Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 17
Sápaá
sumar-
kvöldum
KAFFILEIKHÚ SIÐ hefur
ákveðið að brydda upp á þeirri
nýjung að standa fyrir síð-
kvöldssýningu á Sápu tvö nú
þegar sumarið er gengið í garð.
Næstkomandi föstudagskvöld,
28. apríl, verður fyrsta sýning-
in og hefst hún kl. 22.30. Hús-
ið er opnað kl. 20 og verður,
sem fyrr, boðið upp á ljúffeng-
an kvöldverð úr eldhúsi Stein-
unnar Bergþórsdóttur, fyrir
sýningu. Laugardaginn 29.
apríl verður einnig sýning á
Sápu tvö en hún hefst á venju-
legum tíma kl. 21.
Það er von aðstandenda að
þessi nýjung falli í góðan jarð-
veg. Fram á sumar verða síð-
kvöldssýningar einu sinni í viku,
þær næstu fostudaginn 5. maí
og laugardaginn 13. maí. Leik-
stjóri grínleiksins er Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir.
Fyrirlestrar Vís-
indafélagsins
Heiður
og hefnd
SJÖTTI fundur Vísindafélags
íslendinga á þessu starfsári
verður haldinn í Norræna hús-
inu í kvöld og hefst kl. 20.30.
Helgi Þorláksson sagnfræð-
ingur flytur erindi sem hann
nefnir Heiður og hefnd.
Fyrirlesari mun ræða um
íslendingasögur sem heimildir
um samfélag fæðardeilna og
blóðhefndar. Sú skoðun ryður
sér til rúms að sögurnar eigi
að geta verið fullgildar heim-
ildir um félagslega skipan,
ákveðin kerfi og ríkjandi við-
horf á 12. og 13. öld. Megin-
spurning er hvort þekking á
viðhorfum til heiðurs og hefnd-
ar í öðrum samfélögum fæðar-
deilna og blóðhefndar geti
skerpt skilning okkar á lýsing-
um Islendingasagna, og ann-
arra fornsagna, á sama efni,
segir í fréttatilkynningu.
Aðgangur að fundum Vís-
indafélagsins er ókeypis og
öllum heimill. Kaffistofa Nor-
ræna hússins verður opin
fundarmönnum að loknum fyr-
irlestri.
Skólaári Tón-
listarskóla
Rangæinga
að ljúka
FRÁ Tónlistarskóla Rangæ-
inga hafa 75 nemendur lokið
stigsprófum á ýmis hljóðfæri
og í einsöng og fyrsti nemand-
inn hefur lokið 8. stigi frá
skólanum, en það er Anna
Magnúsdóttir sem því lauk á
píanó með tónleikum sem hún
hélt í sal skólans 10. apríl síð-
astliðinn. Einnig lauk einn
nemandi 6. stigi á píanó og
sjö nemendur luku 5. stigi,
þrír á píanó, þrír í söng og
einn á þverflautu.
Vortónleikar Tónlistarskól-
ans verða haldnir á Heima-
landi 26. apríl og í Grunnskól-
anum á Hellu 27. apríl og hefj-
ast á báðum stöðum kl. 21.
Þar verður boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá og munu
margir, bæði yngri og eldri
nemendur skólans, sýna af-
rakstur vetrarins. Skólaslit og
einkunnaafhending verða í
Hvoli 1. maí kl. 15 og munu
nemendur einnig sýna leikni
sína þar.
TÓNLIST
íslcnska ðpcran
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Verk eftir Britten, Purcell, Hándel,
Bizet, Gounod, Mahler, Webem,
Somers og Floyd. Valdine Anderson
sópran, Steinunn Bima Ragnarsdótt-
ir, pianó.
Laugardaginn 22. apríl.
GÓÐAN gest bar að garði sl.
laugardag, þegar vestur-íslenzka
óperusöngkonan Valdine Anderson
hélt tónleika ásamt Steinunni Birnu
Ragnarsdóttur píanóleikara. Skv.
upplýsingum séra Braga Friðriks-
sonar í tónleikaskrá hefur móðir
söngkonunnar, frú Helga Ander-
son, unnið mikið að tónlistarmálum
í Manitoba og tvívegis komið með
söngkóra til Islands, og dvöl þeirra
mæðgna á landinu nú mun að til-
hlutan nefndar á vegum utanríkis-
ráðuneytisins til að efla samskipti
íslendinga hér heima og vestan
hafs. Valdine Anderson býr nú í
Frankfurt og virðist, eftir fyrrget-
inni heimild að dæma, vera að
skapa sér starfsferil í Mið-Evrópu.
Hin fjölbreytta efnisskrá sýndi
vel þróaða tækni söngkonunnar,
er spannaði allt frá barokkóperu
að framsæknum nútíma, að Vínar-
klassík slepptri. Röddin var einkar
liðug, enda stóð heiti fyrsta lags,
Let the floríd music praise eftir
Britten, sem nokkurs konar mottó
fyrir afganginn. Þegar í þrem ar-
íum úr óperu Hándels, Alceste,
komu fram haldgóð tök bæði á leik-
rænu sönglesi og mishröðum kólór-
atúr, þar sem spengileg söngkonan
gat stigbreytt víbratóinu að vild,
ekki sízt á löngum tónum. Sú í
raun sjálfsagða litunaraðferð mætti
heyrast oftar hér á landr. í Alceste-
aríunum gat einnig að heyra alvöru
trillur, sem eru jafnel enn sjaldgæf-
ari. Inntónun var víðast hvar mjög
góð, og hæðin sömuleiðis, þó svo
að röddin virtist færast nokkuð úr
fókus á efstu tónum. Nú spyr sá
er betur vildi vita: Er það trölla-
saga alþýðu, að bústinn líkams-
vöxtur hjálpi upp á í þeim efnum,
eða hvers vegna virðast svo margar
þéttholda söngkonur hafa þéttari
rödd í hæðinni en tággrannar? Svo
maður sleppi alræmdri athugasemd
Toscaninis um fuglasöng og úlfa-
þyt.
Af Bizet-lögunum komu bezt út
Adieu de I’dtesse Arabe, spænsku-
legt lag þar sem Steinunn Birna
skilaði vikivakakenndri hrynjand-
inni af röggsamri natni, og hið
sömuleiðis suðrænt hljómandi
Ouvre ton cæur. Hið vel þekkta lag
Gounods, Je veux vivre úr Rómeó
og Júlíu var einnig dável flutt.
Sótti píanóið nú í sig veðrið eftir
fremur daufan undirleik, einkum í
Hándel.
Eftir hlé birtust sterkustu hliðar
Valdine Anderson, þegar nútíminn
knúði dyra eftir annars prýðilega
túlkun á fjórum lögum eftir Ma-
hler, þar sem söngkonan sýndi
einkum góða tilfínningu fyrir þjóð-
laga- og barnagæluþáttunum í tón-
listinni. Hin „ósönghæfu“ örljóð
Antons Webern Op. 25 í punktastíl
með risastökkum milli lofts og
kjallara reyndust eftir allt saman
ágætlega sönghæf, og Steinunn
Birna vék sér undan mýmörgum
fallgryfjum raðtækniritháttarins
með að virtist lítilli fyrirhöfn.
Trompið var þó án efa hin heillandi
útlegging kanadíska tónskáldsins
H. Somers á þjóðarfugli landsins,
Loon (Lómur), þar sem seiðandi
víðátta kanadískra öræfa vaknaði
eftirminnilega, m.a. með einhverri
áhrifamestu beitingu á endurómi
opinna píanóstrengja af söng sem
undirritaður minnist að hafa heyrt
í nýrri tónlist. Söngkonan flutti
verkið, sem og síðasta lagið á
prentaðri dagskrá, hið elegísk-
dramatíska Ain’t it a Pretty Night
eftir C. Floyd, af einstakri innlifun.
Uppskáru þær stöllur verðskuldað
lof í lófa, og ekki versnuðu undir-
tektir við aukalagið, Draumalandið,
sem sungið var á ástkæra ylhýra
málinu.
Valdine Anderson kom vel fyrir
með góðum söng og ekki síður með
skemmtilegum kynningum á lögun-
um. Hafi hún þökk fyrir komuna
með ósk um velfarnað í starfi syðra.
Vonandi ratar hún hingað aftur.
Ríkarður Ö. Pálsson
- kjarni málsins!
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Aldamótaelexír
Seyðisfirði. Morgunblaðið.
ÆFINGAR standa nú yfir hjá Leik-
félagi Seyðisfjarðar á nýju leikverki
eftir systurnar Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Leikritið er samið að
beiðni Leikfélags Seyðisfjarðar í til-
efni af 100 ára afmæli kaupstaðar-
ins í ár. Iðunn og Kristín eru sjálf-
ar Seyðfirðingar og þekkja því vel
til mála, en ljóst er af verkinu að
þær hafa lagt mikla vinnu í rann-
sóknir. Verkið hefur hlotið nafnið
„Aldamótaelexír" og er ætlað að
bregða upp mannlífsmyndum og
andrúmslofti fyrir aldamótin síð-
ustu. Umfjöllunin er bæði gaman-
söm og alvörugefin og þó nokkuð
um söng. Notuð er tónlist frá því
fyrir aldamót sem þær systur hafa
samið texta við. Þriggja manna
hljómsveit sér um tónlistarflutning-
inn.
Leikstjórinn, Ingibjörg Björns-
dóttir, kölluð Ibbý, hefur töluverða
reynslu í leikhúsi. Aðspurð um feril
sinn segir hún: „Mér fmnst í raun
og veru ekki máli skipta hvað hver
gerir í leikhúsi, mér finnst allt jafn
mikilvægt.“ Sjálf er hún lærður
leikari og hefur unnið flest þau störf
sem fyrir koma í leikhúsi. Þetta er
þriðja verkið sem hún leikstýrir utan
þéttbýlisins á Suðvesturlandi og
annað verkið eftir Iðunni og Krist-
ínu. „Mér finnst ofsalega gaman
að vinna úti á landi, en það getur
líka verið erfitt. Það er svo margt
sem þarf að taka tillit til. Fólk er
náttúrlega í vinnu og fólk er fjöl-
skyldufólk. Ég hef reynt að stilla
æfingum þannig að fólk hafi eitt-
hvert frí á kvöldin og um helgar.
En þegar lokin nálgast fer að herða
róðurinn."
Á fjórða tug manna tekur þátt í
uppsetningu verksins, þar af eru á
sviði 17 fullorðnir leikarar og tíu
börn. Frumsýning verðuru 29. apríl
næstkomandi.
Island gegn alnæmi
„Við minnumst
þeirra“ á Vopnafirði
UOSMYNDASYNINGIN Við
minnumst þeirra, sem sett var upp
á Kaffihúsinu Mokka í síðasta mán-
uði, er nú á leið til Vopnafjarðar
og verður á Hótel Tanga frá 27.
apríl til 4. maí.
I fréttatilkynningu segir: „Sýn-
ingin sem er minning um þá 27
íslendinga sem látist hafa úr al-
næmi var unnin í tengslum við sjóð-
inn ísland gegn alnæmi, sem var
nýlega settur á laggirnar og mun
beita sér fyrir fjársöfnun til að styðja
við bakið á forvarnarstarfi og stuðn-
ingi við smitaða einstaklinga. Sýn-
ingin samanstendur af 27 táknræn-
um myndum eftir Sólrúnu Jónsdótt-
ur ljósmyndara, einni fyrir hvem
einstakling sem sjúkdómurinn hefur
lagt að velli hérlendis. Sólrún, sem
er menntuð í Bandaríkjunum og
Frakklandi, hefur starfað sem ljós-
myndari til margra ára bæði hér
heima og erlendis.“
Hrlii iii) bygfija? Villu lirtyla ? harflu iul liiria'?
25% afsláttnr
af öllnm vörnm í 4 daga
Midvikudag - fimmtudag - föstudag og laugardag
stiik teppi - áliiilil - verkíæri -
grasteppi - veggíóiliir -
veggfóilursbiirðar í miklii órvali
jjll fslcnsk
Biálnfig
Jmá/n/ngh/f
■ það segir sig sjálft -
fsíöfrT)
Sllppfélagia
Málnlngarverk zmiöja
Líttu inn í Litaver því það
hefur ávallt borgað sig
Opið laugardag frá kl. 10-16
VISA*
ELITAöm
ttaðQrciðslui
Grensásvegi 18 Sími 581 2444