Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÉTUR JENS THORSTEINSSON af mörgu frásagnarverðu að taka auk þess sem beint.sneri að íslandi og hagsmunum þess sem Pétri voru ævinlega hugstæðastir. Er því til- hlökkunarefni að mega væntá þeirr- ar frásagnar sem honum auðnaðist að ljúka. í hinum umfangsmiklu ritstörfum naut Pétur frábærrar aðstoðar sinnar dugmiklu, gáfuðu og vel menntuðu eiginkonu Oddnýjar sem raunar alla tíð studdi hann með ráðum og dáð. Heimili þeirra báru vitni um smekkvísi; hlýja og gest- risni mættu þeim sem þangað komu. Þau voru samhent um að láta gest- um sínum íslenskum sem erlendum líða vel. Á slíkum stundum voru frásagnir Péturs og gamansögur sem hann hafði á hraðbergi gleði- gjafi. Hann kunni einnig mikið af ljóðum og til þess var tekið er hann fylgdi utanríkisráðherra sínum í opinberri heimsókn til Sovétríkjanna að hann gat sungið fleiri vísur rúss- neskar en gestgjafarnir kunnu. Þrír synir þeirra Oddnýjar og Péturs, Pétur Gunnar, lögfræðingur og sendifulltrúi, kvæntur Bimu Hreiðarsdóttur, lögfræðingi, Björg- ólfur, hagfræðingur og bankafull- trúi í Lundúnum, og Eiríkur, kvik- myndastjóri, sambýliskona Valborg Snævarr, lögfræðingur, bera allir hæfileikum foreldra sinna ánægju- legt vitni og bamabörnin em öll hin mannvænlegustu. - Þeir em margir sem senda fjölskyldunni hlýjar hu- grenningar og samúðarkveðjur á þessum degi. Þótt Pétur héldi andlegum styrk sínum til hins síðasta var hann þrot- inn af likamlegum kröftum. Förin í fegra heim var honum því léttir. Hann var einstaklega virðingarverð- ur maður sem líta mátti glaður yfir merkan starfsferil sem aðrir munu lengi minnast. _ Ólafur Egilsson. Pétur Jens Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1917, á degi rússnesku byltingarinnar. Það var auðvitað tilviljun ein, en þó að einu leyti merkileg, því Pétur átti eftir að he§a hinn langa og farsæla starfsferil sinn í íslensku utanríkis- þjónustunni einmitt í Moskvu, sum- arið 1944, eftir að hafa starfað í utanríkisráðuneytinu hér frá því í júníbyijun sama ár. í Moskvu starf- aði hann í íslenska sendiráðinu í þrjú ár, lengst af sem staðgengill sendiherra og síðar sem sendiherra Islands í Moskvu á árunum 1953 - 1961. Upphaf starfsferils Péturs í utan- ríkisþjónustu íslands bar þannig að, að Pétur Benediktsson sendiherra kom að máli við nafna sinn Thor- steinsson vorið 1944, skömmu áður en sá síðamefndi hafði lokið emb- ættisprófí í lögfræði við Háskóla Islands, og spurði hann hvort hann vildi, að prófínu loknu, ganga til liðs við íslensku utanríkisþjónustuna og gerast aðstoðarmaður sinn í íslenska sendiráðinu i Moskvu. Pétur þekkt- ist boðið og fór til Moskvu þá um sumarið. Sökum heimstyijaldarinn- ar síðari tók sú ferð margar vikur, enda lá leiðin m.a. um Egyptaland, írak og íran. Á dvalarárum sínum í Moskvu 1944 - 1947 hélt Pétur nákvæmar dagbækur, sem hafa að geyma mik- inn og sjaldgæfan fróðleik. Á þeim árum lærði Pétur rússnesku og starfaði sem dómtúlkur hér um ára- bil ásamt störfum sínum í utanríkis- ráðuneytinu, og munu margir roskn- ir íslendingar minnast þeirra starfa hans í sambandi við töku rússneskra togara í landhelgi íslands. Ég ætla ekki, nema að litlu leyti, að rekja hér ættir Péturs né glæstan starfsferil. Aðrir munu áreiðanlega gera þeim þáttum glögg skil. Fundum okkar Péturs bar fyrst saman þegar við þreyttum saman inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík vorið 1931. Sama haust settumst við í 1. bekk og áttum samleið þar næstu þijú árin. Eftir gagnfræðapróf 1934 skildu leiðir, því hann settist í stærðfræðideild en ég í máladeild. Það var góður og vaxandi vinskapur með okkur Pétri á þessum árum, sem hefur haldist alla tíð, en endurnýjaðist og efldist eftir að við létum af störfum í Stjómarráði íslands fyrir aldurs sakir fyrir um sjö ámm síðan, en einkum varð vinátta okkar enn nán- ari á allra síðustu árum. Pétur bar nafn móðurafa síns, Péturs Jens Thorsteinssonar, sem bjó ásamt konu sinni Ásthildi, ömmu Péturs, á Bíldudal við Arnarfjörð um og eftir síðustu aldamót. Hann var á þeim árum einn glæsilegasti og umsvifamesti athafnamaður þessa lands, enda gekk hann á Bíldudalsárum sínum undir nafninu Arnfirðingakóngurinn. Ásthildur móðuramma Péturs var dóttir séra Guðmundar Einarssonar alþingismanns og prests á Kvenna- brekku í Dölum. Hann var einn af stofnendum Kvennaskólans í Reykjavík og settist Ásthildur dóttir hans í skólann fyrsta veturinn, sem hann starfaði. Þegar Katrín móðir Péturs andaðist árið 1919 tóku þau Pétur og Ásthildur Pétur dótturson sinn í fóstur. Pétur eldri byggði glæsihús við Laufásveg í Reykjavík sem kallað var Thorsteinssonhúsið og síðar Galtafell og þar dvaldi Pétur með ömmu sinni og afa meðan þau bjuggu þar. Efst í þessu húsi var útbúið sérstakt vinnuherbergi fyrir móðurbróður Péturs, Guðmund Thorsteinsson - Mugg -, sem var mikill og ástsæll listmálari og óvenjulega fjölhæfur listamaður, eins og öllum Islendingum er kunn- ugt. Pétur fluttist síðar ásamt afa sín- um og ömmu frá Galtafelli í Hafnar- Ijörð, en þar bjuggu þau í húsi sem nefndist Gerðið. Eftir andlát Péturs eldra 1929 fluttist Pétur með ömmu sinni til Reykjavíkur og buggu þau á Freyjugötu 34 hjá Guðrúnu Egil- son móðursystur Péturs. Guðrún var ekkja eftir Gunnar Egilson, er- indreka íslenskra stjórnvalda á Spáni og bjó hún á Freyjugötunni ásamt sex bömum sínum. Eitt þeirra var Helga Egilson, sem var bekkjarsystir okkar Péturs í gagn- fræðadeild Menntaskólans í Reykja- vík. Pétur var ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu í sjö ár og áður sendiherra í sextán ár í fjórum lönd- um, Sovétríkjunum, Vestur-Þýska- landi, Frakklandi og Bandaríkjun- um. Hann var sendiherra íslands í ijariægum löndum frá árinu 1976 og hitti þar að máli margt stór- menna og þjóðarleiðtoga svo sem Indíru Gandhí og Kim II Sung þjóð- arleiðtoga Norður-Kóreu. Pétur var mikið gefinn fyrir fræðistörf og ekki síður fyrir að miðla öðrum af fróðleik sínum og starfsreynslu. Hann kenndi á há- skólaárunum í Kvennaskólanum í Reykjavík. I utanríkisráðuneytinu kenndi hann nýliðum í þjónustunni, og fyrir þá samdi hann bók sína, Meðferð utanríkismála, sem kom út 1987. Áður, eða á árinu 1979, hafði hann tekið saman handbók fyrir heiðursræðismenn íslands. Pétur bar alla tíð hag og heiður ís- lensku utanríkisþjónustunnar mjög fyrir bijósti. Árið 1992 kom út hið stórmerka ritverk Péturs í þremur bindum: Utanríkisþjónusta Islands og utan- ríkismál - sögulegt yfirlit, og var það gefið út að tilhlutan utanríkis- ráðuneytis íslands í tilefni af 50 ára afmaéli ráðuneytisins. Samning þessa mikla verks tók um fimm ár, og segja má að nán- asti samstarfsmaður Péturs hafi þar verið eiginkona hans, Oddný. Skömmu eftir að þetta mikla rit- verk kom út, veiktist Pétur alvar- lega, en hafði samt, þrátt fyrir vax- andi sjúkleika og sjóndepru, krafta til að skrifa fyrsta hluta endurminn- inga sinna og liggur það verk nú fyrir sem óprentað handrit. Á rúmlega fjörutíu ára starfsferli mínum í Stjórnarráði Islands höfum við hjónin kynnst fjölmörgum eigin- konum fyrrum starfsbræðra minna þar. Flestar þeirra, ef ekki allar, hafa að sjálfsögðu tekið þátt í störf- um eiginmanna sinna og stutt þá á allan hátt á þeim vettvangi. En ég held að á enga þeirra sé hallað þeg- ar ég segi að enga hafi ég þekkt, sem hefur betur og meira lifað sig inn i störf eiginmanns síns en eigin- kona Péturs, Oddný, og kom það hvað best í ljós síðustu tvö árin, sem hann lifði, sjúkur og sár. Oddný stóð alltaf við hlið hans í blíðu og stríðu. Hún vildi alltaf veg hans sem mestan og bestan. Pétur var maður fríður sýnum og manna vörpulegastur. Hann hélt reisn sinni og andlegu heilbrigði til hinstu stundar. Með Pétri er genginn óvenjulega heilsteyptur mannkostamaður. Is- land og íslenska þjóðin hafa misst einn af sínum mætustu sonum. Stúdentarnir frá Menntaskólan- um i Reykjavík vorið 1937 fara nú ört að týna tölunni. Af 51 sem þá luku stúdentsprófi eru nú aðeins 26 á lífi. Stúdentsárgangurinn frá M.R. 1937 hefur alltaf haldið vel saman, einkum allra síðustu árin. Bekkjar- systkinin, sem eftir lifa, senda Pétri hinstu kveðju með þökk fyrir liðna tíð. Sjálfur sendi ég honum sérstakar þakkir fyrir langa og einstaklega góða samferð. Við María sendum eftirlifandi eig- inkonu hans og ijölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hallgrímur Dalberg. Það var ekki auðvelt fyrir rétt tvítugan íslenzkan stúdent að lenda óforvarandis - eins og sendiherra frá Júpíter - í sovétsamfélagi sjötta áratugarins, sem svo gersamlega var ólíkt öllu því, sem hann hafði fram að því kynnzt. Þá skipti það miklu máli að eiga athvarf í sendiráði íslands í Moskvu. Þar réðu ríkjum þau Pétur J. Thor- steinsson og kona hans Oddný Björgúlfsdóttir. Þau hjón voru ein- stök í sinni röð. Ætíð voru þau boð- in og búin að koma til hjálpar, þeg- ar þörf var á. En það var ekki ein- ungis, að Pétur sem embættismaður styddi við bakið á landa sínum. Það var ekki einungis að þau hjón byðu stúdentinum að koma, þegar eitt- hvað var um að vera í sendiráðinu, t.d. þann 17. júní. Þau komu fram við stúdentinn af einlægri hlýju hjartans og gáfu honum vináttu sína. í þessu landi var bannað að halda jól. Þá buðu sendiherrahjónin stúdentinum að halda jól á heimili þeirra. Og ekki einungis það. Þau gáfu stúdentinum gjafír og sáu til þess að honum leið hjá þeim eins og heima hjá sér. Pétur var einnig einstakur meðal starfsbræðra sinna. Við vitum ekki hvort það var fyrir persónueigin- leika hans eða hvort það var vegna þess að sovézkir valdamenn töldu Island sérstaklega mikilvægt - en 17. júní var ætíð mikill dagur í Moskvu allt starfstímabil Péturs þar. Æðstu valdamenn Sovétríkj- anna heiðruðu Pétur - og ísland - með nærveru sinni á þeim degi. Þangað kom fjöldi fólks. Og þau hjón tóku á móti því með glæsileika sem af bar. Pétur þekkti fólk og aðstæður í þessu landi afar vel. Hann var enn ungur að árum, þegar hann kom til Moskvu sem fulltrúi í sendiráði ís- lands, sem þá laut forstöðu Péturs Benediktssonar. Þá þegar kynntist hann þeim framandi, undarlegu og flóknu aðstæðum sem ríktu á yfír- ráðasvæði sovétstjórnarinnar. Þegar hann kom aftur 1953 - og þá með konu sinni - og stofnaði sendiráð íslands í Moskvu, kom fljótt í ljós að þar var réttur maður á réttum stað. Menntun hans og reynsla nýtt- ust vel til þess að hann gat náð hagstæðum viðskiptasamningum við Sovétnkin, og komið fram hags- munum Islands svo vel, að meira varð varla krafizt. Ég var í hópi þeirra vina Péturs sem skoruðu á hann að bjóða sig fram við kjör til forseta íslands árið 1980. Ég hafði þá talið lengi og tel enn, að þau hjón hefðu setið Bessa- staði með glæsibrag. En öll þau margvíslegu og mikilvægu störf sem hann hafði unnið í þágu íslands voru á sviði utanríkismála og unnin erlendis, fjarri augum fjölmiðla, og var hann því ekki eins kunnur kjós- endum og mótframbjóðendur hans. Þó mátti Pétur vel við úrslitin una. Og ekki hvað sízt fyrir það, að fram- boð hans réði úrslitum. Ef hann hefði ekki boðið sig fram hefðu þess- ar kosningar farið á annan veg. Eftir að Pétur og Oddný fluttust heim, þegar Pétur var ráðuneytis- stjóri og síðan sendiherra í fjarlæg- um löndum með aðsetri á íslandi, var ánægjulegt að hitta þau hjón að máli í húsi þeirra við Ægisíðu í Reykjavík. Það eru nokkrar vikur síðan ég hitti hann síðast. Tryggð hans og vinátta entist til ævinnar enda. Þegar Pétur settist í helgan stein ritaði hann sögu utanríkismála ís- lands í þrem bindum. Yfírgripsmikil þekking hans, nákvæmni hans við öll stjórnsýslustörf og virðing hans fyrir fólki með mismunandi sjónar- mið gerðu það að verkum, að honum reyndist létt að setja sig í hlutverk sagnfræðings. Verk þetta er traust og óbrotgjörn heimild um hið fyrsta hálfrar aldar skeið í sögu utanríkis- þjónustu íslands. Pétur J. Thorsteinsson átti ríkan þátt í að stofna og efla tengsl ís- lands á alþjóðavettvangi. Ófáir eru þeir samningar og sáttmálar sem hann vann að. Hann á ríkan þátt í þeim orðstir sem ísland nýtur með- al annarra þjóða. Það er ávinningur - forréttindi - að fá að kynnast manni sem honum. Arnór Hannibalsson. • Fleirí minningargreinar um Pétur Jcns Thorsteinssonbíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. • + Systir okkar, 1 VALGERÐUR TRYGGVADÓTTIR, Laufási, lést 14. apríl. Fyrir hönd okkar systkinanna. Þorbjörg Tryggvadóttir. + Ástkær móðir mín og amma, DAÐÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. apríl. Minningarathöfn fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 21. apríl kl. 15.00. Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Halla Linker, Davíð Þór Linker. + Systir okkar, MARGRÉT GÍSLADÓTTIR frá Hvaleyri, Smárahvammi 15, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 15. apríl. Guðný Gfsladóttir, Andrés Gíslason, Ragnar Gislason. + GUÐMUNDUR SAMÚEL HALLDÓRSSON starfsmaður hjá Flugleiðum, andaðist 18. apríl í sjúkrahúsi á Long Island, New York. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Hermannsdóttir og börn. + HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON, Austurbrún 6, Reykjavík, er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN KRISTINSSON, Sandvfk, Melrakkasléttu, Öxarfjarðarhreppi, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 14. apríl sl. Jarðarför hins látna fer fram frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 22. apríl kl. 14.00. María Kristinsson, Mari'a Kristjánsdóttir, Haukur Þórisson, Hans Alfreð Kristjánsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.