Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 22

Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vittu til, kærleiks- vorið kemur BRÁÐUM kemur vorið með öllu því góða sem því fylgir og kannski er það nú þeg- ar sumsstaðar komið, bara að heyra eða minnast sjálfur á vorið lyftir okkur langt upp og við öndum léttar við sjúgum að okkur þenn- an yndislega ilm sem fylgir vorinu, öll nátt- úran fer í gang á vorin og þar með ýmsir hlut- ar okkar eigin líkama og sálar. Það er ekkert langt síðan ég tók eftir þessu hjá mér sjálfum svo ég ætla að biðja þig, ef þú hefur ekki tekið eftir þessu, að hlusta eftir hljóðum og tilfinningum þínum þegar vorið vaknar eftir örfáa daga, þetta er stórkQstlegt, yndislegt og gerist í svo víðtækum skilningi bara ef við viljum hleypa því inn til okkar. Vorið, kærleikurinn, fegurðin og ástin eiga margt sameiginlegt. Hvaða núlifandi maður man ekki eftir vorinu í Prag 1968 og öllum þeim yndislegu tilfínningum sem það vakti í hjörtum fólksins í Tékkósló- vakíu, þó að veturinn kæmi þar aft- ur alltof fljótt skildi vorið eftir það sterkar rætur að það hlaut að vera stutt í það aftur, fólkið hafði ákveð- ið að svo skildi verða. Nú má engin misskilja mig með að breitt stjóm- arfar í Tékkóslóvakíu hafi leyst allan vanda fólksins þar, það sem ég er að segja er, það þarf alltaf að vera vor í hjörtum okkar, þá gleymist allur ótti og aðeins verður til ást og fegurð. Það er nefnilega svo einfalt að það er hægt að sigra alla erfíð- leika með kærleikann og vináttuna eina að vopni. Við sem erum komin á miðjan aldur og ól- umst upp á miklum uppgangstímum á ís- landi verðum að viður- kenna að mörg okkar tíndum sjálfum okkur í öllum látunum, ég er einn af þeim, verðskyn okkar glataðist í verð- bólgunni, i þrotlausri vinnu og peningum, sem nóg var af, rækt- uðum við græðgina þannig að hún varð að sjálfsögðum hlut og raunar ein helsta for- sendan fyrir því að við næðum settu marki, ég er að tala um þá skefjalausu sam- keppni á öllum sviðum sem okkar kynslóð hefur tamið sér sem lausn- arorð allra hluta, ég á mjög erfitt með að sjá að vorið felist í henni, að baki þeirri skoðun minni liggur Kærleikurinn og fegurð vorsins verði leið ykkar, segir Jóhannes Bene- diktsson, í meðfylgj- andi vorhugleiðingu. sú einfalda staðreynd samkeppn- innar að sá vinni sem verður ofaná í keppninni, hver sem sú samkeppni er. Er ekki kominn tími til að sá sem verður að sætta sig við að tapa verði metinn að verðleikum, mér finnst það að minnsta kosti. Ég er ekki að tala um að við eigum að nota óheiðarlegar aðferðir, síður en svo, því þá fyrst erum við komin út á hálan ís. Nei, ég er að tala um það að enginn er æðri öðrum og að allir eiga sama rétt til lífsins á meðan það brýtur ekki á öðrum, það er grundvallaratriði. Ég álít vorið vera fólgið í því að ég og þú förum í auknu mæli að meta hvort annað að verðleikum, algjörlega burt séð frá því hvar við stöndum í svokölluðum efnisgæðastiga. Einu sinni átti ég í deilum við vin minn og keppinaut um efnis- lega hluti og fannst hann beita mig ranglæti, þar sem ég var í verri aðstöðu en hann gat ég ekki, þó ég hefði viljað, beitt aflsmunar, ég bað hann að koma með mér í bíltúr og ég ók með hann að næsta kirkjugarði og spurði, hvort heldur þú að hér séu jarðaðir þeir sem höfðu betur í samkeppninni og unnu eða hinir sem töpuðu? Hvað meinarðu? sagði hann, auðvitað báðir. Við gerðum út um þetta deilumál okkar þarna á staðnum og hann hefur oft þakkað mér fyr- ir þetta uppátæki mitt. Nú þegar Alþingiskosningum er lokið með öllu því brauki og bramli sem þeim fylgir er nauðsynlegt að við aðgætum hvort líkamsklukkan okkar er rétt, þ.e. afstaða okkar til okkar sjálfra og umhverfisins, alveg burt séð frá því hvaða frambjóðend- ur við studdum eða hvort við vorum bara heima og tókum ekki þátt. Að mínu mati hefur þingræðið ver- ið nauðsynlegt og í rauninni það besta sem þekkt er fyrir það þroska- stig mannsins sem við höfum verið á og ég hef alltaf hvatt fólk til að taka afstöðu, hver sem hún er, því hún er rétt. Ég er aftur á móti samfærður um að ýmislegt annað yndislegi-a og réttlátara bíður okkar í framtíðinni, því er okkur nauðsyn- legt, ekki síður í pólitík en öðru, að halda áfram að þroska okkur að því marki sem bíður okkar. Eft- ir því sem við erum jákvæðari og móttækilegri fyrir það góða verðum við betur undirbúin. í þessu sam- bandi leyfi ég mér að minna á stjórnkerfi indiána, þar sem allt byggðist á að því að ávinna sér virðingu og að taka fullt tillit til náttúrunnar, þar sem maðurinn væri til fyrir hana en ekki hún fyr- ir hann. Hjá þeim skiptu efnisleg gæði engu í þessu sambandi. Já, lesandi góður, svona er nú það, kannski ert þú ekki sammála mér, það gerir þá ekkert til, en ef þú ert það bið ég þig að njóta þess að láta vorið flæða inn í hjarta þitt. Ég vil enda þetta hugarflæði mitt á ljóði sem segir svo ótrúlega margt af því sem segja þarf. Ljóðið er eftir eitt af þjóðskáldunum okk- ar, Jóhannes úr Kötlum, en hann sleit bamsskónum hér í dölum vest- ur á fyrri hluta aldarinnar við kjör sem flestir teldu í dag vera óboðleg lifandi verum, þannig þekkti hann, í víðum skilningi, af eigin raun hvers virði vorkoman er. Vor Hið himneska, vængjaða vor, það vitjar nú bamanna sinna. Á allt, sem er fagurt, það andar, - á allt, sem er gott, vill það minna. Það kemur með sólskin í svip og suðræna dýrð á brá, - með eldinn í elskandi hjarta og æskunnar dýpstu þrá. Það kemur með viskunnar vald og vekur til lífsins hið dauða. Það kemur með guðlegar gjafir og gleður hið veika og snauða. - Það leggur hin grænu grös við gömul og viðkvæm sár. Það brosir við öllu, sem eldist, og öllu, sem fellir tár. Það kemur með blómskúf við barm og blámann í dreymandi augum. Það kveikir í kulnuðum æðum og kvikar í þreyttum taugum. Það opnar hvert einasta bijóst, - það yngir hvert visnað strá. Það kemur og sér og sigrar með söngvum - hér norðurfrá. Það kemur til mín, - til min. Og mjúk eru faðmlögin hlýju. Með gulli og grænum skógum það gerir mig barn að nýju. - Ég kríp við þess kristallsskör. Ég kyssi á þess bláa fald. Ég fel mig í blíðasta blænum á bak við þess roðna tjald. Sjá, himnarnir opnast mér enn, og englamir birtast í ljóma. Þeir fljúga um víðáttu vorsins til vígslu - með helga dóma. Því vígð er hver einasta von, sem vaknar í heillandi sál, og vígðar þær fijálsu fómir, sem fleygt er á lífsins bál. Þeir koma með sumar og sól frá sælunnar furðuströndum, og varpa nú ástum og æsku um allt, - hér á Norðurlöndum. - Og fegursti engillinn á sitt óðal í ijóðrinu hér. Hann sveipar mig sindrandi blæju og sofnar - við hjarta mér. Ég uni við ódáinsveig frá æskunnar björtustu draumum. Ég uni við rósanna angan og ylinn frá ljóssins straumum. Og hrokans og hræsninnar duft ég hristi_ af fótum mér. Ó, vor! Ég er barnið þitt bljúga, sem biðjandi fylgir þér! Þú ástn'ka, vængjaða vor! Ó, vef mig í faðminn þinn hlýja, og helgaðu uppreisn míns anda með eldtungum roðinna skýja! Ó, lyftu mér hátt yfir húm og hátt yfir dauða og gröf. - .Þá fóma'eg þér framtíð minni og færi þér ljóð mín að gjöf. Ég lít þér í lotningu og trú og leik mér við englana þína. Og þú átt þá löngun til lífsins, sem líður um sálu mína. - Þú átt mína kærastu ósk, þú mína heitustu þrá. Þú ert komið, með sönginn að sunnan, til að sigra - hér norðurfrá. Gleðilegt sumar, vinir mínir, kærleikurinn og fegurð vorsins varði leiðina ykkar í bráð og lengd. Höfundur er verktaki ogformað- ur fulltrúaráðs Sj&lfstæðisfélag- anna í Dalasýslu. ÞEIRRI uppgötvun að strangar íþróttaæfingar hefðu áhrif á ónæm- iskerfi líkamans var fyrst veitt veru- leg athygli á vetrarólympíuieikun- um í St. Moritz. Ef við spyijum íþróttamenn hvað sé mikilvægast I þjálfuninni er algengasta svarið að vera frískur. Þeir vita að framfarir af margra mánaða þjálfun daginn út og inn gerast ekki án veikinda og meiðsla. í dag telja sérfræðingar í íþróttalækningum öflugt ónæmis- kerfi ekki síður mikilvægt en æf- ingaprógramið. í einfaldaðri mynd er ónæmiskerfið net af sérstökum frumum og ferlum. Náttúrlegt ónæmi og framkallað ónæmi, t.d. ónæmisaðgerð - aðfengin aðferð sem beitt er þegar einstaklingur hefur fengið sjúkdóminn. Líkaminn framleiðir mótefni sem veija líkam- ann fyrir vírusum, bakteríum og efnum sem eru óviðkomandi líkam- anum. Hlutverk mótefna er að eyða skaðlegum áhrifum mótefnisvak- anna. Meira og meira af mótefnum byggir líkamann upp. Lífstíðar- minni er bundið í proteinum. Til- teknar gerðir varnarfruma hvítra blóðkorna eru T-frumur og B-frum- ur, sem verða í eitlum, (rauðum) beinmerg, milta og eitlabúi í þörm- um. Þegar áþekkur mótefnisvaki berst inn í líkamann er hann af- kastameiri við að mynda mótefni. Húðin og slímhimnur gegna veiga- miklu hlutverki í varn- arkefi líkamans gegn örverum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrif þjálfunar á ónæmiskerfið. Þær sýna að léttar og meðal- þungar æfingar hafa lítil áhrif á ónæmiskerf- ið meðan strangar æf- ingar sýna miklar breytingar í ónæmi- skefinu. í einni athugun voru ungir menn, sem ekki þjálfuðu sig, látnir stunda erobikkæfingar 40 - 50 mínútur dag- lega fímm daga í viku. Eftir 15 vikur var framganga „nat- ural killer cells“ minni. Athuganir á íþróttafólki frá þremur löndum sýndu hærri tíðni veikinda en hjá hinum almenna borgara og við auk- ið keppnis- og þjálfunarálag hækk- aði tíðni veikinda. Dr. L. Fitzgerald við St. Georges Hospital Medical School í London fann út að ónæmiskerfi toppíþrótta- manna var verulega veikt gegn vír- ussjúkdómum. Álagið í þjálfun eða keppni skiptir verulegu máli sem sýnir að heilbrigður maraþonhlaup- ari keppir og er frískur fram yfir hlaupið, en fyrstu tvær vikur á eft- ir er algengt að hann veikist. Rann- sókn sýndi að þriðjung- ur maraþonhalupara sem lauk hlaupi varð veikur í öndunarvegi fyrstu tvær vikur eftir hlaup. Dr. Gregory Healt og félagar við Disease Control Atl- anta skoðuðu 530 kon- ur og karla á 12 mán- aða tímabili og báru saman tíðni veikinda í öndunarvegi og kíló- metrafjölda sem hlaup- inn var á viku. Niður- staðan var að því fleiri km á viku, þeim mun hærri tíðni veikinda. Athuganir á sovéskum skíðamönnum eftir fjögurra mán- aða strangt keppnistímabil sýndi verulega lækkun T-eitiIfruma í lík- amanum sem er slæmt. Á fimm mánuðum koma að meðaltali sex veikindatilfelli. Næsta ár fækkuðu sovéskir skíðamenn keppnum og ónæmiskerfi þeirra varð sterkara og enginn þeirra veiktist. Könnun á breskum og amerískum íþrótta- mönnum sýndi að landsliðsmennirn- ir veiktust oftar en þeir sem kepptu hjá félögum. Amerískir maraþon- hlauparar sem þjálfa og keppa mest hafa minnst af „Lymphocyte" T- og B-frumum. Niðurstaðan er sú að ef íþróttamaður þjálfar ekki mik- ið nær hann ekki efri mörkum í getu en ef hann þjálfar of mikið og hart getur hann veikt ónæmis- kerfi líkamans. Hvað er til ráða? Beta carotin hefur áhrif á hvít blóðkorn í ónæmiskerfinu og gefur frá sér efni („tumor necrosis fact- or“.) Það er líklegt að það geti einn- ig hjálpað í minni háttar meiðslatil- fellum. Ungum og heilbrigðum ein- staklingum voru gefin 180 mg á dag af Beta carotin og sýndi sig þá veruleg ijölgun á T-eitilfrumum (T-lymphocyta). Góð næringarefni styrkja ónæmiskerfíð, segir Halldór Matthí- asson, sem hér fjallar m.a. um áhrif þjálfunar á þetta kerfi. Se/eniumvirkar vel til styrktar ónæmiskerfinu og rannsóknir á dýr- um staðfesta það. Selenium og E styðja hvort annað í að styrkja ónæmiskerfið. Zink hjálpar T-eitilfrumu varn- arkefinu. C-vítamín 1 gr á dag hjálpar hvítu blóðkornunum og mótefnum varnar- starfið. E-vítamín styrkir ónæmiskerfið. Dr. Robert Tengerdy við Colarado State University gerði m.a. rann- sóknir á músum sem hafði verið gefinn stór skammtur af E-vítamíni og síðan sýktar af lungnabólgubakt- eríum. 60% af músunum urðu ekki veikar en þær sem ekki var gefið E-vítamín veiktust allar. Yfir 100 rannsóknir frá 1980 sýna árangur af E-vítamíni á ónæmiskerfið. Syk- ursjúkum músum með skert ónæmi voru gefnir stórir skammtar af E-vít- amíni, 1500 mg daglega af monac- yte og gátu unnið á eðlilegan hátt. Sumir afreksíþróttamenn á landsl- iðsmælikvarða hafa fylgt prógrammi 800-1600 mg E-vítamín á dag á tímabili strangra æfinga og hafa náð allt að þremur árum án þess að veikj- ast. Einhveijir íhaldssamir efast e.t.v. um ágæti þess. En það getur hjálpað íþróttamanni til að halda sér frískum með ströngum æfíngum. Co enzyme Q 10 er almennt notað íAmeríku, Japan ogEvrópu til hjálp- ar við lækningu á hjartasjúkdómum. Náttúrulegt ónæmi styrkist við notkun Q 10, mótefnaframleiðsla eykst. Það ver einnig fyrir encep- halomyocadititis vírus. 30-60 mg á dag af Q 10 virðast styrkja ónæmis- kerfi íþróttamanna í ströngum æf- ingum og hjálpa fólki við að halda sér frísku. Arginine hjálpar sjúklingum eftir aðgerð í að efla ónæmiskerfið. 30 gr á dag hjálpa íþróttamanni við að halda sér í toppformi. Glutamín er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. Glutamín verður til í vöðvafrumum og ónæmiskefið notar mikið magn af því. En glutamín hjálpar vöðvum í áreynslu og eftir æfingu. Því þyngri sem æfingin er þeim mun meira notar vöðvinn af glutamíni. Strangar æfingar hindra framleiðslu glutamíns sem veldur því að vöðvastyrkur minnkar óg geta ónæmiskerfisins minnkar. Góð næringarefni styrkja ónæm- iskerfið. Fæðubótarefnin G og E, Zink, Beta Carotine, Goenzymo Q 10 og Argirine vítamín Bl, B2, B3, B6 og Chrom ásamt alhliða næringu hjálpar við að styrkja ónæmiskerfi íþróttamanna. Byggt á grein eftir dr. Michael Colgar úr Optimum Sports Nutriti- on. Höfundur er sjúkraþjálfi. Áhrif þjálfunar á ónæmiskerfi fólks Sterkt ónæmiskerfi, lykillinn að toppárangri Ilalldór Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.