Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ GERALD HASLER + Gerald Hans Rainhold Hasl- er var fæddur á ísafirði 28. septem- ber 1929. Hann lést í Inzell i Þýskalandi 25. mars sl. For- eldrar hans voru hjónin Gertrud Henriette Hasler og Hans Georg Hasler bakarameistari. Systur hans eru Ilse Anderson, búsett í Connecticut, og Guðrún Á. Jónsson, búsett á ísafirði. Jólin 1953 giftist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Karitas Sölvadóttur Hasler, f. 23. maí 1926. Börn þeirra eru: 1) Hans Gerald, f. 7. janúar 1951, maki Valgerður Sigurðardóttir, og eiga þau tvær dætur. 2) Guðrún Margrét, f. 9. apríl 1952, og á hún þijú börn. 3) Hafsteinn, f. 22. júní 1953, maíd Kristín Guð- jónsdóttir og eiga þau tvö börn. 4) Ilse Ásta, f. 17. júní 1955 og á hún þrjár dætur og eitt barna- barn. Fyrir átti Gerald Gunnar, ÉG VIL með nokkrum fátæklegum orðum minnast mágs míns og vinar sem fallinn er nú frá. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir 10 ára dreng sem lifði áhyggjulausu lífí að sjá föður sinn tekinn til fanga og fluttan í fangabúðir, þar sem hann var hafður í haldi til stríðsloka sökum þess að hann var þýskur ríkisborgari. En það lá ekki fyrír Gerald að gefast upp því að 12 ára gamall er hann sumarlangt kokkur á snurvoðarbát frá ísafirði. Það var ekki auðvelt að lifa af læringslaun- um þá fremur en nú en Gerald var hörku duglegur maður til vinnu og vann hann á kvöldin við beitingu og slægingu til þess að sjá fjölskyld- unni farboða á meðan hann var í náminu. Þegar móðir hans lést, árið 1960, kaupa þau hjónin húseign hennar á Mánagötu 1 og setja á stofn hótel Mánakaffl og síðar kaupir hann City Hótel í Reykjavík. Gerald fann sig vel í þessu starfí og má segja að hann hafí haft þetta frá báðum foreldrum, en móðir hans var með matsölu á ísafirði í yfir 20 ár og faðir hans var bakara- meistari á ísafírði og Hólmavík yfír 40 ár. Samhent reka þau Gerald og Kaja þessi hótel en samheldni þeirra var einstök og oft var langur vinnudagur hjá þeim. Þegar þau ákveða að flytja til Þýskalands árið 1983 má segja að Gerald hafí verið f. 10. september 1949, maki Brynja Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú börn, en fyrir átti Gunnar eitt barn. Gerald byrjaði til sjós 12 ára gamall og stundaði sjó- mennsku á ýmsum bátum og togurum til ársins 1955 að hann hóf nám í raf- virkjun hjá Raf hf. á ísafirði og lauk prófi árið 1959. Hann hóf rekstur Hótels Mánakaffis á ísafirði árið 1960 og rak það til ársins 1973. Árið 1971 kaupir hann City Hótel í Reykjavík og rak það til ársins 1981 en þá tók Hans sonur hans við rekstrin- um. Árið 1983 fluttu þau hjónin til Þýskalands og hafa dvalið þar síðan. Minningarathöfn um hann fór fram í Inzell 29. mars en útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 19. aprfl, og hefst athöfnin kl. 13.30. kominn heim. Foreldrar hans voru Þjóðverjar og var hann mikill Þjóð- verji í sér. Það var mikið áfall fyrir um þremur árum þegar í ljós kom að hann var með krabbamein. Sjúk- dómi sínum tók Gerald með karl- mennsku og æðruleysi og barðist eins og hefja til síðustu stundar. Margs er að minnast þegar góður drengur fellur frá, okkar kynni eru búin að vara í nær 50 ár og sérstak- lega eftir að undirritaður giftist systur hans. Með þeim systkinum var innilegt og gott samband alla tíð og bar hann mikla umhyggju fyrir systrum sínum. Gerald fylgdist alla tíð vel með því sem gerðist á ísafirði og öllu því sem tengdist sjónum. Þegar hann frétti um smíð- ina á nýju Guðbjörginni hafði hann mikinn áhuga á að sjá hana. Þetta frétti æskuvinur hans, Ásgeir Guð- bjartsson, og bauð hann þeim hjón- um að sigla með nýja skipinu frá Noregi heim til Ísaíjarðar sem þau þáðu. Helstu áhyggjur Geralds voru hvort honum myndi endast heilsa til þess að takast á við þessa ferð. Allt gekk að óskum og var gaman að sjá hversu vel Gerald leið að fá að taka þátt í þessari siglingu og að komast aftur á sjóinn. Hann fylgdist síðan áhugasamur með því hvernig gekk og þegar ég heyrði síðast í honum, 2. mars sl., bað hann fyrir bestu kveðjur til allra t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og tengdafaðir, PÉTUR J. THORSTEINSSON fyrrverandi sendiherra, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 19. apríi, kl. 13.30. Oddný Thorsteinsson, Pétur G. Thor&teinsson, Birna Hreiðarsdóttir, Björgólf ur Thorsteinsson, Eiríkur Thorsteinsson, Valborg Snævarr og barnabörn. > t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAJA CH. GUÐMUNDSSON, Mávabraut 11A, Keflavík, sem lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur föstu- daginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 22. apríl kl. 16.00. Þorbjörg L. Guðmundsdóttir, Henning L. Guðmundsson, Birna Björnsdóttir, Pétur Guðmundsson, Ester Hansen, Randý S. Guðmundsdóttir, Magnús Fr. Hjelm, Steinunn Guðmundsdóttir, Skarphéðinn R. Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR sem voru með honum á sigling- unni. Það eru margar fleiri minn- ingar sem hrannast upp frá heim- sóknum okkar til þeirra hjóna í Þýskalandi og heimsóknum þeirra til okkar. Minnisstæð er heimsókn þeirra til okkar þegar við fórum öll fjögur til Aðalvíkur og dvöldumst þar nokkra daga. Kaja mín, við Guðrún sendum þér og krökkunum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sérstaklega til Geralds litla, langafastráksins sem fékk allt of stutt að vera með afa sínum. Kæri mágur og vinur, að leiðar- lokum þakka ég vináttu og tryggð í gegnum árin. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum þér guðs blessunar. Bæring G. Jónsson. Mig langar að minnast Geralds frænda míns með nokkrum orðum og þakka fyrir okkar kynni. Eins og mín fyrstu kynni voru af honum fannst mér hann vera strangur og frekar hastur þegar hann talaði til mín á mínum yngri árum. Og ekki fannst mér við eiga skap saman, en þegar ég varð eldri fékk ég ann- að álit á honum. Þetta var honum eðlilegt, að byrsta sig svolítið og vilja hafa aga á öllu. Ég minnist þess þegar ég sem smá gutti var að koma neðan úr bæ á leiðinni heim þá lá leiðin oftast fram hjá Ishúsfélaginu þar sem opið var inn í fískmóttökuna og heilir haugar af físki af netabátunum. Þá kíkti maður inn og horfði á karlana í slægingunni, þessa sem byrjuðu að vinna seinni partinn og unnu fram undir morgun, meðal þessara karla var Gerald frændi. Þá hugsaði mað- ur ekki að þetta væri aukavinnan hjá honum. Svo það hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Alltaf var hann vinnandi, ég man bara ekki eftir honum öðru vísi þegar við heimsóttum Gerald og Kaju, t.d. í sumarbústaðinn við Xlftavatn, þá var ekki að spyija að því. Það var örugglega til hrífa eða pensill eða að þú máttir vitja um netin. Seinna meir þegar við heimsóttum þau úti í Þýskalandi: „Þú getur hjólað með mér út í bakarí.“ Þetta var honum eðlilegt. Þú gegnir strákur, en nú vantaði nýtt brauð í morgunverð- inn. Hann var höfðingi heim að sækja, fór með manni um allt og vildi allt fyrir mann gera. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málunum og stutt var í strákinn í honum, því hann átti það til að stríða manni ef svo bar undir. Þeg- ar við sóttum nýju Gugguna síðast- liðið haust kveið ég fyrir að hitta hann. Hvað segir maður við frænda sinn sem veit að hann gengur með ólæknandi sjúkdóm? En þetta var ekkert til að hafa áhyggjur af, hon- um var eðlilegt að tala um þetta eins og hvað annað. Átti það meira að segja til að gantast með það. Með innilegu þakklæti og virð- ingu kveðjum við vin okkar og frænda. Kaju, Gunnari, Hans, Hafsteini, Guðrúnu, Ilsu og öllum aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Geralds Hásl- ers. Elvar, Inga Lára og dætur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sóiin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Elsku afí, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur og megir þú hvíla í friði. Elsku amma okkar, við vitum að missir þinn er mikill en við vitum öll að honum líður vel þar sem hann er kominn til betri heima. Við biðj- um Guð að hjálpa þér og styrkja á erfiðri skilnaðarstundu. Blessuð sé minning afa. Ema Björk, Inga Hrönn, Berglind Dögg og Guðjón Hafsteinn Hásler. Mig langar að skrifa hér nokkur kveðju- og minningarorð um móð- urbróður minn, Gerald Hásler. Starfs- og æviferill hans var fjöl- breyttur og athafnasemi hans voru lítil takmörk sett. Gerald stundaði sjómennsku framan af, var á skaki, síldveiðum og togurum, m.a. Sól- borginni. Þegar hann kom í land lærði hann rafvirkjun, en á árunum 1960-1961 tók hann við rekstri Mánagötu 1 á ísafírði af ömmu minni, en þar hafði hún rekið mat- sölu og gistingu til fjölda ára. Amma mín var einn af brautryðj- endum í hótelrekstri á ísafírði, en þegar Gerald tekur við rekstrinum gjörbreytir hann húsnæðinu og stofnar Hótel Mánakaffí og hafði jafnframt gistiherbergi víðar. Hann rak hótelið af sínum alkunna mynd- arskap og snyrtimennsku. Gerald gerði ávallt miklar kröfur til sjálfs sín og annarra, en hann þótti sann- gjam húsbóndi og margar em þær stúlkurnar sem unnu hjá þeim hjón- um, sem minnast hans og Kaju og góðra stunda með þeim á Mána- kaffi. Ekki skal dregið úr þætti Kaju konu hans því hún stóð alla tíð með honum í starfi og vom þau hjón mjög samhent. Gerald hætti hótelrekstri á ísa- fírði árið 1973 og fluttist þá til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Þar stofnaði hann fyrirtæki með vélasölu ásamt öðmm og jafnframt rak hann City Hótel í Reykjavík, sem í dag er rekið af syni hans. Afí minn, Hans Georg Hásler bakarameistari, flutti til sonar síns á efri árum, eftir að hafa rekið bakarí á Hólmavík. Tók hann að sér næturvörslu á Hótel Mánakaffi. Var ætíð mjög kært með þeim feðg- um og studdu þeir vel hvorn annan. Tengsl okkar Geralds vom alla tíð náin og góð, en þegar hann flutt- ist til Reykjavíkur minnkuðu sam- skiptin, en alltaf fylgdist hann samt vel með því sem var að gerast fyr- ir vestan og var alla tíð í góðu sam- bandi við Guðrúnu systur sína. árið 1983 flytja þau hjón til Þýskalands, landsins sem hann var ættaður frá og dáði svo mjög. í Inzell bjuggu þau sér fallegt heim- ili af sinni einstöku smekkvísi og alúð og þar lést hann í sjúkrahúsi 25._mars sl. Ég, sem ungur drengur, leit alla tíð mjög upp til Geralds frænda míns og átti hann sinn þátt í því að koma mér til manns. Það þótti heldur ekki ónýtt á 6. áratugnum að eiga frænda á Sólborginni, sem sigldi til útlanda og úr einni ferðinni færði hann mér bíl, hvítan sjúkra- bíl, og í honum var sjúklingur á bömm. Gjöfín lýsti vel umhyggju hans, en þá lá ég veikur á sjúkrahúsi. Ég upplifði það líka að fara mína fyrstu sjóferð með Gerald, sem þá var á skaki með Gísla Jóns á bát sem þeir áttu saman. Ég var af- spyrnu sjóveikur, en Gerald hafði ákveðnar skoðanir á því hvemig sjóveiki væri Iæknuð og fékk ég að kynnast því. Án þess að ég fari nánar út í þá aðferð, þá hef ég ekki verið sjóveikur síðan. Á þessum árum áttu þau hjón sumarbústað á Dagverðardal og foreldrar mínir einnig. Var mikill samgangur milli fjölskyldnanna og margra ánægjustunda minnist ég þaðan, enda var þá búið á dalnum allt sumarið. Það var svo árið 1991, sem þess- ar fjölskyldur, ásamt börnum og barnabömum, ákváðu að halda eins konar ættarmót í Þýskalandi. Til þess hafði nú gefist tækifæri þar sem Berlínarmúrinn var fallinn og ennþá voru ættingjar þeirra systk- ina austan megin. Ferðin var Iíka farin í minningu afa míns, sem hefði orðið 100 ára um þær mund- ir. Þessi ferð var skipulögð af Ger- ald út í ystu æsar, allt með þýskri nákvæmni og naut hann sín vel í forystuhlutverkinu og ferðuðumst við um landið þvert og endilangt og lukum henni heim hjá þeim hjón- um í Inzell þar sem við fengum höfðinglegar móttökur. Þessi ferð varð okkur öllum ógleymanleg og styrkti mjög öll fjölskyldubönd, bæði hér heima og ytra. Sl. sumar var ljóst að Gerald var haldinn þeim sjúkdómi, sem dró hann til dauða. Hann kom í heim- sókn til ísafjarðar og áttu þau hjón hér góða daga. Um haustið tókst honum síðan það ætlunarverk að sigla sína síðustu sjóferð til ís- lands, en hann sigldi með vinum sínum heim með Guðbjörginni nýju frá Noregi og hafði hann mikla ánægju af þeirri ferð. Hann, sem hafði stundað sjómennsku á gömlu síðutogurunum, heillaðist mjög af þeim framförum sem átt höfðu sér stað á þessum árum, en Guðbjörgin er heldur ekkert venjulegt skip. Ég átti langt og gott samtal við Gerald skömmu áður en hann lést og þá sló hann á létta strengi eins og hann var vanur og vildi lítið gera úr sínum veikindum. Við sem eftir stöndum eurm öll fátækari en áður, því genginn og góður og mætur maður. Ég, og fjöl- skylda mín, votta Kaju og börnum þeirra og bamabömum okkar dýpstu samúð, söknuðurinn er okk- ar allra, en minningin lifir. Hans Georg Bæringsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, INGIBJÖRG INDÍANA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áðurtil heimilis í Hátúni 10, andaðist í Borgarspítalanum að morgni föstudagsins langa. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudag- inn 25. apríl kl. 13?30. Lilja U. Óskarsdóttir, Sigurður Kr. Jóhannsson, Kristín G. Öskarsdóttir, Þorsteinn Hörgdal, Bjarni V. Jónsson, Margrét Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför GUÐRÚNAR M. GUÐMUNDSDÓTTUR (frá Króki í Grafningi), Ljósheimum 20, Reykjavik. Guðmundur Jóhannesson, JóhannesJóhannsson, Helga Thoroddsen, Kristín Hallbjörnsdóttir, Kristinn Gústafsson, Guðrún Hallbjörnsdóttir, Helgi Gústafsson, Guðmundur Hallbjörnsson, börn, barnabörn og langömmubarnið Kristinn James.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.