Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 35

Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 35
 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Haraldur Baldursson. FRÁ íslandsmóti grunnskóla. Kasparov sigraði í Riga SKÁK Riga, Lcttlandi MINNINGARMÓT um Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistara GARY Kasparov, heimsmeist- ari atvinnumannasambandsins PCA, sigraði örugglega á stór- móti í Riga í Lettlandi sem PCA hélt til minningar um Mikhail Tal. Kasparov samdi um jafntefli við Boris Gulko í síðustu umferð og tryggði sér þar með sigur. Indveijinn Anand varð í öðru sæti og varð af sigri vegna taps fyrir Kasparov í sögulegri skák sem birtist hér í skákþættinum á laugardaginn. Þeir tveir virðast mjög sterkir um þessar mundir og má vænta magnaðs heimsmeistaraeinvígis á milli þeirra í haust. Úrslit mótsins 1. Kasparov, Rússl. 7 Vi v. 2. Anand, Indlandi 7 v. 3. ívantsjúk, Úkraínu 6V2 v. 4—5. Kramnik, Rússlandi 6 v. 4—5. Short, Englandi 6 v. 6. Gulko, Bandaríkj. 5 v. 7. Júsupov, Þýskalandi 4Vj v. 8. Ehlvest, Eistlandi 3V2 v. 9—11. Kengis, Lettlandi 3 v. 9—11. Timman, Hollandi 3 v. 9—11. Vaganjan, Armeníu 3 v. Það stóð á stöku á mótinu og þurfti einn keppandi að sitja yfir í hverri umferð. Það mæltist mis- jafnlega fyrir áður en dregið var í töfluröð að Kasparov var úthlut- að númerinu 1, sem þýddi að hann sat yfir í fyrstu umferð og gat fagnað 32ja ára afmæli sínu. Slík forréttindi fram yfir aðra keppendur verða ekki til að kveða niður þær raddir sem segja að Kasparov ráði öllu því sem hann vilji innan PCA. Ein stutt og skemmtileg skák frá Riga, í anda Tals: Hvítt: Vladímir Kramnik Svart: Jan Ehlvest Slavnesk vörn 1. Rf3 - d5 2. d4 - Rf6 3. c4 — c6 4. Rc3 — e6 5. Bg5 — dxc4 6. e4 - b5 7. e5 - h6 8. Bh4 — g5 9. Rxg5 — hxg5 10. Bxg5 - Rbd7 11. g3 - Da5 12. exf6 — Ba6?! Algengara er 12. — b4. Það er spuming hvort þessi leikur ber sitt bar eftir meðferðina hér: 13. Df3 - Hc8 14. Be2 - b4 15. Re4 - c5 16. d5! Fer að tillögu þýska stórmeist- arans Rainers Knaak. í skákinni Ivan Sokolov—Gata Kamsky í Belgrad 1991 lék hvítur 16. dxc5 sem er lakara. - exd5 17. Df5! Knaak stakk aðeins uppá 17. 0-0 - Bb7 18. Hfel. 17. - dxe4 18. 0-0-0 - Hc7 19. Bg4 - Bb5 Svörtu stöðunni verður ekki bjargað. Eftir 19. — Dxa2 bregð- ur hviti kóngurinn sér á göngu- för: 20. Hxd7! - Dal+ 21. Kd2 - Dxb2+ 22. Ke3 - Dc3+ 23. Kf4 og vinnur. 20. Dxe4+ - Kd8 21. Bxd7 - Bxd7 22. Hhel - Bh6 23. Da8+ - Hc8 24. Hxd7+ - Kxd7 25. Dd5+ og Ehlvest gafst upp því hann er óveijandi mát. Stórmót í Dos Hermanas Um síðustu helgi hófst afar öflugt skákmót í Dos Hermanas á Spáni. Það er ennþá sterkara en Linaresmótið. Skákmenn gátu ekki bæði tekið þátt í móti at- vinnumannasambandsins í Riga og í Dos Hermanas. Það kom því í ljós hveijir eru hallir undir Ka- sparov og samtök hans, þeir tefldu í Riga, og hveijir eru andsnúnir honum. Karpov þurfti að fresta fyrstu skák sinni á mótinu þar sem hann komst ekki í tæka tíð. Staðan eftir tvær umferðir: 1. Kamsky (2.730) D/2 v. 2. Lautier (2.635) 1 v. og frestuð skák. 3—5. Salov (2.695), Júdit Polgar (2.630) og Illescas (2.600) 1 v. 6—8. Karpov (2.775), Gelfand (2.695) og Adams (2.650) V2 v. og frestuð skák. 9—10. Piket (2.645) og Shirov (2.725) V2 v. íslandsmót grunnskólasveita Sigurganga Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands hélt áfram á íslandsmóti grunnskóla um síðustu helgi. Gagnfræðaskóli Akureyrar stóð sig einnig vel, lenti í öðru sæti og náði að veita sigur- vegurunum nokkra keppni. Sveit- imar kepptu innbyrðis í fímmtu umferð og sigraði Æfíngaskólinn með minnsta mun, 2V2-IV2. í sigursveitinni tefldu þeir Bragi Þorfínnsson (7 v. af 7), Björn Þorfinnsson (8V2 v. af 9), Davíð Ingimarsson (9 v. af 9), Óttar Norðfjörð (6V2 v. af 9) og Bjarni Kolbeinsson (2 v. af 2). Með sigrinum tryggði Æfínga- skólinn sér rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskóla sem fram fer í Danmörku i haust og á þar Norðurlandatitilinn að veija. Úrslit: 1. Æfingaskóli KHÍ 32R v. af 36 2. Gagnfræðaskóli Akureyrar 28R v. 3. Hólabrekkuskóli 23R v. 4. Garðaskóli 21R v. 5. Digranesskóli 21 v. 6. Grandaskóli 19R v. 7. Seljaskóli 19 v. 8. Melaskóli 18 v. 9-10. Æfingask. KHÍ, B sv. 17R v. 9—10. Breiðholtsskóli 17R v. 11-13. Ártúnsskóli 17 v. 11-13. Breiðagerðisskóli 17 v. 11—13. Hólabrekkuskóli, B sv. 17 v. Alls tóku 22 sveitir þátt í mót- inu og keppendur voru á annað hundrað talsins. Skákstjórar voru Haraldur Baldursson og Hlíðar Þór Hreinsson. Mótið fór fram í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur á fyrsta og öðru borði. Jón Viktor Gunnarsson, Hvassa- leitisskóla, vann allar skákir sínar á fyrsta borði og á öðru borði hlaut Björn Þorfinnsson, Æfinga- skóla KHÍ 8R v. af 9. Um næstu helgi fer íslandsmót barnaskólasveita fram og hefst á laugardaginn kl. 13. Margeir Pétursson. MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 35 FRÉTTIR Verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytisins Tvöföldunarreglan komi ekki til framkvæmda í VERKEFNASKRÁ sjávarútvegs- ráðuneytisins sem Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra lagði fram á fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um að lög um stjórn fiskveiða verði þegar endurskoðuð: Meðal atriða sem stefnt er að er að tryggja að afkastageta fiskiskipaflotans auk- ist ekki og heimilað verði að nýta skip sem úrelt hafa verið til annarr- ar atvinnustarfsemi en fiskveiða. Einnig á að skapa svigrúm til að bæta hlut þeirra báta sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu afla- heimilda vegna minnkandi þorsk- veiða. Þá verður banndagakerfið tekið til endurskoðunar og leitað annarra leiða við stjórnun en að ijölga banndögum og svonefnd tvöföldunarregla verður ekki látin koma til framkvæmda. Þorsteinn segir að stefnt verði að því að ljúka afgreiðslu fjögurra ofangreindu atriðanna á vorþing- inu. Ónnur atriði séu ýmist komin í vinnslu eða ákveðið verði á næst- unni með hvaða hætti þau verði unnin. Þorsteinn segir að í núgildandi löggjöf séu ákvæði sem byggja á viðleitni til flotastýringar sem lúta að því að við endurnýjun skipa fari út sambærileg skip í rúmlesta- tölu. Bent hafi verið á að ýmsir fleiri þættir ráði sóknarmöguleik- um þeirra en stærð, t.a.m. tog- kraftur og fleiri þættir. Tryggður verði lagagrundvöllur sem heimilar mönnum að setja nýjar viðmið- unarreglur. Engin bylting boðuð varðandi krókaveiðar Þorsteinn segir að verið sé að skoða nokkrar leiðir til að skapa svigrúm til að bæta hlut þeirra báta sem hafa orðið fyrir mestri skerðingu aflaheimilda. Eitt af þeim atriðum sem eru til skoðunar er hvort úthluta eigi 12.000 þorskí- gildistonna aflaheimildum sem voru fluttar frá þróunarsjóði sjáv- arútvegsins inn í fiskveiðistjómun- arlögin með öðrum hætti en áður hefur verið gert til að skapa þetta svigrúm. Átti hann von á því að ráðuneytið yrði tilbúið með sínar tillögur í þessu efni áður en vor- þingið kæmi saman. Þorsteinn segir að finna þurfi aðrar leiðir til að stjórna krókaveið- um en hann boðar enga byltingu í þeim efnum. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að slíka breytingu í TILEFNI af 50 ára afmæli Sam- einuðu þjóðanna á næsta ári efnir Umhverfistofnun SÞ til alþjóð- legrar ljósmyildasamkeppni. Ljós- myndirnar eiga með einum eða öðrum hætti að snerta umhverfis- mál. Keppnin verður í þrem flokk- um, 1. flokki atvinnuljósmyndara, 2. flokki áhugaljósmyndara og 3. flokki barna og unglinga. Auk þess verða veitt ýmiss konar aukaverðlaun m.a. frá Canon-fyr- irtækinu og allir verðlaunahafar fá afhentar ýmiss konar ljós- myndavörur og tæki. í atvinnumannaflokknum eru hæstu verðlaun 20 þúsund Banda- ríkjadalir, í áhugamannaflokkn- um 10 þúsund dalir og í barna- og unglingaflokknum eitt þúsund dalir. Myndir sendar í keppnina þurfa yrði að gera því banndagakerfið eins og lögin mæla fyrir um gat aldrei gengið upp.“ Um næstu áramót átti það ákvæði að koma til framkvæmda að útgerðir gætu ekki leigt til sín meiri kvóta en sem næmi því afla- marki sem þeir fengu úthlutað. Þorsteinn segir að þetta hefði tak- markað möguleika einstaklingsút- gerða til þess að taka þátt í þeirri hagræðingu sem á sér stað í grein- inni. Engin mörk verða lengur á því hve mikinn kvóta útgerðir leigja að öðru leyti en því að þær geta ekki tekið til sín meiri afla- hlutdeild en sem nemur veiðigetu skipsins. Verðmyndun á sjávarafla Samkvæmt verkefnaskránni verður gerð úttekt á mismunandi leiðum við fiskveiðistjórnun og bornir saman kostir og gallar ólíkra fiskveiðistjórnunarkerfa. Niðurstöðurnar verða nýttar við þróun fiskveiðistjórnunar. Þor- steinn segir að sett verði sérstök nefnd til að fjalla um þetta mál. Taka á verðmyndun á sjávarafla til endurskoðunar og meta hvaða leiðir séu færar til að leiðrétta það misgengi sem orðið hefur innbyrð- is á launakjörum sjómanna. Þor- steinn segir eðlilegt að farið sé yfir þessa hluti, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um málið. „Ég hef bent á það á undanfömum mánuðum að verð- myndunin er um margt ófullkomin og innbyrðis launamismunur hjá sjómönnum er býsna mikill. Við ætlum okkur að láta skoða þessi mál og hvort aðrar lausnir eru til þar en menn ná fram í frjálsum samningum. Það er ekki verið að skrifa þama upp á uppskrift að einhverri tiltekinni lausn og ég hef bent á það að menn megi ekki bara líta á hagsmuni útgerðarinnar í þessu efni. Þótt menn geti leyst hagsmuni hennar með því að setja allan fisk á markað þurfa menn að hafa heildarhagsmuni greinar- innar í huga, fiskvinnslunnar, fisk- vinnslufólksins og markaðsstarf- seminnar." Hafrannsóknir efldar Þá er ráðgert að samstarf verði við utanríkisráðuneyti um gerð samninga um veiðiheimildir á út- hafinu og á fjarlægum miðum með það að markmiði að tryggja skyn- samlega nýtingu fiskistofna og að hafa verið teknar á tímabilinu 1. janúar 1994 til 30. apríl 1995 en þann dag lýkur fresti til að skila myndum í keppnina. Hver keppandi má senda allt að þijár myndir. Verðlaun verða afhent við há- tíðlega athöfn í októbermánuði 1995 í höfuðstöðvum SÞ í New York. Verðlaunahöfum verður boðið að vera viðstaddir athöfnina á kostnað keppnishaldara en auk þess verður greiddur ferðakostn- aður eins fylgdarmanns með verð- launahöfum í flokki barna og unglinga. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Sigrúnu Böð- varsdóttur, c/o Hans Petersen hf., sem tekur einnig við umsókn- um. Athygli er vakin á að um- sóknarfrestur rennur út 30. apríl 1995. skapa íslenskum skipum aukið svigrám til veiða utan efnahags- lögsögu íslands. Jafnframt verði áfram unniuð að löggjöf um veiðar íslenskra skipa á úthafinu og að framgangi hvalveiðimálsins. Þor- steinn kvaðst vænta þess að gott samstarf yrði milli þessara tveggja ráðuneyta og með þessu væri verið að treysta samstarf þeirra. Við teljum að það sé lykilatriði að þau vinni vel að þessum málum út á við og ég er mjög ánægður með það í hvaða farvegi þau mál eru. Einnig er í verkefnaskránni kveðið á um áframhald á endur- skoðun á lögum um veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands er m.a. bein- ist að togveiðisvæðum. Nefnd sú er að þessu vinnur á að ljúka störf- um í sumar og frumvarp um ný- skipan togveiðiheimilda verði flutt er þing kemur saman í haust. Gert er ráð fyrir frekari eflingu ha- frannsókna og við fiskveiðiráðgjöf verði sérstök áhersla lögð á aukna samvinnu Hafrannsóknastofnun- arinnar við sjómenn og útvegs- menn. Þá verði efldar samanburð- arrannsóknir á áhrifum mismun- andi veiðarfæra á lífríki hafsins. Hafrannsóknastofnuninni verði gert kleift að stunda reglubundnar rannsóknir á grunnslóð og stuðla með því að aukinni nýtingu botn- dýra og annars sjávarfangs. Gert er ráð fyrir að lög um Fisk- veiðasjóð íslands verði endurskoð- uð og kannaðir verði möguleikar á að koma á sveiflujöfnun í sjávarút- vegi er tryggi í senn stöðugleika í greininni og jafnvægi gagnvart öðrum atvinnugreinum. —.--....»-4----- Skemmti- ganga með höfninni í FYRSTU kvöldgöngu sumarsins miðvikudaginn 26. apríl stendur Hafnargönguhópurinn fyrir göngu- ferð um hafnarsvæði Gömlu hafnar- innar. Farið verður kl. 20 frá akker- inu í Hafnarhúsaportinu niður á úti- vistarsvæði Reykjavíkurhafnar á miðbakka. Eftir að hafa liðkað sig í leiktækj- um og skoðað krabbana og gróskuna í höfninni verður val um hressilega göngu inn á Sólfarið, snúið þar við og gengið eftir hafnarbökkum út í Reykjanes í Örfirisey eða velja sér rólega göngu með Suðurbugt og Vesturhöfn út í Reykarnes. Þar sam- einast hópamir og ganga til baka í Hafnarhúsaportið. A leiðinni verður skoðað víkingskip í smíðum og litið um borð í skemmtiferðaskipið Ámes. I lokin mætir Þórður með nikkuna í Hafnarhúsaportinu og Reykjavík- urhöfn býður göngufólki upp á svaladrykk. ------» » ♦----- ■ BIBLÍUSKÓLINN við Holta- veg heldur sitt síðasta námskeið á þessari önn og ber það heitið Guð faðir, skapari minn. Leitað verður m.a. svara við spurningum eins og Hver er Guð? Er Guð persónulegur? Hver eru tengsl hans við sköpun- ina? Fjallað verður einnig um sam- félagið við Guð, vilja hans, boðorð, náð og trú o.fl. Leiðbeinandi er Skúli Svavarsson, kristniboði. Kennt verður þriðjudagana 2., 9. og 16. maí og fimmtudaga 4. og 11. maí kl. 20-21.30. Námskeiðs- gjald er 1.000 kr. og fer kennsla fram í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg. Innritun lýkur föstudaginn 28. apríl. Alþjóðleg ljósmynda- samkeppni SÞ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.