Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 19.' Al'RÍL 1995 11 STJÓRNARMYIMDUN Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins Þarf að mynda sterka tveggja flokka sljórn Stjórnarslit Morgunblaðið/Þorkell RÍKISSTJÓRNIN kom saman til seinasta fundar sem starfshæf meirililutastjórn kl. 9.30 í gærmorg- un. Að fundinum loknum gekk Davíð Oddsson forsætisráðherra á fund forseta íslands og baðst lausn- ar fyrir ríkisstjórnina, sem mun starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, tilkynnti formlega á ríkis- stjórnarfundi sem hófst kl. 9.30 í gærmorgun að hann myndi biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Allir ráð- herrar ríkisstjórnarinnar sátu fund- inn að Ólafi G. Einarssyni mennta- málaráðherra undanskildum, sem var fjarverandi vegna veikinda. Rík- isstjórnarfundurinn stóð yfir í um 20 mínútur en að því búnu gekk Davíð á fund Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, og lagði fram svohljóðandi tillögu: „íþeim kosningum sem fram fóru 8. apríl síðastliðinn urðu úrslit þau að ríkisstjórnarflokkamir héldu velli með minnsta mögulega þingstyrk meirihlutastjórnar. Ég tel, að þýð- ingarmikið sé, við núverandi að- stæður að ríkisstjórnin búi við öflug- ra þingfylgi. Því sé rétt að stjórnar- myndunarmöguleikar á þeim grund- velli verði reyndir. Með tilvísun til þessarar afstöðu leyfi ég mér að leggja til að þér, forseti íslands, fallist á að veita núverandi ráðuneyti lausn." Forseti féllst á tillöguna og fór þess jafnframt á leit að ríkisstjórnin starfaði áfram uns nýtt ráðuneyti hefur verið myndað og féllst forsæt- isráðherra á þau tilmæli forseta. Áhyggjur af naumum þingmeirihluta Á fréttamannafundi -sem Davíð efndi til að loknum fundinum með forseta sagði hann að viðræður Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um endurnýjun stjórnarsamstarfs- ins, sem hófust á þriðjudag í sein- ustu viku, hefðu ekki verið langt á veg komnar og kvaðst Davíð strax hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þeim nauma þingmeirihluta sem flokkarnir höfðu að baki sér. „Ég hlýt að vekja athygli á því, að þegar ríkisstjórnin lagði af stað í sína för fyrir fjórum árum hafði hún fjögurra þingmanna meirihluta. Ef hægt er að líkja þessu við öku- ferð, þá voru varadekkin fjögur. Það sprungu þijú dekk á leiðinni, eins og menn vita, Jóhanna, Ingi Björn, Eggert Haukdal og kannski var orðið lint í sumum dekkjum, þannig að ekki var mjög gæfulegt að fara af stað í aðra fjögurra ára ferð án þess að hafa nokkurt varadekk," sagði Davíð. Hann sagðist hafa lagt áherslu á það fyrir kosningar að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi stuð'ning til þess að geta myndað sterka tveggja flokka stjórn. Þegar kosningaúrslit lágu fyrir hefði komið í Ijós að nú- verandi ríkisstjórn yrði ekki sterk stjórn með aðeins 32 þingsæti á bak við sig. Davíð sagði að ekki væri líklegt að slík stjórn gæti byggt á þeim árangri sem náðst hefði á sein- asta kjörtímabili og tryggt festu og öryggi í atvinnulífinu. Áskildi sér rétt til að eiga samtöl við aðra flokka „Það hefur verið gefið til kynna af hálfu formanns Alþýðuflokksins að það hafi hafist stjórnarmynd- unarviðræður á meðan við vorum enn að tala saman. Ég lét þess get- ið á ríkisstjórnarfundi í morgun, sem nefnt var sérstaklega af minni hálfu á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn var, en þá sagði ég að ég áskildi mér rétt til þess að eiga samtöl við forystumenn annarra flokka, þó við værum að tala saman, ef mál myndu skipast með þeim hætti,“ sagði Davíð. „Það er hins vegar rétt að for- maður Alþýðuflokksins sagði mér eftirá að hann hefði átt fund með formanni Framsóknarflokksins og að hann hefði sagt honum að hann myndi ekki ræða stjórnarmyndun- artilraunir á meðan við værum að tala saman. Hitt sagði hann mér hins vegar ekki og það heyrði ég ekki fyrr en í ljölmiðlum í gær (mánudag, innsk. Mbl.), að hann hefði jafnframt sagt við formann Framsóknarflokksins, sem eru þó efnislegar viðræður, að ef viðræður Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sigldu í strand, þá gæti hann þegar tilkynnt þeim að hann hefði fullt umboð til þess að lýsa því yfir að hann myndi þá mæla með því við forseta Islands, að formaður Fram- sóknarflokksins fengi umboð til þess að mynda fjögurra flokka vinstri stjórn. Með öðrum orðum var þarna ákveðið, án þess að mér væri frá því sagt, að ef það rofnuðu mögu- leikar á stjórn okkar og Alþýðu- flokksins þá ætti Sjálfstæðis- flokkurinn ekki að fá tóm til þess eða tækifæri að leitast við að mynda tveggja flokka stjórn annaðhvort með Framsóknarflokki eða Alþýðu- bandalagi," sagði Davíð. Óskaði eftir viðræðum við Halldór Ásgrímsson Davíð kvaðst hafa haft frum- kvæði að fundi sem hann átti með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, sl. sunnu- dagskvöld til að kanna möguleika á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „En áður en ég fór til þess fundar átti ég síma- samtal við Sighvat Björgvinsson og sagði honum frá því að ég hygðist eiga samtal við Halldór Ásgrímsson, þannig að ég sagði frá því fyrirfram að það stæði til af minni hálfu að eiga samtal við Halldór Ásgrímsson, sem er formaður stærsta stjórnar- andstöðuflokksins og formaður þess flokks sem mest vann á í kosning- um. Það var því eðlilegt að ég myndi heyra í honum og kanna viðhorf hans til þess hvort hann útilokaði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn," sagði Davíð. Hann sagði ennfremur að hann og Halldór hefðu aðeins haldið þenn- an eina fund en þeir hefðu einnig talað saman i síma. Davíð lagði áherslu á að formlegar stjórnar- myndunarviðræður væru ekki hafn- ar og málin enn komin það skammt á veg að ekki væri farið að ræða íjölda ráðherra og skiptingu ráðu- neyta. „Ég tel að við eigum að geta fundið flöt en það þarf á það að reyna. Mér líst þannig á að við ætt- um á einhveijum dögum og vikum að geta fundið samstarfsflöt,“ sagði Davíð. Aðspurður sagði Davíð að engin formleg athugun hefði farið fram meðal þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um áhuga þeirra á stjórn- arsamstarfi með Framsóknarflokki en hann sagðist hafa rætt við marga þingmenn flokksins. „Ég tel að þeir séu þeirrar skoðunar, að það sé nauðsynlegt að mynda hér sterka tveggja flokka stjórn og ég tel að það sé góður skilningur á því að Framsóknarflokkurinn hlýtur að koma þar mjög til álita vegna þess að við verðum að skoða þá niður- stöðu sem er með þjóðinni. Sjálf- stæðisflokkurinn hélt að mestu sínu í kosningunum eftir fjögurra ára stjórnarferil og Framsóknarflokkur- inn vann mest á,“ sagði hann. Davíð sagðist telja að hann gæti tryggt fulian stuðning í eigin þing- liði við stjórnarsarnstarf við fram- sóknarmenn. „Ég fékk algerlega fijálsar hendur til að halda á málum fyrir flokksins hönd og hver einasti þingmaður sem tjáði sig þar talaði með þeim hætti að sú niðurstaða sem ég myndi komast að fengi stuðning,“ sagði Davíð. Aðspurður neitaði Davíð því að viðræðurnar við Alþýðuflokkinn hefðu eingöngu verið til málamynda en þær hefðu litast mjög af því hve flokkarnir höfðu nauman meirihluta á þingi. Hann sagði að útlit væri fyrir að erfiðleikar yrðu í ríkisfjár- málum á næstu árum og m.a. af þeirri ástæðu þyrfti að mynda sterka stjóm til að taka á því verkefni. Hann sagðist einnig hafa heyrt úr herbúðum Alþýðuflokksins að þar væru einstakir áhrifamenn með miklar efasemdir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Aðspurður hvort sá kostur hefði verið skoðaður að fá Kvennalistann til samstarfs við fráfarandi stjórn, sagði Davíð að hann hefði lagt áherslu á myndun tveggja flokka stjórnar og lofað að kanna mögu- leika á myndun tveggja flokka stjómar áður en gripið yrði til þess ráðs að mynda þriggja flokka stjórn. Davíð neitaði þvi að Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, hefði rætt við sig um myndun stjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. „Ég héf heyrt sagt að það hafi gengið skilaboð á víxl manna á meðai en það vora engin formleg skilaboð milli okkar Ólafs Ragnars. Ég get ekki vitnað til þess að ég hafi haft neitt tilboð á borði frá Ólafi Ragnari," sagði hann. Fram kom í máli Davíðs að hann teldi að alþýðuflokksmenn hefðu að vissu leyti ögrað sjálfstæðismönnum í kosningabaráttunni þegar þeir hefðu kosið að leggja áherslu á nokkur mál sem ágreiningur gat orðið um milli flokkanna á borð við Evrópusambandsmál, GATT og landbúnaðarmái og sjávarútvegs- mál. Þetta sagði Davíð að hefði verið óskynsamlegt af Alþýðu- flokknum og haft óheppileg áhrif á framtiðarmöguleika ríkisstjórnar sem hefði aðeins eins þingsætis meirihluta. Davíð sagðist einnig telja að ef Alþýðuflokkurinn hefði haldið sinni stöðu í kosningunum jafnvel og Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert hefðu þessir flokkar reynt að ná málamiðlunum í helstu ágreinings- efnum til að halda stjórnarsamstarf- inu áfram. Þá sagði Davíð að ágreiningur væri á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ýmsum málum en Framsóknarflokkurinn hefði hins vegar breyst mikið og ekki léki vafi á því að nýr formaður flokksins nyti mikils trausts hjá þjóðinni. Aðspurður neitaði Davíð því að hugsanlegt stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks væri ávísun á óbreytt ástand. Sagði hann að ef fráfarandi stjórn hefði setið áfram að völdum með eins þingsætis meirihluta hefði sérhver þingmaður getað skotið niður öll mál ríkisstjórnarinnar og það hefði verið ávísun á lítt breytt ástand. Sterk ríkisstjórn væri aftur á móti ávísun á breytingar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokks Nýr meirihluti áður en viðræð- umvarslitið Morgunblaðið Þorkcll JON Baldvin Hannibalsson og Ossur Skarphéðinsson ganga frá Sijórnarráðinu í gær eftir að Davíð Odds- son hafði beðist lausnar fyrir ráðuneyti sitt. JÓN Baldvin Hannibalsson segir að Davíð Oddsson hafi átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Halldór Ásgrímsson á páskadags- kvöld, áður en stjórnarmyndunar- viðræðum Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks var slitið. Jón Baldvin sagði að hann hefði fyrst fengið það staðfest á mánu- dagsmorgni hjá Davíð Oddssyni að hann hafi kvöldið áður átt í stjórnar- myndunarviðræðum við Halldór Ásgrímsson. „Ég segi stjórnarmyndunarvið- ræðum, vegna þess að eftir fund minn með forsætisráðherra tjáði Halldór Ásgrímsson mér það að á fundi þeirra Davíðs hefði hann bundið það fastmælum að mæla með Davíð við forseta íslands til stjórnarmyndunarumboðs. Með öðr- um orðum, þar var myndaður nýr meirihluti eða ákveðið að láta reyna á hvort unnt væri að koma honum á,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að á meðan hefðu formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður verið í gangi milli Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks undir verkstjórn forsætisráðherra þótt nú væri ljóst að þar hefði verið um málamyndaviðræður að ræða en ekki málefnaviðræður. „Það er staðreynd að Davíð Odds- son hafði ekki fyrir því að láta mig vita [um fund sinn með Halldóri]. Hvers vegna hafði forsætisráðherra ekki fyrir því að ræða beint við for- mann Alþýðuflokksins og sam- starfsmann sinn í fjögur ár? Það er engin skýring að hann hafi áskilið sér rétt til að tala eitthvað við flokksformenn meðan á viðræðum stæði. Hér erum við að tala um grundvallarreglur um vinnubrögð. Ég sagði Halldóri Ásgrímssyni, þeg- ar hann leitaði eftir umboði stjórnar- andstöðuflokkanna þrigga, að ég myndi ekki eiga í stjórnarmyndun- arviðræðum við aðra meðan þær viðræður stæðu yfir, og stóð við það,“ sagði Jón Baldvin. Engin undirmál Á fundi þeirra Halldórs fyrir viku sagði Jón Baldvin einnig að ef slitn- aði upp úr viðræðum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks væri Alþýðu- flokknum ekkert að vanbúnaði að mæla með því að Halldór fengi umboð til að freista þess að mynda vinstri stjórn. „Forsætisráðherra hefur látið sem svo að þetta hafi komið honum á óvart og gefið í skyn að mér hafi borið að segja honum frá því. Það er reyndar ekki svo því þetta gildir í því tilviki að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi verið búinn að liafna samstarfi við okkur og báðir flokkar þvi lausir mála. Það er í fullu samræmi við leikreglur og engin undirmál í því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.