Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand „Allt er gott“ er nýja heim- spekin mín ... ' ALLIS THAT'5 MY N PHILOSOPHT 3- Þar sem þú ert hundur, þá býst ég ekki við að þú hafir heimspeki, er það? BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Auðvelt fyrir Island að standa við skuldbind- ingar Ríó-samningsins Frá David Butt: EINS OG allir vita er koltvísýring- ur hættulegur vegna gróðurhúsa- áhrifanna. Bruninn á jarðefnum eins og þeim sem unnin eru frá olíulindum veldur mikilli mengun og sú mengun getur umbylt þeim lífsskilyrðum sem nú ríkja á jörð- inni. Eins er það áhyggjuefni margra að þessar auðlindir eru tæmanlegar, þar sem það tekur mjög langan tíma að mynda olíu við ákveðnar aðstæður. Við nýtum olíuna illa vegna þess hve vélar með olíu- eða bensínbrennara eru í raun frum- stæð verkfæri sem sóa allt að tveimur þriðju hlutum eldsneytis- ins um leið og þessi sóun veldur umhverfisspjöllum sem allir hljóta að vilja stöðva. Ríó-samningurinn skuldbindur þjóðir heims til að draga úr meng- un af völdum koltvísýrings og Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands hvatti í ræðu sinni í Berlín um daginn iðnríki heims til þess að standa við þessa skuld- bindingu. Ríkisstjórnin hefur lítið sagt Eins og stjórnir flestra landa sem skrifað hafa undir þennan samning hefur ríkisstjórnin á ís- landi lítið gert í þeim efnum. Að vísu var sett C02-nefnd til að skoða ýmsar leiðir til þess að minnka útblástur koltvísýrings og liggur skýrslan ókynnt í umhverf- isráðuneytinu. Gísli Einarsson og Petrína Baldursdóttir fluttu þings- ályktunartillögu um mengunarmál bíla og skipa. Meðal annars kemur fram í tillögunni að með notkun svokallaðs brennsluhvata gæti ís- lenska þjóðin staðið við skuldbind- ingar Ríó-samningsins. Málið var afgreitt úr umhverfisnefnd Al- þingis þann 23. feb. og bíður af- greiðslu í umhverfisráðuneytinu og nýrrar ríkisstjómar. Eina leiðin til þess að minnka koltvísýringsmengun á íslandi er að draga úr eldsneytisnotkun. Það er einmitt sú tillaga sem þróunar- ríki heims fluttu á umhverfísráð- stefnu SÞ í Berlín og var illa tek- ið af þeim löndum sem hafa svo mikilla hagsmuna að gæta, svo sem olíuframleiðslulöndum. Aftur á móti vilja iðnríki heims hvetja þróunarríki til að læra af reynslu þeirra og nýta orkuna betur með nýrri og betri tækni. Hvarfakútar ekki nothæfir Brennsla á olíu og bensíni fram- leiðir fleiri en eina tegund af efn- um, sem hafa áhrif á loftslags- breytingar. Nauðsynlegt er að nota mengunarvarnabúnað sem getur minnkað flestar tegundir af útblástursmengun og minnka eld- neytisnotkun. Búnaðurinn sem er settur á alla bensínbíla í dag og heitir hvarfakútur gerir það ekki eins og flestir vita. Mörg fyrirtæki eru að reyna að þróa mengunar- varnabúnað fyrir díselvélar og skip en erfitt er að finna búnað sem dregur úr sótmengun og köfnunar- efnismengun samtímis án þess að auka eldsneytisnotkun. Við sem framleiðum brennslu- hvatann og sérstaklega hér á ís- landi höfum reynt að kynna opin- berum aðilum þessa nýju tækni til að draga úr mengun frá skipum, bílum og kötlum sem brenna olíu. Reynslan sýnir að með nákvæmri mælingu til samanburðar getur tækið okkar dregið verulega úr útblástursmengun og sparað um- talsvert eldsneyti. Lloyds Register of Shipping hafa gert úttekt og mælt meng- andi efni frá skipum í nokkur ár og niðurstöður eru: NOx=55 kg/tonn af eldsneyti CO=10 kg/tonn HC=3,4 kg/tonn CO2=3,250 kg/tonn Ef íslensk skip og verksmiðjur brenna u.þ.b. 360.000 tonnum af eldsneyti á ári eru mengandi efni frá þeim u.þ.b.: N0x=19.800 tonn C0=3.600 tonn HC=1.224 tonn CO2=1.170 tonn Með notkun brennsluhvatans og samkvæmt samanburðarmælingu, meðal annars Tæknideildar Fiski- félags íslands og Vélskóla íslands, getum við minnkað eldsneyti- snotkun og mengun þannig: NOx minnkar um 5.000 tonn CO minnkar um 1.500 tonn HC minnkar um 500 tonn Eldsneytið minnkar um 20.000 tonn HC eða óbrennt eldsneyti minnkar í heild 3.240 tonn vegna þess að Lloyds mældi HC-efni sem gas en ekki sót, sem mundi hækka 3,4 kg/tonn í 9 kg/tonn sam- kvæmt útreikningi þeirra. 300 milljóna kr. sparnaður Sparnaður fyrir útgerð og fisk- vinnslustöðvar er í kringum 300.000.000 kr. miðað við 5% minni eldsneytisnotkun og minna óbrennt HC sem tækið minnkar um 40%, auk þess er minni kostn- aður vegna lækkunar á afgashita og minni sótmyndunar. Notkun brennsluhvatans getur minnkað mengun og sparað elds- neyti. íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa staðfest þetta. Þannig að auðvelt er fyrir Island að standa við skuldbindingar sam- kvæmt Ríó-samningnum og leggja fram tillögu til ályktunar fyrir næstu umhverfisráðstefnu SÞ. DAVID BUTT, DEB-þjónustunni, Jaðarsbraut 7, Akranesi. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.