Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓN PÉTURSSON + Jón Pétursson var fæddur 4. -* mars 1918 að Hauksstöðum í Jök- uldal. Hann lést í Borgarspítalanum 8. apríl sl. Foreldr- ar hans voru þau Pétur Guðmunds- son, bóndi á Hauks- stöðum, og Aðal- björg Jónsdóttir kona hans. Jón var elstur af 8 systkin- um, en auk þess átti hann eina hálfsyst- ur, Ingunni Péturs- dóttur. Eftirlifandi systkini hans eru Haukur f. 1919, Örn f. 1922, Jóhanna f. 1927 og Dísa f. 1935, en Iátin eru áður Sigrún f. 1921, Ingimundur f. 1925 og Gréta f. 1930. Jón kvæntist árið 1962 Ingibjörgu Jónsdóttur frá Mörtungu á Síðu, f. 25. júlí 1926. Böm þeirra eru. Eiríkur Þór f. 19.04.62, bóndi á Skaftárdal. Bara hans með Birau Jóhannsdótt- ur er Petra Ingi- björg fædd 29.01.93. Aðalbjörg fædd 12.05.64, líffræðing- ur, búsett í Reykja- vík. Sambýlismaður hennar er Vilhjálm- ur Kristjánsson. Dóttir þeirra er Rúna Björg fædd 16.01.93. Jóna Björk fædd 1.11.65, kennari á Laugarvatni. Sambýlismaður hennar er Kristinn Gunnarsson. Jón verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 19. apríl, og hefst athöfnin kl. 15.00. Heitar nærfæmar hendur þínar svo hlýjuðu mínum. Að nú eru heilar hendur mínar og heitar af þínum. (Marie Tokvan) Nú er skarð fyrir skildi. Ekki grunaði okkur þegar Jón Pétursson kvaddi okkur í síðasta mánuði að það yrði síðasta kveðjan og aldrei framar kæmi hann skröltandi á Lödunni, liti inn um eldhús- gluggann meðan hann gekk upp tröppumar og síðan heyrði maður kallað: Hæ, er nokkur í bænum? Það lýsti ef til vill Jóni best að hann, öfugt við margt af þessari „eldri kynslóð", hélt engri sérstakri tryggð við gamlar aðferðir. Hann notaði nýjar aðferðir við hvaðeina, ef honum þótti það betra og þess vegna sagði hann bara „hæ“, eins og unglingarnir, þar sem hann kom næstum daglega. En ef lengri tími leið milli heimsókna þá sparaði hann heldur ekki hlý handtök, faðmlög og kossa. Þú heyrðir Jón oft taka svona til orða þegar rætt var um fólk: „Hún vinkona mín“, þessi eða hin, eða „hann vinur minn“. Aftur þegar verið var að hnýta eitthvað í náung- ann, sem oft kemur fyrir, þá var það ekki hann Jón Pétursson, sem gaf orð í þá umræðu. Allt slíkt tal var svo flarri honum. í mesta lagi brosti hann ef honum fannst mann- lýsingarnar hnyttnar, jafnvel þótt þær væru ljótar. Hann dæmdi ekki fólk fyrirfram og allir fengu sömu tækifæri. Við þekkjum lítið til fortíðar Jóns, því leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en hann var kominn yfír miðjan aldur. Hann sagði vel frá og því henti maður á lofti nöfn manna og staða, því maður eins og hann hafði átt ótrúlega marga vinnufélaga og samferðamenn, en því miður var eftirtektin ekki svo næm héma megin sem skyldi, því verða aðrir að segja frá hans yngri ámm. Hann hafði verið smali á innsta bæ í Eyjafirði, ráðsmaður í Fellun- um, lærði trésmíði á Siglufirði, en tók aldrei próf þó hann ætti eftir að vinna við smíðar mest alla starfs- ævina og þá oft sem verkstjóri og yfirsmiður. Þá bauðst honum vinna sem bílstjóri og hann hætti við nám- ið og fór að keyra vörubíl (og hafði þá ekki tekið bílpróf). „En það var ekkert verið að rekast í svoleiðis í þá daga,“ sagði hann brosandi, þegar hann talaði um þetta. Hann var alla tíð ótrúlega ólatur að keyra og mátti segja að það væri hans tómstundagaman. Það gekk sú saga hér austur í sveitum, að þegar hann keyrði aftan á bíl á leið upp Kambana, þá hefði lögreglan ekki trúað sínum eigin augum þegar hún sá farkostinn, því það var gamall Land Rover og voru þeir þekktir fyrir allt annað en hraðferð upp í móti. Það var ævintýri líkast að ferðast með Jóni. Hann hafði alls staðar komið og unnið. Skeiðsfossvirkjun skoðuðum við undir hans leiðsögn en þar steypti hann stöðvarhús. A Akureyri er stórt hús sem hann reisti ásamt systkinum sínum milli ’30 og ’40. Þar voru uppruna- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ERLINGSDÓTTUR, áðurtil heimilis í Breiðholti við Laufásveg. Bótólfur Sveinsson, Erla Bótólfsdóttir, Guðmundur Kristleifsson, Sólveig Bótólfsdóttir, Guðmundur Helgason, Fjóla Bótólfsdóttir, Ólafur Gíslason, Erlingur Bótólfsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför móður okkar, KRISTRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Skólavegi 1, Neskaupstað, og bróður okkar, GUÐNA STEINDÓRS BJÖRNSSONAR, Unnarbraut 15, Seltjarnarnesi. Birna Björnsdóttir, Anna Björnsdóttir, Uni Guðjón Björnsson, Hallveig Björnsdóttir, Ingunn Björnsdóttir, Gréta Björnsdóttir. MINNINGAR leg efni á stigum og gólfum og höfðu staðist tímans tönn með glæsibrag. Þar hafði auðsjáanlega verið vandað til verka. Hann vann við breytingar á Kristneshæli, þá kominn um sjötugt. Þar áður hafði hann unnið mörg ár við endurbætur á Kleppsspítala og Geðdeild Land- spítalans. „Þegar ég var á Kleppi," sagði hann þá og hló og lét svo fólki eftir að geta í eyðurnar. Þegar maður bað hann að keyra sig í Hlíðarnar þá voru þar hús sem hann hafði byggt. Hann byggði blokkina sína í félagi við aðra eig- endur í Álftamýri. Það sagði hann að hefði verið gaman. Fólkið byggði sjálft húsið, einn hafði reynslu að leggja rafmagn, annar pípulagna- reynslu og saman hjálpuðust allir að. Fluttu svo inn og voru þá flest- ir orðnir góðir kunningjar. Við vit- um líka að hann kom að því að byggja mikið í Húnavatnssýslum, bæði íbúðir og útihús og lagði þar miðstöðvar og raflagnir. Síðast en ekki síst vorum það við Skaftfelling- ar sem nutum hans traustu handa og góðu ráða. Hér eru ófáar bygg- ingar sem halda orðstír hans á lofti þó sjálfur falli hann frá. Það gat ekki hjálpsamari mann. Einu sinni var hann á ferð í Reykjavík, ætlaði að kaupa sér bíl og var með upp- sett verð og hugðist borga hann út í hönd. Það var afspymurok og hann gengur framhjá húsi þar sem þakið var farið að fjúka og nokkrir menn í vandræðum að hemja plöt- urnar. Þá var það minn maður sem snaraðist upp á þakið til að hjálpa bláókunnugum mönnum. Þegar hann kom upp á þakið þá datt pen- ingaveskið úr vasanum og bílverðið tvístraðist um alla Reykjavík. Og hann skyggndist ekkert eftir því fyrr en búið var að festa plöturnar örugglega og leit orðin til einskis. Hann vildi hvers manns vandræði leysa og einu undantekningamar voru, að hann sagðist sjálfur vera hættur að ansa suði í drukknu fólki. Það gat komið með vandræði sín til hans þegar runnið var af því. Samt hafði hann ekkert á móti því að fólk skemmti sér við öl eina kvöldstund, ef það var að lokinni drykkju fært um að sjá um sig sjálft. Sjálfur þurfti hann ekki á áfengi eða tóbaki að halda til að viðhalda góða skapinu sínu og var alla tíð algjör bindindismaður. Svo var hann líka gæddur því jafnlyndi að það var fágætt. Ef óvænt vanda- mál kom upp í miðri byggingavinn- unni og allir aðrir ætluðu að ganga af göflunum, þá haggaðist Jón hvergi og hló jafnvel í laumi þegar aðrir bölvuðu. Jón var búinn að hjálpa okkur hér geysilega mikið og það er ómet- anlegt, en það er ekki síður ómetan- legt og mannbætandi að hafa feng- ið að umgangast hann. Börnin hændust að honum hvar sem hann kom, enda lét hann mikið með þau. Augasteinarnir voru auðvitað litlu afastelpurnar. Hann var svo upp- tekinn af þeim, að þær gátu ráðsk- ast með hann alveg eins og þær vildu. Ekkert var þeim of gott, þær þurftu bara að nefna það og afi gerði það eins og skot. Og drengirn- ir okkar áttu svo margt eftir að tala við hann, og við áttum eftir að fara svo margar ferðir inn á heiðar, inn á fjöll að veiða silung og að skoða landið okkar meira. Nú verða þær ferðir aldrei famar oftar með honum. En minningin um góðan dreng lifir og gleymist ekki svo glatt. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, og sál þín drekkur i einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjamið, haustið í vor. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta sem fellur öðmm í arf, en endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín, sefar alla, söknuð og harm og svæfir þig við sinn móður barm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... (Davíð Stefánsson) Bestu þakkir fyrir samfylgdina. Okkar dýpstu samúð vottum við ástvinum Jóns og vonum og vitum að tíminn græðir sárin um síðir. Ásta og Gísli Halldór. Elsku Nonni frændi. Hvílík gæfa að verða þess aðnjótandi að eiga þig að. Minningamar um þig eru ótalmargar og allar góðar. Hversu oft sátum við systkinin óþreyjufull á sunnudagsmorgnum og þráspurð- um „fer ekki Nonni frændi að koma?“. Og fyrr en varði renndir þú í hlaðið, annaðhvort á jeppa eða „rúgbrauði" og fylltir hann af börn- um. Þínum eigin, okkur frænd- systkinunum og jafnvel börnunum úr nágrenninu. Nokkur aukabörn til eða frá var ekki eitthvað sem að þú settir fyrir þig. Svo var hald- ið á vit ævintýranna „langt út í sveit“. Rauðhólar, Heiðmörk eða Vatnsendahæð vom oft áfanga- staðir. Þú vaktir athygli á öllu því áhugaverða er fyrir augu bar, bent- ir á kennileiti og kenndir okkur ömefni. Aldrei minnist ég þess að þú hafir þurft að hækka róminn eða skammmast þótt hópur ærslafulira bama væri oft býsna stór. Síðan var okkur skilað aftur tímanlega heim í hefðbundinn sunnudagshá- degisverð er mæður okkar höfðu þakklátar haft næði til að útbúa. Eitt af því sem einkenndi þig var ótrúleg nægjusemi. Mér er til efs að þú hafir nokkum tímann eytt + Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu virðingu sína og hlý- hug við andlát elskulegrar frænku okkar, AÐALHEIÐAR FRIÐÞJÓFSDÓTTUR. Sigríður Guðjohnsen, Aðalsteinn Guðjohnsen, Elisabet Guðjohnsen, Helga Sigurgeirsdóttir, Höskuldur Sigurgeirsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, bróður, mágs og frænda okkar, RÓSINKARS GUÐMUNDSSONAR frá Höföa, Gnoðarvogi 68. Málfríður María Jósefsdóttir, Helga H. Guðmundsdóttir, Gísli Magnússon, Hreinn Guðmundsson, Margrét Símonardóttir, Ásbjörn J. Guðmundsson, Áslaug Haraldsdóttir, Kristrún D. Guðmundsdóttir, Karl H. Guðmundsson, Inga Guðmundsdóttir, Sigurjón Jóhannsson og systkinabörn. nokkm í sjálfan þig utan brýnustu nauðsynjar. Undanskilið er þó kannski eldsneyti á bílinn til ferða- laga og litskyggnumyndirnar þínar. Þú varst einn af landkönnuðum hálendisins og ást þín, þekking og umhyggja fyrir landinu þínu má glöggt sjá á myndunum er þú tókst. Okkur frændsystkinunum er minnisstætt að í hveiju sunnudags- boði, í afmælum eða jólaboðum var hápunkturinn ævinlega þegar þú settir upp „hvíta tjaldið" og mynda- sýningar hófust. Þannig færðir þú til okkar þann heim öræfanna er við hin höfðum ekki tök á að heim- sækja. Ómældur fjársjóður er fólg- inn í þessum myndum. Þær eru sögulegar heimildir í margþættum skilningi, listrænt framlag um nátt- úm landsins auk mikils persónu- gildis því ekki áttu margir mynda- vélar á þessum tíma. Örlögin vom þér oft óblíð, en þó aldrei eins og þegar lífsförunautur- inn, Ingibjörg, hvarf á braut eftir erfið veikindi. Eftir stóðst þú með þijú smáböm, það elsta fjögurra ára. En skilyrðislaus ást þín á börn- unum ásamt ótrúlegri fórnfýsi Helgu mágkonu þinnar, er gekk þeim í móðurstað, vann sigur á þessum erfiðu aðstæðum. Þú átt þijú yndisleg, myndarleg og vel menntuð börn er alls staðar geta sér gott orð í lífi og starfi. Og loks- ins fékkstu uppfylltan æðsta drauminn. Barnakarlinn er hampaði á hné sér öllum börnum í kringum sig eignaðist loksins sín langþráðu bamabörn. Tvær litlar drauma- prinsessur skipuðu fyrsta sætið i hjarta afa síns síðustu tvö árin. En samt áttirðu nóg eftir af ást handa öllum öðmm börnum í fjölskyld- unni. Ég kveð þig nú elsku frændi full- viss um það að í ríki hins almáttuga Guðs hafir þú einstakur og vamm- laus maður fengið sérstakar mót- tökur. Hafðu þökk fyrir alla þína ást. „Að álíta að eftir dauða líkamans tortímist andinn, er eins og að ímynda sér að fuglinn í búrinu muni tortímast, ef búrið brotnar, þótt fuglinn hafi ekkert að óttast sakir eyðileggingar búrsins. Líkami okkar er eins og búrið og andinn er eins og fuglinn. ... Vit þú með vissu, að hafi sál mannsins gengið á vegum Guðs, mun hún vissulega snúa aftur og safnast til dýrðar hins Elskaða ... Hún mun öðlast slíka stöðu að enginn penni getur lýst henni né nokkur tunga skýrt frá henni.“ - Abdu’l Bahá. Elsku Eiríkur, Aðalbjörgj Jóna Björk og fjölskyldur ykkar. Eg trúi því að Nonni sé ekki farinn langt frá okkur. Aðeins yfir landamærin til næsta lífs. Við getum talað við hann í gegnum bænir okkar og notið samvista við hann í ljósi minn- inganna. Guð blessi ykkur og styrki. Guðrún og fjölskylda. Ég vil setja niður nokkur orð til að minnast látins vinar míns og fyrrverandi tengdaföður, Jóns Pét- urssonar. Það er mjög erfitt að trúa því að svona góður maður eins og hann Jón sé tekinn frá okkur með þessum hætti. Það var mjög gott að eiga Jón að og er ég stolt af því að hafa þekkt hann og fengið að deila þeim stundum með honum. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa ef eitt- hvað var og gaf meira af sér en fékk í staðinn. Otrúlega vinnusamur og duglegur maður, alveg ómetan- leg hjálp sem ég fékk þann tíma sem við bjuggum á Skaftárdal. Jón var bamgóður mjög og það sem situr eftir við viðskilnað hans eru margar og fallegar minningar um ósérhlífínn' vin sem alltaf var til staðar og alltaf var hægt að leita til. Með kærri kveðju og innilegri samúðarkveðju til ættingja og ann- arra aðstandenda. Ágústa Böðvarsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Jón Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.