Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ N Til sölu í Hafnarfirði Ölduslóð. Góð 2ja herb. 57 fm ósamþykkt íbúð á neðri hæð. Sérinng. Laus strax. Verð 3,2 millj. Álfaskeið. Falleg 4ra herb. efri sérhæð í tvíbhúsi. Geymsluris. Stórt herb. í kj. Laus strax. Verð 6,9 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Söluturn Til sölu rótgróinn söluturn með vaxandi veltu. Hægt að þrefalda stærð hans í núverandi hús- næði og tvöfalda veltuna. Einstök kjör. Greiðist með skuldabréfum til 10 ára og 10 ára húsaleigu- samningur. Tískuvöruverslun Mjög þekkt kvenfataverslun á þesta stað í Kringl- unni. Þekkt og góð umboð, að mestu eiginn innflutningur. Langur húsaleigusamningur. Traustverslun á besta þarsem kaupendurnireru. Kvenfataverslun Til sölu 40 ára vel þekkt kvenfataverslun með mikið af föstum viðskiptavinum. Eiginn innflutn- ingur frá Sviss og Þýskalandi. Laus strax. Gott verð. Góð kjör. Kökugerð Til sölu lítill kökubakstur, vel tækjum búinn, með mörgum föstum útsölustöðum. Mikið af góðum uppskriftum fylgir. Þægilegt, iítið, sjálfstætt fyrir- tæki. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAIJIN SUÐURVE R I SfMAR 81 2040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSS0N, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Við Álfheima - allt sér Fyrsta hæð 5 herb. 122,7 fm. Hiti og inngangur sér, sérþvottah. v. eldhús. f kjallara fylgir íbúðar/föndurherb. ófullgert. Langtímalán kr. 3,6 millj. Skipti möguleg á góðri 3ja herb. íb. í nágrenninu. Á Vatnsleysuströnd Húsið er nýlegt timburhús um 40 fm grunnfl., hæð og portbyggt ris m. vandaðari viðarklæðningu. Gott húsnæði fylgir um 50 fm m. 3ja m. vegghæð. Eignarland 600 fm. Útsýnisstaður. Uppsátur f. bát í fjöru. Með góðum lánum v. Grundarstíg Stór og sólrík 3ja herb. íb. á 3. hæð um 90 fm í reisul. steinh. Nýtt parket. Nýtt gler. Góð langtímalán kr. 4 millj. Laus fljótl. í lyftuhúsi í vesturborginni * Mjög stór 4a herb. íb. á 4. hæð 116,2 fm v. Kaplaskjólsveg. 3 rúmg. svefnherb. Tvennar svalir. Mikil sameign. Frábært útsýni. Skipti á 3ja herb. íb. í nágrenninu. Fyrir smið eða laghentan Mjög rúmgóð 2ja herb. íb. á götuhæð, 64,4 fm við Bræðraborgarstíg. Þríbýlishús byggt 1976. Sér hiti, sérþvottah. Bráðabirgðainnr. í eldh. Sérbílastæði. Endurnýjuð - langtímalán Nýendurbyggð 3ja herb. jarðh. skammt frá Landspítalanum. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Tilb. óskast. Á söluskrá óskast m.a.: Einbýlishús í nágrenni v. Víðistaðaskóla m. 4-5 svefnherb. Gott raðhús kemur til greina. Sérhæð um 100 fm í Hafnarf., má vera í gömlu húsi m. sérinng. 2ja-5 herb. íbúðir í gamla bænum vesturborginni eða nýja miðbænum. Húseign í borginni m. tveimur íb. Margt kemur til greina. Traustir kaupendur. Margskonar eignaskipti möguleg. 5 og 6 herb. sérhæðir m. innb. bílskúrum til sölu og f skiptum í austur- og vestur- borginni. AIMENNA FASTEIGHA5AUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 blabib - kjarni málsins! Sjáftu hlutina í víftara samhengi! STJÓRNARMYNDUN Málefnaafstaða Sjálfstæðisflokks og F ramsóknarflokks HÉR á eftir fer yfírlit yfir gmndvallarstefnu Framsóknarflokksins annars vegar og Sjálf- stæðisflokksins hins vegar í níu mikilvægum málaflokkum. í yfírlitinu er byggt á upplýs- ingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá flokkunum fyrir alþingiskosningamar sem fram fóru 8. apríl síðastliðinn. Ríkisumsvif Framsóknarflokkurinn vill að fjárlög og aðrar áætlanir um tekj- ur og gjöld ríkissjóðs verði gerðar til lengri tíma en eins árs í senn. Leitað verði allra leiða til hag- kvæmni og sparnaðar á öllum svið- um opinbers rekstrar, sjálfstæði stofnana verði aukið, jafnframt því sem frumkvæði og ábyrgð stjómenda verði meiri. Sjálfstæðisflokkurinn telur að hlutverk ríkisins sé að skapa al- menn skilyrði fyrir auðugt mann- líf og öruggt rekstrarumhverfi fyrirtækja. Mikilvægt sé að tryggja velferðarþjóðfélagið án þess að grafíð sé undan því með eyðslu á opinberu fé. Þeir sem sói skattfé almennings stefni velferð- arþjóðfélaginu í hættu. Skattamál Framsóknarflokkurinn vill að skattar verði ekki hækkaðir. Við gerð næstu kjarasamninga verði lögð áhersla á skattalækkun með- altekjufólks með hækkun skatt- leysismarka, vaxtabóta og barna- bóta. Með samstarfí við aðila vinnumarkaðarins verði skattkerf- ið stokkað upp þannig að dragi úr skattsvikum, jaðarskattar verði lækkaðir og og kerfið einfaldað. Sjálfstæðisflokkurinn telur að lækka þurfi tekju- og eignaskatt einstaklinga með andvirði fjár- magnstekjuskatts. Virðisauka- skattur verði ekki hækkaður og dregið verði úr tekjutengingu í skattkerfinu. Barátta gegn skatt- svikum verði árangursríkari eftir því sem skattkerfið sé einfaldara og sanngjarnara. Fiskveiðistefnan Framsóknarflokkurinn vill að áfram verði byggt á aflamark- skerfinu við stjórnun fiskveiða til að tryggja að ekki verði farið fram úr leyfílegum heildarafla. Leitað verði leiða í samstarfí við hags- munaaðila til að leiðrétta þá galla sem nú eru á kvótakerfinu. Sjálfstæðisflokkurinn telur ekk- ert fiskveiðistjórnunarkerfí hafa augljósa kosti umfram kvótakerf- ið. Fiskveiðistjórnun þurfi að gæta heildarhagsmuna veiða, vinnslu og markaða og stöðugt þurfí að end- urskoða fiskveiðistjórnunarkerfið. Ná þurfi samningum sem tryggi réttmæta hlutdeild okkar í veiðum á norðurhöfum. Landbúnaðar- og neytendamál Framsóknarflokkurinn telur að stefnan í landbúnaðar- og neyt- endamálum verði að fara saman. Það séu hagsmunir neytenda að fá hágæða Iandbúnaðarafurðir á sem lægstu verði og það séu hags- munir landbúnaðarins að ná auk- inni markaðshlutdeild fyrir ís- lenskar landbúnaðarvörur á meðal neytenda. Sjálfstæðisflokkurinn telur þátttöku íslands í alþjóðasamstarfí og heiðarlega samkeppni í við- skiptum efla neytendavernd enn frekar. í samræmi við GATT- samninginn njóti íslenskur land- búnaður sambærilegs aðlögunar- tíma og erlendur. Við gerð nýs búvörusamnings verði að skapa svigrúm til meiri hagræðingar í landbúnaði. Umhverfismál Framsóknarflokkurinn telur verndun umhverfis og sjálfbæra þróun vera skilyrði fyrir farsælli framtíð þjóðarinnar. Mikilvægt sé að sátt ríki meðal landsmanna um hvemig staðið skuli að náttúru- verndarmálum og að þeim sé unn- ið í náinni samvinnu við landeig- endur og aðra þá sem náttúruauð- lindir nýta. Sjálfstæðisflokkurinn vill að framkvæmd verði sú stefna ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar að ís- land verði um næstu aldamót hreinasta land hins vestræna heims. Með aukinni endurvinnslu og endurnýtingu verði dregið úr myndun úrgangs. Mikilvægt sé að virkja þjóðina til að vinna að um- hverfisvernd, til dæmis upp- græðslu landsins. Evrópustefna Framsóknarflokkurinn telur að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina við núverandi að- stæður. Þess í stað verði að leggja áherslu á að tryggja samstarf við það á grundvelli EES-samnings- ins. Sjálfstæðisflokkurinn telur að íslendingum sé frjálst að gerast aðilar að Evrópusambandinu hve- nær sem þeir svo kjósa. Mikilvægt sé að fylgjast náið með þróun mála í Evrópu um leið og allir kostir til árangursríks samstarfs skulu áfram vera opnir. Yfirráð yfir fiskimiðum landsins séu svo samofin fullveldisskilyrðum þjóð- arinnar að þau verði aldrei gefin eftir. Launamunur kynjanna Framsóknarflokkurinn telur að beita þurfi aðgerðum sem miði að jafnri stöðu kynjanna og eyði þeim mun sem er á launum þeirra í sambærilegum störfum. Setja verði lög um starfsmat sem tryggi að sömu forsendur verði lagðar til grundvallar þegar störf séu borin saman og skapaður verði grund- völlur fyrir eðlileg samanburðar- launakjör starfsfólks. Sjálfstæðisflokkurinn telur mik- ilvægt að leita nýrra leiða tii að útrýma hinum mikla launamun kynjanna. Stórt skref í þá átt sé að breyta viðhorfum líðandi stund- ar gagnvart verkaskiptingu kynj- anna. Skilgreina þurfi jafnréttis- mál sem sjálfsögð mannréttindi en ekki sem hluta af félagslegum úrræðum, líkt og vinstri flokkarnir gera. Jöfnun atkvæðisréttar Framsóknarflokkurinn vill ganga til samstarfs við aðra stjórnmálaflokka um breytingar á kosningalögunum enda náist um þær víðtækt samkomulag. Mark- miðið sé að gera lögin einfaldari, jafna vægi atkvæða og auka per- sónukjör. Sjálfstæðisflokkurinn telur að jafna beri kosningarétt lands- manna og útrýma því misrétti sem nú ríki á milli kjördæma. Leggur flokkurinn áherslu á að þingmönn- um verði fækkað, en ekki fjölgað líkt og aðrir flokkar hafa lagt áherslu á. Erlend fjárfesting Framsóknarflokkurinn telur að auknar ijárfestingar í atvinnulíf- inu séu lykillinn að uppbyggingu þess. Markaðsstarfsemi okkar verði efld með því að styrkja starf- semi Útflutningsráðs, Ferðamála- ráðs og Markaðsskrifstofu iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjun- ar. Einnig verði að endurskipu- leggja utanríkisþjónustuna og auka kynningu á möguleikum er- lendra fjárfesta hérlendis. Sjálfstæðisflokkurinn telur mik- ilvægt að auka enn frekar erlend- ar fjárfestingar hér á landi til að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Flokkurinn styður áform um stækkun álversins, hugmyndir um sinkverksmiðju og fleira sem hleypi auknum krafti í íslenskt atvinnulíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.