Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 37

Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 37
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 37 BRÉF TIL BLAÐSIIMS lOOáraafmæli Hjálpræðishersins og ráðhúsið Frá Daníel Óskarssyni: VEGNA þess að mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um 100 ára afmæli Hjálpræðishersins og sam- skipti okkar við borgarstjórn, tel ég rétt að koma nokkrum upplýsingum á framfæri til að leiðrétta leiðan misskilning. Ég ritaði borgarstjóra bréf þann 27.09.94, þar sem ég kem með nokkrar fyrirspumir og óskir í sam- bandi við 100 ára hátíðahöldin í maí. Þar nefni ég meðal annars að fyrrverandi borgarstjóri, Markús Öm Antonsson, hafi bent á að tilvalið væri að halda afmælissamkomuna í Tjarnarsal ráðhússins. Um svipað leyti hringdi ég í ritara borgarstjóra og bað um viðtal við borgarstjóra í sambandi við 100 ára afmælið. Nokkram dögum síðar var hringt í mig og mér tilkynnt að ég fengi við- talstíma, en að ég ætti að ræða við aðstoðarkonu borgarstjóra, Kristínu A. Árnadóttur. Komið hefur fram í umræðunni að aðstoðarkona borgarstjóra hafi tekið mér mjög fálega, jafnvel verið ókurteis. Svo er alls ekki. Hún var mjög elskuleg í alla staði, en benti á að hugsanlega kynni að verða erfíð- leikum bundið að fá Tjarnarsal ráð- hússins til afnota vegna reglna um notkun salarins en þær eru þess efn- is að þar skuli einungis vera atburð- ir sem höfði til alls almennings. Hún tjáði mér um leið að borgarstjóri vildi að Hjálpræðishernum yrði sýnd sú virðing og vinsemd sem honum bæri á þessum merku tímamótum. Nú hefur borist mér til eyrna að breyting sé í vændum varðandi áðurnefndar reglur um notkun Tjarnarsalarins og er j)að vel. I framhaldi af þessu átti ég marga fundi með Ólafi Jónssyni fulltrúa, en á fundum okkar kom fram að erfitt væri að fá að halda hátíðarsamkomu í Ráðhúsinu vegna þess sem áður hefur verið nefnt. Því tókum við í Hjálpræðishemum þá ákvörðun ein- hvern tíma um áramótin að leita til Fíladelfíusafnaðarins um að halda hátíðarsamkomuna í kirkju þeirra við Hátún, en flestar samkomur hátíðar- haldanna eiga að vera þar. Þetta var gert til að tryggja okkur stað og geta fest dagskrána fyrir hátíðahöld- in 19.-21. maí. Lúðrasveit Hjálpræðishersins frá Skotlandi sem kemur hingað yfir afmælið, mun halda tónleika á Ing- ólfstorgi og í Tjarnarsal ráðhússins í boði borgarstjórnar. Borgarstjóri mun bjóða til móttöku vegna komu herráðsformanns Hjálpræðishersins og hún mun einnig flytja ávarp á hátíðarsamkomunni í Fíladelfíu og rita kveðjuorð í Herópið. Hjálpræð- isherinn metur mjög gott samstarf við borgaryfirvöld á liðnum áratug- um og veit að svo muni verða áfram. DANÍEL ÓSKARSSON, yfirforingi Hjálpræðishersins. Að feðra rétt Frá Halldórí Jónssyni: í MENNINGARKÁLFI Morgun- blaðsins um síðustu helgi er frétt um að „Norðmaðurinn Mariss Janson, | stjórnandi Oslóarfílharmoníunnar", , hafi verið skipaður stjórnandi sinfó- ' níunnar í Pittsburgh. Hið rétta er ( að Mariss Jansons, eins og hann heitir, fæddist í Riga 1943. Fyrir nokkrum dögum var ung söngkona að ræða um hið ágæta tónskáld Arvo Párt á einni af nýj- ustu útvarpsstöðunum með sígildri tónlist. Hún var ekki viss um þjóð- erni hans, en taldi helzt að hann væri pólskur. Síðar í þættinum talaði viðmælandi hennar um „Pólverjann". Arvo Part fæddist í Paide, Eistlandi, 1935 og ólst upp í Tallinn. Ef þjóðerni Leifs heppna skiptir máli, hvers eiga þá Eystrasaltslöndin að gjalda með sína heimsfrægu tón- listarmenn? HALLDÓRJÓNSSON, Álfaheiði 16. Sál sjúkrahúsa Frá Albert Jenssyni: HJÁLMAR Jónsson, 19. aldar skáldið snjalla og kraftmikla, bjó að því alla sína löngu og þyrnum stráðu ævi, að fyrstu tólf árin sín, var hann á heimili sem veitti honum vinsemd og öryggi. Upp úr ferm- ingu tók við Veröld full af kulda og allsleysi. Þá var hann nýbúinn að missa Sigríði fóstru sína, einu manneskjuna sem hann unni. Við að missa þá umhyggju sem Sigríð- ur, vandalaus konan, hafði veitt honum, breyttist persóna hans. Bólu-Hjálmar gerði sjálfum sér og öðrum, erfitt með skapsmunum sín- um, en minningar um fóstruna góðu milduðu og auðvelduðu honum bar- áttuna við óblíð kjör. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Vísa þessi var þakklætisvottur Hjálmars til ókunnugs hjálpar- manns. Því dreg ég þetta brot út úr sög- unni, að ég vil að að menn sjái hvað góðleikinn var og er mannin- um mikilvægur. Fyrir mörgum árum, í heimsókn til vistmanns á DAS, gekk ég fram hjá opinni hurð inn á klósett, þar á sat bjargarlaus gömul kona. Þó mér hafi ósjálfrátt, aðeins eitt augnablik, verið litið inn, gleymi ég seint augnaráði hennar. Þar í, var slíkt umkomuleysi og sársauki vegna niðurlæingarinnar sem hún varð að þola vegna kæruleysis starfsmanns. Sjúkrahús, elliheimili, vistheimili fyrir ósjálfbjarga og hvað sem er í þessum dúr, hefur sál, sem mótast af þeim, sem í húsunum eru. Sama með hvaða hætti. Það starfsfólk slíkra húsa, sem annast vistmenn eða sjúklinga, þarf að vita að það er sitthvað að vera eða gera. Líka sitthvað, lifandi manneskja, eða gólfið sem gengið er á. Enginn má kenna lágum launum um skap- gerðarvandamál sín. Maður sem hefur náð því trausti að vera settur til stjórnunar, í hve litlu sem er, þarf að leggja sig fram til að laða það besta fram í fólkinu sem hann hefur umsjón með. Smá- munasamur, rexgjam stjórnandi sem þolir illa góðvild milli manna, þarfnast endurhæfíngar eða öðru- vísi vinnu. Góðan móral má ekki eyðileggja með óþarfa stjórnsemi. Stjórnandi þarf ekki sífellt að sýna vald sitt. Þá bestu verða fáir varir við. Ef starfsfólki líður ekki vel, verða sjúklingar og vistmenn fljótt varir við það. Ein manneskja getur kom- ið í veg fyrir góðan starfsanda. Þar getur hver sem er verið að verki. Sá á ekki samleið. Stofnanavinna er illa launuð, öðrum en læknum. Því ætti fólk, hvort sem það er lært í umönnun eða ekki, að leita annað DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. oca&Gi 1 Faxafeni 12. Sími 38 000 ef starfíð hæfír ekki skapgerðinni. Ef sjúklingi eða vistmanni fellur ekki við starfsmann og öfugt, ætti að taka tillit til þess. Það eru mann- réttindi. Starfsfólk verður að njóta örygg- is og ánægju í starfi. Svo sjálfsagð- ir þættir mannlegrar reisnar eiga ekki að vera lagðir undir hæl smá- munalegra einstaklinga. Þar sem er góður starfsandi, er gott starfs- fólk. ALBERT JENSEN, 270931-7319 Háaleitisbraut 129. ÍÞRÚWR ö Ef þú smellir á ÍÞRÚItJR færðu allt sem skrifað er um íþróttir í Morgunblaðinu í dag. http://www.strengur.is ( ( ( < ( ( < ( < < < < NYJA BÍLAHOLUN FUNAHOFÐA I S: 567-2277 Ford Econoline 250 árg. '92, ek. 86 þús. km., vínrauður/grár, 38“ dekk, tveir millikassar hlutf., læsingar, spil 2, Tangar Ranco 9000 demparar. V. 3.950.000. Ath. skipti. Toyota Corolla 1,6 GLi árg. '93, ek. 29 þús. km., sægrænn, sjálfsk. V. 1.390.000. Ath. skipti. Toyota Corolla 1,6 Sl árg. '93, ek. 46 þús. km., hvítur, 5 g. V. 1.250.000. Beinsala. VW Golf 1,8 GL árg. '94, ek. 7 þús. km., dökkblár, sjálfsk., álfelgur, þjófav. V. 1.650.000. Ath. skipti. VW Golf GTi árg. '92, ek. 36 þús. km., svartur, 5 g. V. 1.380.000. Ath. skipti. BPlP* Nissan Patrol SLX árg. '91, ek. 106 þ. km., svartur, álfelgur, 31“ dekk. V. 2.650.000. Ath. skipti. Ford Escort 1,4 CLX árg. '93, ek. 25 þús. km. grár, 5 g. V. 1.050.000. Ath. skipti. Mazda 626 GLX árg. '92, ek. 50 þús. km., grár, sjálfsk. V. 1.590.000. Ath. skipti. BMW 316i árg. '92, ek. 39 þús. km, dökkblár, 5 g., álfelgur. V. 1.700.000. Ath. skipti. Nissan Primera SLX árg. '91, ek. 63 þús. km, blár, sjálfsk. V. 1.150.000. Ath. skipti. BILATORG FUNAHOFDA I Ss 587-7777 |Félag Löggiltra Bílasala Toyota Hiace 4WD diesel árg. '91, hvítur, sóllúga, vsk. bíll, ek. 89 þús. km. V. 1.400.000. Skipti. Range Rover Vouge árg. '89, græn- sans., sjálfsk., ek. 100 þús. km. V. 2.100.000. Skipti. MMC Galant GLSi 4WD árg. '90. silfurgrár, ek. 86 þús. km. V. 1.180.000. Skipti. Subaru Legacy 2000 GL árg. '92, vln- rauður, fallegur bíll, ek. 46 þús. km. V. 1.590.000. Skipti. Toyota 4Runner V6 árg. '92, vínrauður, sjálfsk., sóllúga, upphækkaður, 33* dekk, ek. 50 þús. km. V. 2.750.000. Skipti á dýrari Nissan Patrol eða Toyota Landr. NU ER BESTI SOLUTIMINN FRAMUNDAN - VANTAR ALLAR GERÐIR BILA A STAÐINN |félag Löggiltra Bílasala I M E lJ M. Benz 409 diesel árg. '88 ek. 260 þús. km., hvítur, nýtt lakk, 17 sæta. V. 2.650.000. Ath. skipti. MMC Lancer GLXi árg. '93, ek. 31 þús. km., dökkgrár, sjálfsk. V. 1.290.000. Félag Löggiltra Bílasala Toyota Landcrusíer VX árg. '92, silfur- grár, álfelgur, 32“ dekk, sóllúga. Mjög fallegt eintak. V. 3.950.000. Skipti. IFélag Löggiltra Bílasala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.