Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 31 AÐSEIMDAR GREINAR Jörðin stynur EF GOLFSTRAUMURINN breytir um stefnu og ósonlagið þynnist varanlega, getum við lent á dálitlum vandræðum. Hugleiðing- ar vísindamanna um þennan mögu- leika, jafnvel á næstu árum, valda okkur Islendingum þó ekki ýkja miklum áhyggjum. íslendingar hafa ekki áhyggjur af morgundeginum. Þeir lifa fyrir líðandi stund. Þeir sjá lífið í nærmynd og samanburði. Gildismat íslendinga byggist á staðlaðri „lífskjarabaráttu“. Sumir hafa ekki nóg fyrir nauðþurftum. Aðrir hafa meira en hinir. Svo held- ur baráttan áfram. Alltaf eins. undeginum. Samt erum við hluti af íbúum jarðarinar. Og við erum að tengjast nýju gildismati sem við veljum ekki sjálf. Við erum að flyta inn til einnar fjölskyldu sem eru jarðarbúar allir. Það eru að nálg- ast þeir tímar að hagvöxturinn verður að víkja fyrir sameiginleg- um ótta við það ástand sem þessi spendýrategund hefur þrátt fyrir allt vitræna möguleika til að skilja og skilgreina. Sameiginlegum ótta mannkynsins. Óttann við ótíma- bæran dauða tegundarinnar. Ef jörðin kafnar þá heyjum við sama dauðastríðið og Kínveijarnir. En meðan við bíðum væri kannski gaman að velta fyrir sér gamla gildismatinu. Er kannski hægt að fá meira út úr lífinu með einhveijum öðr- um áherslum? Það eru sérréttindi tegundar- innar að geta haft áhrif á örlög og æði fólks. Mannkynssagan er full af dæmum um þetta. Á þessari öld hafa margar tilraunir verið gerðar. Tvö „þúsundáraríki" voru stofnuð og það fór illa. Upp úr þeim rústum og vonbrigðum komu blómabörnin og reyndu að breyta heiminum. Og í dag er fólk vissulega að leita og þreifa fyrir sér. Hvarvetna er fólk að leita. Og oft undir nýj- um formerkjum. Það vakti til dæmis athygli þegar íslenskir heim- spekingar gerðu til- raun til að stíga niður til „fólksins" á síðasta áratug. Tilraunin var góð en kannski var gallinn sá að þeir stoppuðu í miðjum stiganum og byggðu þar nýja fílabeinsturna í nýju landslagi. Kannski þarf að ein- falda heimspekina ennþá meir og koma henni inn í leikskólann eins og raunar hafur verið reynt? Kannski þarf að stokka upp allt skólakerfið Hrafn Sæmundsson og fleygja á haugana mörgu sem þar er kennt? Kannski þarf að vekja upp nýtt gildismat sem teng- ist betur þeirri þróun sem nú stefnir jörðinni út á heljarþröm? Á jörðinni erum við Islendingar með þeirh minnstu. Kannski er það mikilmennska að halda að við höf- um eitthvert hlutvert eða áhrif. Samt væri það a.m.k. gaman að breikka svolítið sjóndeildarhring- inn meðan við bíðum eftir því að Golfstraumurinn beygi af leið. Við sitjum núna undir daufri skínu kvöldstjörnunnar í sameiginlegum vanda mannkynsins. Ef allt fer vel að lokum græðum við kannski á breyttu gildismati þar sen hag- vöxtur rósarinnar verður mælistik- an! Höfundur er atvinnumálafulltrúi. íslendingar hafa ekki áhyggjur af morgun- deginum, segir Hrafn Sæmundsson, sem hér fjallar um þynningu ósonlagsins og hugsan- legar breytingar Golf- straumsins. Kannski verður fólk samt neytt til að breyta um skoðun á „lífskjör- um“. Það er nefnilega fleira í gangi en Golfstraumurinn og ósonlagið. Úrelt kjarnorkuver, mengun haf- anna, eyðing skóganna, allt þetta er í fullum gangi og margt fleira. Jörðin stynur. Jörðin er að kafna. Og hagvöxturinn heldur áfram. I okkar álfu til að fullægja nýjum og nýjum gerviþörfum ofneyslu- þjóðfélaganna. í öðrum álfum til að fullnægja frumþörfum. í Kína hefur það ævintýri gerst að fólk deyr ekki úr hungri milljónum sam- an. En ef hagvöxturinn heldur áfram í Kína og allir Kínverjar fara að nota klósettpappír og fara að aka á mótorhjólurh þá mun jörð- in halda áfram að stynja meira og meira. Þá munu skógarnir eyðast með meiri hraða og gufuhvolfið, þessi örþunna himna sem verndar lífið á jörðinni, mun ennþá veikjast. Og þetta er sama gufuhvolfið og yfir okkur hérna á Islandi. Meðan við bíðum eftir nýrri kló- settmenningu í Kína og nýjum af- rekum auglýsingaiðnaðarins á Vesturlöndum og meðan byijað er að molna úr suðurskautinu og ísinn á norðurhvelinu bráðnar og ruglar hitaveitu Golfstraumsins höldum við íslendingar áfram að reka harða „kjarabaráttu“ og auka neysluna og fjölga vélsleðunum og jeppunum og lengja biðraðirnar hjá ferðaskrifstofunum. Við íslending- ar höfum ekki áhyggjur af morg- Vlt | þú hjálp.a götubarni á Indlandi að eignast heimili? Við erum 5 bræður sem vorum svangir og skítugir á götunni eftir að foreldrar okkar dóu. Nú höfunt við eignast heimili fyrir hjálp stuðningsforcldra á íslandi. "fflíjgf IIJÁt-PARSTARF_____________ Siglúni .1 • 105 R v k • Sími 561 61 17 • * * » « " * * * * »| * » * * * * * |«* «*»«•• ' C K ■ ■ ■■■■■»■■•»••" !»#*,'« • *•*■«■»•>« "»i ■ •«»«n».l»,',». :•» Grilljónauppskrift Emils: 7. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölurnar eða láttu sjálfvalið um getspekina. 3. Snaraðu út 20 krónum fyrirhverja röð sem þú velur. 4. Sestu íþægilegasta stólinn ístofunniá miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölurnar þínar krauma í Víkingalottó pottinum í sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um allt það sem hægt er að gera fyrir 100 mllljónir. Verði ykkur að góðu! Off nú er hann tvöfaldur! Verður hann 100 milljónir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.