Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ •SS*smeg ^rsmeg Ný lína í heimilistækjum Viö flytjum inn vönduö heimilistæki frá Smeg og Piere Roblin. Tækin marka tímamót í hönnun, eru stílhrein og auðveld í notkun. EIRVÍK heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Rvík, sími 91 -588 0200 AÐSENDAR GREINAR Réttur kjósenda ALMENNUR kosn- ingaréttur er grund- vallaratriði lýðræðis- þjóðfélags. Flestir gera sér ljóst hve mikilvæg- ur þessi réttur er og má nánast segja að honum fylgi sú skylda að neyta hans og láta sig með því varða þjóð- arhag. Vissulega veg- ur atkvæði hvers og eins lítið þegar á heild- ina er litið. Þó er þess að gæta, að kosning þingmanns getur oltið á einu atkvæði eða jafnvel hlutkesti, svo sem dæmi eru til. Gunnlaugur Þórðarson I lögum um alþingiskosningar frá 1934 voru ákvæði um áhrif útstrik- ana á atkvæðaseðli, en þá voru lista- framboð aðeins í Reykjavík. Ákvæði þessi voru gerð gleggri með lögum nr. 80 frá 1942. Með þeim voru tryggðir möguleikar kjósenda til þess að hafa áhrif á hverjir yrðu kosnir í listakosningu. Þannig þurfti ekki nema rúm 5% kjósenda að gera annað en að strika efsta manninn á listanum út og þá færðist hann niður. Væri um frambjóðanda að .ræða neðar á listanum þurfti nokkru fleiri prósentubrot til þess að ná sama árangri. Hins vegar var í slík- um tilvikum áhrifaríkast að strika út næsta nafn fyrir ofan nafn þess, er ætlunin var að færa ofar og jafn- framt setja tölustafinn einn framan við nafnið. Útstrikanir höfðu stundum í för með sér að frambjóðandi náði ekki því sæti, sem hann hefði átt að fá að öllu óbreyttu, þannig að áhrif hins óbreytta kjósanda voru talsverð og í beinu samræmi við kröfur tímans og lýðræðis. Mér þykir ósennilegt að nokkum tíma hafi verið um samantekin ráð kjósenda að ræða þegar frambjóðendur urðu fyrir útstrikunum, held- ur hitt að misjöfn hylli frambjóðenda hafi ráð- ið mestu um hvernig til tókst. Árið 1959, þegar landinu var skipt upp í níu misstór kjördæmi með misjafnlega mörg- um alþingismönnum kosnum í listakosning- um, voru sumir þing- menn hræddir við þann sem útstrikanir buðu möguleika, upp á og óttuðust þennan rétt kjós- enda. Því var að tilhlutan þeirra sett ákvæði í kosningalögin, sem gerðu útstrikanir marklausar. Með þeirri ólýðræðislegu breytingu, þurfti helmingur kjósenda listans eða 50% að strika frambjóðandann •út til þess að hann færðist niður eftir listanum eða tífalt fleiri en áður. Þannig að hefði gamla lýðræðis- lega aðferðin um kosningar til Al- þingis verið í gildi í kosningunum 8. apríl sl. hefði hvorki Ólafur G. Einarsson né Guðmundur Árni Stef- ánsson náð kosningu. I grein hér í blaðinu 25. febrúar sl. undir yfírskriftinni: Forneskju- legt óréttlætibenti ég á nauðsyn þess að útstrikanir á listum fengju sitt fyrra vægi og það er vissulega krafa nútímans, ekki síst þegar vax- andi vilji er til þess meðal menning- arþjóða að gefa kjósendum aukinn möguleika á því að kjósa tiltekna frambjóðendur, ekki síður en flokk. Þess má minnast, að í þingkosning- unum í Þýskalandi fá kjósendur tvo atkvæðaseðla, einn seðil til að kjósa flokk og annan til þess að kjósa sérstaklega einstaka frambjóðendur og það meira að segja í öðrum flokki. Undirritaður hefur ekki haft tæki- færi til að kynna sér hvernig þetta er framkvæmt. Úr því, að hér er fjallað um Al- þingi, furða ég mig á þeirri íjar- stæðu, sem sumir þingmenn okkar hafa haldið fram, að einhveiju til- teknu kjördæmi fylgi réðherraemb- Ef gamla lýðræðislega aðferðin hefði gilt, segir Gunnlaugfur Þórðar- son, hefðu hvorki Guð- mundur Árni Stefáns- son né Ólafur G. Einars- son náð kosningu. ætti, ef tiltekinn flokkur er í stjórn. Auðvitað eiga menn að veljast eftir hæfni sinni og reynslu. Þá er hitt ekki síður fjarstæða að embætti þingforseta sé lítilfjörlegra en ráð- herraembætti. Undarlegt að þessir þingmenn skuli ekki átta sig á því, að Alþingi er yfír hverri ríkisstjórn og að ráðherrar eru aðeins fram- kvæmdastjórar hennar. Það er illt til afspurnar að jafnvel þingmenn eru berir að því að óvirða Alþingi. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. SPRENGJ A DÖMUDEILD VERÐ ÁÐUR TILBOÐSVERÐ KJÓLAR 3990,- 1990,- DRAKTIR 12700,- 7990,- DRAKTIR 7990,- 5990,- BUXUR 3790,- 1990,- BOLIR 1690,- 990,- BÓMULLARSKYRTUR 3290,- 2300,- RÓSÓTT VISCOSE DRESS 6980,- 3990,- BÓMULLAR PILS 2990,- 1990,- GLANS PILS SÍÐ 4790,- 3590,- HERRADEILD VERÐ ÁÐUR TILBOÐSVERÐ SKYRTURBÓMULL 2990,- 1990,- SMITHS BUXUR 5790,- 3990,- PEYSUR 3990,- 2990,- HERRA JAKKAR 9990,- 6990,- SUMARSTAKKAR 7990,- 5990,- JAKKAFÖT 13990,- 9990,- PÓLÓ BOLIR 2490,- 1990,- DR. MARTENS SKÓR 8490,- 4990,- ÁSAMT FJÖLDA SPRENGITI LBOÐA AÐEINS FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.