Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ungur rússneskur sjómaður sendur úr landi
Morgunblaðið/kristinn
Flugfreyjudeilan er ennþá í hnút
Samningafundur
stóð fram á nótt
„Vilja
senda mig
héðan
sem fyrst“
„LÆKNARNIR segja að það sé
mjög varasamt fyrir mig að fara
heim í þessu ástandi þvi það er
mikil hætta á sýkingu í fætin-
um,“ segir Alexander Melnikov
sem lenti í vinnuslysi um borð í
rússneska togaranum Oscher 19.
þessa mánaðar. Alexander, sem
er 21 árs, verður sendur til Kaup-
mannahafnar á morgun einn síns
liðs því vinnuveitendurnir vilja
ekki bera frekari kostnað af
sjúkradvölinni hér að hans sögn.
Þaðan verður hann sendur dag-
inn efdr til Kalíningrad þar sem
móðir hans býr.
„Mér er sagt að fóturinn þurfi
talsverðan tíma til þess að gróa
og síðan þurfi ég nokkurra mán-
aða endurhæfingu en læknamir
hér geta ekkert gert,“ segir
hann. Istog hf. á Patreksfirði tók
togarann nýverið á leigu til
karfaveiða og var Oscher á
Reykjaneshrygg þegar slysið
varð. Um borð era 34 Rússar á
þrítugs- og fertugsaldri og fjórir
lslendingar. Togarinn er í eigu
fyrirtækis í Kalíningrad og fram-
leigður til fyrirtækja í Litháen
og á íslandi að sögn Alexanders.
Mennirnir eru ráðnir úti og
skrifa undir sérstakan ráðning-
arsamning. „Við fengum samn-
inginn i hendur til að skoða
nokkrum klukkustundum fyrír
brottför, þéttskrifað blað á
flóknu máli. Hann hljóðaði upp
á tiltekinn vinnutíma, vinnufatn-
að, fæði, rúmlega 12.000 króna
kauptryggingu á mánuði og lág-
markshjálp ef slys yrði.“
Á spítala eftir tvo daga
Alexander er blár og marinn
á hægra fæti og hlaut opið bein-
brot á þeim vinstrí. Segir hann
að skipsfélagarnir hafl sett
spelkur við fótinn til bráðabirgða
en síðan viljað fá þyrlu til að
flytja hann á spítala. Var það
ekki gert en rússneskur læknir
kaliaður til af öðrum togara I
staðinn. „Læknirinn kom og bjó
HAGVÖXTUR á íslandi á mæli-
kvarða landsframleiðslu var 2,8% á
síðasta ári, en það er sami hagvöxt-
ur og var að meðaltali í aðildarríkj-
um OECD. Að mati Þjóðhagsstofn-
unar verður hagvöxtur hér á landi
einnig svipaður á þessu ári og hjá
OECD.
Þjóðhagsstofnun segir í nýút-
komnu riti um þjóðarbúskapinn
1994 og horfur á árinu 1995 að
þjóðarbúskapurinn hafi náð sér á
strik eftir efnahagslægð 1988-
1993. Gott jafnvægi sé nú á flestum
sviðum efnahagslífsins. Verðbólga
hafí verið lítil og horfur séu á að
hún verði svipuð á þessu ári og að
meðaltali í iðnríkjunum.
Verulegur afgangur var í við-
skiptajöfnuði á síðasta ári og bend-
ir flest til að þróun hans verði einn-
ig hagstæð í ár. Þá eru horfur á
að heldur dragi úr atvinnuleysi þó
að það verði áfram mikið ef litið
er til atvinnuleysis hér á landi.
um fótinn og sagði að þetta værí
ekkert alvarlegt, ég væri ungur
og hraustur strákur. Einn íslend-
inganna, sem hefur túlkað fyrir
okkur, vildi fá þyrlu en læknirinn
sagði að það væri óþarfi. Síðan
bólgnaði fóturinn meira og meira
og tveimur dögum síðar var
fengin þyrla tíl að sækja mig,“
segir hann.
Fyrrverandi læknastúdent
Alexander hefur aðeins stund-
að sjósókn um nokkurra mánaða
skeið. Hann hafði lært læknis-
fræði í tvö ár þegar hann þurfti
að hætta vegna fjárskorts og
segir hann að læknanemar fái
jafnvirði 1.300 króna í laun á
mánuði. „Ég notaði hvert tæki-
færí sem ég gat um borð til þess
að læra. Það eru ekki margir
möguleikar fyrir mig. Ástandið
er þannig að enginn veit hvað
morgundagurinn ber i skauti
sér.“
Þegar Alexander snýr aftur á
hann engan fastan samastað.
Hann er einbirni og alinn upp i
Rigu en fær ekki rikisborgara-
rétt í Lettlandi, þar sem hann
er Rússi. Hann er ennþá skráður
til búsetu í Rigu og á gamalt
vegabréf semgefið varútátim-
um Sovétríkjanna sálugu. Þegar
hann ætlaði að fá nýtt var honum
Þjóðartekjur jukust nokkru meira
en landsframleiðsla á síðasta ári
vegna viðskiptakjarabata, eða um
3,7%. Því er spáð að hagvöxtur á
þesSu ári verði 3% og að þjóðartekj-
ur aukist svipað. Þegar horft er
lengra fram í tímann eru horfumar
óljósar.
Mesti afgangur í viðskiptum
við útlönd síðan 1962
Viðskipti við útlönd skiluðu um-
talsverðum afgangi á árinu 1994.
Afgangurinn var rúmir 10 milljarðar
sem svarar til 2,3% af landsfram-
leiðslu. Ekki hefur verið meiri af-
gangur í viðskiptajöfnuði síðan á
árinu 1962. Hagstæð þróun við-
skiptajafnaðar skýrist fyrst og
fremst af mikilli aukningu útflutn-
neitað á þeirri forsendu að hann
hefði átt að ganga frá sínum
pappirum fyrir nokkrum árum
en það var hvergi auglýst og
honum því ekki kunnugt um það.
Foreldrar hans eru bæði lækn-
ismenntuð og skildu fyrir nokkr-
um árum að sögn Alexanders.
Móðir hans býr i 30 mz íbúð í
Kaliningrad ásamt ömmu hans,
sem flutti frá Úkraínu þar sem
hún svalt heilu hungrí. Segir
Alexander að móðir hans hafl
um 5.000 krónur í laun á mánuði
en amma hans er án atvinnu.
Enginn simi er í ibúðinni og hef-
ur ekki tekist að ná símasam-
bandi við móður hans til að til-
kynna henni slysið.
Alexander segir að starfsmenn
rússneska sendiráðsins hafí
heimsótt hann en ekkert aðhafst
frekar honum til aðstoðar. „Ég
myndi vitfa vera hér til að jafna
mig en enginn ráðfærir sig við
mig. Vinnuveitendumir vilja
bara senda mig héðan sem fyrst
og ætluðu að senda mig úr landi
á mánudag, en það var ekki
hægt. Ég veit hvemig ástandið
er á spítölunum heima, það er
hræðilegt. Ég vann á spítala og
veit hveraig er faríð með fólk.
Það er ekki það að læknamir
viþ'i ekki hjálpa fólki en það vant-
ar allt.“ -
ings. Búist er við áþekkum afgangi
í viðskiptajöfnuði á þessu ári. Að
mati Þjóðhagsstofnunar er þessi af-
gangur mikilvægur í ljósi þess að
fjárfesting sé lítil og eins treysti við-
skiptajöfnuðurinn gengi krónunnar.
Verðbólga milli áranna 1993 og
1994 er sú minnsta sem mælst
hefur hér á landi frá því á sjötta
áratugnum. Hún var 1,5% sem er
0,6% prósentustiga minni verðbólga
en að meðaltali í aðildarríkjum
OECD.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
jókst að meðaltali um 0,5% á milli
áranna 1993 og 1994. Næstu árin
þar á undan dróst kaupmáttur hins
vegar verulega saman. Þjóðhags-
stofnun gerir ráð fyrir að kaupmátt-
ur aukist um 3% á þessu ári.
SAMNINGAFUNDUR í flugfreyju-
deilunni stóð fram yfír miðnætti í
nótt, en flugfreyjur hafa boðað fjög-
urra daga verkfall sem á að koma
til framkvæmda 2. maí hafí samning-
ar ekki tekist. Samningafundur hófst
kl. 17 og fóru viðræður hægt af stað.
Fyrir fundinn höfðu deiluaðilar
náð samkomulagi um marga þætti
deilunnar. Samkomulag var um að
flugfreyjur fengju sömu grunnkaups-
hækkanir og samdist um á almenn-
um vinnumarkaði. Jafnframt var
samkomulag um að flugfreyjur
fengju hlutdeild í þeirri hagræðingu
sem náðst hefur í kringúm vinnu
þeirra. Ágreiningur var hins vegar
um með hvað hætti þeim skuli veitt
hlutdeild í hagræðingunni.
Ennfremur er ágreiningur um eft-
irlaunamál flugfreyja, en upphafleg
krafa flugfreyja var að þær fengju
að hætta störfum 67 ára.
Sigríður Ásta Ámadóttir, formað-
ur samninganefndar Flugfreyjufé-
lagsins, sagðist meta það svo að ef
samkomulag næðist um rétt mat á
aukinni vinnu flugfreyju og um eftir-
laun myndi deilan leysast.
Yfirlýsing
Morgunblaðinu barst í gærkvöldi
eftirfarandi yfírlýsing frá samninga-
nefnd FFÍ vegna umræðna á opinber-
um vettvangi að undanfömu um yfír-
vofandi verkfall: Verkfall félags-
manna FFI stóð dagana 28,- 30.
mars sl. FFÍ hafði heimild til boðun-
ar verkfails 29. apríl til 2. maí en
ákvað að nýta sér ekki þá heimild
vegna þess hve 'vel leit út um að
samkomulag næðist við Flugleiðir.
Þegar ekkert varð af samkomulagi
var verkfall boðað 2.- 5. maí en eins
og kunnugt er verðúr að boða verk-
fall með 7 daga fyrirvara. Það var
þvi alls ekki með HM keppnina í
huga sem FFI boðaði verkfall þessa
daga. Þvert á móti telur FFÍ að Flug-
leiðir séu að reyna að knésetja FFÍ
með því að þvinga félagið í verkfail
á þessum slæma tíma fyrir HM.
Samningar Flugfreyjufélags ís-
lands og Flugleiða hafa verið lausir
í rúmlega tvö ár eða frá 1. mars
1993. Frá mars 1993 til janúar 1994
stóðu yfír viðræður félaganna um
spamaðarhugmyndir Flugleiða. í
framhaldi af þeim ákvað FFÍ að taka
þátt í átaki Flugleiða með því að
taka að sér aukna vinnu og annan
Eldsneytíð lækkað um
30% á 5 árum
í fyrra jókst útflutningur iðnað-
arvara annarra en stóriðjuafurða
um 22%. Þetta skýrist fyrst og
fremst af bættri samkeppnisstöðu.
Tekjur af álframleiðslu jukust um
7,3% í fyrra og búist er við að verð-
hækkun á alþjóðlegum álmarkaði
skili sér enn betur á þessu ári. Tekj-
ur af ferðamannaþjónustu jukust
um 13% í fyrra og fóm úr tæpum
15 milljörðum í 16,8 milljarða.
Verðlag á sjávarafurðum fór
hækkandi á síðasta ári og var 5%
hærra í árslok en það var í ársbyij-
un. Þjóðhagsstofnun telur margt
benda til að verðlag á sjávarafurð-
uifi verði tiltölulega hagstætt á
næstu misserum. Verð á eldsneyti
hefur lækkað ár frá ári frá árinu
1990 eða samtals um 30% miðað
við hráolíuverð á heimsmarkaði.
spamað. Eftir árangurslausar við:
ræður við Flugleiðir var þátttöku FFÍ
í spamaðarátakinu hætt í október
1994. Ástæða þess var sú að Flug-
leiðir höfðu samið við önnur stéttar-
félög innan fyrirtækisins og greitt
hlutdeild í spamaði en hugðust ekki
láta það sama ganga yfír flugfreyjur
og þjóna.
í janúar 1994 hófust fyrst viðræð-
ur FFI og Flugleiða um samningamál
félaganna. Síðan í október 1994 hafa
verið haldnir á þriðja tug samninga-
funda hjá sáttasemjara ríkisins sem
hafa lítinn árangur borið.
FFI hefur slegið verulega af upp-
haflegum samningstillögum sínum og
eru þær ekki lengur uppi á borðinu.
FFI hefur samþykkt samkomulag það
sem ASÍ og VSÍ gerðu um launa-
hækkanir á almennum vinnumarkaði.
Flugleiðir leggja hart að FFI að
félagið samþykki að taka aftur að sér
þá vinnu sem það tók að.sér í spamað-
arátakinu auk annarra starfa sem
Flugleiðir greiða erlendum aðilum
fyrir nú. Styrrinn stendur um mat á
þessari vinnu og þar af leiðandi
greiðslú fyrir hana. Að mati FFÍ er
spamaðarframlag flugfreyja og
-þjóna í prósentum gróflega vanmetið
af Flugleiðum. Að mati FFÍ munu
flugfreyjur og -þjónar leggja meira
af mörkum til spamaðar í rekstri
Flugleiða heldur en útreikningar flug-
félagsins segja til um.
Bolungarvík
91 míllj.
kr. víkj-
andi lán
STJÓRN Byggðastofnunar sam-
þykkti í gær tillögu starfshóps um
aðstoð við sjávarútvegsfyrirtæki á
Vestfjörðum, svokallaðrar Vest-
fjarðanefndar, um að veita væntan-
legu sameinuðu útgerðarfyrirtækinu
í Bolungarvik 91 milljónar króna
víkjandi lán. Stjómin heimilar ekki
nafnabreytingu á lánum sem Bolung-
arvíkurbær er greiðandi að nema
boðin verði jafnörugg trygging í
staðinn.
Sótt var um Vestfjarðaaðstoð í
tengslum við tilboð Bakka hf. í Hnífs-
dal í hlut Bolungarvíkurkaupstaðar
í sjávarútvegsfyrirtækinu Ósvör hf.
í Bolungarvík. í nýju fyrirtæki
myndu sameinast Bolungarvíkurfyr-
irtækin Ósvör, Þuríður og Græðir og
útgerð Bakka.
Bæjarsjóður vill
aflétta ábyrgðum
Skilyrði V estfíarðanefndarinnar
fynr aðstoð Byggðastofnunar voru
skv. heimildum Morgunblaðsins m.a.
þau að öll útgerð og kvóti Bakka
hf. flyttist til Ósvarar. Forsenda
Bolungarvíkurkaupstaðar fyrir söl-
unni var hins vegar að aflétt yrði
ábyrgðum bæjarins af lánum
Byggðastofnunar vegna Ósvarar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins óskaði Bakki hf. eftir því
að Byggðastofnun veitti Ósvör 50
milljóna kr. lán með veði í Heiðrúnu
IS og skuld bæjarsjóðs við Byggða-
stofnun yrði greidd upp.
Aðspurður um það hvort þeirri
leið hefði verið hafnað með þessari
afgreiðslu stjómarinnar sagði Matt-
hías Bjamason, stjórnarformaður
Byggðastofnunar, að ekki væri verið
að hafna neinni íeið, engin formleg
tillaga um slíkt hefði borist stjóm-
inni. Hann sagði að einungis hefði
verið tekin afstaða til tillögu Vest-
fjarðanefndar og afstaða tekin til
þess að hagsmuna Byggðastofnunar
yrði gætt.
Svipaður hagvöxtur á
íslandi og hjá OECD
Mesti afgangur í viðskiptum
við útlönd síðan 1962