Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 55 BREF TIL BLAÐSINS Frá Sigríði Ásgeirsdóttur: HINN 9. apríl sl. birtist í Morgun- blaðinu viðtal undir fyrirsögninni „Lít á mig, sem listvinsamlegan mann“, við einn aðalleikarann í nýrri íslenskri kvikmynd. Við gerð myndarinnar segir hann að sér hafi orðið sérstaklega minnisstætt atrið- ið, þegar hann átti að reka hundinn út úr húsi með hávaða og látum en hundurinn leitaði alltaf skjóls undir kvikmyndatökuvélinni. „í átj- án skipti gekk þetta svona fyrir sig, þar til hundurinn drattaðist loks út. Eg hefi það fyrir satt að hann hafí fengið áfall og brotnað gersam- lega saman, eftir að hafa hlustað á hastan róminn í mér í öll þessi skipti." Listvinsamlegnr — dýravinsamlegnr? Ofangreint tilvik er aðeins eitt af mörgum dæmum um illa með- ferð á dýrum við tökur á íslenskum kvikmyndum. Sum dæmin eru enn ’ verri en ofangreint tilvik og til eru dómar yfir íslenskum kvikmynda- framleiðendum vegna óhæfilegrar meðferðar á dýrum við kvikmynda- gerð. Hins vegar eru slíkir dómar ekkert keppikefli heldur hitt, að koma í veg fyrir illa meðferð á dýrunum. Leyfi þarf Hverskonar dýrahald í atvinnu- skyni, annað en búfjárhald, færist nú mjög í vöxt og erfítt er að henda reiður á þeirri starfsemi. Oft berast ábendingar um óhæfílega meðferð dýra í því sambandi en erfítt hefur verið að fylgja þeim málum eftir, þar sem umhverfísráðuneytið hefír ekki enn sett reglugerð sasmkvæmt 12. gr. laga nr. 15/1994 um dýra- vemd. Samkvæmt henni þarf leyfi lögreglustjóra til hvers konar rækt- unar, verslunar, þjálfunar, tamning- ar, geymslu og leigu dýra í atvinnu- skyni, sem ekki fellur undir búfjár- hald og einnig þarf leyfí til að setja á stofn dýragarða, halda dýrasýn- ingar eða efna til dýrahapþdrættis. Nú mun vera unnið að setningu þessarar reglugerðar í umhverfis- ráðuneytinu og er óskandi að því verki verði hraðað eins og kostur er. Nákvæmar reglur um liverskon- ar dýrahald i atvinnuskyni, sem umhverfisráðuneytið myndi beita sér fyrir kynningu á, myndu horfa mjög til framdráttar dýravernd í landinu. SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTtlR, HDL. GUL.LSMIÐJAN PYRIT - G15 Leiftursýn fjölmiðlarans Frá Sigurði Gunnarssyni: Söguskoðarinn ÞAÐ er athyglisvert að stóru sögu- legu viðburðirnir skuli vera ósýni- legir atvikarýni fjölmiðlanna. Fjölmiðlarnir uppfræða okkur um milljónir atburða líðandi stundar og nánustu orsakir þeirra. En þeim er fyrirmunað að sjá í hvað stefnir eða hvers vegna. Hið liðna er fjölmiðlamanninum aftur á móti deginum ljósara. Sagan streymir frammi fyrir hugskoti hans í augljósu samhengi orsaka og afleiðinga. Fjölmiðlamanninum hefur nefnilega - að eigin áliti - hlotnast óspilltur skilningur á eðli málefna. Vegvillur fortíðarinnar og misskilningur hugsuða fyrri tíma er skólabókaþekking heilbrigðrar skynsemi þessa atvinnuvitara. Skilningurinn er fyrir honum starfs- skilyrði en ekki viðfangsefni. En ef eitt leiðir af öðru í órofa sögulegu samhengi og ef frétta- maðurinn hefur svona pottþéttan skilning, ætti hann þá ekki að búa yfir einhverri framsýni? Hann sem skilur svona vel það sem er að ger- ast? En sá sem fínnur ætíð orsakir fyrir orðnum hlut, hann sannreynir ekki skilning sinn. Eldskírn skiln- ingsins felst nefnilega í framsýn- inni. Hlutleysinginn Flestir fjölmiðlamenn líta þó því miður með stolti á sig sem endur- varpa en ekki túlkendur. Þeir telja sig greina frá og koma á framfæri skoðunum málsaðila hveiju sinni án þess að leggja eigið mat á. Þeir leitast við að lýsa hlutunum „eins og þeir eru“ og að koma þeim „hlut- laust" á framfæri. Þeir eru okkar menn á vettvangi! Eigin túlkun skýrandans á viðfangsefninu er að mati þessara framvarða fjölmiðla- siðferðisins sérálit á sannleika, þ.e. siðleysi í stéttinni. En hvaða skilning hefur maður annan en sinn eigin? Verður maður ekki sjálfur að skilja til að hægt sé að tala um skilning? Og eru hlutirnir örugglega „eins og þeir eru“? Grípur fjölmiðlamað- urinn virkilega höfuðatriði atburða- rásarinnar,... skoðanalaust? Kemur hann þeim á framfæri í réttu ljósi, ... skilningslaust? Nei, ef það væri nóg að skorta eigin skilning og umhugsun til að rata leið heilbrigðr- ar skynsemi til sannleikans, þá hefði alvísin verið mitt á meðal okkar frá öndverðu. Hlutlaus hugarheimur fjölmiðla- mannsins er ekkert annað en ásköp- uð blindni. Hin hugsandi vera sér umhverfið frá skilningi sínum, þ.e. þekkingarheimi sínum og hvötum. Meðvitund um eigin hugarheim, hvatir og rök er grundvöllur skiln- ingsins. Og leiði rökleiðsla hugans til annarrar niðurstöðu en rás við- burðanna er það í langflestum til- vikum vegna veikleika í röksemda- færslunni en ekki rökleysis fram- vindunnar. Þá endurskoðar maður eigin forsendur og rökleiðslu. En sá sem ekki er meðvitaður um eig- in viðhorf og þátt þeirra í skilningn- um hann þroskast ekki af reynslu sinni. Hann þekkir ekki þekkingar- veg sinn og villist því í atburðarás- inni. Skilningurinn Höfuðviðfangsefni fjölmiðla er upplýsingamiðlun, þeir upplýsa neytandann og koma honum í skiln- ing. En hvaða skilningur er þetta? Á hveiju grundvallast hann? Skiln- ingur hvers? Kemur fréttamaðurinn með skilninginn á vettvang og fyll- ir fréttina í? Fær hann skilninginn hjá viðmælendum sínum, og hvern- ig velur hann þá? Verður skilningur- inn ef til vill til úr aðstæðunum sem hann mætir?? Verkfæri fjölmiðlamannsins er skilningurinn og afstaðan er einn af eiginleikum skilningsins. Til að geta nýtt sér verkfærið, og þar með sinnt upplýsingahlutverki sínu, verður íjölmiðlamaðurinn að kasta af sér forheimskun hlutleysisins og setja viðhorfin í öndvegi. Hiutleysi er ekki til nema sem kyrrstaða. Tóm. Án afstöðu er hugsunin ekki til. SIGURÐUR GUNNARSSON, byggingamaður og hagfræðingur. WVestfrost Frystikistur Staögr.verð HF201 72x65x85 41.610,- HF271 92x65x85 46.360,- HF 396 126 x 65 x 85 53.770,- HF506 156x65x85 62.795,- SB300 126x65x85 58.710,- Frystiskápar FS 205 125 cm 56.430,- FS 275 155 cm 67.545,- FS 345 185 cm 80.180,- Kæliskápar KS 250 125 cm 53.390,- KS315 . 155 cm 57.190,- KS 385 185 cm 64.695,- Kæli- og frystiskápar KF 285 kælir 199 ltr KF350 kælir 200 ltr KF355 155 cm frystir 80 ltr 185 cm frystir 156 ltr 185 cm 80.465,- 2 pressur 93.670,- 2 pressur 88.540,- kælir 271 ltr frystir lOOltr 2pressur GW3&G3 Faxafeni 12. Sími 38 000 URVAL SILFURKROSSA . TIL 4 FERMINGAGJAFA ^ \ SKÓLAVÖRÐUSTlG 15 SÍMI 55 1 1 505 Fjölnota CAOUJh ESR Færaníegt lyftumastur. Lyftiryfir 10 m. CROWN -Gæði fyrir gott verð. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Athugasemd Frá Ragnhildi Vigfúsdóttur: VEGNA umræðna sem urðu á fundi borgarstjórnar í Reykjavík fimmtu- daginn 6. apríl vil ég taka fram: Eg sótti um afleysingastarf borg- arminjavarðar vegna þess að það var auglýst og á þeirri forsendu að ég hef menntun á því sviði sem starfið lýtur að og reynslu sem ég tel að gæti komið Árbæjarsafni, sem er aðal starfsvettvangur borg- arminjavarðar, að gagni. Þegar mér varð ljóst að umræða um starfið var á leið í pólitískan hráskinnsleik dró ég umsókn mína til baka, því ég kærði mig ekki um að dragast inn í þá umræðu. Ég hafði því sam- band við Kristínu Árnadóttur, að- stoðarkonu borgarstjóra, og tjáði henni að ég hygðist draga umsókn mína til baka og sendi henni bréf þar að lútandi. Með því hélt ég að ég væri laus allra mála. Ég varð því furðu lostin þegar nafn mitt bar á góma í umræðum um þessa stöðuveitingu á fundi borgarstjórnar fimmtudaginn 6. apríl og yfir mig undrandi þegar Inga Jóna Þórðardóttir, Sjálfstæðis- flokki, sagðist hafa það eftir mér að ég hafi fengið borgarstjóra til að auglýsa stöðuna og beit síðan höfuðið af skömminni með því að segja mig hafa sagt það að borgar- stjóri hefði hvatt mig til að sækja um stöðuna. Þetta er náttúrlega með þvílíkum endemum að ég hlýt að eiga rétt á skýringum Ingu Jónu á þessum ummælum. í fyrsta lagi er það rangt að ég hafi komið að málinu á þann hátt sem svo ósmekklega er dylgjað um. Ég kom hvergi nærri því að staðan var aug- lýst. Ég tel það hins vegar eðlilegt að ábyrgðarmiklar stöður sem þessi séu auglýstar þegar um svo langan afleysingatíma er að ræða. í annan stað sótti ég um stöðuna án sam- ráðs við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra og án hennar hvatningar. í ljósi þessa er afar skrýtið að heyra fullyrðingar Ingu Jónu eftir mér hafðar. Ég hlýt því að spyija hana hvað hún hafi fyrir sér í fullyrðingum sínum því þær eru uppspuni frá upphafi til enda. Geti hún ekki lagt fram óyggjandi gögn um dylgjur sínar er það lág- markskrafa að hún biðji mig afsök- unar á opinberum vettvangi, enda ummælin viðhöfð opinberlega. Þrátt fyrir að ég sé ósannindun- um sárreið get ég ekki annað en verið pínulítið upp með mér að fólk úti í bæ skuli hafa þá ofurtrú á mér að jafn einörð og skelegg kona og Ingibjörg Sólrún sé eins og strengjabrúða í höndum mínum. Fyrir þann óverðskuldaða heiður hlýt ég náttúrlega að þakka. RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR, sagn- og safnfræðingur. &ARNATISKUSKOR - Góð sumargjöf - Verð: 3.795,- Póstsendum samdægurs • 5% staðgreiðsluafsláttur STEINAR WAAGE SKOVERSLUN • EGIISGÖTU 3 SÍMI 18519 <o° Ioppskó JLveltusundi . sli nnn SÍMI: 21212 VIÐ INGÓLFSTORG STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ^ KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.