Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gerð kynningar- rita um ísland 55 millj. munur á tilboðum ÓVENJUMIKILL munur var á tilboðum í útgáfu á tveimur bæklingum um ísland sem Ríkiskaup buðu út nýlega fýr- ir hönd Ferðamálaráðs. Þann- ig hljóðaði tilboð frá fyrirtæk- inu Bláu striki hf. upp á 46-55 milljónir króna meðan Nesút- gáfan bauðst til að taka að sér verkefnið án endurgjalds. í báðum tilvikum er gert ráð fyrir tekjum af sölu auglýs- inga sem verktaki þarf að annast. Verkið nær til allra þátta við vinnslu ritanna, þ.e. útlits- hönnunar, textagerðar, aug- lýsingasölu, þýðingar, próf- arkalesturs, umbrots, lit- greiningar o.s.frv. Ritin verða prentuð á 8 tungumálum. Er þar annarsvegar um að ræða 450 þúsund eintök af sérstöku kynningarriti og 1 milljón ein- taka af dreifiriti. Alls bárust átta tilboð í þetta verkefni til Ríkiskaupa. Auk áðurnefnra fyrirtækja bauðst fyrirtækið Nítíu og sjö til að annast verkið fyrir 23,5 milljónir, Skaldborg bauð 31 milljón, Gott mál 20-29 millj- ónir, Ásprent 27-28 milljónir og Prentsmiðjan 0_ddi 30 milljónir. Tilboð frá Islensku auglýsingastofunni hljóðaði upp á 1.800 þúsund en í því var ekki gert ráð fyrir kostn- aði við prentun. Hjá Ríkiskaupum er unnið að því að yfírfara tilboðin og rætt verður við tilboðsgjafa á næstunni, að Ólafs Ástgeirs- sonar, verkefnisstjóra. Páskaeggjaframleiðendur voru uppiskroppa með egg fyrir páskana Metsala páskaeggja FRAMLEIÐENDUR páskaeggja voru uppiskroppa með páskaegg síðustu dagana fyrir páska. Þeir segja að um metsölu hafi verið að ræða í ár, án þess að hægt sé að fá nánari upplýsingar um fram- leiðslu einstaka framleiðanda. Árið 1993 var áætluð fram- leiðsla páskaeggja hér á landi um 51 tonn skv. upplýsingum frá Hagstofu íslands, en upplýsingar liggja ekki fyrir um framleiðsluna á síðasta ári. Undanfarin ár hafa verið flutt inn erlend páskaegg, en svo var ekki ár. Hins vegar hóf sælgætisgerðin Góa fram- leiðslu páskaeggja fyrir nýliðna páska. Að sögn Jóns Björnssonar, markaðsstjóra Nóa-Síríusar hf., var metsala í páskaeggjum fyrir- tækisins í ár. Jón sagði Nóa-Síríus hafa orðið uppiskroppa með nokkr- ar tegundir páskaeggja þegar á þriðjudag og miðvikudag fyrir páska og á laugardeginum hefðu eggin verið uppseld. Brotin egg keypt Hjalti Sigurðsson, sölustjóri hjá sælgætisgerðinni Mónu, sagðist búast við að metsala hefði verið í páskaeggjum í ár. „Það var aukning í flestum verslunum hjá okkur og fyrstu tölur gefa til kynna söluaukningu frá því í fyrra,“ sagði Hjalti. Hjá Mónu kláruðust páskaeggin fyrir páska. Að sögn Hjalta stopp- aði síminn ekki sl. laugardag, þar sem bæði verslanir og einstakling- ar föluðust eftir eggjum og hann sagði að þess væru dæmi að keypt hefðu verið brotin egg. „Við renndum nokkuð blint í sjóinn, en erum mjög ánægðir með útkomuna," sagði Hannes Helga- son, hjá sælgætisgerðinni Góu sem er nýr framleiðandi páskaeggja. Þar kláruðust öll egg helgina fyrir páska og því þurfti að framleiða páskaegg tvo daga í páskavikunni. Þau egg kláruðust einnig. Hannes sagði að þegar allt væri tekið með í reikninginn hafi fram- leiðsla Góu verið nálægt eitt hund- rað þúsund eggjum, en Góa fram- leiddi m.a. páskaegg fyrir Bónus sem sérpakkaði þeim. „Það má kannski segja að við höfum tekið við innfluttu páskaeggjunum sem hafa verið á markaðnum hér undanfarin ár,“ sagði Hannes. Verðstríð Hjá helstu stórverslunum og víðar var mikill afsláttur veittur af páskaeggjum síðustu dagana fyrir páska, a.m.k. á höfuðborgarsvæð- inu. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda var í nokkrum tilfelia verið að selja eggin undir kostnað- arverði, enda voru þau víða upp- seld í verslunum síðustu dagana fyrir páska þar sem framleiðendur önnuðu ekki eftirspurninni. Á laug- ardag fyrir páska var orðið erfitt að fá páskaegg í verslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Hjalti Sigurðsson hjá Mónu sagði að eflaust mætti þakka verð- stríði helstu verslana á höfuðborg- arsvæðinu góða sölu páskaeggja í ár. Það virtist liðin tíð að kaup- menn gætu litið á páskana sem kærkomna vertíð, nú væri sala páskaeggja eingöngu þjónusta við viðskiptavinina. Morgunblaðið/Kristinn PÁSKAEGG voru víða uppseld i verslunum rétt fyrir páska og segja framleiðendur að um metframleiðslu hafi verið að ræða í ár. Macintosh-samhæfð- ar tölvur á markað 20% ódýrari en tölvurnar frá Apple Palo Alto. Reuter. POWER Computing Corp., fyrsta fyrirtækið til að framleiða Mac- intosh-samhæfðar tölvur, hyggst selja þær á 20% lægra verði en hinar eiginlegu Macintosh-tölvur frá Apple. „Okkar stefna er, að viðskipta- vinurinn fái meira fyrir minna,“ sagði Stephen Kahng, aðalfram- kvæmdastjóri Power Computing, en Apple gaf leyfi til þessarar framleiðslu á síðasta ári í þeim tilgangi að auka hlutdeild sína á einkatölvumarkaðinum. Hún er nú rúmlega 8%. Verðið fyrir Macintosh-sam- hæfða borðtölvu verður á bilinu 2.000 til 2.900 dollarar og tölv- ur samhæfðar Power Mac 7100 og 8100 verða 20% ódýrari en upprunalegu vélarnar. Harði diskurinn verður stærri, geisla- drifið hraðvirkara og meira verður af ókeypis hugbúnaði, metinn á 900 dollara, auk inn- byggðs vídeós. Power Computing er fyrsta fyrirtækið af fjórum að minnsta kosti til að koma fram með Mac- intosh-samhæfðar tölvur en í fyrstu verða þær seldar í gegnum póstkröfu. Stefnt er að því, að þær verði komnar í almennar verslanir í september nk. Tilboðið í Chrysl- er talið raunhæft Kirk Kerkorian AÐALSTJÓRNANDI Chrysler, Robert Eaton, með 96’ ágerðina af skutlu bílaverksmiðjunnar eftirsóttu. Svíþjóð Rýrnar lánstraustið enn? Detroit. Reuter. TILBOÐ bandaríska auðjöf- ursins Kirks Kerkorians í meirihluta hlutafjár í Chrysler-bílaverksmiðjun- um hefur vakið mikla at- hygli en það er alls upp á 22,8 milljarða dollara. Eru fjármálasérfræðingamir í Wall Street að komast á þá skoðun, að hann geti staðið við boðið verði látið á það reyna. Talið er, að fyrirtæki Kerkorians, Tracinda Corp. í Las Vegas, muni geta útvegað það fjár- magn, sem til þarf, en Kerkorian með aðstoð Lees Iacocca, fyrrverandi forstjóra Chryslers, vill fjármagna yfirtökuna með 5,5 milljörðum doll- ara úr varasjóðum Chryslesr, þremur milljörðum í nýju hlutafé og með allt að 12 milljarða nýrri skuld. Að auki hyggst hann leggja fram sinn eigin Washington. Reuter. FRÉTTIR bandaríska dagblaðsins USA Today voru í fyrsta skipti sendar inn á tölvunetið World Wide Web á mánudag. Til þess að geta nýtt sér þjónustuna verða notendur að hafa aðgang að sérstökum hug- búnaði blaðsins og vera tengdir við CompuServe-netið. Notendur munu kaupa áskrift beint af USA Today og fá þá senda hlut í Chrysier, sem metinn er á tvo milljarða dollara. „Global Motors“ Iacocca sagði í viðtali við dagblaðið Detroit News sl. laugardag, að þrátt fyrir velgengnina að undanförnu myndi Chrysler ekki stand- ast samkeppnina nema það gerðist fjölþjóðlegt og hann hefur lagt til, að tekið verði upp samstarf við Volkswag- en og Nissan í fyrirtæki, sem kallað hefur verið „Global Motors". Verði af yfirtökunni fær lacocca hugsan- lega tækifæri til að láta þann draum rætast. Hugsanlegt er talið, að einhverjir erlendir bílaframleiðendur bjóði í Chrysler á móti Kerkorian og hafa helst verið nefndir til Fiat, Peugeot, Toyota og Honda. diska með sérstaklega hönnuðum notendabúnaði frá CompuServe. Verðið fyrir þriggja stunda notkun á mánuði er 14,95 dollarar, tæplega eitt þúsund krónur. Hver stund fram yfir kostar 3,95 dollara. Notendur geta „rætt“ við ritstjóra og blaðamenn blaðsins en einnig aðra lesendur með því að nota tölvu- póst. Stokkhólmi. Reuter. MIDLAND Bank í Bretlandi segir vaxandi hættu á því að lánstraust Svía minnki enn nema því aðeins að sænska stjórnin grípi til strangra ráðstafana sem fyrst. Bankinn telur þó ólíklegt að það verði gert. „Þróun krónunnar síðan í desem- ber 1994 þýðir að skuldir í erlendri mynt hafa aukizt úr 382 milljörðum í um 412 milljarða," segir í skýrsl- unni. Því hafi ástandið versnað til muna síðan Moody, hin kunna fjár- festaþjónusta, lækkaði mat á láns- hæfni Svía. Mesta hættan, sem nú blasir við, er að Moody lækki matið á ný, seg- ir í skýrslunni. En það geti orðið stjórninni hvatning til að grípa til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða - og að pólitísk eining náist um sameig- inlega sparnaðaráætlun samkvæmt úttekt Stokkhólmsdeildar brezka bankans. Á svartan lista? í skýrslunni segir að Svíar kunni að lenda á svörtum lista í vor, ef stjórnin bregðist ekki hart við, en ólíklegt sé að hún geri það. í janúar lækkaði Moody’s Inve- stors Service mat sitt á langtíma skuldum Svía í erlendum gjaldeyri Fríverslun- arsamningur við Lettland FRÍVERSLUNARSAMNINGUR milli íslands og Lettlands var und- irritaður þann 4. apríl sl. Af hálfu íslands undirritaði Björgvin Guð- mundsson, deildarstjóri i utanríkis- ráðuneytinu samninginn, segir í frétt frá ráðuneytinu. Þar er gert ráð fyrir fríverslun með iðnaðarvörur og sjávarafurðir. Strax við gildistöku samningsins falla niður tollar á iðnaðarvörum og vissum sjávarafurðum en á öðr- um sjávarafurðum er 4ra ára að- lögunartími. í flokk Aa3 úr flokki Aa2 og vísaði til aukins fjárlagahalla. Síðan hefur gengi sænsku krón- unnar sífellt Iækkað miðað við markið og hún var nýlega skráð á 5,39 mörk (þótt staða hennar batn- aði nokkuð). Aðhaldsaðgerðir? Göran Persson fjármálaráð- herra hefur neitað að verða við kröfum um neyðarráðstafanir, en sagði í viðtali að hann kynni að boða nýjar, ótilteknar sparnaðar- ráðstafanir í aukaijárlagafrum- varpi 25. apríl. USA Todayinnánet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.