Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGIÍNBLAÐIÐ STJÓRIMARMYNDUN Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa fjórum sinnum starfað saman í tveggja flokka ríkissljórn Stj órnarmyndunin j afn- an flókin og tímafrek ÓLAFUR Jóhannesson var formaður Framsóknarflokksins þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur mynduðu ríkissljórn árið 1974. Geir Hallgrímsson, sem var forsætisráðherra þeirrar stjórn- ar, myndaði síðan stjórn flokkanna tveggja ásamt Steingrími Hermannssyni árið 1983 en myndin til hægri var tekin meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu þá yfir. Erfitt samstarf á 6. áratugnum Sj alfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur- inn hafa fjórum sinnum á lýðveldistímanum náð saman um myndun tveggja flokka ríkis- stjómar. Pétur Gunn- arsson rifjaði upp að- draganda myndunar síðustu tveggja ríkis- stjórna flokkanna; ríkis- stjórnar Geirs Hall- grímssonar sem sat frá 1974-1978 ogríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar sem sat frá 1983-1987. EGAR gengið var til al- þingiskosninga 23. apríl 1983 sat við völd ríkis- stjórn sú sem Gunnar Thoroddsen hafði myndað 8. febrúar 1980 með tilstyrk nokk- urra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins ásamt Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Við þessar kosningar bauð Kvennalistinn fram í fyrsta skipti og einnig Bandalag jafnaðarmanna sem orð- ið hafði til við klofning fylgis- manna Vilmundar Gylfasonar frá Alþýðuflokknum. Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt á landsvísu úr 35,4% í 38,7% og hlaut 23 þingmenn í stað 21. Bandalag jafnaðarmanna hlaut 7,3% og 4 þingmenn, Kvennalisti 6,5% og 3 þingmenn. Framsóknarflokkur tapaði 3 þing- mönnum, átti nú 14; þingflokkur Alþýðuflokksins -minnkaði úr 10 þingmönnum í 6 og Alþýðubanda- lag tapaði einum þingmanni og hlaut 10 þingsæti. Gunnar Thoroddsen baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 28. apríl 1983. Vigdís Finnboga- dóttir, sem þá hafði í fyrsta skipti afskipti af myndun ríkisstjórnar eftir að hún var kjörin forseti árið 1980, fól Geir Hallgrímssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, um- boð til stjómarmyndunar þann 29. apríl. Geir hafði ekki náð kjöri til Alþingis í kosningunum. Afnám vísitöluteng- ingar launa Fyrstu dagana eftir kosningar kom í ljós í viðræðum forystu- manna flokkanna að Alþýðuflokk- urinn taldi ekki raunhæft að stefna að myndun stjórnar stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja, Alþýðu- flokks, Sjalfstæðisflokks og Bandalags jafnaðarmanna. Þar réð úrslitum ágreiningur krata við fyrrum flokksmenn sína í BJ. Jafnframt kom fram að innan Framsóknarflokksins var veruleg- ur áhugi á myndun tveggja flokka stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir könnunarviðræður Geirs Hallgrímssonar við leiðtoga allra flokka hófust daglegir fundir for- Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur störfuðu saman í tveimur tveggja flokka ríkis- stjórnum sem sátu frá 14. mars 1950 til 24. júlí 1956. • Eftir kosningar árið 1949 tókst ekki að mynda ríkisstjórn sem hefði stuðning meirihluta Alþingis. Ólafur Thors myndaði minnihlutasljórn Sjálfstæðis- flokksins og tók hún við völdum 6. desember 1949 en varð að biðjast lausnar eftir um þriggja mánaða setu, 2. mars 1950, eft- ir að Alþingi hafði samþykkt á hana vantraust. • Eftir að tilraunir til að mynda meirihlutastjórn höfðu enn mistekist og Sveinn Björns- son, forseti tslands, hafði falið Vilhjálmi Þór að mynda utan- þingsstjórn, 11. mars 1950, fóru forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þess á leit við forseta að myndun utan- þingsstjórnar yrði frestað um skeið meðan þeir gerðu úrslitat- ystumanna Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks þar sem einkum var íjallað um brýnar efnahagsráðstaf- anir en vegna vísitölutryggingar launa og víxlhækkana kaupgjalds og verðlags vofði um 20% almenn launáhækkun yfir frá 1. júní. Margir þingmanna Sjálfstæðis- flokksins voru fylgjandi því að fá Alþýðuflokkinn til að mynda þriggja flokka ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki en slíkar viðræður komust skammt á veg þar sem Alþýðu- flokkurinn gerði það að úrslitatriði fyrir slíkri stjórnarmyndun að flokkurinn fengi forsætisráðu- neytið. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur héldu hins vegar áfram viðræðum en ekki gekk saman og þann 11. maí afsalaði Geir Hallgrímsson sér umboði til stjórnarmyndunar. Það var mat forsvarsmanna ilraun til samkomulags. • 14. mars 1950 tók svo til starfa stjórn flokkanna tveggja undir forsæti Steingríms Stein- þórssonar, forseta Sameinaðs Alþingis og þingmanns Fram- sóknarflokksins. • Formenn beggja flokkanna, Ólafur Thors og Hermann Jónasson, gegndu ráðherra- embættum í stjórninni en hvor flokkur hafði þar 3 ráðherra. í þingliði flokkanna voru 36 af 52 alþingismönnum. • Flokkarnir tveir gengu óbundnir til þingkosninga í júní 1953. Þar bætti Sjálfstæðis- flokkur við sig 2 þingmönnum og sat þá 21 maður í þingflokki hans en Framsóknarflokkur missti 1 þingmann og sátu 16 framsóknarmenn á þingi eftir kosningar. • Framsóknarmenn lögðu áherslu á að fá Alþýðuflokkinn til liðs við ríkisstjórnina og stóð í þrefi um stjórnarmyndun milli beggja flokkanna að verulega hefði þokast í málefnaviðræðum flokkanna, sem m.a. höfðu náð samstöðu um að afnema þyrfti vísitölubindingu launa en ekki náðist saman um útfærslu þess atriðis. Þrýst á niðurstöðu fyrir 1. júní Forseti íslands fól formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni, samdægurs að fara með umboð til stjórnarmynd- unar og Steingrímur kaus að halda áfram viðræðum við sjálfstæðis- menn og útilokaði um leið viðræð- ur við aðra flokka. Enn töldu talsmenn flokkanna tveggja að viðræður þeirra hefðu þokað málum áleiðis en ekki nóg til að saman gengi og hinn 16. maí taldi Steingrímur Hermanns- son fullreynt að sinni og skilaði forseta íslands umboðinu. Vigdís Finnbogadóttir, forseti stjórnarflokkanna tveggja án þess að til eiginlegra viðræðna væri gengið fyrr en 12. ágúst. • Stjómarmyndunarviðræð- ur gengu hægt loks er þær hó- fust og að því er fram kemur í bók Agnars Kl. Jónssonar, Sögu stjórnarráðsins, var almennt talið að því ylli ekki eingöngu málefnaágreiningur heldur einnig persónulegar ástæður forystumanna flokkanna. • Svo fór þó að samkomulag náðist milli flokkanna tveggja og 11. september baðst Stein- grímur Steinþórsson lausnar fyrir ráðuneyti sitt og samdæg- urs tók fjórða ráðuneyti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðis- flokksins, við völdum. Þar sátu þrír ráðherrar frá hvorum flokkanna tveggja. Flokkarnir tveir störfuðu hins vegar fyrst saman í tveggja flokka ríkisstjórn frá árunum 1932-1934. Sú stjórn laut for- sæti Asgeirs Asgeirssonar. íslands, sem hafði lagt ríkt á við forystymenn flokkanna að ljúka stjórnarmyndun fyrir 1. júní, fól nú Svavari Gestssyni, formanni Alþýðubandalagsins, að kanna möguleika á stjórnarmyndun og sætti sú ráðstöfun talsverðri gagn- rýni, m.a. í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði þátttöku í stjórnarmyndunatil- raunum Svavars Gestssonar og tilraunir hans til myndunar vinstri stjórnar báru ekki árangur. Eftir að Svavar hafði afsalað sér umboði þann 21. maí kaus forseti íslands að veita engum umboð til stjórnarmyndunar en bíða átekta hvað kæmi út úr þreif- ingum forystumanna flokkanna. Þetta lag nýttu forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks til að gera þriðju atrennu að stjómarmyndun og nú gekk saman. Um skeið var þátttaka Alþýðu- flokks inni í myndinni en eftir að kröfum krata um 3 ráðherraemb- ætti hafði verið hafnað héldu Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, sem samtals höfðu yfir 37 af 60 þingsætum að ráða, við- ræðum áfram og gengu frá stjóm- arsáttmála sín á milli. Fyrst þegar ljóst þótti að sam- komulag væri innan seilingar gekk Steingrímur Hermannsson á fund forseta að kvöldi 25. maí og fékk umboð til stjórnarmyndunar. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við völdum 26. maí 1983, 33 dögum eftir kosning- ar. Þar sátu 10 ráðherrar, 6 sjálf- stæðismenn fóru með 7 ráðuneyti og 4 framsóknarmenn með 6 ráðu- neyti. Þetta var í fyrsta skipti sem flokkarnir mynduðu tveggja flokka ríkisstjórn þar sem fjölda ráðherra var ekki jafnt skipt milli þeirra og skýrðist það af því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kaus 6 ráðherraembætti fremur en að halda forsætisráðherraemb- ættinu og skipta ráðherrastólum jafnt milli flokkanna. Þingrof 1974 Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra boðaði til alþingiskosn- inga 30. júní 1974 með þingrofi eftir að ljóst var að vinstri stjórn framsóknarmanna, Alþýðubanda- Iags og Samtaka fijálslyndra og vinstri manna hafði misst þing- meirihluta sinn þegar ár var eftir af kjörtímabili hennar. í kosning- unum, þar sem m.a. var tekist á um stefnuna í varnarmálum og afstöðuna til Atlantshafsbanda- lagsins og varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, vann Sjálfstæðis- flokkurinn sinn stærsta sigur frá árinu 1933 og hlaut 42,7% at- kvæða og 25 af 60 þingmönnum. Þingstyrkur Framsóknarflokksins var óbreyttur, 17 þingmenn, þrátt fyrir lítils háttar fylgistap, Alþýðu- bandalag vann einn mann og átti nú 11 þingmenn. Kratar áttu að- eins 5 þingmenn, og höfðu ekki verið færri síðan 1933, og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem hlotið höfðu 5 þingmenn í kosning- unum 1971, hlutu nú aðeins 4,6% atkvæða og 2 menn kjörna. 58 daga stjórnar- myndunarviðræður Kristján Eldjárn, forseti íslands, fól Geir Hallgrímssyni, formanni Sjalfstæðisflokksins, fyrstum um- boð til stjórnarmyndunar 5. júlí og eftir að hafa fyrstu vikuna lát- ið vinna úttekt á stöðu efnahags- mála óskaði Geir eftir viðræðum við alla stjórnmálaflokka um brýn- ustu aðgerðir í þeim efnum. Því var hafnað og einnig tilboði Geirs til Framsóknar- og Alþýðu- flokks um viðræður um myndun þriggja flokka stjórnar. Við svo búið skilaði Geir forseta umboði sínu 24. júlí og var Ólafi Jóhannessyni þá falið að hafa for- ystu um stjórnarmyndun. Þriggja vikna þreifingar vinstri flokkanna undir forystu Ólafs báru ekki árangur og þann 13. ágúst 1974 hófu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjómarmynd- unarviðræður undir forystu Ólafs. Það sá fyrir endann á þeim við- ræðum þann 27. ágúst 1974 þegar Geir Hallgrímsson gekk á fund Kristjáns Eldjárns forseta og kynnti honum að flokkarnir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að mynda ríkisstjórn undir forystu Geirs og lagði ráðherralistann fyr- ir forseta. 58 dögum eftir kosningar, þann 28. ágúst 1974, tók svo ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar við völdum. Hvor flokkur átti fjóra ráðherra í ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokk- ur fór með 7 ráðuneyti en Fram- sóknarflokkur með 6. 4 1 I I I 6 í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.