Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 13 STJÓRNARMYNDUN Kristín Ástgeirsdóttir oddviti Kvennalista Áhersla á mynd- un fjögurra flokka stjórnar Morgunblaðiö/KAX Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Halldórsdóttir bíða þess að ná fundi forseta íslands og hugleiða myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar undir for- sæti Halldórs Ásgrímssonar. KRISTÍN Ást- geirsdóttir, odd- viti Kvennalist- ans, sagði þegar hún og Kristín Halldórsdóttir komu af fundi með forseta ís- lands í gær, að þær hefðu gert það að tillögu sinni að Halldór Ásgrímsson fengi umboð til að reyna mynd- un fjögurra flokka ríkis- stjórnar í sam- ræmi við það sem kvennalis- takonur hefðu hug á. „Við vilj- um leggja mjög mikla áherslu á það að sá mögu- leiki verði reyndur," sagði hún. Kristín sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði metið það svo, að vilji hefði ver- ið til að reyna áframhaldandi stjórnarsam- starf Sjálfstæð- isflokks og Al- þýðuflokks og við fyrstu sýn hefði það því komið nokkuð á óvart að stjórnarsamstarfínu var slitið. Hún sagði Kvennalistann hafa verið reiðu- búinn til að ræða möguleika á því að koma inn í þá stjórn en aldrei hefði verið um slíkt rætt við þær. Stjórn óbreytts ástands Hún sagðist meta stjómarsam- starf Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks sem stjóm óbreytts ástands og hún fengi ekki séð hvar ágreining- ur ætti sérstaklega að liggja milli þessara flokka. „Þess vegna sýnist mér á þessu augnabliki að þeir muni ná saman, nema að viljinn til þess að reyna annað hjá framsóknarmönnum beini þeirri umræðu í annan farveg. Þess vegna lögðum við til að Halldór Ás- grímsson fengi umboð til að reyna myndun íjögurra flokka ríkisstjórn- ar,“ sagði Kristín. Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR Ragnar Grímsson kemur til fundar við forseta Islands í gær, þar sem hann bar formlega upp þá tillögu þingflokks Al- þýðubandalagsins að Halldór Ásgrímsson fengi umboð til að mynda ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna. að Halldór hefði með þessu gengið á bak orða sinna. „Það eina samtal, sem Halldór átti við Jón Baldvin Hannibalsson meðan Jón var í við- ræðum við Davíð Oddsson, flokkast ekki með neinum hætti, sem efndir á þéssu formlega loforði um að leita eftir umboði frá forseta og þjóð um að leiða viðræður stjórnarar.dstöðu- flokkanna þegar ríkisstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks væri frá. Því tel ég að kjörorð Framsóknar- flokksins um traustið sem menn geti borið til Halldórs Ásgrímssonar sé að snúast upp í mikla andhverfu," sagði Ólafur Ragnar. Oft stuðst við nauman þingmeirihluta Ríkisstjórnarsamstarf f rá 1944 D/20 [g/10 IA/7 137 Forsætisráðherra: Ólafur Thors Andstaða D/20 IB/13 IA/9 142 Forsætisráðh.: Stefán Jóhann Stefánsson Andstaða D/19 I B/17 | 36 Forsætisráðherra: Steingrimur Steinþórsson Andstaða D/21 IB/16 137 Forsætisráðherra: Ólafur Thors Andstaða IB/17 IA/8 IG/8 133 Forsætisráðherra: Hermann Jónasson Andstaða D/24 A/9 133 Forsætisráðh.: ÓlafurThors/Bjarni Benediktsson Andstaða D/24^^^^^^^^^ A/8 132 Forsætisráöherra: Bjami Benediktsson Andstaða D/23 A/9 132 Forsætisráðherra: Bjarni Benediktsson/Jóhann Hafstein Andstaða B/17_______________G/10_________Sfv/5132 Forsætisráðherra: Ólafur Jóhannesson Andstaða D/25 IB/17 142 Forsætisráðherræ Geir Hallgrimsson Andstaða A/14 G/14 lB/12 140 Forsætisráðherra: Ólafur Jóhannesson Andstaða B/17 _________G/11_________D/4 |32 Forsætisráðherra: Gunnar Thoroddsen Andstaða D/23 B/14 j~~~|‘37 Forsætisráðherra: Steingrímur Hermannsson Andstaða D/18 B/13 | A/10 141 Forsætisráðherra: Þorsteinn Pálsson Andstaða B/13 A/10 Ig/8 ~~Tíl 32 Forsætisráðherra: Steingrimur Hermannsson Andstaða B/13____ A/10___ G/8 hlS/5 137 Forsætisráðherra: Steingrimur Hennannsson Andstaða A/10 ~| 36 Forsætisráðherra: Davíð Oddsson Andstaða D/25 A/7_J32 MeirihlutiSjálfstæðis-ogAlþýðuflokks Andstaða l D/25 IB/15 ~l 40 Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks Andstaða RÍKISSTJÓRNIR hér á landi hafa iðulega þurft að styðjast við nauman þingmeiri- hluta. Ef litið er yfir þær ríkisstjómir sem setið hafa að völdum á lýðveldistímanum kemur þannig í ljós, að það ríkisstjórnar- samstarf sem langlíf- ast hefur verið, sam- stjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks á við- reisnarárunum svo- nefndu frá 1959-71 eða í tólf ár, studdist ætíð við mjög nauman þingmeirhluta. Fyrsta kjörtímabilið voru þingmenn ríkisstjórn- arinnar 33 af 60, en síðari tvö kjörtímabil- in sem ríkisstjórnin sat að völdum var meirihlutinn 32 þing- menn, sem var lág- mark þess sem þurfti til að ná fram málum á Alþingi sem sat þá í tveimur deildum. Vinstri stjórnin sem tók við af við- reisnarstjóminni hafði einnig aðeins 32 þingmenn á bak við sig, en hún sat ekki út kjörtímabilið held- ur fór frá 1974 þegar hún hafði misst meiri- hluta vegna ágrein- ings í einum stjórnar- fiokkanna. Þá má einnig benda á að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannsson- ar sem tók við af ríkis- stjórn Þorsteins Páls- sonar haustið 1988 hafði einungis 32 þingmenn af 63 á bak við sig fyrstu mánuð- ina, þar til stór hluti Borgaraflokksins gekk til liðs við rík- isstjórnina árið eftir. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980- ’83 studdist einnig við mjög nauman þingmeirihluta. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa hins vegar stuðst við mikinn þingmeirihluta í þau tvö skipti sem flokkarnir hafa starfað saman í ríkisstjórn eftir við- reisnarárin, í fyrra skiptið 1974-78 og í það síðara 1983-87, og í bæði skiptin hafa þessar stjórnir setið út kjörtímabilið. Það virðist hins vegar ekki vera neitt beint samband á milli langlífis ríkisstjóma og mikils eða lítils þingmeirihluta, þannig að stjórnir með mikinn þingmeirihluta séu líklegri til að sitja lengur að völd- um en ríkisstjórnir _ með nauman meirihluta, eins og Ólafur Harðar- son, stjórnmálafræðingur, benti á í samtali við Morgunblaðið. Bæði vinstri stjórnin 1978-79 og samstjóm Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1987-88 hrökkluð- ust frá völdum eftir skamma hríð þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta. Flokksagi minni Á hinn bóginn er bent á að tímam- ir hafi breyst og erfiðara sé nú að styðjast við nauman þingmeirihluta en verið hafi. Flokksagi hafí farið minkandi á undanförnum árum og erfiðara sé að knýja menn til hlýðni við ákveðna flokksstefnu. Ástæðurn- ar fyrir minni flokksaga séu til dæm- is prófkjörin sem séu nánast orðin regla innan flokkanna, en með því fyrirkomulagi á vali frambjóðenda skipti aðrir hlutir oft meira máli en hlýðni við flokkslínuna. Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, segir að flokksagi nú sé minni en áður hafi verið. Fleiri fordæmi séu fyrir því að einstakir þingmenn bjóði flokksaganum birginn heldur en fyr- ir 20-30 árum og því valdi bæði próf- kjörsfyrirkomulagið og það að erfið- ara sé að refsa fyrir óhlýðnina, þar sem þingmenn séu ekki jafn háðir flokksfonnönnum nú og áður um framgang í stjórnmálum. Hins vegar gildi það jafnt nú sem fyrr, að þegar þingmeirihluti sé naumur sé meiri þrýstingur á þingmenn að fara ekki út af flokkslínunni, enda geri vitn- eskjan um það að ríkisstjórnarmeiri- hluti sé í húfí það að verkum að menn leyfi sér síður að hlaupa út undan sér. „Ég held að þegar litið sé yfir lengra tímabil sé það alveg rétt að það er minni pressa á þing- menn, þeir hafa meira sjálfstæði og við höfum fleiri dæmi um það að einstakir þingmenn lýsi yfir sérstöðu gagnvart stjómarþátttöku síns flokks. En það er líka áfram þannig að það fer mjög eftir því hversu mikið menn þurfa á þeim að halda hvað þeir leyfa sér,“ sagði Gunnar Helgi. Hann sagði aðspurður að það væri alfarið niðurstaða kosninga sem réði því hvaða stjómarsamstarf yrði ofan á og fjölbreytnin í þeim efnum væri mikil. Almenna reglan væri sú að tveggja flokka stjórnir væru stöð- ugri en þriggja flokka stjómir og því væri eðíilegt að flokkarnir skoðuðu möguleikana út frá þeim forsendum. Augljósasta niðurstaða kosninganna væri sú samstjóm sem nú væri verið að reyna, þ.e. Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bæði væri það vegna traustari meirihluta og eins vegna þess að á sama tíma og engin sérstök ágreiningsmál væru uppi milli flokkanna væru ákveðin ágrein- ingsmál uppi milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks og meirihlutinn naumur. Ákveðin áhætta Ólafur Harðarson, dósent í stjórn- málafræði, sagði aðspurður að al- mennt talað væru minni líkur til þess nú að ríkisstjórnir með knappan meirihluta væru myndaðar en verið hefði hér áður fyrr þegar flokksagi hefði verið meiri. Það væru ekki síst prófkjörin sem hefðu þessi áhrif. Knappur meirihluti gerði það hins vegar að verkum að menn þjöppuðu sér saman. Menn leyfðu sér meira þegar meirihlutinn væri rúmur og ríkisstjómarsamstarf ekki í húfi þótt þeir héldu fast í sérstöðu sína. Ólafur sagði að í því hefði falist ákveðin áhætta að halda áfram ríkis- stjórnarsamstarfí Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks með 32 þingmanna meirihluta, þar sem hver og einn þingmaður gæti sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar með afstöðu sinni. Hann teldi að Davíð Oddsson hefði ekki síður verið að horfa til eigins flokks í þeim efnum en Al- þýðuflokksins. Með tilliti til myndun- ar tveggja flokka stjórnar, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefði sett á oddinn fyrir kosningar, og vera ekki með mjög nauman þingmeirihluta væru viðræður um samstarf Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks rök- réttur kostur, en einnig hefði Sjálf- stæðisflokkurinn getað myndað tveggja flokka stjórn með Alþýðu- bandalagi með rýmri meirihluta en með Alþýðuflokknum. Aðspurður hvort að megi ætla það að í framtíðinni verði síður myndaðar ríkisstjórnir með nauman þingmeiri- hluta segir hann það sé alls ekki sjálf- gefið. Það fari eftir málefnastöð- unni. Ef flokksforingjar telji að meiri líkur séu á að koma fram tilteknum málefnum sem þeir leggi mikla áherslu á í einni ríkisstjórn fremur en annarri séu meiri líkur til þess að þeir séu tilbúnir til að taka þá áhættu sem fylgi naumum meiri- hluta. „Ef til dæmis Sjálfstæðisflokk- urinn metur það þannig að það skipti hann málefnalega ekki mjög miklu máli hvort hann vinnur með Alþýðu- flokki eða Framsóknarflokki þá er mjög eðlilegt að hann vilji vinna með Framsóknarflokknum miðað við stöðuna núna,“ sagði Ólafur enn- fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.