Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Búist við að Davíð fái um- boð til stj órnarmyndunar Morgunblaðið/Þorkell Bréf bæjarsjóðs Bol- ungarvíkur í Ósvör Bakki kaupir ekki nema skuldbreyt- ing fáist EKKERT verður af kaupum Bakka hf. í Hnífsdal á bréfum Bolungar- víkurbæjar í Osvör, nema fyrirvarar um skuldbreytingar verði uppfylltir. Framvinda málsins gæti ráðist á stjórnarfundi í Byggðastofnun á næstunni. Bakki hf. hefur sent lánardrottn- um minnispunkta, þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum fyrirtækis- ins um uppbyggingu og rekstur hins sameinaða sjávarútvegsfyrir- tækis í Bolungarvík. Þar kemur m.a. fram, að Bakki muni beita sér fyrir almennu hlutafjárútboði í Ós- vör hf. innan þriggja ára, að lok- inni endurskipulagningu. Vissa sé fyrir því að unnt verði að ná inn verulegu hlutafé, en ekki sé hægt að upplýsa hvaðan það komi. Santvinna til hagræðingar í minnispunktum þessum kemur og fram, að áhersla verði lögð á endurbætur og uppbyggingu rækju- vinnslu í frystihúsinu í Bolungarvík, auk þess sem náin samvinna verði hjá Bakka og Ósvör um útgerð, í þeim tilgangi að auka hagkvæmni í hráefnisöflun og vinnslu. Klögumálin ganga á víxl DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, baðst í gær lausnar fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Búist er við að forseti íslands veiti Davíð umboð til stjórnarmyndunar í dag. Davíð greindi Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins, frá því síðastliðinn mánudagsmorgun að sjálf- stæðismenn hefðu ákveðið að slíta viðræðum flokkanna um áframhald- andi stjórnarsamstarf og sagðist jafnframt hafa náð samkomulagi við Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarfl'okks, á páskadagskvöld um að reyna stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lagði fram lausnarbeiðni Forsætisráðherra gekk á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, kl. 10.30 í gærmorgun, að loknum ríkisstjórnarfundi, og lagði fram lausnarbeiðni sína. Davíð sagðist í gær telja eðlilegt að hann mælti með því við forseta að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi stjómar- myndunarumboðið. Lausnarbeiðni forsætisráðherra fylgdi sá rök- stuðningur að ríkisstjórnarflokk- amir hefðu haldið velli í nýafstöðn- um alþingiskosningum með minnsta mögulega þingstyrk meirihluta- stjórnar. „Ég tel, að þýðingarmikið sé, við núverandi aðstæður, að ríkisstjórn- in búi við öflugra þingfylgi. Því sé rétt að stjórnarmyndunarmöguleik- ar á þeim gmndvelli verði reyndir,“ segir í lausnarbeiðni forsætisráð- herra. Forseti féllst á lausnarbeiðn- ina og fór þess jafnframt á leit að ríkisstjórnin starfi áfram uns nýtt ráðuneyti hefur verið myndað. Jón Baldvin gagnrýndi Davíð Oddsson harðlega í gær fyrir að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Halldór Ásgrímsson áður en við- ræðum Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks var slitið. Jón Baldvin sagði ótvírætt að viðræður Davíðs og Halldórs hefðu verið stjómarmynd- unarviðræður vegna þess að á fiindi þeirra hefði verði bundið fastmælum að Halldþr myndi mæla með því við forseta íslands að Davíð yrði veitt stjómarmyndunarumboð. Davíð segist hafa áskilið sér rétt til að tala við forystumenn annarra flokka. Hann hafi hins vegar heyrt það fyrst í fjölmiðlum síðastliðinn mánudag að Jón Baldvin hafi sagt formanni Framsóknarflokksins á fundi þeirra á mánudag í seinustu viku að ef viðræður Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks sigldu í strand, hefði hann fullt umboð til að lýsa því yfir að hann myndi þá mæia með því við forseta Islands, að formaður Framsóknarflokksins fengi umboð til að mynda fjögurra flokka vinstri stjórn. Halldór Ásgrímsson gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson, formann Alþýðubandalagsins, harðlega í gær fyrir vinnubrögð hans við að koma á fót vinstri stjórn. Ólafur Ragnar var aftur á móti mjög harðorður í garð Halldórs fyrir að veita Davíð Oddssyni stuðning til stjórnarmynd- unar. Ákvörðunar forseta vænst í dag Forystumenn allra -stjórnmála- flokkanna komu á fund forseta í gær og greindu frá afstöðu sinni til stjórnarmyndunar. Halldór Ás- grímsson gekk á fund forseta kl. 13.30 og lagði til að formanni Sjálf- stæðisflokksins yrði afhent stjórn- armyndunarumboðið. Búist er við að forseti muni tilkynna ákvörðun sína um hveijum verður veitt um- boð til stjórnarmyndunar fyrir há- degi í dag. ■ Stjórnarmyndun/ 6/10/11/12/13/14/34/35 Forsætisráðherra biðst lausnar DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra gekk á fund Vigdísar Finn- bogadóttur forseta íslands í gær og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Vigdís ræddi í gær við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og búist er við að hún veiti Dav- íð í dag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. í kjölfarið hefjist formlegar viðræður Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti viðræðurnar verða en það verður rætt nánar í dag. Til greina þykir koma að skipa hópa til að fara yfír einstök málefni eða að skipa sérstakar viðræðu- nefndir flokkanna. Sjókæli- kerfi í Beiti NK UNNIÐ er að uppsetningu sjókæli- kerfis um borð í Beiti NK, en áhugi á sjókælingu síldar- og loðnuafla um borð í fiskiskipum fer nú vax- andi hér á landi. Sjókæling hefur verið notuð lengi við Noreg, írland og Hjaltland og er nú forsenda þess að fiskurinn fáist keyptur til manneldis eða vinnslu á hágæðamjöli. Sjómenn og útgerðir fá hærra verð fyrir aflann en ella og veruleg kæling aflans er nánast forsenda þess að hægt sé að nýta til fullnustu þá mögu- leika sem veiðar á síld, kolmunna pg makríl í Síldarsmugunni gefa íslendingum. Byrjað að moka Breiða- dalsheiði VEGAGERÐIN hófst í gær handa við snjómokstur á Breiðadalsheiði í fyrsta skipti síðan í febrúar. Að öllu jöfnu á að moka heiðina þrisvar í viku en vegna þeirrar ótíðar sem verið hefur í vetur hefur heiðin ekki verið opnuð síðan í febrúar. Moksturinn hófst um hádegisbil í gær, að sögn lögreglu á ísafirði, og stóð fram á kvöld og var þá enn ekki búið að opna yfir til Önundar- fjarðar og áætluðu lögreglumenn að moksturinn væri tveggja daga verk vegna hinna miklu snjóþyngsia. Eins og kunnugt er var í síðasta mánuði lokið við að sprengja haftið í Breiðadalslegg Vestfjarðagang- anna. Um páskana voru göngin opin fyrir almennri umferð þannig að um þau var fært milli Öndundaríjarðar og byggðanna við Djúp en göngunum hefur nú verið lokað. UNNIÐ er að uppsetningu sjókælikerfis í Beiti NK. ■ Vaxandi áhugi/C2 ■ Skuldbreyting/C5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.