum sömu tegundar milli aðildarríkja ESB. Búizt er við að framkvæmda- stjórn ESB leggi fljótlega fram til- lögur að nýjum reglum um bíla- markaðinn. Talið er að í þeim verði undanþágu frá samkeppnisreglum létt af hluta markaðarins, en öðrum hömlum haldið. Innan fram- kvæmdastjórnarinnar er meðal ann- ars deilt um það hvort ný undan- þága eigi að gilda í sjö eða tíu ár. Morgunblaðið/Þorkell KINVERSKI utanríkisráðherrann svarar spurningurn fréttamanna á Hótel Sögu. í baksýn eru Jón Baldvin Hannibalssson utanríkisráðherra og Ragnar Baldursson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins, er var túlkur ásamt sérstökum túlki Qians. Utanríkisráðherra Kína um ástand mannréttindamála Umbætur í lífskjör- um hafa forgang QIAN Qichen, utanríkisráðherra Kína, ásamt íslenskum starfs- bróður sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni, við útsýnisskífuna á Þingvöllum á föstudaginn langa. Kínverska ráðherranum hafði verið tjáð að sprungan, sem Almannagjá er vitnisburður um, víkk- aði um einn sentimetra á ári. Qian og eiginkona hans, Zhou Hanqiong, snæddu miðdegisverð með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra og eiginkonu hans, Ástríði Thorarensen, á Þingvöllum en á laugardag var Qian m.a. gestur Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra í ráðhúsi Reykjavíkur. UTANRÍKISRÁÐHERRA Kína og einn af aðstoðarforsætisráðherrum landsins, Qian Qichen og fylgdarlið hans héldu af landi brott síðdegis á laugardag áleiðis til New York þar sem Qian tekur þátt í afvopnunar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrann ræddi við fréttamenn á Hótel Sögu á laugardagsmorgun. Er hann svaraði spurningum frétta- manna um gagnrýni á mannrétt- indastefnu Pekingstjórnarinnar kom m.a. fram að hann teldi að mannrétt- indi ætti ávallt að meta og skilgreina með tilliti til aðstæðna. Qian sagði að rétturinn til að fá nóg að borða væri hluti mannrétt- inda og umbætur í lífskjörum væru nú forgangsverkefni stjórnvalda í Peking. Hann taldi að Kínveijar væru að feta sig í lýðræðisátt. „Við getum ekki tekið tilbúið kerfi erlendis frá, við verðum að laga það að kínverskum aðstæðum og leysa málin á kínverskum forsendum," sagði Qian. Hann var spurður um afstöðuna til hafréttarmála og úthafsréttar. Qian sagði stjóm sína telja nauðsyn- legt að settar yrðu fastmótaðar regl- ur í þessum málum en hafa yrði í huga sérkenni hvers svæðis. Ríki á slíkum svæðum ættu að geta gert með sér samninga er næðu einvörð- ungu til þeirra. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Qian hvernig hann svaraði ásökunum ýmissa erlendra fjárfesta sem segðu að mikið skorti á að regl- ur og lög væru höfð í heiðri í við- skiptalífi Kína. „Ég tel það eðlilegt að sum fyrir- tæki reyni að komast að enn betri kjörum í Kína,“ sagði Qian. „En ég tel að okkur hafi þegar tekist að sjá til þess að brýnustu nauðsynjum þeirra í viðskiptum sé sinnt. Samt er það svo að enn er hægt að gera betur. Sú staðreynd að mörg fyrir- tæki hafa íjárfest í Kína sýnir þó vel að grundvallaratriðin eru þegar í lagi í landinu. Fyrirtækin stunda þess vegna enn viðskipti en láta ekki duga að kvarta.“ Of hraður hagvöxtur Spurt var um ýmis vandamál sem fylgja hröðum hagvexti, verðbólgu og fleira. Qian sagði að hagvöxtur hefði að meðaltalí verið um 7% ár- lega í Kína undanfarin 16 ár, mest- ur hefði hann verið síðustu þijú ár- in, 11 - 13%. „Við teljum þetta vera heldur mikinn hraða og stefnum að því að í ár verði hagvöxtur um 8 - 9% til að reyna að viðhalda jafn- vægi. Við erum þannig að reyna að vinna í þessu.“ Er ráðherrann var spurður um samskiptin við grannríki í Austur- Asíu og hugsanlega þátttöku Kín- veija í efnahags- og öryggismála- bandalögum svaraði Qian að Kína hefði alltaf lagt mikla áherslu á mikilvægi samskipta við þessi lönd, reynt að efla frið við þau. Komi til deilna milli þeirra og Kína sé hægt að leysa þær með friðsamlegum við- ræðum. Kína væri nú þátttakandi í APEC, Efnahagssamstarfi Kyrra- hafsríkja, og tæki þátt í viðræðum Asíuríkja um varnar- og öryggismál. Ráðherrann var spurður hvort umbótastefna kommúnistastjórnar- innar hefði ýtt undir myndun nýrr- ar, borgaralegrar millistéttar og ef svo væri hvort hann teldi það já- kvætt eða neikvætt. „Umbæturnar hafa bætt lífskjör almennings í Kína,“ svaraði Qian, „en samtímis hafa sumir orðið efn- aðri en aðrir íbúar landsins. Við munum ekki taka upp þá stefnu að allir séu jafn ríkir. Þess í stað höfum við leyft sumum að efnast á undan öðrum og ætlum að sjá til þess að hagsæld nái fótfestu meðal allrar þjóðarinnar. Með spurningu yðar í huga þá er það svo að við látum raunsæið ráða algerlega ferðinni í þessum efnum.“ Nýjar brautir og Hong Kong Hong Kong verður kínverskt um- ráðasvæði eftir tvö ár. Qian var spurður hvernig Pekingstjórninni myndi ganga að sameina eigið kerfí og hreinræktaðan markaðsbúskap sem ríkir í Hong Kong. Hann sagði að Kína fylgdi þeirri stefnu að tvö kerfi gætu verið hlið við hlið í sama landinu. Varðandi Hong Kong yrði farið inn á nýjar brautir. Borgin yrði sjálfstjórnarsvæði, með víðtækt sjálfsforræði í efnahagsmálum, myndi fá að halda sínum markaðsbú- skap, eigin gjaldmiðli og yrði sér- stakt tollsvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.