Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sigxtrinn var Davíðs NÝAFSTAÐNAR kosningar eru um margt eftirtektar- verðar. Í fyrsta lagi eru þær til vitnis um að með Davíð Oddssyni hafi Sjálfstæðisflokk- urinn eignast foringja sem hefur burði til þess að leiða flokkinn í anda Ólafs Thors og Bjarna Benediktsson- ar. í öðru lagi sýnast íslensk stjórnmál nú siðlegri og málefna- legri en áður. Endalok kalda stríðsins valda þar miklu, en verðtryggingar- stefnan síðasta hálfan annan ára- tuginn á þar líka hlut að máli. Það má segja að verðtryggingin hafi kveðið gömlu verðbólguhugsunina í kútinn. Fólk hefur raunverulegar áhyggjur af aukinni verðbólgu og þeim vaxtahækkunum sem fylgja í kjölfarið. Þess vegna er það ekki ginnkeypt fyrir innihaldslausum Ioforðum lengur, það veit að fjár- austur í allar áttir er ávísun á verðbólgu. Þess vegna var vinstri- stjórnarhugmyndum Jóhönnu og Ólafs Ragnars hafnað. Kjósendur eru þannig orðnir ábyrgari en áður og stjórnmálaumræðan fyrir vikið málefnalegri. Þá virðist hafa skapast löngu tímabær samstaða um öryggismál íslands. Enginn berst lengur í alvörU fyrir úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin er ekki lengur hitamál í íslenskum stjórn- málum. Það má segja að nú snú- ist umræða um alþjóðamál á Is- landi um skilning þjóðarinnar á sjálfri sér. Eru íslendingar smá- þjóð sem þekkir takmörk sín og ber-virðingu fyrir sögu sinni og vill fórna nokkru til þess að treysta sérstöðu menningar sinnar? Eða lítur þjóðin fyrst og fremst á sig sem einingu í alþjóð- legu viðskiptaneti þar sem brýnt er að samsamast sem mest fjöl- þjóðamenningu sam- tímans? Kosningarnar sýna auk þess að gamla flokkakerfið er síður en svo í andaslitrun- um. Raunar var hin svokallaða kreppa flokkakerfisins stór- lega orðum aukin. Þegar kosningaúrslit síðustu sex áratugi eru skoðuð kemur í ljós að Sjálfstæðis- flokkur og Framsókn- arflokkur hafa jafnan Jakob F. haft sameiginlega um Ásgeirsson 60% fylgi. Kreppa flokkakerfisins hefur því fyrst og fremst verið kreppa vinstri aflanna - og má kalla að hún hafi verið nokkuð samfelld allt frá því kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum 1930. Gömlu flokkarnir, einkum tveir þeir stærstu, sýna að þeir eru lifandi afl sem lagar sig að breyttum aðstæðum, þótt hægt gangi á stundum. í fimmta lagi eru kosningaúr- slitin til merkis um að Fram- sóknarflokkurinn sé að skjóta rót- um á höfuðborgarsvæðinu. Undir forystu Halldórs Ásgrímssonar sýnist Framsóknarflokkurinn vera að losa sig úr viðjum fortíðarinn- ar. Flokkurinn er ekki lengur póli- tískt útibú SÍS-hringsins og losnað hefur til muna um tengslin við Bændahöllina. Það fólk sem bauð sig fram á vegum flokksins í Reykjavík og á Reykjanesi er flest hægra megin við miðju. Formaður flokksins skilgreinir hann líka sem frjálslyndan miðjuflokk. Alþjóð- legt samstarf Framsóknarflokks- ins með líberölum er ekki lengur brandari. En sigurvegari kosninganna var ekki Framsókn. Sigurinn var Dav- íðs. Þrátt fyrir miklar óvinsældir ríkisstjórnar hans á kjörtímabilinu hélt Sjálfstæðisfiokkurinn sínu og er nánast með sama fylgi og í síð- ustu kosningum ef hlutur Hauk- dals er reiknaður með. Það er út í hött að kalla Framsóknarflokkinn sigurvegara kosninganna í ljósi þess að stjómin hélt velli, og því síður getur Þjóðvaki kallast sigur- vegari vegna þess að vinstristjórn- arhugmyndum hans var hafnað. Niðurstaða kosninganna er sú að ríkisstjóm án forystu Sjálfstæðis- flokksins kemur vart til álita. Kjósendur treystu Sjálf- stæðisflokkinn í sessi sem ótvírætt forystuafl í íslenskum stjórnmál- um, segir Jakob F. Ásgeirsson, en höfnuðu Alþýðuflokknum sem samstarfsflokki og völdu Framsóknarflokk- inn í hans stað. En hver á samstarfsflokkurinn að vera? Þjóðin hafnaði Alþýðu- flokknum og Kvennalistanum, og vísaði á bug vinstristjórnarhug- myndum Þjóðvaka og Alþýðu- bandalagsins, en veitti Framsókn- arflokknum brautargengi. Skila- boð kjósenda eru þau að halda áfram á braut stöðugleikans með samstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Slík stjórn hefði mikinn þingstyrk til átaka og órólegu deildinni í báðum flokk- um gæfist svigrúm til að leika lausum hala. Samstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalags kem- ur vissulega einnig til álita; Ólafur Ragnar vann varnarsigur á vinstri vængnum með því að halda þing- styrk sínum. En hætt er við að mörgum Sjálfstæðismanni þyki þeir Hjörleifur, Svavar, Steingrím- ur J. og Ögmundur Jónasson ekki fýsilegir til samstarfs. Það er margt sem mælir gegn því að halda núverandi stjórnar- samstarfi áfram. Á síðasta kjör- tímabili rak hvert upphlaupið ann- að í samstarfi flokkanna og er minnisstæðast hin fáránlega enda- leysa um innflutning á kjúkling- um, sem utanríkisráðherra hélt gangandi á þingi og í fjölmiðlum vikum og mánuðum saman, þótt löngu væri búið að ganga frá málinu innan ríkisstjórnarinnar. Þá er varla stætt á því fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að sitja í ríkisstjórn sem á líf sitt undir stuðningi stjórnmálamanns sem hrökklaðist úr ráðherrasæti vegna spillingar og virðist ekki enn skilja af hveiju honum bar að segja af sér. Auk þessa er Alþýðuflokkurinn nú trú- lega of lítill til að sitja í tveggja flokka stjórn og sinna jafnframt nefndastörfum á Alþingi. Ekki væri viturlegt að taka Kvennalistann upp í stjórnina, flokk sem beið afhroð í kosningun- um og sýnist í dauðateygjunum. Málflutningur Kvennalistans í kosningabaráttunni var ekki þess eðlis að hann geti átt samleið með Sjálfstæðisflokknum. Kjósendur treystu Sjálfstæðis- flokkinn í sessi sem ótvírætt for- ystuafl í íslenskum stjórnmálum, en höfnuðu Alþýðuflokknum sem samstarfsflokki og völdu Fram- sóknarflokkinn í stað hans. Sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks er hin rökræna niðurstaða kosninganna. Höfundur er stjórnmálafræðingur ogleggvrnú stund á doktorsnám við Oxford-háskóla. Helgi Hálfdanarson Hamlet í siónvarpi Á FÖSTUDAGINN langa sýndi ríkissjónvarpið kvikmynd þá sem gerð er á vegum brezka útvarpsins undir stjórn Rodneys Bennetts eftir leikriti Shakespe- ares, Hamlet. Meðal leikara sem þar fara á kostum er snillingur- inn Derek Jacobi í titilhlutverk- inu og Claire Bloom sem leikur Gertrude drottningu, svo aðeins sé getið tveggja af aðalleikurun- um. Mynd þessi var áður sýnd í sjónvarpinu ájólum 1989, og var mikið fagnaðarefni að fá að njóta þessa frábæra listaverks öðru sinni. Myndin er kjörið dæmi þess, hvemig hugmyndaríkir leikstjór- ar beita list sinni á frumlegan hátt með óskertri virðingu fyrir skálverkinu sjálfu, ólíkt þeim sem umfram allt dekra við sinn eigin vanmáttuga hégómaskap með því að snúa út úr verki höf- undar með aulalegum uppátækj- um. Þar hef ég í huga kvikmynd þá sem sýnd var fyrir fáum áríim í Háskólabíói og var sögð gerð eftir þessu sama leikriti Sha- kespeares. Þar mátti sjá smekk- lausa frekju vinna kauðaleg spjöll, sem auglýsingaskrumarar út um hvippinn og hvappinn hældu upp í hástert fyrir „dirfsku". Hér var hins vegar að verki frumleg snilld sem fjallaði um gersemi meistarans frá Stratford af skilningsríkri nærfærni, svo að þeir sem gjörþekktu leikritið gátu hrifizt af að sjá það í nýju ljósi. Hamlet er óvenju-langt sviðs- verk, svo að flestum hefur þótt ill nauðsyn að stytta þar viss atriði til sýningar. Nú var verki höfundar svo trúlega fylgt, að jafnvel voru styttingar óveruleg- ar. Sumt mun ýmsum hafa kom- ið nokkuð undarlega'á óvart, til dæmis sú nýlunda að láta Ham- let lesa upp af bók klausuna frægu í 2. þætti: „ What a piece of work is a man ... “ En þetta litla viðvik varð áhorfendum ein- ungis tilefni til að endurskoða smáatriði í persónúlýsingu Ham- lets frá lítið eitt stækkuðu sjón- arhorni með óskoruðu leyfi höf- undar. Það staðfestir myndin vel, að verk þessa höfundar bjóða heim takmarkalausum frumleik í flutningi, innan ramma þeirra sjálfra. Óg þar má það augljóst vera, að þau hæfa nútímanum þeim mun betur sem síður er álpazt- út fyrir þau mörk. Af þeim sökum ekki sízt eru þau kölluð sígild. Sýningin er opinberun þess, að ýmsar svo kallaðar leikgerðir, sem væntanlega er ætlað að betrumbæta verk snjallasta leik- ritaskálds allra tíma, eru ekki aðeins barnalegt fikt, heldur móðgun við hvern þann sem boð- ið er að sjá og heyra. Sjónvarpinu skal vel þökkuð endursýning þessarar myndar. Hún mætti vel koma á skjáinn í þriðja sinn áður en mjög langt liði. 80- vídavangshlaup fer fram á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Hlaupið hefst við Ráðhús Reykjavíkur kl. 13.00. Skráning á staðnum kl. 11.30-12.40. Vegalengd um 5 km. Allir sem Ijúka keppni fá verðlaunapening Sveitakeppni: Kepptu fyrir íþróttafélagið, fyrirtækið, skokkklúbbinn, í opnum flokki eða í fjölskylduflokki. Þrír eða fleiri mynda sveit. Sérverðlaun fyrir 1. sæti í aldursflokkum (7 aldursflokkar). Verðlaunaafhending og sögusýning í Ráðhúsinu að hlaupi loknu. sunnudaga til fimmtudaga gegn framvisun þessarar auglýsingar • Þú kaupir pizzu eða pastamáltíð í veitingasal Pizza Hut og færð þá aðra ókeypis. • Tilboðið gildirtil 30.04. 1995. Gildir ekki þegar pizza eða pasta er sótt eða í heimsendingu og ekki með öðrum tilboðum. Kiipptu auglýsinguna út og þú færö 2 pizzur eða pastarétt á verði eins. „ P,i - 4)ut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.