Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ STJORIMARMYNDUIMARVIÐRÆÐUR AKUREYRI Helmingaskipti á ráðherrum og ráðuneytum Halldór líklegur utanríkisráðherra raddir í Framsóknarflokknum um að flokkurinn verði að undirstrika nýja ímynd sína með því að hafa að minnsta kosti eina konu í ráðherra- embætti. Styrinn gæti því aðallega staðið um fimmta ráðherra Framsóknar- flokksins. Páll Pétursson, fyrrverandi þingflokksformaður, telur sig eiga tilkall til ráðherraembættis, enda hefur hann lengsta þingreynslu af núverandi þingliði flokksins, hefur setið á þingi frá 1974 án þess að fá ráðherraembætti. Rök Páls eru jafn- framt þau að Norðurland vestra hafi lengi ekki „átt“ ráðherra. Margir hinna nýju þing- manna Framsóknarflokks- ins, sem telja að flokkurinn geti þakkað þeim nýja og fíjálslyndari ímynd, líta hins vegar svo á að Páll sé full- trúi fortíðarinnar í Fram- sóknarflokknum og leggjast gegn ráðherradómi hans. Harðasti keppinautur hans um ráðherraembættf er sennilega Siv Friðleifsdóttir, sem leiddi listann á Reykja- nesi og vann góðan sigur. Rétt eins og í Sjálfstæðis- flokknum er bent á að Reykjanes, sem „vaxt- arkjördæmi" Framsóknar- flokksins, þurfi að eiga sinn fulitrúa í þingliðinu. Reynsluleysi og ungur aldur há hins vegar Siv. Loks hefur Guðni Ágústs- son, þingmaður af Suður- landi, verið orðaður við ráð- herraembætti, en fáir telja hann eiga möguleika á því. Viya byija með hreint borð Eins og áður segir hefur skipting ráðuneyta ekki verið rædd ýtarlega á milii flokksformannanna — enda eru formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður ekki hafnar. Af hálfu fram- sóknarmanna kemur hins vegar fram það sjónarmið að eðlilegt sé að byija með nokkurn veginn hreint borð, þar sem þeir vilji ekki taka fyrirvara- laust við ráðuneytum Alþýðuflokks- ins. Fram kom hér á undan að gera megi ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur fái forsætisráðuneytið og Framsókn- arflokkur utanríkisráðuneytið. Þá er ekki óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkur- inn fái fjármálaráðuneytið og Fram- sóknarflokkur þá hitt efnahagsráðu- neytið, sem er viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytið. Framsóknarmenn ræða jafnframt um að eðlilegt sé að flokkarnir skipti atvinnuvegaráðuneytunum, þ.e. sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, á milli sín. I hópi fijálslyndari fram- sóknarmanna má heyra þær raddir að flokkurinn ætti fremur að sækjast eftir sjávarútvegsráðuneytinu en landbúnaðarráðuneytinu, til að „ná af sér sveitastimplinum" eins og einn orðaði það. Minna hefur verið rætt um ráðu- neytin, sem afgangs eru, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom fram mikill áhugi á mennta- málaráðuneytinu á fundi þingflokks og landstjórnar Framsóknarflokksins í gær. Svipað form er á vali ráðherralista í báðum flokkum; formaður gerir til- lögu, sem hann leggur fyrir þing- flokkinn. I Framsóknarflokknum er nokkur hefð fyrir slíku og þingflokk- urinn ekki vanur að greiða atkvæði um tillöguna. Fyrirkomulagið er hins vegar yngra í Sjálfstæðisflokknum og ekki jafnfast í sessi. Það gæti því orðið prófsteinn á styrk Davíðs Odds- sonar gagnvart þingflokknum hvort hann fær ráðið breytingum á ráð- herraliðinu. Búizt er við að hvor flokkur fái fímm ráð- herra ef Framsóknar- o g Sjálfstæðisflokkur mynda ríkisstjóm. Líklegt er að Halldór Ásgrímsson sækist eftir utanríkisráðherra- embættinu. Olafur Þ. Stephensen, Omar * Fríðríksson og Egill Olafsson kynntu sér umræður um skiptingu ráðuneyta. GENGIÐ er út frá því, bæði í herbúð- um Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins, að flokkarnir muni hafa því sem næst helmingaskipti á ráðherrum og ráðuneytum, takist þeim að mynda stjórn saman. Þannig er gert ráð fyrir að hvor flokkur fái fimm ráðherra. I þeim viðræðum, sem farið hafa fram milli flokks- formannanna, þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás- grímssonar, hefur ekki verið rætt ýtarlega um skiptingu á ráðherrum og ráðuneytum. Sátt er um að Davíð yrði forsætisráðherra í nýrri stjóm, enda leggja fram- sóknarmenn til að Davíð fái umboð til að mynda hana. Halldór vill utanríkisráðuneyti Þá er það mál langflestra, sem við er rætt, að Halldór Ásgrímsson ætli sér utanrík- isráðherraembættið. Bæði er almennt litið á það sem annað virðingar- og áhrifamesta ráðherraembættið og eins hefur Halldór ýmis áhugamál á sviði utanríkismála, sem hann vill gjaman hrinda í framkvæmd. Þar má nefna stofnun Norður-heim- skautsráðs, eflingu Norðurlandasam- starfsins og framtíðartengsl Islands við Evrópusambandið, sem Halldór vill hafa náin þótt hann sé ekki hlynntur aðild að sambandinu. 1 hvomm fiokki em nokkrir þing- menn, sem telja má nokkuð ömgga um ráðherraembætti. í Sjálfstæðis- flokknum er Friðrik Sophusson, Ijár- málaráðherra og varaformaður flokksins, ömggur í sessi. Friðrik hefur samkvæmtupplýsingum Morg- unblaðsins sýnt því áhuga að sitja áfram í íjármálaráðuneytinu. Jafn- framt þykir Halldór Biöndal, land- búnaðar- og samgönguráðherra ör- uggur um að halda sæti í ríkisstjóm- inni. Mál flestra sjálfstæðismanna er að ekki sé hægt að ganga framhjá Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegs- og dóms- og kirkjumálaráðherra, við val á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins, hins vegar sé ekki þar með sagt að hann haldi sjávarútvegsráðuneytinu. Reyknesingar styðja Ólaf Staða Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra þykir veikust af núverandi ráðhermm Sjálfstæð- isflokksins. Davíð Oddsson hefur sagt að hann teldi eðlilegt að breyt- ingar yrðu á ráðherraliði flokksins og jafnframt er vitað að hann leggur áherzlu á að Björn Bjamason, þing- maður Reykvíkinga, komi inn í ríkis- stjórnina. Menn sjá hins vegar fáa möguleika á slíku án þess að Ólafur víki, og rætt hefur verið um að hann fengi þá í staðinn embætti forseta Alþingis. Slíku munu sjálfstæðismenn á Reykjanesi hins vegar tæplega taka þegjandi. Þeir benda á að hátt í þriðj- í Framsóknarflokknum þykja tveir menn nánast ömggir um ráðherra- stól, auk flokksformannsins. Það em þeir Guðmundur Bjamason, varafor- maður og 1. þingmaður Norðurlands eystra, og Finnur Irigólfsson, þing- flokksformaður. Auk þeirra þykir Ingibjörg Pálmadóttir, 1. þingmaður Vesturlands, koma sterklega til greina í ráðherrastói. Hún jók fylgi flokksins á Vesturlandi í kosningun- um og auk þess em afar sterkar ungur af fylgi Sjálfstæðisflokksins komi úr kjördæminu. Ein ástæða stöðugs fylgis þar sé sterk forysta, og hún myndi veikjast ef Ólafl yrði vikið úr ráðherrastóli. Hópur sjálfstæðismanna í kjör- dæminu hittist á fundi í gærkvöldi til að ræða ýmis mál og var þar hart tekið á fréttum um að hugsan- lega ætti að skáka Ólafi út úr stjórn. Ema Nielsen, formaður kjördæmis- ráðs flokksins á Reykjanesi, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér fyndist hugmyndin fráleit og raunar ekki umræðu verð. Engin rök væm fyrir því að Reykjanes ætti ekki ráð- herra áfram. „Sjálfstæðismenn standa fast við bakið á sínum odd- vita í kjördæminu, Ólafí G. Einars- syni,“ sagði hún. Möguleikar t.d. Sturlu Böðvars- sonar á ráðherraembætti þykja mun minni í stjórn, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki nema fímm ráðherra, í stað sex sem hann hefði getað fengið í stjórn með Alþýðu- flokki. Hins vegar heyrist áfram frá kon- um í Sjálfstæðisflokknum að nauð- synlegt sé að einhver af þingkonum flokksins fái ráðherrastói, til þess að hægt sé að halda áfram að reyna að bæta ímynd flokksins meðal kvenna. Á móti er bent á að konum hafí ekki tekizt að hreppa efstu sæti á fram- boðslistum Sjálfstæðisflokksins. Óvíst um „fimmta ráðherra" Framsóknar Síðasti vetrardagurinn? ÍSLENDINGAR fagna á morg- un sumardeginum fyrsta og víst er að fáir verða jafn fegnir sum- arkomunni og íbúar norð- anlands og vestan þar sem hafa verið miklar vetrarhörkur um langt skeið. Myndin er tekin þegar fólk var að skjótast milli húsa í miðbæ Akureyrar í snjó- komunni í gær. Vorkoma í Eyjafjarðarsveit VORKOMA í Eyjafjarðarsveit er yfirskrift fimm daga hátíðarhalda sem efnt er til í Eyjafjarðarsveit og hefst í dag, miðvikudaginn 19. apríi. Dagskráin hefst í Blómaskálan- um Vín í kvöld kl. 21.00 þar sem veitt verða verðlaun í ljóðasam- keppni, sem haldin' var af þessu tilefni, ljóðaupplestur, kennarar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika og hagyrðingar leggja sitt af mörk- um. Þá sýnir Freyvangsleikhúsið Kvennaskólaævintýrið kl. 20.30. Sumardaginn fyrsta, á morgun, fímmtudag, verður íþróttamót Funa haldið á Melgerðismelum, fermingarmessa verður í Möðru- valiakirkju kl. 11.00 en þá verður nýtt orgel vígt. Á föstudag verður dagur ungu kynslóðarinnar í Eyjafjarðarsveit í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla og um kvöldið sýnir Freyvangsleik- húsið Kvennaskólaævintýrið, þá verður einnig sýning á leikritinu á laugardagskvöld. Kórakvöld, þar sem fram koma Dísukórinn, Lóuþrælar, tvöfaldur karlakvartett og ’ einsöngvarar, verður í Laugaborg kl. 21.00 á laugardagskvöld. Vorkomunni iýk- úr síðan með hátíðarmessu í Grund- arkirkju kl. 13.30 á sunnudag. Ferming í Sval- barðskirkju FERMINGARGUÐSÞJÓNUSTA verður í Svalbarðskirkju í Laufás- prestakalli á morgun, sumardag- inn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, kl. 11.00. Fermd verða: Ásta Þorgilsdóttir, Smáratúni, Svalbarðseyri. Finnur Karl Bentsson, Svein- bjarnargerði, Svalbarðsströnd. Helgi Laxdal Sveinbergsson, Túnsbergi, Svalbarðsströnd. Kjartan Pálsson, Mógili, Sval- barðsströnd. Kristján Friðriksson, Gautsstöð- um, Svalbarðsströnd. Skátaguðs- þjónusta SKÁTAGUÐSÞJÓNUSTA verður í Glerárkirkju á morgun, fimmtu- daginn 20. apríl, kl. 11.00. Tryggvi Marinósson flytur hugleiðingu. Sumarfagn- aður Hlífar SUMARFAGNAÐUR Kvenfélags- ins Hlífar verður haldinn í safnað- arheimili Glerárkirkju á morgun, sumardaginn fyrsta, og hefst hann kl. 15.00. Sýnd verða listaverk unnin af þremur ættliðum, Elísabetu Geir- mundsdóttur, Iðunni Ágústsdóttur og Elísabetu Magnúsdóttur. Óskar Pétursson syngur einsöng við und- irleik Guðjóns Pálssonar. Þá verð- ur happdrætti og selt verður veislukaffi. Allur ágóði rennur að vanda til bamadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Yfirbugaður með táragasi LÖGREGLAN á Akureyri yf- irbugaði mann á Ráðhústorgi um helgina með því að nota táragas. Lögreglan ætlaði að hafa af- skipti af manni vegna óláta, fé- lagar mannsins komu honum til aðstoðar og nokkurt öngþveiti varð af sem leiddi til þess að gripið var til táragasbrúsans. „Þetta gerir engum neitt, þetta eru augnablikssárindi þannig að menn hætta að slást,“ sagði Ólafur Ásgeirsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn. Páskahelgin var nokkuð róleg á Akureyri og sagði Ólafur að það að veitingastaðir voru opnir hefði sitt að segja, fólk væri þá ekki ráfandi um götur eða drekk- andi i heimahúsum. „Við teljum að þessi opnunartími veitinga- húsa um páskana hafí gefist vel,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.