Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 43 OTTÓ JÓNSSON + Ottó Jónsson fæddist á Dal- vík 1. janúar 1921. Hann andaðist á Borgarspítalanum 9. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón L. Hall- dórsson bátsform- aður og Jóhanna Þorleifsdóttir hús- móðir. Ottó átti 6 systkini, Gunnar og Stefaniu, sem bæði eru látin, Gunnhildi og tví- burabróður sinn Óskar, sem bæði dóu í æsku, og yngri systkinin Óskar og Gunnhildi, sem búa á Dalvík. Árið 1950 kvæntist Ottó fyrri konu sinni, Rannveigu Jóns- dóttur, en þau skildu árið 1974. Börn þeirra eru Jón Gunnar, forstjóri Náttúrufræðistofnun- ar íslands, kvæntur Margréti Fímannsdóttur, alþingismanni; Gunnhildur, sjúkraþjálfari; Bryndís, húsmóðir, gift Guð- mundi Geirssyni, lækni; og Guðbjörg, félags- og mann- fræðingur. Árið 1974 kvæntist Ottó síðari eiginkonu sinni, Bergþóru Gústafsdóttur, en þau skildu árið 1987. Börn þeirra eru Ottó Karl, nemi, og Hildur Ýr, nemi. Stjúpbörn Ott- ós í síðara hjónabandi eru Helga Ólafsdóttir, gjaldkeri, og Styrmir Ólafsson, málari. Barnabörn eru átta auk tveggja stjúpbarna Jóns Gunnars. Ottó lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1941 og kenndi við Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1941-1943. Árin 1943-1946 las hann ensku og breska sögu við Edinborgarhá- skóla í Skotlandi og að prófi loknu réð hann sig að Mennta- skólanum á Akureyri þar sem hann kenndi 1946-1955. Vetur- inn 1953-1954 stundaði Ottó nám í málvisindum við Georgetown- háskóla í Washing- ton í Bandaríkjun- um. Árin 1955- 1984 var hann kennari við Menntaskólann í Reykjavík og yfir- kennari þar 1962- 1984. Stundakenn- ari við Háskóla ís- lands 1968-1969 og kennari við Menntaskólann __ á Egilsstöðum 1984-1987. Árin 1949-1956 var hann túlkur í Skotlandsferðum Heklu á sumrin og í Norðurlandaferð- um skipsins 1956-1964. Öll sumur frá 1964 til 1990 var hann fararstjóri fyrir Islend- inga erlendis, lengst af á Spáni. Ottó var löggiltur skjalaþýðandi og vann mikið við þýðingar og dómtúlkun. Eftir 1990 vann hann aðallega við þýðingar á alþjóðlegum samningum fyrir ráðuneyti. Ottó spilaði knatt- spyrnu með Knattspymufélagi Akureyrar (KA) og Fram áður en hann fór til náms i Skotlandi árið 1943. í Skotlandi lék hann með knattspymuliði Edinborg- arháskóla og með úrvalsliði sko- skra háskóla auk þess að æfa og leika með atvinnumannalið- um Hearts í Edinborg. Sumarið 1946 þáði hann boð um að koma heim og leika fyrsta landsleik íslands í knattspymu, sem leik- inn var við Dani 17. júlí. Að námi loknu lék hann með KA á Akureyri þar til hann meiddist í leik sumarið 1950 og varð að hætta knattspymuiðkun. Útför Ottós fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik mið- vikudaginn 19. apríl og hefst athöfnin kl. 10.30. „ÁNÆGJULEGT og gleðiríkt líf verður ekki rakið til ytri aðstæðna. Innan frá og líkt og úr lind streym- ir glaðværð og kæti í líf mann- anna.“ Þegar ég las þessi orð í lít- illi bók um gríska speki varð mér hugsað til tengdaföður míns. Lík- lega var það vegna þess að hann átti þetta einstaka bros sem geisl- aði af glaðværð og hlýju. Það var alveg sama hvar og hvenær við hittumst, alltaf var stutt í brosið og hlýlegan glampann í augunum. Síðasta ár var honum erfítt og það vita þeir sem þekktu Ottó. Hann kvartaði þó aldrei, var aldrei bitur og jafnvel á erfíðustu stundunum átti hann meira að gefa öðrum en margur sem heilbrigður er. Ég kynntist Ottó fyrst fyrir tæp- um 7 árum. Það er ekki langur tími, en við urðum strax góðir vinir og núna þegar hann er dáinn er ótrú- lega margs að minnast frá þessum árum sem við áttum saman. Ottó var fluggreindur og hafði lifandi áhuga á öllu sem var að gerast í kringum hann. Við ræddum oft saman um pólitík, um náttúruna og daglegt líf. Um sína eigin hagi ræddi hann sjaldan, en þegar talið barst að Dalvík og fólkinu hans þar eða börnunum hans kom sérstakt blik í augun. Tengdafaðir minn var alltaf snyrtilegur og vel til fara bæði til orðs og æðis. Hann hafði unun af góðu máli og fallegum hlutum, en þoldi illa þegar fólk hirti ekki um íslenska tungu eða umhverfí sitt. Hann var afar vandur að virðingu sinni og sagði aldrei neitt illt um nokkurn mann. Maðurinn minn full- yrðir að hann hafi aldrei á sínum 44 ára lífsferli heyrt pabba sinn blóta, og ég trúi því. Ottó var skiln- ingsríkur og hjálpfús og átti ótrú- lega auðvelt með samskipti við fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins. Það sýndi líka vel vinsældir hans sem fararstjóra og kennara í meira en hálfa öld. En í mínum huga var Ottó tengdafaðir minn fyrst og fremst góður og hlýr vinur. Það er erfítt að kveðja góðan vin og tengdaföður og í minningunni er svo margt sem við áttum saman og aldrei mun hverfa. Allar stund- irnar sem við áttum saman hér austur á Stokkseyri á meðan hann hafði fulla heilsu og tók af krafti þátt í öllu sem við vorum að gera. Notalegar kvöldstundir þegar spjallað var og teflt. Eða þegar við vorum að vinna í garðinum og hann aðstoðaði mig og fór í sturtu í garð- slöngunni á eftir. Síðastliðið ár eft- ir að hann veiktist kom hann einnig austur og þrátt fyrir veikindin, sem hann tók með jafnaðargeði, hélt hann áfram að miðla öllum hér heima af hlýju sinni. Vinur er far- inn, en hann skildi eftir hjá mér þekkingu, skilning, hlýju og minn- ingar, sem ekki hverfa. Margrét Frímannsdóttir. Þegar mér barst sú fregn að vin- ur minn og frændi Ottó Jónsson væri látinn kom það mér ekki á óvart. Hann hafði átt við langvinn veikindi að stríða mánuðum saman, og þegar ég heimsótti hann á Borg- arspítalann fyrir nokkrum dögum mátti glöggt sjá að hverju dró. Við fráfall þessa vinar míns og frænda er margs að minnast bæði frá æsku- og fullorðinsárum sem vert væri að geta og þakka fyrir. Við vorum fæddir í sama húsinu, Jaðri á Dalvík, og áttum saman æskuárin i leik og starfí sem við minntumst oft nú á efri árurn er við rifjuðum upp æskuminningar okkar. í tvö sumur, 1933 og jarð- skjálftasumarið 1934, vorum við kúasmalar og gættum þá um 60 kúa, sem við þurftum að sækja að Qosdyrum að morgni og skila á sama stað að kveldi á hverjum degi allt sumarið. Aldrei var frí einn ein- asta dag en við gerðum okkur margt að leik, og enn í dag er viss ljómi yfir þessum árum sem við nutum báðir. Það var líka gaman MINNINGAR að fá útborgað á haustin um 300 krónur hvor í seðlum með mynd af Kristjáni X. Þetta voru alvörupen- ingar á kreppuárunum og starfíð eftirsótt, svo við vorum hreyknir af að fá þetta starf. Þessi ijárhæð var kærkomin bú- bót í rýra sjóði foreldra okkar, og mikil var gleði okkar að geta lagt þessa björg í bú, því ekki kom ann- að til greina en kaupið rynni óskipt til foreldra okkar. Ottó var vel af guði gerður og var alltaf í fremstu röð, hvort held- ur var í námi, leik eða starfi. Æskuárin liðu og þar kom að leið- ir skildi, Ottó hélt til náms í MA og lauk stúdentsprófí vorið 1941, og næstu tvo vetur kenndi hann ensku við Fjensborgarskólann í Hafnar- fírði. Árið 1943 í miðri síðari heims- styijöldinni fór hann til náms við Edinborgarsháskóla þrátt fyrir þá áhættu sem því fylgdi að sigla yfír hafíð sem var fullt af hættum, bæði kafbátum og tundurduflum. í Edinborg fór hann að æfa knattspyrnu með „Hearts" sem var og er þekkt knattspyrnulið í Skot- landi og áður en langt um leið var hann farinn að keppa með aðalliði félagsins. Hann gekk einnig í heimavarnarlið Edinborgar og vildi með því launa Skotum gestrisnina. Árið 1946 kom hann svo heim til íslands og hóf kennslu við sinn gamla skóla MA og kenndi þar til 1955 þegar hann flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur og hóf kennslu við MR og kenndi þar til 1984. Ekki er hægt annað en geta hér þess starfs sem Ottó gegndi um áraraðir í sumarleyfum sínum en það voru leiðsögumannsstörfín. Hann hóf feril sinn á því sviði með þvi að vera fararstjóri í Skotlands- ferðum ms. Heklu skömmu eftir lok síðari heimsstyijaldarinnar, en síð- an starfaði hann að þessum málum fyrir margar ferðaskrifstofur aðal- lega í sólarlandaferðum. Þarna naut sín frábær málakunnátta hans og meðfædd lipurð og vilji til að greiða götu manna. í þessu starfí naut hann mikilla vinsælda og sjálfur hafði hann mikla ánægju af þessu starfi. í Reykjavík lágu leiðir okkar saman á ný. Sagt er í gömlum bókum „að ekki grói gras í góðra vina götu“. Þetta spakmæli á vel við um sam- skipti okkar Ottós því milli okkar var alltaf gratan greið og þar greri aldrei gras í götu meðan fært var á milli. Nú í nokkur ár höfum við verið nágrannar og þá urðu fundir okkar tíðari. Ég sakna nú laugar- daganna sem við nutum við að horfa saman á ensku knattspymuna, og fá okkur svo siginn físk frá Dalvík á eftir. Þetta voru alltaf hátíðar- stundir og þá voru gjaman rifjaðar upp æskuminningar sem vom margar og góðar. Það er mikið lán fyrir hvern og einn að eignast góða og trygga vini. Mitt lán var að eiga Ottó sem einn slíkan og því verður söknuður minn mikill og óbætanlegur. Nú er minn- ingin ein eftir en hún er björt og fögur eins og æskuárin og hana tekur enginn frá manni. í einkalífi Ottós skiptust á skin og skúrir. Hann var tvíkvæntur, en bæði hjónaböndin enduðu með skilnaði. Þessi áföll tóku mjög á hann en hann stóð samt eftir óbeygður og lét aldrei bugast. Ávöxtur þessara tveggja hjóna- banda eru sex mannvænleg böm sem hann lét sér mjög annt um. Börnin voru hans fjársjóður og sam- bandið við þau mjög náið. Því er söknuður þeirra mikill, en minning- in um góðan föður lifir. Ég kveð þig svo hinstu kveðju, elsku vinur og frændi, með þökk fyrir langa og trygga vináttu frá æsku til elliára. Börnunum, sex barnabömum, systkinum og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk í sorg sinni. Bjarki Elíasson. • Flciri minningargreinar um Ottó Jónsson bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, OKTAVÍA J. ARNDAL, lést á sjúkradeild Hrafnistu laugardaginn 15. apríl. Guðbjörg Arndal, Stefán Arndal, Rósa Kristjánsdóttir, Finnbogi Kr. Arndal, Guðný Halldórsdóttir. Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURMUNDUR JÓNSSON, Hvassaleiti 97, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 15. apríl. Edda Kristjánsdóttir, Kristján Sigurmundsson, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Anna Sigurmundsdóttir, Helgi Tómasson, Jón Sigurmundsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurmundsson, Vigdís Klemenzdóttir, Einar Sigurmundsson, Svanhildur Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, ÁGÚSTA G. GUÐMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 101, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 17. apríl. Börn hinnar látnu. + Okkar ástkæra, STEFANÍA I.J. DONEGAN, lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 15. apríl. Jarðarförin fer fram í Washington 24. apríl. Minningarathöfn, sem mun fara fram á Islandi í maí, verður auglýst síðar. George J. Donegan, George Johannes Donegan, Hulda Elizabeth Donegan, Hulda Magnúsdóttir, Jóhannes Bjarnason, Bjarni M. Jóhannesson, Guðmunda H. Jóhannesdóttir. + Frænka okkar, SIGRfÐUR SIGMUNDSDÓTTIR MADSEN, Nybrovej 17, Gentofte, Kaupmannahöfn, lést 15. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Vilhjálmsdóttir, Sigurrós Baldvinsdóttir, Erna Baldvinsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG GUÐLEIFSDÓTTIR, Faxabraut 6, Keflavfk, lést 14. apríl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 14.00. Jóhann Dagur Egilsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólöf Hildur Egilsdóttir, Pétur T. Jónsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, GUÐNI GUÐJÓNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, frá Brekkum, Hvolhreppi, lést að morgni 14. april í St.Jósefsspít- ala, Hafnarfirði. Börn hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.