Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUKtBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐFINNA JÓHANNESDÓTTIR + Guðfinna Jó- hannesdóttir fæddist 4. apríl 1902 að Engidal í Skutulsfirði en ólst upp að Seljalandi í Skutulsfirði. Hún lést á elliheimilinu Grund 26. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- finna Sigurðardótt- ir og Jóhannes Guð- mundsson á Selja- landi. Systkinin voru þrjú. Karlína Grein, Albert og Guðfinna og systur- sonur Jóhannesar ólst upp með þeim. Albert drukknaði er tog- arinn Leifur heppni fórst 1926, Karlína lést 1979 og fósturbróð- irinn Guðmundur Halldórsson lést 1983. Guðfinna giftist Ste- fáni Kristjánssyni frá Skeiði í Svarfaðardal og bjuggu þau i Seljalandi á Siglufirði til 1978 er þau fluttust til Hveragerðis. Stefán lést 1981. Þau eignuðust eina dóttur, Dórótheu, f. 25. febrúar 1938. Guðfinna verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, 4. maí, og hefst athöfnin kl. 13.30. AÐ KVELDI 26. apríl barst mér sú frétt að amma mín Guðfmna væri látin. Það fyrsta sem kom upp í huga minn voru allar þær góðu samveru- stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin, ásamt frásögnunum þínum af minnistæðum atburðum í lífí þínu. Á mínum barns- og unglingsárum var það næstum því fastur liður að koma til Siglufjarðar um sumar og páska til að heimsækja þig og afa. Eftir á að hyggja eru þetta einar af mínum bestu minningum. Við afi áttum mörg sameiginleg áhugamál, meðal annars veiðiskap og skíða- íþróttina. Við fórum í margar veiði- ferðir, í Miklavatn, á árabát út á fjörð, eða veiddum fisk á gömlu sfld- arbryggjunum. Oft varst þú með í þessum ævintýraferðum. Um páska fylgdumst við afi með skíðamótum sem haldin voru í Hvan- neyrarskál, Sigluíjarðarskarði, eða á Hóli. Alltaf beiðst þú með eitthvað ljúffengt í gogginn þegar komið var heim eftir skemmtilegan dag. Ung að aldri tókst þú þá ákvörð- un að fara ekki hefðbundnar slóðir eins og ungar stúlkur gerðu í þá daga. Þú horfðir upp á margar ung- ar stúlkur byija lífið með því að gifta sig og eignast börn, oft samf- ara mikilli fátækt. Þú tókst þá ákvörðun að sigla út í hinn stóra heim áður en þú myndir binda þig. Það var meira en að segja það að ætla út í lönd á þeim tíma, en út fórst þú eftir að hafa unnið fyrir farinu með sveitarstörfum og fisk- vinnu. Það var árið 1929 sem þú sigldir til Þýskalands og lærðir garð- yrkju þar, og bar garðurinn þinn þess ávallt merki, þar sem hann var öllum görðum fegurri. Eftir á að líta fannst þér dvölin í .frf MHHBBEBG "l| Glæsilegur salur, góð þjónusta og veglegt kattihlaðborð kr. 790- ERHS DRYKKÍAN Þýskalandi mjög mikils virði og gott veganesti fyrir lífið. Enda varst þú í engum vafa um að ég væri að gera rétt, þegar ég eitt sumar ákvað að fara utan og leita mér að sumar- vinnu. Ég kom við hjá þér til að kveðja þig og spurði í leiðinni hvernig þér litist á þessar áætl- anir mínar. .„Þetta líst mér vel á,“ sagðir þú. „Máltækið segir að heimskt sé heimaalið barn og í því máltæki er mikill sannleikur.“ Til Siglufjarðar komst þú, og kynntist þar manninum þínum „afa“, en svo einkennilega vildi til að ein- mitt hann hafði verið beðinn um að taka á móti þér og móður þinni við komuna þangað. Eins og flestir íslendingar fenguð þið að kynnast náttúruöflunum sem búa í landinu. Þegar mamma mín var tæplega ársgömul, varð húsið ykkar fyrir snjóflóði. Bamavagninn sem mamma svaf í, var alltaf látinn standa undir eldhúsglugganum, en þú hafðir aldrei þessu vant flutt hann frá glugganum í skjól við steinvegg, rétt áður en þú fórst niður í kjallara til þess að bæta eldiviði á miðstöðvar- ketilinn. Það að færa barnavagninn til, varð til þess að bjarga lífi mömmu, er snjóflóð brast á og hreinsaði með sér alla lausamuni úr húsinu. Svo kom síldin, hvílíkt ævintýri, hvílíkar minningar. Þú og afi unnuð nótt sem dag. Afi vann sem „beykir“ á síldarplaninu hjá sjálfum sfld- arkónginum Óskari Halldórsyni, og þú vannst við síldarsöltunina. En síldin var ekki bara ævintýri, síldin var líka vinna. Það var staðið við söltunarborðið þangað til allur aflinn úr skipunum var unninn. Þá þekkust engir kaffitímar. Það var bara staðið og staðið, og saltað. Sjö ára gömul færði mamma þér kaffi- sopa, og var hann drukkinn stand- andi án þess að tylla sér niður. Oft stóðst þú við söltunarborðið sam- fleytt sólarhringunum saman. þegar heim var komið náðist oft ekki að elda mat áður en ræst var út aftur. í dag myndi þetta eflaust kallast þrælahald, en í þá daga þekktist ekkert annað en að taka þeirri vinnu sem bauðst. Árið 1969 komuð þið afi suður, og unnuð í frystihúsi, þar sem at- vinnuleysi var á Siglufirði. Einn var sá siður sem þú kynntist hér fyrir sunnan, en það var að taka reykpás- ur í vinnutímanum. Reykpásurnar sem áttu bara að vera 5 mínútur urðu oft að 15-20 mínútum hjá fólk- inu. Þú settir allt á annan endann í frystihúsinu, þegar þú hélst áfram að vinna í reykpásunum, þar sem fullyrt var að ef ein manneskja gæti haldið það út án þess að reykja, þá yrðu reykpásumar bara aflagðar. Þú stóðst hörð á þínu og sagðist engar reykpásur þurfa, þar sem þú reyktir ekki og fékkst þú þínu framgengt. Nú er komið að vegamótum þar sem vegir okkar liggja í sitthvora áttina. Eg og Sigurlaug viljum þakka þér fyrir allar góðu og ógleymanlegu samverustundirnar. Stefán Jónasson. Góð kona hefir lokið lífshlaupi sínu. Langur vinnudagur er að baki. Þreyttum er hvíldin hæg og gott að sofna vitandi það að hafa skilað sín- um hlut og aldrei brugðist skyldu sinni. Lífíð á ísafirði upp úr síðustu aldamótum var engjnn dans á rósum, allir urðu að vinna hörðum höndum þegar vinnu var að hafa. Guðfinna byijaði að vinna þegar aldur og kraft- ar leyfðu. Fyrst þegar hún fór að heiman vann hún á gistiheimili Hjálp- ræðishersins á ísafirði, hún fór síðan til Reykjavíkur og var í vist hjá Krabbe vitamálastjóra en 1929 fór hún til Þýskalands og var eitt ár hjá Reginu Dinfe sem þá var að byggja sitt ísland Haus á strönd Norðursjáv- ar og lærði þar garðyrkju- og gróður- störf enda var allur gróður hennar líf og yndi. 1935 fór hún í síldar- vinnu til Sigluijarðar og kynntist þar Stefáni Kristjánssyni sem átti eftir að verða lífsförunautur hennar. Þau giftust 1937 og reistu sér strax hús af litlum efnum en mikilli bjartsýni, Seljaland, sem stendur á fallegum stað hátt í hlíðinni neðan Hvanneyr- arskálar. Þar var gerður fallegur garður með blómum og græmeti. Islenski reynirinn hennar Guðfinnu, sem hlýtur að vera nálagt fimmtugu, stendur undir stafninum á Seljalandi og er lóðar- og bæjarprýði. Foreldrar Guðfinnu fiuttust til þeirra hjóna og létust bæði hjá þeim. Sá er þetta ritar kynntist Guðfinnu Sigurðar- dóttur en hún var einstaklega ljúf og geðþekk kona og talaði vestfirsku með gömlum framburði sem unun var að heyra. Guðfinna og Stefán unnu bæði hjá Óskari Halldórssyni en eftir að síldin hvarf vann Guð- finna lengi í niðurlagningarverk- smiðjunni Sigló einnig starfaði hún sem leiðbeinandi við skólagarða. Stefán og Guðfinna eignuðust eina dóttur, Dórótheu, sem gift er Jónasi Guðlaugssyni rafveitustjóra í Hafn- arfirði og eiga þau synina Stefán, sem er rafeindavirki og við verkfræð- inám í Danmörku, Guðlaug, sem er framleiðslustjóri á togaranum Guð- björgu og býr í Hnífsdal, og Guð- mund, nemanda í Flensborg. Barna- böm Jónasar og Dórótheu eru þijú. Stefán og Guðfinna fluttust til Hveragerðis árið 1978 en þar lést Stefán 1981. Guðfmna flutti svo á elliheimilið Grund 1992. Þarundi hún hag sínum vel og var hún og aðstand- endur hennar þakklát því góða fólki sem annaðist hana af hlýju og um- hyggju síðustu æviárin. Sá er þetta ritar og bræður hans nutu gestrisni Stefáns og Guðfinnu oft og lengi og mættu þar alltaf hlýju og vináttu, sem hér er þökkuð þó seint sé. Guð blessi minningu þeirra góðu hjóna Stefáns og Guðfinnu í Seljalandi. Hjalti Jónasson. Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 + Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR GUÐJÓNSSON, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 5. ma'í kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Grafarvogskirkju. Magnús Ásgeirsson, Rósamunda Guðmundsdóttir, Sigríður, Anna og Benedikt Kristján. LEGSTEINAR MOSfllK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 8 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 37 FRIÐJÓN JÓHANNSSON +Friðjón Jó- hannsson var fæddur á Skálum á Langanesi, 11. júní 1910. Hann lést í Reykjavík 22. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóhann Stefánsson bóndi á Skálum og Maria Friðriksdótt- ir og áttu þau sautj- án börn. Friðjón kvæntist Sigurveigu Gunn- arsdóttur og áttu þau fimm börn. Þau eru: Haraldur, fráskilinn, á hann tvö börn; Jóhann Gunnar, kvæntur Ólafíu Egilsdóttur og eiga þau fjögur börn; Edda María, gift Gunnari Gund- ersen, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn; Sigurd- ór Friðjónsson, kvæntur Asu Arna- dóttur og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn; Tómas, var kvæntur Bryndísi Sigurðar- dóttur sem er látin og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn. Útför Friðjóns fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ELSKU AFI, við vissum alltaf að sá tími mundi koma að þú færir frá okkur en þó var okkur mjög brugð- ið þegar sá tími kom og eigum við erfitt með að trúa því að þú sért farinn. Þú talaðir aldrei mikið um tilfinningar þínar, þó vissum við að þér þótti vænt um okkur, því að þú sýndir okkur það með hegðun þinni. Við þökkum fýrir þann tíma sem við fengum að njóta með þér og munum alltaf minnast þín og sakna. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson). Sigurveig og Helena Sigurdórsdætur, Gyða Gunn- arsdóttir, Særós Tómasdóttir, Sigurður Tómasson. + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Hurðarbaki, Reykholtsdal, sem lést (Sjúkrahúsi Akraness 30. aprfl sl., verður jarðsungin frá Reykholts- kirkju laugardaginn 6. maí nk. kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Bjarni Þorsteinsson, Gunnar Bjarnason, Ásthildur Thorsteinsson, Þóra Bjarnadóttir, Einar Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför sonar okkar, bróður og vinar, LEIFS EINARS LEÓPOLDSSONAR, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Olga, Leópold, systkini, fjölskyldur og vinir hins látna. + Bálför bróður okkar, KÁRA GUÐBRANDSSONAR vélstjóra, Hjarðarhaga 40, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. maí kl. 13.30. Bára Guðbrandsdóttir, Berghildur Guðbrandsdóttir og aðrir aðstandendur. + Móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir og systir, ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Trönuhjalla 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 6. maí kl. 14.00. Valgerður Dís Valdimarsdóttir, Benedikt Karl Valdimarsson, Valgerður Einarsdóttir, Haraldur Gíslason og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.