Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ JttwgtiufHfifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. REYKUR S JUK- DÓMA OG DAUÐA RANNSÓKNIR vísindamanna og bitur reynslan sýna, að reykingar valda mun meiri og víðtækari skaða á líkamsstarfseminni en áður var talið. Meðal sjúkdóma, sem reykingar valda, eru krabbamein í lung- um, munni, koki, vélinda, nýrum og þvagblöðru. Auk þess valda þær hjarta-, heila- og æðasjúkdómum. Þær eru hvarvetna erfitt og dýrt heilbrigðisvandamál. Brezka læknablaðið Lancet birti fyrir nokkrum misserum niðurstöður nýrrar rannsóknar um áhrif tóbaksreykinga. Þar segir m.a. að af 1.250 milljónum íbúa í þróuðu ríkjunum muni 250 milljónir, eða fimmti hver maður, deyja af völdum reykinga. Reykingar stuðla þannig að sjúkdómum, stytta ævilíkur og stór- auka kostnað í heilbrigðisþjónustunni. Baráttan gegn reykingum skilaði góðum árangri lengi vel. Því miður hafa reykingar sótt í sig veðrið á nýjan leik, einkum meðal ungs fólks. Það er því lífs- spursmál að stórauka upplýsingar í fjölmiðlum, skólum og reyndar hvarvetna í samfélaginu um skaðsemi reyk- inga. Það þarf og að tryggja þá sem ekki reykja, betur en nú er gert, fyrir áhrifum tóbaksreyks, t.d. í opinberum stofnunum og á vinnustöðum. Og spyija má, hvernig það fari saman, að ríkið, sem ber kostnað- inn af heilbrigðiskerfinu, standi í dreifingu þessa stór- virka sjúkdómavalds. Styðjum baráttuna gegn reykingum, sem er barátta gegn þjáningum, sjúkdómum og ótímabærum dauða. OFFJÁRFESTING OG LÍFSKJÖR TVEIR forustumenn verkalýðshreyfingarinnar fjöll- uðu í ræðum sínum 1. maí um tengsl rangra fjár- festinga og kjara launþega. Formaður VR, Magnús L. Sveinsson, sagði í ræðu sinni, að láta muni nærri að lánastofnarnir og atvinnulífið hafi afskrifað um 80 milljarða króna frá árinu 1987 vegna rangra fjár- festinga. Magnús spurði, hverjir hefðu tekið ákvörðun um þessar fjárfestingar. Launþegum hefði verið send- ur reikningurinn í formi hærri vaxta en ella. Háir vextir hefðu haft lamandi áhrif á atvinnulífið og at- vinnuleysið ætti því að hluta rætur að rekja til þess. Niðurstaða Magnúsar var sú, að „þessi óstjórn" í at- vinnulífinu hefði leitt til þess, að laun hér á landi væru með því lægsta í Evrópu. Forseti ASÍ, Benedikt Davíðsson, fjallaði um af- skriftir fjármálastofnana undanfarin ár, sem numið hefðu tugmilljörðum króna. Forseti ASÍ Sagði m.a.: „Þarna er skrifuð á vegginn slóð rangra ákvarð- ana, jafnvel vafasamra ákvarðana, sem þessir menn hafa tekið í gegnum árin. Þessar ákvarðanir hafa kostað launafólk um átta milljarða á ári í formi hærri vaxta, lægri launa og hærri skatta eða jafngildi 4% í launum.“ Enginn vafi er á því, að forustumenn launþega hafa hreyft hér miklu þjóðfélagslegu vandamáli. Rang- ar fjárfestingar með tilheyrandi afskriftum í banka- og sjóðakerfinu hafa rýrt lífskjör landsmanna með ýmsum hætti. Þar má nefna vextina og hvers kyns þjónustugjöld bankanna. Ríkissjóður hefur þurft að afskrifa gífurlegar fjárhæðir í sjóðakerfinu, svo og ýmsar opinberar stofnanir og fyrirtæki. Þar nægir að nefna milljarðatap Landsvirkjunar af Blöndu og Kröflu. Allt þjóðfélagið hefur verið gegnsýrt af afleið- ingum þessa og landsmenn hafa enn ekki bitið úr nálinni. Ábyrgð stjórnmálamanna, stjórnenda lánastofnana og fyrirtækja er mikil. En verkalýðshreyfingin sjálf er ekki ábyrgðarlaus, því hún hefur ítrekað beitt stjórnmálamenn miklum þrýstingi til fjárfestinga til svonefndra atvinnuskapandi framkvæmda. Kappræður frambjóð- enda fyrir frönsku for- setakosningarnar vekja ávallt mikla athygli. Þeir Jacques Chirac og Lionel Jospin sýndu hvor öðrum mikla kurteisi en forðuð- ust jafnframt erfiðustu deilumálin, segir Stein- grímur Sigurgeirsson sem fylgdist með kapp- ræðunum í París í fyrra- kvöld og umræðunum um þær. UNDANFARNA tvo áratugi hafa kappræður frambjóð- endanna tveggja fyrir síð- ari umferð forsetakosning- anna gegnt lykilhlutverki í kosninga- baráttunni. Þrátt fyrir allt hafa þó ekki nema fjórar slíkar umræður farið fram undanfarið 21 ár, þar sem kjör- tímabil Frakklandsforseta er sjö ár. Allt í föstum skorðum Hanaslagsins fyrir þessar forseta- kosningar var beðið með mikilli eftir- væntingu og vörðu forsetaefnin tvö og nánustu stuðningsmenn þeirra miklum tíma í að ákveða leikreglurn- ar. Fyrst varð að ákveða stað og stund og að lokum var ákveðið að umræð- urnar færu fram 2. maí ogyrðu sendar út beint á tveimur stærstu sjónvarps- stöðvunum, TFl og France 2, auk þess sem þeim var útvarpað. Þær skyldu standa í tvær klukkustundir. Þá urðu fylkingarnar að ná samkomu- lagi um form viðræðnanna og varð niðurstaðan að þær yrðu með sama lagi og árið 1988. Chirac og Jospin skyldu sitja andspænis hvor öðrum og tveir spyrlar stjórna umræðunum. Einnig náðist samkomulag um bak- grunnslitinn (himinbláan), fjölda myndavéla og hvernig þeim skyldi beint að frambjóðendunum, þannig að þeir nytu sín sem best. Þar með var ekki sagan öll því einn- ig varð að semja um spyrlana. Höfn- uðu þeir Chirac og Jospin mörgum uppástungum sjónvarpsstöðvanna áður en þeir féllust á að umræðunum skyldi stjórnað af þeim Alain Duha- mel og Gulliaume Durand, sem eru með virtari sjónvarpsmönnum Frakk- lands. Það má því segja að umræðurnar hafi verið í föstum skorðum, og litlar líkur á óvæntum uppákomum. I tvær klukkustundir skiptust þeir Chirac og Jospin á skoðunum um flest milli him- ins og jarðar. Efnahagsmál, atvinnu- mál, stjórnskipulag, innflytjendamál, alnæmisvandann og herskyldu, svo eitthvað sé nefnt. Alls fylgdust 16,8 milljónir Frakka með þessum skoðanaskiptum, annað- hvort á heimilum sínum, hjá vinafólki eða á þeim fjölmörgu veitingastöðum, sem komið höfðu fyrir sjónvarpstækj- um í tilefni dagsins. Er þetta örlítið minni fjöldi en fylgdist með umræðun- um árin 1981 og 1988. Á flestum af bestu veitingahúsum Parísar, þar sem venjulega er margra vikna eða mán- aða bið eftir borði, voru salir hálftóm- ir og voru það helst ferðamenn, sem slæddust inn og björguðu viðskiptun- um þetta kvöld. Fyrirtæki með heim- sendingarþjónustu höfðu hins vegar nóg að gera, og líklega hefur sjaldan verið jafnannasamt hjá pizza-sendlum Parísar. Þeir sem ekki fylgdust með umræð- unum misstu þó ekki af öllu því öll helstu blöð Frakklands, s.s. Le Monde, Le Figaro og Libération, birtu þær orðrétt í gær, auk þess sem sjónvarp- ið sýndi stöðugt útdrætti og flestir stjórnmálaskýrendur landsins voru fengnir til að segja álit sitt á þeim í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. Chirac rólegur En hver var niðurstaðan? Að mati flestra jafntefli. Allir eru sammála um að umræðurnar hafi verið „kurteisleg- ar“ og hefur það orð líklega aldrei komið jafnoft fyrir í fyrirsögnum fran- Hliitverka- skiptí í kurt- eislegnm kappræðum Reuter JACQUES Chirac á kosningafundi í Metz í austurhluta Frakklands. skra stjórnmálafrétta og í gær. Ólíkt því sem raunin hefur verið í fyrri sjón- varpsumræðum vörðust frambjóðend- urnir harðar deilur og persónulegar árásir. Kom ekki síst á óvart hversu rólegur og yfirvegaður Chirac var, en hann hefur orð á sér fyrir að vera með skapstærri stjórnmálamönnum, oghefur það oft komið honum í vanda. í umræðunum á þriðjudagskvöld var hann aftur á móti landsföður- ímyndin uppmáluð. Hann mælti ró- lega, með mjúkri röddu og spennti greipar til að leggja áherslu á orð sín í stað handapats. í stað þess að ráð- ast á andstæðing sinn brosti hann mildilega til hans og horfði á hann og þjóðina með föðurlegu augnaráði. Er talið að þetta hafi verið nokkurt áfall fyrir Jospin, sem hafí ætlað að koma höggi á hann með athugasemd á borð við: „Róið yður niður, herra Chirac.“ Það var frekar Jospin sjálfur, sem einstaka sinnum hækkaði róminn og veifaði höndum til að reyna að koma lífi í umræðurnar. Enda kannski ekki nema von. Þrátt fyrir að --------- hann hafi öllum á óvart unnið sigur í fyrri umferð kosninganna, þann 27. apríl, benda flestar kannan- ir til að Chirac vinni nokkuð öruggan sigur á sunnudag. Það ber þó að hafa hugfast .......- að það eru sömu kannanirnar og sáu ekki fyrir sigur Jospins í fyrri umferð- inni. Leiðarahöfundur blaðsins Libérati- on segir í gær að það verði að hafa hugfast að markmið frambjóðendanna tveggja hafi verið ólík. Chirac hafi viljað viðhalda forskoti sínu, rétt eins og fótboltalið sem hættir áhættusöm- um sóknarleik eftir að hafa komist yfir í leiknum. Jospin hafi hins vegar neyðst til að leita sóknarfæra. Bendir hann á að þetta sé í nokkurri and- stöðu við persónuleika þeirra tveggja. Chirac hafi ávallt verið hinn bardaga- glaði riddari en Jospin maður rök- ræðna. í umræðunum hafi orðið hlut- verkaskipti. Ekki bara endurtekningar Franz-Olivier Giesbert, ritstjóri Le Figaro, segir í forystugrein á forsíðu blaðsins í gær að ekki sé rétt að segja að umræðurnar hafi verið leiðinlegar. Margt athyglisvert hafi komið þar fram og þeim Chirac og Jospin hafi tekist að sýna fram á hvað skilji þá að í stjórnmálum. Auðvitað hafi mikill tími farið í endurtekningar á því sem áður hafl verið sagt í kosningabarátt- unni og flestir Frakkar kunni nú orð- ið utanað. Chirac hafi samt sem áður náð sínu fram, með brosi á vör og Frambjóðend- urnir forðuð- ust að ræða viðkvæmustu málefnin án árekstra, andspænis öflugum and- stæðingi. Giesbert og margir aðrir benda á að Chirac hafi komið fram sem full- trúi hins „sanna Frakklands". Maður- inn sem þekki Frakkland og Frakka, skilji áhyggjur þeirra og þekki vilja þeirra. Þegar Jospin sagðist óttast að tvær þjóðir væru að myndast í landinu sagði Chirac að nú þegar byggju tvær þjóðir í Frakklandi. Önnur byggi við örbirgð en hin við ofsköttun vegna millifærslna til hinna. „Þetta er djöf- ullegt kerfi, þetta er sósíalískt kerfi,“ sagði Chirac. Þegar Jospin andmælti því að sósíalismanum væri um að kenna og að flestar Evrópuþjóðir byggju við áþekkan vanda, svaraði Chirac að hann teldi að hvergi annars staðar en í Frakklandi væri þetta orð- ið jafnáberandi og alvarlegt. Giesbert segir Chirac hafa sýnt á sér nýja hlið í sjónvarpi, framkoma hans hafi einkennst af hógværð og innblæstri. „Hann segir það sem hann hugsar; hann hugsar það sem hann segir. Hvar er óþolinmæðin sem áður var?“ Telur ritstjóri Figaro að með þessari yfirveguðu framkomu hafi Chirac tek- ist að eyða þeim efasemd- um, sem margir kjósendur hefðu til þessa haft í hans garð. Hann segir hins vegar einnig ljóst að Jospin sé maðurinn, sem vinstrimenn muni sameinast um í framtíðinni. Þó að hann kunni að bíða ósigur næstkomandi sunnudag, sé hann stjórnmálamaður, sem reikna verði með í framtíðinni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur Ólík hugmyndafræði þeirra tveggja kom hvað greinilegast fram í umræð- um um efnahagsvanda Frakklands, og hvernig draga bæri úr atvinnuleysi. Jospin lagði áherslu á félagslegar lausnir og vildi auka fé til ýmissa verkefna, t.d. í félagslega húsnæðis- kerfinu. Einnig lýsti hann því yfir að hann teldi að stytta bæri vinnuvikuna í 37 stundir. Hann hafnaði algjörlega einkavæðingu og sagðist vilja færa vinnandi fólki stærri skerf af þjóðar- tekjunum. Það er þó hæpið að segja að hann hafi boðað sósíalisma í hefðbundinni merkingu þess orðs. Bar stefna hans meiri keim af hógværum keynesisma og jafnaðarstefnu í þeirri mynd, sem til dæmis er hægt að finna hjá þýskum j af naðarmönnum. Chirac á hinn bóginn mælti með markaðslausnum og sagði auknar millifærslur fremur auka vanda Frakklands en leysa. Hann hafnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.