Morgunblaðið - 26.04.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 9
FRÉTTIR
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
Morgunblaoio/Knstinn
VERÐLAUNAHAFARNIR ásamt borgarsljóra. Frá vinstri: Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgar-
stjóri, Haukur Elvar Hafsteinsson, Atli Þór Fanndal, Kristján Lindberg Björnsson, Anton Eyþór
Rúnarsson, Þóra Óskarsdóttir og Halldór Falkvard Birgisson. Þau eru á aldrinum 9-12 ára og eru
öll nemendur í Foldaskóla í Grafarvogi.
Ungir hugvitsmenn
verðlaunaðir
UNGIR hugvitsmenn voru verðlaun-
aðir í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnu-
dag. Þá afhenti borgarstjóri, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, verðlaun í
nýsköpunarkeppni grunnskólanem-
enda. Nemendur úr 20 grunnskólum
tóku þátt í keppninni.
Tilgangurinn með keppninni, sem
nú var haldin í fjórða skipti, er að
efla hugvit barna. Foldaskóli í Graf-
arvogi hefur verið í fararbroddi í slíku
starfi og þar er nú fyrsti og eini
nýsköpunarkennari landsins, Gísli
Þorsteinsson, í hlutastarfi.
Gísli hefur samið námsefni fyrir
níu og tíu ára börn í nýsköpun. Niu
ára nemendur í Foldaskóla fóru í
vetur allir í gegnum verkefnið Frum-
kvæði - sköpun og farið var af stað
með tækninám fyrir 10 ára nemend-
ur.
Verðlaun voru veitt fyrir útlits-
og formhönnun og fyrir uppfinningu
og Tækniskóli Islands veitti sérstök
tækniverðlaun. Þau fékk Kristján
Lindberg Björnsson fyrir tæki til að
leita að fólki í snjóflóðum. Gísli Þor-
steinsson segir að þar flétti Kristján
saman nokkra þekkta tæknilega
þætti á sniðugan hátt.
Sryóflóðaleitartæki í
nýnæmikönnun
Ekki var hægt að sýna uppfinn-
ingu Kristjáns í Ráðhúsinu þar sem
hún hefur verið send í nýnæmiskönn-
un til Danmerkur. Gísli segir að tæk-
ið hafí verið sýnt nokkrum mönnum
hér heima og niðurstaðan orðið sú
að þar væri merk uppfínning á ferð-
inni. Því hafi tækið verið sent til
Danmerkur tii að láta athuga hvort
það hefði verið búið til áður. Reynist
svo ekki vera gæti Kristján selt hug-
myndina eða fengið einkaleyfi á
henni.
Meðal annarra verðlaunaðra upp-
fínninga var kökuhnífur/-klemma
sem Atli Þór Fanndal bjó til og af-
henti hann borgarstjóra hana að gjöf
á sunnudag. Við það tækifæri ávarp-
aði Haukur Elvar Hafsteinsson, 10
ára, samkomuna, talaði um nýsköp-
un og kynnti Félag ungra uppfinn-
ingamanna, FUU.
Ein hugmynd í framleiðslu
Samtök iðnaðarins hafa ákveðið
að taka eina hugmynd úr keppninni
upp á sína arma og koma henni í
framleiðslu. Gísli telur málningarföt-
utrekt Halldórs Falkvards Birgisson-
ar, sem fékk fyrstu verðlaun fyrir
útlits- og formhönnun, eiga góða
möguleika á að verða fyrir valinu.
Þóra Óskarsdóttir fékk fyrstu
verðlaun fyrir uppfinningu sína sem
voru sérstakar vatns- og snjóhlífar
á stígvél. Haukur Elvar Hafsteinsson
fékk verðlaun fyrir baðbjöllu og An-
ton Eyþór Rúnarsson fékk verðlaun
fyrir skíðabakpoka.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
FRÁ ÚTHLUTUN úr Minningarsjóði Guðjóns Samúeissonar.
Guðni Pálsson formaður Félags íslenskra arkítekta, Haraldur
Helgason, Guðjón Friðriksson og Pétur H. Ármannsson.
Fyrstu styrkir úr
Minningarsjóði
Efnisvinnsla
á Austurlandi
Arnarfell hf.
með lægsta
tilboð
ARNARFELL hf. átti lægsta tilboð
í efnisvinnslu á Austurlandi, en alls
bárust Vegagerðinni sex tilboð í
verkið. Tilboð Arnarfells hljóðaði upp
á rúmlega 28,3 milljónir króna, en
kostnaðaráætlun var tæplega 46,8
milljónir.
Næstlægsta tilboðið var frá Myll-
unni hf., sem bauð tæplega 38,1
milljón króna. Borgarverk bauð rúm-
lega 39,3 milljónir, Jarðverk hf. bauð
rúmlega 43,9 milljónir, Tak hf. bauð
rúmlega 49,7 milljónir og hæsta til-
boðið áttu Fossvélar hf., sem buðu
rúmlega 58,2 milljónir króna í verkið.
----------1 ♦ «----
Loftpressa
ofhitnaði
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var síð-
degis á mánudag kallað að Lyfja-
verslun íslands í Borgartúni en þar
hafði viðvörunarkerfi farið í gang.
í ljós kom að loftpressa í loftræsti-
herbergi hafði ofhitnað og frá henni
lagði reyk. Við það fór viðvörunar-
kerfi í gang.
Slökkviliðsmenn reykræstu húsið
með innanhússviftum.
FYRSTU styrkir voru veittir úr
Minningarsjóði Guðjóns Saniúels-
sonar á sumardaginn fyrsta en
sjóðurinn var stofnaður árið 1990.
Þrír styrkir voru veittir úr
sjóðnum en auglýst var eftir um-
sóknum. Haraldur Helgason fékk
100 þúsund króna styrk til að afla
gagna og skrá gögn arkítektafé-
laganna á íslandi. Guðjón Frið-
riksson fékk 100 þúsund króna
styrk til að vinna áfram að gerð
bóka um gömlu hverfin í Reykja-
vík og aðra gamla bæi og þorp.
Þá fékk byggingarlistardeild
Listasafns Reylqavíkur á Kjarv-
alsstöðum 50 þúsund króna styrk
til að eignast módel af húsi eftir
Högnu Sigurðardóttir í Garðabæ.
Minningarsjóðurinn var stofn-
aður í samræmi við erfðaskrá
Guðjóns Samúelssonar. Guðjón
var mikilvirkasti íslenski arkítekt-
inn á starfsferli sínum en hann
teiknaði meðal annars Þjóðleik-
húsið, Háskóla Islands, Landspít-
alann auk skóla, kirkna og emb-
ættisbústaða víða um land.
Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík
28 umsækjendur
28 UMSÓKNIR hafa borist lög-
reglustjóranum í Reykjavík um
stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns
við umferðardeild en Magnús Ein-
arsson, sem gegndi starfinu hefur
tekið við stöðu yfirlögregluþjóns í
Kópavogi.
Umsækjendur eru: Árni Vigfús-
son, aðaívarðstjóri, Baldvin Ottós-
son, aðalvarðstjóri, Benedikt
Lund, varðstjóri, Bertram Möller,
varðstjóri, Bjarnþór Aðalsteins-
son, rannsóknarlögreglumaður,
Eiríkur Beck, rannsóknarlögreglu-
maður, Geiijón Þórisson, aðalvarð-
stjóri, Gylfí Jónsson, lögreglufull-
trúi, Gunnlaugur K. Jónsson,
rannsóknarlögreglumaður, Hilmar
Þorbjörnsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, Hjálmar Björgvinsson,
aðstoðarvarðstjóri, Jakob S. Þór-
arinsson, varðstjóri, Jóhann Dav-
íðsson, flokksstjóri, Jón Fr.
Bjartmarz, flokksstjóri, Jón Th.
Friðþjófsson, flokksstjóri, Júlíus
Óli Einarsson, flokkstjóri, Karl
Steinar Valsson, flokksstjóri,
Ómar Gaukur Jónsson, rannsókn-
arlögreglumaður, Rúdólf Axels-
son, aðalvarðstjóri, Rúnar Sig-
urðsson rannsóknarlögreglumað-
ur, Sigurður Benjamínsson, rann-
sóknarlögreglumaður, Sigurður
Sigurgeirsson, varðstjóri, Sigur-
geir Arnþórsson, aðstoðarvarð-
stjóri, Skarphéðinn Njálsson, varð-
stjóri, Sævar Ingi Jónsson, lög-
reglumaður, Sævar Stefánsson
rannsóknarlögreglumaður, Viðar
Waage, varðstjóri, Þröstur Ey-
vinds, lögreglufulltrúi.
Dómsmálaráðherra veitir stöð-
una að fengnum tillögum lögreglu-
stjóra.
SIJMAliTILBOl)
30% afsláttur af fataefnum, gardínuefnum og fatnaði
þriðjud. 25/4 til laugard. 29/4.
Ath. nýjar vörur.
Vefta / Hólagarði, Lóuhólum 2-6, sími 72010.
DRAGTIR
Ný sending frá KS
KÍLL
Skólavörðustíg 4A
Sími 13069
//
//
lk VITI j&l.AND
Nú er hlátur nýyakirm
Islenskur kveöskapur í tali og tónum
föstudaginn 5. maí.
Landsþekktir hagyrbingar og skemmtikraftar.
Vísnakveöskapur, gamanvísur, eftirhermur, kjaftasögur og lygasögur.
Þeir munu syngja og kveða við undirleik Geirmundar
Valtýssonar og Hauks Heiðars Ingólfssonar
'Flosi Olafsson
#**
Hákon Adalstciiissoii
***
Ómur Ragnarsson
***
Jólianncs Beiijaiiiínsson
***
og Jónas Arnason scni jafnfraint er lieidnrsgcstnr
Þaí> verbur hlegií>; sungih og dansah
Hljómsveit Geirnnuular Valtýssonar lciknr fyrir ilansi til kl. (ki.
Matseðill
lijónniló^uó kónxasvepiHisiíiHi
l.anihalnielustcik nied ilijon sinnei>ssósu
Ferskir ávexlir i sykurkörfii med ískrenii
verð kr. 3.900 með mat. kr. 2.000 á skemmtun
og kr. BOO á áansleik að lokinni skemmtun.
Borðapantanir í síma 568 7111 milli kl. 13 og 17
Eitt blab fyrir alla!
ÍJiilMTwffllyÍEfMllj!
■ kjarni ntálsins!