Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 21

Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 2 AÐSENDAR GREINAR Skerðing veður- þjónustu í útvarpi ENGIN þjóð hefur meiri þörf en íslending- ar fyrir nákvæmar og tíðar veðurfregnir. Af völdum veðurs á sjó og landi týnast að jafnaði 200 mannslíf á áratug, þar af 100 í sjóslysum, 60 í umferðarslysum, 25 í flugslysum og 15 í snjóflóðum. Það hlýtur því að vekja athygli að á næstunni mun vera fyrirhugað að draga úr veðurþjónustu í út- varpi. Undanfarin ár hafa orðið miklar framfarir í veðurspám sem ná meira en hálfan sólarhring fram í tímann. Því valda erlendar tölvuspár. En á sama tíma hafa spárnar um næstu 3-12 klukkustundir orðið furðu lítið betri en þær voru fyrir áratugum. Ein- mitt þessar spár eru þó þýðing- armestar til að vara við veðri sem er að bresta á og víkur frá tölvuspán- um, veðri sem þarf að bregðast við með skyndiráðstöfunum. Slíkar skammtímaspár byggjast að litlu leyti á tölvuspám, en mest á árvekni veðurfræðinganna að fylgjast með veðurathugunum á sjó og landi og möguleikum þeirra að koma aðvör- unum sem allra fyrst á framfæri. Og það eru einmitt þessar lífsnauð- synlegu spár sem munu líða mest fyrir þær skerðingar sem framundan eru. Samkvæmt skjali frá Veðurstof- unni verða helstu atriði þeirra þessi: 1. Felldar verða niður spár og stormviðvaranir fyrir djúpin kring- um landið, nema kiukkan 0645 og 1845. 2. Felldur verður niður veður- fregnatiminn klukkan 0730. Þeir hiustendur sem þá eru að koma á fætur og vilja heyra nýjustu veður- skeyti og fyrstu spár dagsins fyrir veðurhéruð og hafsvæði verða því að bíða fram yfir kl. 1000 eða vakna kl. 0645 til að heyra spá sem allt of oft er bergmál af spánni kl. 0430. 3. Felld verður niður veðurlýsing frá stöðvum og skipum klukkan 0730, 1245, 1630 og 2230. Oft eru þetta þýðingarmestu fregnirnar af því hvað _er að gerast í veðrinu á stundinni. 4. Felld verður niður hefðbundna spáin fyrir land, mið og djúp klukkan 1630. Veður- fregnir hafa verið um þetta leyti dags frá stríðslokum. 5. Felld er niður spáin fyrir veðurhéruð á landi klukkan 0430. 6. Undirbúningstími veðurfræðings fyrir hveija spá frá því að veðurathuganir eru gerðar á þriggja tíma fresti verður oftast verulega styttur, úr 90 mínútum í 45-60 mín- útur. Þar með verður nær ómögulegt að teikna nýjasta veðurkort áður en spá er samin og taka tillit til þeirra Helsta réttlæting ríkis- rekins útvarps er örygg- isþjónustan, segir Páll Bergþórsson, og ekki þarf að efast um ábyrgð Veðurstofunnar. veðrabrigða sem sú úrvinnsla kann að sýna á hafinu í kringum landið. Spáin verður því fremur byggð á eldri upplýsingum og hættara við en áður að oft verði hún að mestu endurtekning á síðustu spá, ef tii vill með fáum orðalagsbreytingum gerðum á síðustu stundu, í flaustri. Þau hættulegu vinnubrögð ættu aldrei að eiga sér stað, og síst ætti að ýta undir þau með tímasetningu veðurfregna. 7. Obreytt er að lesa stutta yfir- litsspá fyrir landið á báðum rásum klukkan 0810, 1200, 1600 og 2400, og væntanlega einnig í morgunút- varpi, en bætt verður við stuttri spá kl. 1700. 8. Ekki er minnst á hvort ætlunin er að halda þeim hætti sem tekinn var upp fyrir tveimur árum, að á Rás 2 sé stuttri yfirlitsspá og aðvör- unum útvarpað á þriggja tíma fresti, en vitað er að hlustendur Rásar 2 eru oftast þrefalt fleiri en Rásar 1. Það segir þó sína sögu að mjög skortir á að Veðurstofan sjái Rás 2 tímanlega fyrir þessum upplýsing- um. 9. Fyrirhugað er að lesnar verði sérstaklega spár fyrir veðurhéruð á landi, en spá fyrir rriiðin kringum landið komi í annað skipti og spáin fyrir djúpin á enn öðrum tíma, ef hún er þá ekki felld niður. Til dæm- is um hvað þetta getur komið sér illa má taka bátasjómann á Aust- fjörðum. Hann vill auðvitað heyra spána fyrir sitt landsvæði, og spáin fyrir miðin er honum lífsnauðsyn. Og spáin fyrir djúpin úti fyrir getur verið þýðingarmikil bending um sjó- lagið á miðunum og hvaða veðurs gæti verið að vænta nær landi, og því þarf hann áð heyra hana líka. Sama má segja um hlustendur í öðrum landshlutum. Allar þessar spár þurfa því að koma samtímis eins og verið hefur. Það er eftirtektarvert að skerðing veðurfregnanna fellur að miklu leyti á daginn, þann tíma sólarhringsins þegar flestir þurfa að hlusta, en að nóttunni sleppur þessi þýðingarmikli dagskrárliður betur. Það bendir til þess að Ríkisútvarpið hafi haft mjög hönd í bagga um breytingarnar, beint eða óbeint, en ég hef af því reynslu að ýmsum ráðamönnum Útvarpsins hefur fundist að veður- fregnum sé gert of hátt undir höfði á „besta dagskrártíma". Að vísu var samþykkt í útvarpsráði í ágúst 1992 að stutt spá yrði lesin í iok hádegis- frétta og kvöldfrétta, en við það hefur útvarpsstjóri ekki staðið. Á þeim tímum er mesta hlustun sólar- hringsins. Því er þó oft lýst yfir að ein helsta réttlæting ríkisrekstrar útvarps sé öryggisþjónusta við al- menning, og ekki þarf að efast um ábyrgð Veðurstofunnar í öryggis- málum. Einnig er þung ábyrgð þess ráðuneytis sem fer með málefni Veðurstofunnar. Það er hnefahögg í andlit þeirra sem hafa barist við illviðri á nýliðnum slysavetri ef nú á að skerða veðurþjónustu í útvarpi, einkum að því er varðar möguleika á vel undirbúnum viðvörunum til skamms tíma. Við því þurfa notend- ur veðurfregna að bregðast. Höfundur er veðurfræðingur. Páll Bergþórsson Á mörkum hins boðlega MÉR, SEM hluthafa í Lyfjaverslun íslands hf., barst um daginn bréf frá stjórn félags- ins. Það var mér í fyrstu gleðiefni að fá fréttir frá félaginu. Það var mér hins vegar ekki jafn mikið gleði- efni að sjá innihald bréfsins og tilgang þess. Bréfið var frá þeim núverandi stjórn- armönnum sem hyggj- ast gefa kost á sér til áframhaldandi stjóm- arsetu ásamt Rúnu Hauksdóttur fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Lyfja- verslunar Islands, sem einnig gefur kost á sér. í bréfinu er sagt afar stuttlega frá starfsemi fyrirtækisins og ber lýsingin það með sér að vera rituð af aðila sem ekki er hlutlaus. Varað er við því í bréfinu að íslenski lyfja- markaðurinn sé viðkvæmur og að ekki þurfi mikið til að raska mark- aðsstöðu fyrirtækja í greininni. Einnig er greint frá þvi að vegna mjög svo dreifðrar eignaraðildar leggi stjórnarseta ríkar skyidur á stjórnarmenn að gæta hagsmuna allra hluthafa og félagsins í heild. í framhaldi af þessu óska sendendur bréfs- ins eftir því að þeir hluthafar sem ekki sjái sér fært að mæta til aðalfundar félagsins, sem verður haidinn næsta laugardag í Há- skólabíói kl. 10 fyrir hádegi, veiti eirium af sendendum bréfsins umboð til að fara með atkvæði þeirra. Bréfinu fylgir svo tilbúið um- boð sem einungis þarf að undirrita í votta viðurvist og senda á bréfsíma. Undirrituðum finnst þessi bréfa- sending vera alveg á mörkum þess sem er boðlegt og þeim sem fyrir henni standa til minnkunar. Það er rétt sem fram kemur í áðurgreindu bréfi um ábyrgð stjórnarmanna, hún er mikil. Því miður er þetta bréf með þeim hætti að ekki ekki er sýnt að það þjóni hagsmunum allra hluthafa félagsins, það ber frekar vott um persónulega hags- munagæslu sendenda þess. Einnig finnst undirrituðum gróft að hlut- hafaskrá skuli vera notuð með þeim hætti sem hér virðist vera gert og varla í samræmi við ákvæði sam- Þessi bréfasending er á mörkum þess sem boð- . — legt er, segir Ottar Guðjónsson, sem hér skrifar um Lyfjaverslun íslands. þykkta félagsins þar sem fjallað er um meðferð hluthafaskrár, þar sem sagt er að hluthafar megi kynna sér efni hennar. Þrátt fyrir að þeim sem sendu áðurnefnt bréf hafi með því orðið á mistök er ekki þar með sagt að þau hin sömu séu ekki vel til þess fallin að gæta hagsmuna hluthafa félagsins með sem 'bestum hætti. Á það er ekki hægt að leggja mat á grundvelli fyrirliggjandi upplýs- inga. Því vill undirritaður hvetja aðra hluthafa í Lyfjaverslun íslands hf. til að mæta á aðalfundinn næst- komandi laugardag og velja þá sem þeir treysta sjálfir best til að gæta sinna hagsmuna í stjórn félagsins. Höfundur er hagfræðingur og hluthafi i Lyfjaverslun Islands. Ottar Guðjónsson Ekki mitt barn Leiðir til að sporna við tóbaksneyslu Á SÍÐASTLIÐN- UM vetri rakst ég á vinkonu og fyrrver- andi samstarfskonu mína á Laugavegin- um. Við höfðum ekki sést lengi svo að við ákváðum að tylla okk- ur á kaffihús og eiga þar saman stutt spjall. Þegar kaffið var kom- ið á borðið dró þessi heiðurskona upp síg- arettu. Satt best að segja hélt ég að hún væri löngu hætt að reykja. Þegar ég tjáði henni þessa þanka mína, sagðist hún vilja segja mér frá atburði sem hafði komið fyrir nýlega og ylli sér miklum áhyggjum. Þau hjónin höfðu farið í kvikmyndahús en börn þeirra, sem eru á unglingsaldri voru heima. Þau höfðu boðið jafn- öldrum sínum heim þetta kvöld enda voru þetta „hinir bestu krakk- ar“. Þegar hjónin komu heim sátu krakkarnir á sínum stað en á móti foreldrunum lagði megn reykj- arstybba, „eins og ef herir Gengis Khan hefðu riðið um hlaðið, allir reykjandi“. Þegar ég spurði hvernig Þann 4. maí nk. er „reyklaus dagur“. Olga Hákonsen kemur á framfæri tilmælum Tóbaksvarnanefndar um að landsmenn leggi niður reykingar þann dag. hún hefði tekið á þessu sagði hún að „erfitt væri fyrir sig að segja eitthvað þar sem hún reykti sjálf“. Að bregðast börnunum Á vinkonu minni var að heyra að henni fyndist hún hafa brugðist börnunum sínum sem uppalandi. En henni fannst líka sem ráðin hefðu verið tekin af sér og spurði „hvað geta foreldrar gert sem mega ekki lengur reykja í sínum eigin húsakynnum vegna barnanna sem ráða orðið öllu“. Þessi spurning brennur án efa á mörgum foreldrum, sem reykja. Foreldrar sem enn reykja eru beitt- ir miklum þrýstingi þegar börn þeirra koma úr skólanum með upplýsingar um skaðsemi tóbaks og ekki síður ef börnin eru líka farin að nota tóbak. í slíkum tilfell- um skapast oft rhikil togstreita. Foreldrar vilja ekki láta segja sér fyrir verkum en ég veit ekki um neina foreldra sem vilja að börn þeirra verði háð tóbaki. Eina raun- hæfa svarið við þessari spurningu er að foreldrarnir hætti að reykja eða takmarki sínar reykingar verulega og stefni að því að hætta við fyrsta tækifæri. Reykingar og önnur tóbaksneysla er stórhættu- leg heilsu manna, bæði þeirra sem reykja og hinna sem dvelja í um- hverfi þess sem reykir og verða fyrir mengun. Börn gera það sem fyrir þeim er haft Uppeldi og félagsmótun barnsins fer að mestu fram innan fjölskyld- unnar og óhætt er að segja að börn gera það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldrar reykja og reyk- ingar eru leyfðar á heimilinu, sýna rannsóknir að allt að því þrefalt meiri líkur eru á að börnin byrji sjálf að reykja. Hvort sem foreldrar reykja eða ekki er mikilvægt að börnin fái þau skilaboð að reyking- ar séu ekki eftirsóknarverðar. Þeir foreldrar sem telja sig ekki geta hætt að reykja ættu að setja sér hömlur að reykja ekki í umhverfi barnanna og gera börnum sínum þannig mögulegt að anda að sér ómenguðu lofti. Á síðari árum hefur komið í ljós að í þeim reyk sem stígur frá sígarettu út í and- rúmsloftið er jafnvel enn meira magn af krabbameinsvaldandi efnum en í þeim reyk sem reykingamaðurinn blæs frá sér. Þau börn sem alast upp við reykingar eru í raun óbeinir reyk- ingamenn. Þau eru vön að anda að sér reykmettuðu lofti og að hafa sígaretturnar fyrir augunum. Varnir gegn tóbaki byija heima Á unglingsárunum sækist barn- ið eftir auknu sjálfstæði meðal annars með því að herma eftir því sem fullorðnir gera. Þrátt fyrir að foreldrar reyki, geta þeir haft veruleg áhrif á að reykingar barna þeirra hefjist og vaxi innan veggja heimilisins. Erlendar rannsóknir sýna að þar sem foreldrar gera alvarlegar tilraunir til þess að hætta reykingum, reykja börnin miklu síður en þar sem þær eru taldar sjálfsagður hluti af um- hverfinu. Mikilvægt er fyrir for- eldrana að ræða neyslu sína við barnið eða unglinginn á jáfnrétt- isgrundvelli, þannig að sjónarmið beggja aðila komi fram. Foreldr- arnir útskýri það fyrir barninu að vegna þess hve reykingar eru vanabindandi sé erfitt að hætta þegar neysian er einu sinni hafin. I ljós hefur komið að líkur á alvar- legum sjúkdómum aukast eftir því sem börn eru yngri þegar þau hefja tóbaksneyslu. Því er mikil- vægt að seinka neyslu eða koma í veg fyrir hana. Foreldrar geta mótað ákveðna tóbaksstefnu á heimilinu sem allir verða að fara eftir. í henni er óheimilt fyrir alla, heimilisfólk og gesti, að reykja inni. Til að skerða aðgengi barns- ins að tóbaki er hægt að draga úr vasapeningum hans eða jafnvel verðlauna það fyrir að halda sig frá tóbaki. Neysla á tóbaki fer mjög oft saman með neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum. Þess vegna er full ástæða til að foreldr- ar reyni að hefta aðgengi að áfengi ekki síður en tóbaki eins mikið og hægt er og gangi fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi. Reyklaus dagur Þann 4. maí nk. hvetur Tóbaks- varnanefnd landsmenn til þess að leggja niður reykingar a.m.k. þann dag - og helst alla daga. Á undan- förnum árum hefur verið eflt til sams konar átaks, sem hefur orðið til þess að fjöldi íslendinga hefur losað sig undan tóbaksfíkninni og hætt reykingum. Þrátt fyrir að þessi dagur hafi verið heilladijúgur fyrir fjölda fólks er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að reykingar á meðal unglinga hafa aukist á síðari árum. Allir þurfa að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir þá óæskilegu þróun. Ég legg til að foreldrar horfi á sínar eigin neysluvenjur og vinni skipulega að því að bæta þær svo að ungviðið geti fylgt í kjölfarið. Reyklausi dagurinn 4. maí 1995 er kjörið tækifæri til að gera raunhæfar breytingar á tóbaksneyslu heima fyrir. Virðum 4. maí sem reyklausan dag. Höldum reykleysi alla daga! Höfundur er lijúkrinmrfræðingur l\já Krabbameinsfélagi Reykja víkur. Olga Hákonsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.