Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skagfirska söngsveit- in í Lang- holtskirkju SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur árlega vor- tónleika fyrir styrktarfélaga sína og aðra velunnara í Langholtskirkju á sumar- daginn fyrsta og laugardag- inn 22. apríl kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars íslensk lög eftir Sigf- ús Einarsson, Emil Thor- oddsen, Sigurð Þórðarson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Sigvalda Kaldalóns, en söng- stjóri hefur útsett syrpu af lögum hans. Einnig er á efn- isskránni lög eftir Georg Biz- et, A. Bruckner, L. van Beet- hoven, G.F. Hándel o.fl. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru þau Svan- hildur Sveinbjörnsdóttir, Ás- geir Eiríksson, Guðmundur Gíslason og Guðmundur Sig- urðsson. Píanóleikari er Vil- helmína Ólafsdóttir og stjómandi Björgvin Þ. Valdi- marsson. Pappírs- samsetn- ingar í Umbru BANDARÍSKA listakonan Marcia Widenor opnar sýn- ingu í Gallerí Úmbru á Bem- höftstorfu á morgun, fimmtudaginn 20. apríl kl. 17. Þar sýnir hún það sem hún kallar pappírs- samsetn- ingar eða Paper Quilts. Verkin eru þrívíð og unnin úr handgerðum pappír sem listakonan útbýr sjálf. Marc- ia býr og starfar á Long Is- land í New York-fylki. Hún hefur haldið margar einka- sýningar og tekið þátt í Qölda samsýninga Marcia hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína og meðal annars prýðir verk eftir hana vegg Hvíta húss- ins í Washington. Listakonan verður viðstödd opnunina. Sýningin stendur til 10. maí og er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-19 og sunnudaga kl. 14-19. Söngfur Reykjalund- arkórsins í Oddakirkju HIÐ ÁRLEGA tónlistarkvöld verður í Oddakirkju á Rangárvöllum á sumardaginn fyrsta kl. 20.30. Meðal efnis á dagskránni verður söngur Reykjalundar- kórsins undir stjórn Lárusar Sveinssonar, kór eldri félaga úr Karlakórnum Þröstum í Hafnarfírði syngur svo og kirkjukór Oddakirkju undir stjórn Halldórs Óskarssonar. Sigurður Sigmundsson og Kjartan Magnússon syngja ein- og tvísöng, auk þess sem sumri verður fagnað með lúðrablæstri og orgelleik. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. LISTIR Bókmenntir á Norrænu mennmgarhátíðinni í Madríd og Barcelona Komið inn úr kuldanum Um norrænar bókmenntir á Spáni og nor- ræna rithöfunda sem „komu inn úr kuldan- um“ í hitann í Madríd og Barcelona fjallar Jóhann Hjálmarsson í eftirfarandi grein. Safnrit norrænna bókmennta eru nýkomin út í spænskum þýðingum og norrænir rithöf- undar hafa af því tilefni kynnt spænskum lesendum verk sín. „SNORRI Sturluson skrifaði bók um heiminn og kallaði Heims- kringlu", sagði Guðbergur Bergsson á umræðufundi í Madríd um það að skrifa í norðri og skrifa í suðri. Með því vildi hann leggja áherslu á að meðal fjarlægra þjóða væri líka áhugi á heiminum, en ekki tómar sveitabók- menntir. Saltfiskur og skattheimta Guðbergur sló á létta strengi þegar hann sagði að á Spáni kæmi saltfísk- ur upp í hugann þegar ísland væri nefnt með líkum hætti og Alvar Aalto þegar Finnland væri á dagskrá. Hann sagði að fyrir sér væri Skandinavía vandamál og vandamál Skandinava sjálfra snerist einkum um það hver ætti að vaska upp. Danski höfundurinn Torben Mads- en sagðist ala þann draum í bijósti að búa á Spáni, en skrifa á öðrum stöðum, til dæmis París. Finninn Jyrki Kyskinen, komungur höfundur, benti á sögulega hefð í finnskum bókmenntum, frásögn ætt- aða frá Kivi og Sjö bræðram hans. Kyskinen sagði frá rómaðri skáldsögu ungs finnsks rithöfundar, Markus Nummi, sem gerðist í París. Lasse Söderberg frá Svíþjóð vék að sænskri skattheimtu og sagði að til væru í landinu svokölluð Samtök skattborgara. Carl Jonas Love Almq- vist hefði á sínum tíma ritað um gildi fátæktar í Svíþjóð. Teije Johansen skáld frá Lofoten í Noregi sagði að spænskar bók- menntir væra í sínum augum fyrst og fremst García Lorca. Spænski höfundurinn José Luis Sampedro sagði að Spánveijar væra ættaðir úr ýmsum áttum og Spánn skiptist í marga ólíka hluta. Hann vildi minna á gamansaman anda spænskra bókmennta og þörf Spán- veija fyrir að skrifa allegóríur, tákn- sögur. Norræn safnrit Kynning nýútkominna safnrita norrænna bókmennta: Norræn ljóð og Norrænar sögur í hundrað ár, fór fram í menningarmiðstöð Madríd- borgar Conde Duque og var heiti kynningarinnar: Bókmenntimar sem komu inn úr kuldanum. Auk þeirra norrænu rithöfunda sem fyrr hafa verið nefndir og okkar Guðbergs Bergssonar kynntu verk sín í Madríd sænska skáldið Kjell Espmark, norski prósaistinn Kjell Askildsen, skáldið góðkunna Benny Andersen frá Dan- mörku og Solveig von Schoultz frá Finnlandi, eitt af höfuðskáldum Finna, en hún er nú 85 ára að aldri. Ljóðabók hennar frá í fyrra, Samtal við fiðrildi, hefur vakið mikla eftir- tekt, enda er hún sífellt vaxandi sem skáld. Skáldíð Luis García Montero kynnti smásagnasafnið, en kynning ljóðanna var í höndum Francisco J. Uriz aðal- ritstjóra og þýðanda. Undirritaður talaði um ljóðabækur sínar og las upp úr þeim í Conde Duque. Þar fluttu spænskir leikarar, Rafael Taibo og María Femanda de Ocón, þýðingar á verkum norrænu skáldanna. I Computense-háskólan- um var Guðbergur Bergsson meðal Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson GUÐBERGUR Bergsson talar um verk sín í Háskólanum í Barcelona. þeirra sem kynntir voru. Það vakti athygli að hann sagðist vera sonur fiskimanns, enda fiskveiðar hitamál á Spáni um þessar mundir. Kynning- unni í Coplutense-háskólanum stjóm- aði einn prófessoranna þar, Enrique Bemárdez, en það var hann sem valdi og þýddi íslensku smásögumar sem birtust í norræna sagnasafninu. Sér- stök dönsk morgundagskrá var einnig í skólanum. Áhugi á norrænum bókmenntum Spænska sjónvarpið hefur gert röð sjónvarpsþátta um Norðurlönd og spænska útvarpið sinnir norrænum menningarmálum, einkum tónlist. Menningartímaritið E1 Urogallo hefur helgað norrænni menningu og listum eitt hefti og tónlistartímaritið Scherzo hefur gefið út tölublað um norræna tónlist. Blaðamenn frá spænskum dagblöðum hafa aflað efnis á Norður- löndum undanfama mánuði. Bókmenntakynningamar í Madríd voru fjölsóttar og augljós áhugi á norrænum bókmenntum. Ég hitti nokkra unga Spánverja sem hafa numið eða era að nema Norðurlandat- ungur í því skyni að gerast þýðend- ur. Enginn íslenskunemi var þar á meðal. Persónuleg rödd Langar umíjallanir um kynning- amar sá ég ekki í spænskum blöðum, en stórblaðið ABC í Madríd birti stutta fréttagrein eftir L. Lafuente 4. apríl. Hann vitnar í Kjell Askildsen sem hefði sagt í Conde Duque að ekkert væri nýtt og búið væri að skrifa allt: „Það sem réttlætir að skrifa er hin persónulega rödd í nýjum búningi, formi sem verður að vera óbundið, fijálst", er haft eftir Kjell Askildsen. Þegar ég bar þetta und.ir Askildsen STJÖRNUNÓTT, málverk Edvards Munch, er kápumynd safnrits- ins Norrænar sögur í hundrað ár. Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson NORRÆNIR rithöfundar á Römblunum í Barcelona. Lasse Söder- berg og Benny Andersen ásamt konu sinni. taldi hann að Lafuente hefði misskilið eitthvað, að minnsta kosti hvað varð- aði það að allt hefði vérið skrifað. Askildsen sem hefur verið gestur á íslenskum bókmenntahátíðum kvaðst væntanlegur á ný til Reykjavíkur í september og fyrirhuguð væri útgáfa á bók eftir hann hjá Máli og menn- ingu í þýðingu Hannesar Sigfússonar. í stórblaðinu E1 País 6. aprfl (ég las katalónsku útgáfuna) segir Fietta Jarque í Madrídarpistli frá umræðu- fundinum um að skrifa í norðri og skrifa í suðri. Hún fer viðurkenningar- orðum um Norrænu menningarhátíð- ina og safnritin með Ijóðum og smá- sögum norrænna höfunda. Meðal annars fjallar hún um skoðanamun (tæpast ágreining þótt þannig liti út) milli Guðbergs Bergssonar og Lasse Söderbergs um hvort það að skrifa í norðri snúist um eða komi því ekki við hvort skrifað sé fyrir Norður- landabúa. Guðbergur Bergsson sem er ekki mikill aðdáandi Skandinava eða Skandinavíu yfírleitt taldi að skand- inavískir stjómendur bókmennta- kjmninganna í Madríd hefðu ekki gert nógu mikið til að vekja athygli blaðamanna á þeim. Á Spáni væri öll slík kynning markvissari, enda árangurslaus annars. Guðbergur sagði það kraftaverki líkast að E1 País skrifaði um kynningamar. Við voram reyndar sammála um að koma perúanska rithöfundarins Bryce Echenique vegna útgáfu nýrrar skáldsögu, Vænstu mín ekki í apríl (þekktasta skáldsaga Echeniques er Heimur handa Júlíusi, 1970) hefði ásamt heimsókn albanska rithöfund- arins Ismails Kadaré skyggt nokkuð á norrænar bókmenntir. Kadaré tal- aði 4. apríl í Landsbókasafninu í Madríd um eitt af uppáhaldsefnum sínum: skyldleika Don Kíkóta Cer- vantesar við stjómmál samtíðarinnar. Ekki veit ég hvort margir kannast við Echenique og Kadaré hér heima, en bókmenntaáhuginn á Spáni beinist yfirleitt í aðrar áttir en hjá okkur. Tengslin við rómönsku Ameríku era vissulega sterk. Dauði argentínska skáldsins Roberto Juarroz kallaði til dæmis á fimm síðna umfjöllun um hann í ABC 3. apríl auk þess sem stóð á fréttasíðum. Meðal þeirra sem skrifuðu minningarorð var mexíkóska Nóbelsskáldið Octavio Paz. Til Katalóníu Norræna menningarhátíðin er ekki aðeins haldin í Madríd heldur einnig í Barcelona, Valencia og fleiri borg- um. Norrænar bókmenntir voru kynntar í Barcelona 5. apríl með líkum hætti og í Madríd. Forleggjaramir José Maria Gutierrez de la Torre og Maria Luisa Calvo tóku með sér safn- rit norrænna ljóða og sagna frá Torr- esútgáfunni í Madríd. Höfundar spjölluðu og lásu úr verkum sínum í hátíðarsal Háskólans í Barcelona og í Skandinavíska klúbbnum í Barcel- ona var þetta endurtekið um kvöldið. Fyrir okkur Guðberg var dagurinn í Barcelona bundinn minningum um hið liðna. Hér vorum við báðir eitt sinn með það í huga að læra spænsku og lesa spænskar bókmenntir. Guð- bergur útskrifaðist frá Háskólanum í Barcelona 1958, en prófritgerð mín frá sama skóla var ljóðabókin Ný lauf, nýtt myrkur sem ort var í Bareelona 1965-66 og kom út 1967. Römblumar eru enn baðaðar sól og mikið líf í borginni. Nokkrir sam- eiginlegir vinir og kunningjar og margir fleiri era látnir. Guðbergur var minntur á hverfulleik lífsins í bóka- búð. Þar rakst hann á bók sem vinur hans skrifaði til minningar um eigin- konu sína, vinkonu Guðbergs. Höf- undurinn er ekki lengur meðal lifenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.