Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
ERLEIMT
Noregur og ESB semja um tollfrjálsan
innflutningskvóta á sjávarafurðum
Fundi Islands
og ESB um
tollamál frestað
NOREGUR og Evrópusambanclið
hafa náð bráðabirgðasamkomulagi
um tollftjálsan inriflutningskvóta
fyrir norskar fiskafurðir, sem auka-
tollur lagðist á við inngöngu þriggja
EFTA-ríkja í ESB um síðustu ára-
mót. Viðræðufundi Íslands og ESB
um tollamál, sem halda átti síðastlið-
inn föstudag í Brussel, var frestað
þar til niðurstaða lægi fyrir í samn-
ingum Noregs við sambandið.
Samningur Noregs og ESB á enn
eftir að hljóta staðfestingu aðildar-
ríkja ESB og norska Stórþingsins,
en ekki er búizt við að neinar hiridr-
anir verði þar í veginum.
Nær til 32 fisktegunda
Vegna þess að samningurinn hef-
ur ekki verið kynntur fyrir öllum
aðildarríkjum, hefur ekki verið upp-
lýst hvað innflutningskvóti Norð-
manna er nákvæmlega stór, en hann
nær til 32 fisktegunda. Norðmenn
höfðu gert kröfu um 17.730 tonn,
sem er tala byggð á tollfijálsum inn-
flutningi Noregs til Austurríkis, Sví-
þjóðar og Finnlands á síðasta ári.
Fríverzlun með fisk gilti í EFTA, en
þegar þessi þijú ríki gengu í ESB
um áramót, lögðust nýir tollar á inn-
flutning Norðmanna.
Ljóst er að Norðmenn fengu ekki
ýtrustu kröfur sínar uppfylltar, en
Eivinn Berg, sendiherra Noregs í
Brussel, sagði þó í.samtali við Reut-
ers-fréttastofuna að samkomulagið
væri „viðunandi".
Kvótinn, sem Norðmenn fengu,
mun vera byggður á meðaltali inn-
flutnings norskra afurða til ríkjanna
þriggja á árabilinu 1992-1994.
Niðurstöðu í samningum
Noregs beðið
ísland hefur gert kröfur á hendur
ESB um tollfijálsan innflutningsk-
vóta, með sömu rökum og Noregur,
þ.e. að tollar á íslenzkum afurðum
hafí hækkað með inngöngu EFTA-
ríkja í ESB. Þar er einkum um að
ræða saltsfld, sem flutt er tii Svíþjóð-
ar og Finnlands, en einnig lambakjöt
og íslenzka hesta á fæti. Á seinasta
ári var andvirði saltsíldarútflutnings-
ins á fjórða hundrað milljóna króna.
Viðræðufundur íslands og ESB
um tollamálin var áformaður í lok
síðustu viku í Brussel. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var fund-
inum frestað, þar sem islenzk stjóm-
völd vildu sjá hvemig samningum
við Noreg reiddi af.
Nú má búast við að samningsnið-
urstaða Norðmanna verði skoðuð
rækilega í utanríkisráðuneytinu og
síðan boðað til fundar með Evrópu-
sambandinu að nýju í næsta mánuði.
Frestur ESA vegna einkaleyfis
á áfengisinnflutningi runninn út
Olíklegt að
áfengislöggjöf
verði breytt
SEX vikna frestur, sem Eftirlits-
stofnun EFTA (ESA), gaf íslenskum
stjórnvöldum til að afnema einka-
leyfi á áfengisinnflutningi, rann út
fyrir nokkru. Ætlaði stofnunin að
taka ákvörðun að þeim tíma loknum
um hvort að íslendingar yrðu kærð-
ir til EFTA-dómstólsins vegna máls-
ins.
Ríkisstjórnin ræddi á fyrsta fundi
sínum í gær um þau mál, sem snúa
að Eftirlitsstofnun EFTÁ. Ákveðið
hefur verið að verða við kröfum
stofnunarinnar og afnema aukagjald
á innfluttan bjór frá og með 1. maí
næstkomandi og er þá búizt við
nokkurri verðlækkun á innfluttum
bjórtegundum.
Á ríkisstjórnarfundinum var jafn-
framt rætt um kröfur ESA um af-
nám einkaréttar Áfengis- og tóbaks-
verzlunarinnar á einkarétti til inn-
flutnings og heildsölu áfengis.
Frumvörp um slíkar breytingar náðu
ekki fram að ganga á seinasta Al-
þingi. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er ekki víst að frum-
vörpin verði lögð fram að nýju á
vorþinginu, sem standa mun í u.þ.b.
10 daga, frá 15. maí næstkomandi.
Mun það vera mat manna að svo
mikil andstaða sé við málið á þingi,
að tíu daga þing nægi tæplega til
að afgreiða það. Búizt er við að
stjórnarandstaðan — og jafnvel ein-
hveijir stjórnarþingmenn einnig —
muni halda uppi málþófi, verði reynt
að koma málinu í gegn.
Hjá ESA í Brussel fengust þær
upplýsingar í gær að málið væri í
skoðun og að stofnunin hefði ákveð-
ið að bíða eftir afstöðu nýrrar ríkis-
stjórnar, áður en ákvörðun yrði tek-
in um kæru til EFTA-dómstólsins.
Sagði talsmaður ESA að verið væri
að hafa samband við ríkisstjórn ís-
lands og fjármálaráðuneytið vegna
málsins.
Réttur samkynhneigðra til að gegna herjijóiiustu í Bretlandi
Herforingjar vilja
viðhalda banninu
London. Reuter.
BRESKU stjórnmálafiokkarnir og
yfirmenn hersins eru að búa sig
undir átök um það hvort núgild-
andi bann við herþjónustu samkyn-
hneigðra skuli standa áfram. Hefur
Verkamannaflokkurinn heitið að
nema það úr gildi komist hann til
valda en Malcolm Rifkind, varnar-
málaráðherra íhaldsflokksins, og
yfirmenn í hernum ætla að beijast
fyrir óbreyttu ástandi með öllum
ráðum.
Samkynhneigðir taka einnig þátt
í baráttunni og þeir hafa hótað að
svipta hulunni af meintri samkyn-
hneigð sumra yfirmanna í hernum
eins og þeir hafa gert gagnvart
sumum prestum og stjórnmála-
mönnum. í reglum breska vamar-
málaráðuneytisins segir, að óviðun-
andi sé, að samkynhneigt fólk,
kariar og konur, gegni herþjónustu.
Það geti valdið árekstrum, ýtt und-
ir agaleysi og skaðað liðsandann.
Á árunum 1991 til ’94 voru 260
menn og konur látin víkja úr hem-
um af þessum sökum.
Áströlsk fyrirmynd
David Clark, talsmaður Verka-
mannaflokksins í vamarmálum,
segir, að komist flokkurinn til valda
verði þessu breytt innan mánaðar
og hann nefnir sérstaklega Ástralíu
sem fyrirmynd en þar gegna sam-
kynhneigðir einstaklingar herþjón-
ustu en kynmök milli þeirra eru
bönnuð.
Svipuð andstaða og í
Bandaríkjunum
Þessi mál eru afar viðkvæm og
Clark viðurkenndi, að þau gætu
snúist í höndum hans eins og var
með Bill Clinton, forseta Bandaríkj-
anna. Hann gafst upp við að af-
nema sams konar bann vegna mik-
illar andstöðu í Pentagon, banda-
ríska hermálaráðuneytinu. Raunar
er nú farið framhjá banninu með
þegjandi samkomulagi um að
spyija einskis gegn því að samkyn-
hneigðir einstaklingar opinberi ekki
tilfinningar sínar.
Glenn Miller
slær í gegn
TÓNLIST
bandaríska
hljómsveitar-
stjórans Glenns
Millers rýkur
nú upp sölulista
í Bretlandi,
fimmtíu árum
eftir dauða
hans. Tónlistin
er óijúfanlega
tengd heims-
styijöldinni síðari og er ástæða
söluaukningarinnar hátíðahöld í
næsta mánuði í tilefni þess að
fimmtíu ár eru frá stríðslokum.
Marcos ætlar
sérsigur
IMELDA Marcos, fyrrverandi for-
setafrú á Filippseyjum, sagði í gær
að hún myndi leggja mál sitt í dóm
þjóðarinnar en kjörstjórn hafnaði á
mánudag framboði hennar í þing-
kosningum sem fram fara í næsta
mánuði. Marcos áfrýjaði úrskurðin-
um og svo lengi sem ekki hefur
verið skorið úr málinu, getur hún
boðið sig fram. Hún kveðst munu
bera sigur úr býtum með einhveij-
um ráðum.
Glenn Miller
Reuter
Plútonsmygl á síðasta ári frá Moskvu
Þjóðverjar sakaðir
um sviðsetningn
Bonn. Reuter.
RÚSSNESKA orkuráðuneytið ít-
rekaði á sunnudag fyrri fullyrðingar
um, að þýska leyniþjónustan hefði
sett á svið plútonsmygl til að
klekkja á rússneskum stjómvöldum.
Fannst plútonið um borð í flugvél,
sem kom til Miinchenar frá Moskvu
á síðasta ári.
Georgíj Kaurov, talsmaður orku-
ráðuneytisins, sagði, að plútoninu,
363 grömmum, hefði verið komið
fyrir í flugvélinni til að svo liti út
sem Rússar gætu ekki gætt plúton-
birgða sinna og hann skoraði á
þýsku stjórnina að Ieyfa rússnesk-
um sérfræðingum að rannsaka plút-
onið til að komast að uppruna þess.
Rannsóknar krafist
Bemd Schmidtbauer, þýskur
embættismaður, sem fer með mál-
efni ieyniþjónustunnar, neitaði
þessum ásökunum en þær komu
fyrst fram í þýska vikuritinu Der
Spiegel fyrr í mánuðinum. Stjórnar-
andstaðan í Þýskalandi ætlar hins
vegar að krefjast nákvæmrar rann-
sóknar á málinu og það getur varp-
að skugga á samskipti Rússa og
nánustu bandamanna þeirra á Vest-
urlöndum, Þjóðverja, aðeins hálfum
mánuði áður en Helmut Kohl kansl-
ari fer til fundar við Borís Jeltsín,
forseta Rússlands, í Moskvu.
Ásakanir Rússa komu í kjölfar
þess, að saksóknarar í Munchen
viðurkenndu, að þeir hefðu vitað
fyrirfram, að smygla ætti plútoni
með flugvélinni til Þýskalands án
þess hafa reynt að koma í veg fyr-
ir það.
Peter Stmck, einn þingmaður
jafnaðarmanna, segir, að leyniþjón-
ustunni hafi orðið á meiriháttarmis-
tök hvort sem hún hafi sett smygl-
ið á svið eða ekki því að samkvæmt
samningum hefði hún átt að láta
rússnesk yfirvöld vita strax.
Mótmæla
flutningi úr-
gangsefna
HÉRAÐSSTJÓRI Aomori í norð-
urhluta Japans neitaði í gærmorg-
un breska skipinu Pacific Pintail
um leyfi til að leggjast að bryggju
vegna þess að það var með 14
tonn af geislavirkum úrgangi um
borð. Hann aflétti banninu um
kvöldið eftir að sljórnvöld í Tókýó
höfðu fullvissað hann um að úr-
gangurinn yrði ekki grafinn í hér-
aðinu til frambúðar. Andstæðing-
ur kjarnorku fögnuðu hins vegar
nijög en þeir hafa mótmælt flutn-
ingunum ákaft, jafnt í Japan sem
í Evrópu. Margir gagnrýndu þó
hart að Kimura skyldi síðan láta
undan síga. „Við erum bálreið,"
sagði talsmaður Greenpeace-sam-
takanna. 46 Igarnorkuver eru í
Japan. Japanar hafa sent notað
eldsneyti úr kjarnorkuverum sín-
um til endurvinnslu í Frakklandi
en þar er unnið plúton úr efninu.
Fyrirhugað er að senda alls 7.100
tonn af eldsneyti til Evrópu til
endurvinnslu næstu árin þar sem
unnin verða úr því 30 tonn af plú-
toni.
' i
(
1
l;
t
'
í
!
L
I
I
!
I
I
!
I
I