Morgunblaðið - 26.04.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 5
FRÉTTIR
Yalgerð-
ur for-
maður
VALGERÐUR Sverrisdóttir
var kjörinn formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins í
gær. Hún er fyrst kvenna til
að gegna þessu embætti fyrir
hönd flokksins. Valgerður tek-
ur við embættinu af Finni Ing-
ólfssyni sem tekið hefur við
embætti iðnaðar- og við-
skiptaráðherra.
Ölafur Örn Haraldsson og
Siv Friðleifsdóttir voru kjörin
í stjórn þingflokks framsókn-
armanna með Valgerði.
Svavar formaður
Svavar Gestsson var kjör-
inn þingflokksformaður Al-
þýðubandalagsins í gær.
Kristinn H. Gunnarsson var
kjörinn varaformaður og
Bryndís Hlöðversdóttir ritari.
Á síðasta kjörtímabili var
Ragnar Arnalds formaður
þingflokks Alþýðubandalags-
ins.
Mesta loft-
vægi
í fjögur ár
LOFTVOGIR Veðurstofu ís-
lands mældu rúmlega 1045
millibara loftvægi á íjórum
stöðum á Norðurlandi og Vest-
fjörðum í fyrradag. Er það
mesta loftvægi sem mælst
hefur hér á landi frá 15. apríl
1991. Þá stóð loftvog í 1050
millibörum, sem er mesti loft-
þrýstingur sem mælst hefur á
þessum árstíma á íslandi sam-
kvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofu.
Meðalloftþrýstingur er
hæstur í maí og er 1014 mb
fyrir Reykjavík svo dæmi séu
tekin og er það fátítt að loft-
vægi mælist yfir 1045 inb
hér. Hæst hefur loftvog staðið
1058,5 mb; í janúarmánuði
árið 1841. Samkvæmt upplýs-
ingum Veðurstofu er hátt loft-
vægi meira áberandi á vorin
og seint á haustin. Við þannig
aðstæður er minna um úrkomu
og skýin sjaldséðari, nema þar
sem vindur blæs af hafi. Loft-
þrýstingurinn náði hámarki í
gær og er hæðin sem um ræð-
ir á undanhaldi.
Æfingaskól-
inn meistari
SVEIT Æfingaskóla KHÍ varð
íslandsmeistari grunnskóla-
sveita í skák 1995. Sveitin
mun veija Norðurlandameist-
aratitil á Norðurlandamótinu
sem fer fram í Danmörku í
haust.
Yfir 100 keppendur í 22
sveitum tókum þátt að þessu
sinni. Sigursveitina skipuðu:
Bragi Þorfinnsson, Björn Þor-
finnsson, Davíð Ingimarsson,
Óttar Norðijörð og Bjarni Kol-
beinsson sem var varamaður.
2 ára fangelsi fyrir
brot gegn tveimur telpum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 54 ára
gamlan mann, Hrafnkel Egilsson, í 2 ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur telpum, 10
og 11 ára gömlum. Þá var hann dæmdur til að
greiða 500 þúsund krónur í miskabætur til hvorr-
ar telpunnar.
Maðurinn er venslaður telpunum og framdi brot-
in gagnvart þeim í nokkur skipti, síðast í septem-
ber 1993, ýmist á heimili sínu eða í fyrirtæki föð-
ur síns. Málið kom upp eftir að fullorðin kona
tengd manninum sagði móður annarrar telpunnar
að hann hefði misnotað sig kynferðislega á árum
áður. Telpumar höfðu talsvert umgengist manninn
og játuðu þegar mæður þeirra spurðu þær að
maðurinn hefði leitað á þær og misnotað.
Eftir lögreglurannsókn, sefn hófst að tilstuðlan
bamavemdaryfirvalda, var maðurinn ákærður fyr-
ir að hafa í allmörg skipti káfað og sleikt kyn-
færi telpnanna og fyrir að hafa látið þær gæla
við kynfæri sín.
Maðurinn neitaði ávallt sakargiftum en telpurn-
ar lýstu athöfnum mannsins í viðtölum við sálfræð-
ing og fyrir dómi og taldi dómarinn þær frásagn-
ir einkar trúverðugar.
Þá bára mæður telpnanna og amma annarrar
þeirra að eiginkona mannsins hefði eftir að málið
kom upp sagt þeim í símtölum að maðurinn hefði
játað fyrir sér að hafa káfað og þuklað á telpunum.
Konan kannaðist hins vegar ekki við það fyrir dómi.
Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari, taldi sök
mannsins sannaða með framburði telpnanna, sem
m.a hafi borið að mestu saman um það atvik
þegar báðar voru viðstaddar og þoldu samtímis
kynferðisathafnir mannsins enda sé það mat sál-
fræðings að þær geri greinarmun á réttu og röngu
og séu viðbrögð þeirra og einkenni slík að skýrsl-
ur þeirra séu líklegar.
Var hann því sakfelldur fyrir brot á 1. mgr.
202. greinar almennra hegningarlaga þar sem
lagt er allt að 14 ára fangelsi við samræði eða
öðrum kynferðismökum við börn yngri en 14 ára.
Refsing mannsins var talin hæfileg 2 ára fangelsi
en auk þess var hann dæmdur til að greiða hvorri
telpnanna 500 þúsund krónur í miskabætur, auk
málskostnaðar og alls sakarkostnaðar.
Hvar
gerir þú
betri
bílakaup
k A
Reyrtsluaktu
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
ÁRMÚLA 13 ■ SlMI 5 53 1 236
Verðið á Renault 19 RN
árgerð 1995
er aðeins kr. 1195.000,-
INNIFALIÐ:
Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar
rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband,
styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar,
málmlitur, ryðvörn, skráning ..
Fallegurfjölskyldubíll á fínu verði.
RENAULT
RENNUR UT!
Hagstæðustu
bílakaup ársins!?