Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKÚDAGUR 19. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Pétur Jens Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1917. Hann lést á heimili sinu 12. apríl sl. Foreldrar hans voru Katrín Péturs- dóttir Thorsteins- son, Péturs J. Thor- steinssonar kaup- manns, og Eggert Briem, bóndi í Við- ey. Pétur varð stúd- ent frá Menntaskól- anum i Reykjavík 1937 og viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1941. Þremur árum siðar lauk hann lögfræði- námi. Héraðsdómslögmanns- réttindi fékk hann 1950. Pétur var ráðinn fulltrúi í utanríkis- þjónustunni 1944. Sama ár varð hann fulltrúi staðgengils sendi- herrans við sendiráðið í Moskvu 1944 til 1947, ráðunautur í ut- anríkisráðuneytinu frá 1947 og yfirmaður viðskiptadeildar 1950 til 1953. Hann var sendi- herra í Sovétríkjunum 1953 til 1961, jafnframt sendiherra í Ungverjalandi og Rúmeníu 1956 til 1961. Hann var sendi- herra í Þýska sambandslýð- veldinu, jafnframt í Sviss, Grikklandi og Júgóslavíu 1961 til 1962. Hann var sendiherra I Frakklandi, jafnframt í Júgó- slavíu, Belgíu, Lúxemborg, hjá Efnahagsbandalagi Evrópu og fastafulltrúi hjá NATO, OECD og UNESCO 1962 til 1965. Hann var sendiherra í Banda- ríkjunum, jafnframt í Kanada, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu og á Kúbu, 1965 til 1969. Pétur var ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins, jafnframt ritari utanríkismálanefndar Alþingis, 1969 til 1976. Hann var sérstak- PÉTUR J. Thorsteinsson var tví- mælalaust í hópi merkustu sendi- herra, sem störfuðu í þágu íslend- inga frá því er þeir tóku meðferð utanríkismála sinna í eigin hendur. Til þess lágu margar ástæður, að honum tókst að sinna starfí sínu með fágætum ágætum. Hann var gæddur miklum og alhliða gáfum. Menntun hans var víðtæk, og ein- mitt á þeim sviðum, er nýttust hon- um vel í verkum sínum. Hann var í hópi hinna fyrstu, sem luku prófí í viðskiptafræðum við Háskóla ís- lands, og tók síðan embættispróf í lögfræði nokkrum árum síðar. Hann var óvenjulega starfssamur maður og afkastamikill. En mestu tel ég hafa ráðið um það, hversu nytsamur hann varð þjóð sinni á einstaklega fjölbreyttum starfsferli, að hann var mikill vitmaður, sem ætíð greindi aðalatriði frá aukaatriðum og skildi, hver var kjami máls, og hvað það væri, sem hann skyldi leggja höf- uðáherzlu á til þess að geta orðið þjóð sinni og málstað hennar að sem mestu gagni. Störf utanríkisþjónustunnar eru bæði mikilvægari og vandasamari en hætt er við, að almenningur geri sér grein fyrir. Á öllum sviðum og í öllum störfum er dómgreind nauð- synleg og mikilvæg. En hún er sér- staklega nauðsynleg, þegar um er að tefla samskipti við aðrar þjóðir, og ekki aðeins þegar íjalla þarf um hagsmunamál og deilur á sviði stjórnmála, vamarmála eða efna- hagsmála, heldur einnig, þegar um er að ræða tengsl við vinaþjóðir, þar sem ágreiningsefnum er ekki til að dreifa. Þá er vandinn fólginn í því að efla og treysta vináttuna og sjá það réttum augum, hvernig það, sem er sameiginlegt, getur orðið báðum að gagni. Góð, fijósöm og friðsamleg menningartengsl geta komið að hliðstæðu gagni og hag- kvæm viðskiptasambönd og traust _tengsl á sviði og stjómmála og varn- 'armála. ur ráðunautur í ut- anríkisráðuneytinu 1976 til 1987, jafn- framt heimabúsett- ur sendiherra í Kína, Japan og íran, Indlandi og Pakistan 1976 til 1984, lýðveldinu Kóreu og alþýðu- lýðveldinu Kóreu 1982 til 1987, Ástr- alíu 1984 til 1987 og Indónesíu 1985 til 1987. Pétur var formaður orðu- nefndar frá 1970 til 1980 og sat í mörgum nefndum til samn- inga við erlend ríki, oftast sem formaður. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 1980. Pétur þýddi leikritið Mávinn eftir Anton Tsjekhov og samdi Manual for Honorary Consuls of Iceland, sem kom út 1979, Meðferð utanríkismála 1987 og Utanríkisþjónusta íslands og utanrikismál, sem kom út í þremur bindum 1992. Hann hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu með stjörnu og háar orður frá Belgíu, Dan- mörku, Finnlandi, Frakklandi, Japan, lýðveldinu Kóreu, Nor- egi og Svíþjóð. Eftirlifandi eig- inkona Péturs er Oddný Thor- steinsson, kjördóttir Oddnýjar og Björgólfs Stefánssonar kaupmanns í Reykjavík. Eign- uðust þau þijá syni: Pétur Gunnar, lögfræðing, sendifull- trúa í utanríkisþjónustunni, Björgólf, rekstrarhagfræðing, og Eirík, kvikmyndagerðar- mann. Barnabörn þeirra eru finun. Utför Péturs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. Á fímmtán ára ráðherraferli mín- um átti ég náin samskipti við Pétur J. Thorsteinsson sem sendiherra í mörgum erlendum höfuðborgum. Ég naut þess auðvitað, að við höfð- um verið vinir frá því við vorum báðir ungir menn. Það olli auðvitað miklu um, hversu við áttum auðvelt með að starfa saman og vorum fljót- ir að skilja sjónarmið hver annars. En þeim mun meiri varð ánægja mín jafnan, þegar ég skynjaði dóm- greind hans, gerhygli og vitsmuni. Og ekki spillti það, hversu náin vin- átta varð milli okkar hjónanna og Péturs og Oddnýjar konu hans. Pétur J. Thorsteinsson starfaði í utanríkisþjónustunni í næfellt 44 ár. Eftir það sýndi hann, að hann var mikilhæfur sagnfræðingur. í tilefni af 50 ára afmæli utanríkisþjón- ustunnar samdi hann, að tilhlutan utanríkisráðuneytisins, sögulegt yf- irlit í þrem bindum um utanríkis- þjónustu íslands og utanríkismál. Eg var einn þeirra, sem las mest allt handritið, áður en það var prent- að. Í aðalatriðum var ritið auvitað byggt á skjölum, sem unnið var úr með athygli og gagnrýni vísinda- manns. En oft varð að byggja á minni. Að því er ég fékk séð var það ávallt óbrigðult og mótað af þeirri sanngirni og dómgreind, sem sæmdi sönnum fræðimanni. Með Pétri J. Thorsteinssyni er genginn einn mesti og bezti embætt- ismaður íslendinga á þessari öld. Gylfi Þ. Gíslason. Einn af máttarstóipum íslenskrar utanríkisþjónustu um áratugaskeið, Pétur J. Thorsteinsson, sendiherra, er látinn. Ungur nam hann við Háskóla Islands, viðskiptafræði og lögfræði. Að námi loknu, í þann mund sem ísland varð lýðveldi 1944, hóf hann störf í utanríkisþjónustunni, sem íslendingar höfðu þá tekið í sínar hendur af stríðsástæðum. Hann var starfsmaður utanríkisþjónustunnar í tæp 44 ár og gegndi á þeim tíma fjölmörgum störfum víða um lönd. Hann var m.a. sendiherra frá 1953 og formaður fjölmargra viðskipta- nefnda. Hér heima var hann ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins 1969-1976 og stjórnaði af skör- ungsskap og lipurð. Nýliðum á vett- vangi utanríkismála reyndist hann hinn besti lærifaðir og gilti þar einu hvort þeir hugðust starfa í utanríkis- þjónustunni eða í stjómmálum. Árið 1963 var Pétur J. Thor- steinsson sendiherra með búsetu í París, en undirritaður var þar í er- indum á ársfundi þingamanna Atl- antshafsbandalagsins. Þar hófust kynni okkar, en leiðir okkar lágu oft saman síðar, m.a. vorum við nánir samstarfsmenn þann tíma, sem ég gegndi starfí utanríkisráð- herra á ámnum 1986-1987. Hann var ævinlega til þjónustu reiðubúinn með reynslu og þekkingu, sem hveijum stjómmálamanni, sem vill vinna verk sín af samviskusemi, er nauðsynlegt að njóta. Ég minnist þess sérstaklega þegar Pétur, þá sendiherra í Japan og öðmm Asíu- löndum, undirbjó árið 1985 opinbera heimsókn viðskiptaráðherra með hópi fulltrúa banka og útflytjenda til viðskiptaviðræðna. Allt skipulag og öll fyrirgreiðsla var með þeim hætti, að ljóst var að sendiherra íslands var þar afar vel kynntur og átti auðvelt með að tryggja löndum sínum þýðingarmiklar viðræður. Mitt í umræðum um utanríkismál eða utanríkisþjónustuna átti Pétur það til að bregða sér í huganum, með spumingum til mín, suður í Hafnaríjörð, þar sem hann á sínum tíma hafði gengið í bamaskóla. Ung- ur. dvaldi hann í „Gerðinu" hjá móð- urafa sínum og nafna og ömmu sinni Ásthildi, en þau höfðu búið þar um sig á ævikvöldi sínu. Glöggt kom fram af frásögn Péturs, hve vel hon- um leið í skjóli afa síns og ömmu suður í Hafnarfírði. Síðar þegar hann hafði tækifæri til að hitta gamla skólafélaga vom riijaðar ppp endur- minningar frá þessum tíma. Pétur J. Thorsteinsson þekkti betur en nokkur annar sögu utanrík- isþjónustu íslands, enda lengi verið í hópi þeirra, sem þar höfðu haft hvað mest áhrif. Það var því sjálf- sagt mál, þegar Pétur hætti störfum 1987, að utanríkisráðherra óskaði eftir því við hann, að hann tæki að sér það áhugaverða verkefni, að rita sögu utanríkisþjónustunnar í tilefni 50 ára afmælis hennar 1990. Enda þótt sjón Péturs væri farin að dap- rast tók hann þetta verkefni að sér með mikilli ánægju, enda vissi hann, að hann nyti til þess góðrar aðstoð- ar sinnar mikilhæfu konu, Oddnýjar Thorsteinsson, sem jafnan hafði staðið við hlið hans og unnið með honum ómetanlegt starf í þágu ut- anríkisþjónustunnar. Árið 1992 kom út þriggja binda vandað ritverk Péturs J. Thorsteinssonar „Utanrík- isþjónusta íslands og utanríkismál - sögulegt yfírlit", en það er grund- vallarrit um þessi mikilsverðu mál- efni. Mikilvægt var, að vel tækist til um val á ungum mönnum til starfa í ungri utanríkisþjónustu ís- lands. Einn þeirra var Pétur J. Thor- steinsson, sem nú er kvaddur. Hann skilur eftir sig heilladijúg spor á þeim vettvangi og eru að leiðarlok- um þökkuð mikilvæg störf. Við Sig- rún sendum Oddnýju og íjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð vin minn Pétur J. Thorsteins- son með þakklæti og bið honum Guðs blessunar. Matthías Á. Mathiesen. ísland - þessu orði var líf Péturs J. Thorsteinssonar vígt. Farinn að heilsu og þrotinn að kröftum, að afloknu löngu og dijúgu lífsverki, lagði hann augun aftur og lést í svefni. Hann safnaði aldrei kröftum heldur gaf sig allan í vinnu, taldi að til þess hefði hann lífskraftinn að beina honum til samfélagsins, nýta krafta sína til fulls í þágu landa sinna og þess lands sem hann unni. Hann var einn vormanna íslands, taldist til þeirrar kynslóðar sem hóf störf í hinu nýja lýðveldi. Víða liggja spor hans og sögu hans má rekja bæði með því að rekja glæsilegan starfs- feril hans og ritstörf og með því að skyggnast eftir manninum bak við metorðin, persónunni sem varpaði ljóma á embættin, með því að spyija eins og Einar Benediktsson skáld: „Embætti þitt geta allir séð, en ert þú sem berð það maður?“ Ævistarf hans spannaði nær hálfa öld, hann var ungur kallaður tii forystu og hálfáttræður var hann enn að vinna sigra á sínu sviði er hann kórónaði dagsverkið með riti sem eitt hefði dugað til að halda nafni hans á loft. Vinnusemi hans var við brugðið, hann vann jafnt og þétt um áratuga skeið, alla daga vikunnar og alla mánuði ársins, honum féll aldrei verk úr hendi. En hver var maðurinn bak við verkin, hvemig var hægt að vera ákafamaður tii verka, en um leið svo rólegur í lund og svo látlaus í allri framkomu? Flestir kynntust Pétri J. Thor- steinssyni fyrst af afspum, en hann hafði vérið hátt á annan áratug í útlöndum þegar amma mín Ásdís minntist fyrst á hann við mig yfir kaffíbolla um 1965. „Hann er sént- ilmaður og stórmenni, hann Pétur. Hann Pétur Thorsteinsson er sendi- herrann okkar í Washington,“ sagði amma og lýsti honum svo að í bern- skuminningunni var komin goðum- lík vera í útlöndum sem vann að þjóðarhag. Oft er það svo um goð bemskuminninganna að þau vilja falla af stalli þegar á reynir sam- starf á fullorðinsárunum, en á minn- ingu Péturs í mínum huga hefur aldrei borið skugga og orð ömmu minnar standa óhögguð en með við- bót byggðri á eigin reynslu. Seinna skildi ég hve samofin saga hans var sögu lýðveldisins, hveijum mann- kostum hann bjó yfír, og hvílík gæfa það var íslenskri utanríkis- þjónustu að fá svo öflugan liðsmann. Hann var virðulegur embættis- maður af gamla skólanum sem aldr- ei fór yfir mörk sín og aldrei efað- ist um að síðasta orðið liggur hjá þjóðkjörnum ráðherra. Embættis- menn geta engu að síður verið dijúgir í stefnumörkun, þeirra er að leggja fram tillögur fyrir ráð- herra og beijast fyrir þeim þar til þær eru annaðhvort samþykktar eða þeim hafnað og vera við því búnir að vinna af heilindum hvor sem nið- urstaðan verður. Trúmennska emb- ættismannsins þurfti þó aldrei að leggja bönd á þá sköpunargleði sem því var samfara að byggja upp innra starf utanríkisþjónustunnar, að vera verkstjóri embættismannanna og kenna fræðin. Sá styrkur sem í því er fólginn að byggja upp traustan gri.ndvöll, heftir menn ekki til at- hafna, heldur gefur þeim einmitt frelsi til framkvæmda. Hann var þrautreyndur diplómat sem talaði eins við alla, því hann var einn og óbreytilegur og laus við tildur og tilgerð. Hann hafði óhemj- umikla yfirsýn yfir málefni utanrík- isþjónustunnar og það einkenndi hann öðru fremur sem sendiherra og ráðuneytisstjóra hve vel hann hélt utan um allt verksviðið. Hann gætti þess svo vel sem honum var falið og hann taldi sig alltaf fyrst og fremst vera liðsmann utanríkis- þjónustunnar og áhugi hans á hveij- um tíma spannaði það verksvið allt. Afstaða Péturs til vinnunnar var ekki bundin við dagsverkið eða skrifborðið heldur æðri hugsjón hinna stóru markmiða - í verkunum sem framundan voru og ólokið var. Menn þekkja vel til Péturs sem sendiherra þar _sem hann starfaði sem útvörður íslands, metnaðar- gjarn fyrir hönd þjóðarinnar og greiðandi götu hvers manns, en lýsti starfíð manninum eða hafði hann einhveija mannlega mjúka hlið? Gat umhyggjusemi fyrir náunganum rúmast í allri þessari vinnusemi og hugmyndasmíð, var pláss fyrir ann- að fólk í návist hans? Svo sannar- lega, því að hann var mikill vinur vina sinna og einstaklega barngóður og í hjarta hans var sérstakur stað- ur hana barnabörnunum sem sjá á bak einhveijum þeim yndislegasta afa sem hægt var að eiga. Á ferðum sínum um fjarlæg lönd gerði hann langtum meira en skyldan bauð, hann leitaði uppi Islendinga í við- komandi umdæmi og boðaði þá á PÉTUR JENS THORSTEINSSON fund sinn og vakti yfír velferð þeirra, Bonus Pater Familias, jafnt utan heimilis sem innan. Þessi um- hyggjusemi Péturs kom fram gagn- vart ungu kynslóðinni í utanríkis- ráðuneytinu, en hann hélt námskeið fyrir nýliðana og þegar honum fannst kennslan ekki ná til nógu margra tók hann sig til og skrifaði kennslubókina „Meðferð utanríkis- mála“. Þannig rak eitt skyldustarfíð hann í faðm þess næsta, sérhver reynsla varð honum tilefni til átaka á einhveiju því sviði sem hann taldi að á vantaði og úr þyrfti að bæta. Atburðir lágu að baki sérhveiju verki. Þegar bakverkur lagði hann í rúmið í heilan mánuð og hann varð að leggja til hliðar skyldustörf- in um stund, greip hann til þess að safna kröftum með því að sinna áhuga sínum á bókmenntum og leik- húsi. Nýtti hánn tímann til þess að þýða „Máfinn“ eftir Chekov, eitt meistaraverk heimsbókmenntanna, beint úr rússnesku, en leikritið hafði hann séð á sviði í Moskvu og fund- ist ómögulegt að engin bein þýðing væri til á íslensku. Hann var menn- ingarlega sinnaður svo af bar en setti sig aldrei í stellingar þess vegna, enda bjó hann ekki í neinum fílabeinstumi, hagsmunir íslands kröfðust þess einfaldlega að allar vinnufúsar hendur væru á iofti. Það bjó listamaður í Pétri sem bæði var afbragðs söngmaður og einhver besti sögumaður sem ég hef kynnst. Á bak við alvarlegt yfirbragðið bjó lauflétt kímni og frásagnargleði sem gerði hann skemmtilegan og eftir- minnilegan. Honum var trúað fyrir brautryðj- endastörfum í utanríkisþjónustunni og hann vakti yfír því sem honum var falið. Hann ræktaði garðinn sinn svo af bar og á efri árum nutu sagn- fræðingar nútímans góðs af stál- minni Péturs á liðna atburði og skipulagðri söfnun heimilda. Skyldurækni hans takmarkaðist aldrei við hina hraðfleygu stund, heldur batt hann jafnfram trúnað við hið liðna. Hann taldi það skyldu sína að vinna heimildir í hendur sagnfræðinga er myndu fjalla um þá atburði sem hann hafði verið vitni að og heilluðust þeir mjög af einstakri nákvæmni hans. Pétur lifði og starfaði á helstu umbrotatímum aldarinnar og við lærðum það fljótt nýliðarnir að spyija Pétur um hvað- eina og aldrei brugðust svörin, alltaf gat hann vísað veginn, hvort heldur hann hafði verið með málið á sínum tíma eða vissi hver hafði fjallað um það. Æviskeið Péturs J. Thorsteins- sonar er á enda runnið, en eftir standa djúp sporin hans meitluð í bálstorkið íslenskt berg. Áhrifa Pét- urs mun gæta til frambúðar í utan- ríkisþjónustunni. Það er mikill sjón- arsviptir að honum, en endurminn- ingin omar, endurminningin um manninn og embættismanninn, eig- inmanninn, föðurinn og vininn. Amma mín Ásdís fór aldrei til út- landa og þurfti aldrei að leita til embættismannsins Péturs J. Thor- steinssonar um eitt eða neitt. En í huga hennar var hann „séntilmaður og stórmenni" - maðurinn sjálfur. Þannig tók hann á móti mér fyrir 17 árum þegar ég gekk mín fyrstu skref í utanríkisþjónustunni og þannig birtist hann mér í ótalmörg- um myndum, sjálfur og í verkum sínum. Ég þakka samfylgdina, ég lýt höfði í djúpri lotningu fyrir þeim manni sem gott var að geta kallað „nestor íslensku utanríkisþjón- ustunnar". Utanríkisþjónustan hefur misst mikið en mestur harmur er kveðinn að fjölskyldu Péturs. Svo samofið var líf þeirra hjóna, Péturs og frú Oddnýjar, að erfitt er að hugsa sér annað án hins. Starfsval Pétúrs varð starfsvettvangur þeirra beggja, úr örlögum annars spunnust örlaga- þræðir hins. Með þeim ríkti jafn- ræði og djúp gagnkvæm virðing. Hvorugu verður þakkað án þess að hinu sé þakkað, gjafirnar voru þeirra beggja. Ég votta frú Oddnýju og fjölskyldunni mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Sigríður Ásdís Snævarr sendiherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.