Morgunblaðið - 04.05.1995, Page 32

Morgunblaðið - 04.05.1995, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ •SS*smeg ^rsmeg Ný lína í heimilistækjum Viö flytjum inn vönduö heimilistæki frá Smeg og Piere Roblin. Tækin marka tímamót í hönnun, eru stílhrein og auðveld í notkun. EIRVÍK heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Rvík, sími 91 -588 0200 AÐSENDAR GREINAR Réttur kjósenda ALMENNUR kosn- ingaréttur er grund- vallaratriði lýðræðis- þjóðfélags. Flestir gera sér ljóst hve mikilvæg- ur þessi réttur er og má nánast segja að honum fylgi sú skylda að neyta hans og láta sig með því varða þjóð- arhag. Vissulega veg- ur atkvæði hvers og eins lítið þegar á heild- ina er litið. Þó er þess að gæta, að kosning þingmanns getur oltið á einu atkvæði eða jafnvel hlutkesti, svo sem dæmi eru til. Gunnlaugur Þórðarson I lögum um alþingiskosningar frá 1934 voru ákvæði um áhrif útstrik- ana á atkvæðaseðli, en þá voru lista- framboð aðeins í Reykjavík. Ákvæði þessi voru gerð gleggri með lögum nr. 80 frá 1942. Með þeim voru tryggðir möguleikar kjósenda til þess að hafa áhrif á hverjir yrðu kosnir í listakosningu. Þannig þurfti ekki nema rúm 5% kjósenda að gera annað en að strika efsta manninn á listanum út og þá færðist hann niður. Væri um frambjóðanda að .ræða neðar á listanum þurfti nokkru fleiri prósentubrot til þess að ná sama árangri. Hins vegar var í slík- um tilvikum áhrifaríkast að strika út næsta nafn fyrir ofan nafn þess, er ætlunin var að færa ofar og jafn- framt setja tölustafinn einn framan við nafnið. Útstrikanir höfðu stundum í för með sér að frambjóðandi náði ekki því sæti, sem hann hefði átt að fá að öllu óbreyttu, þannig að áhrif hins óbreytta kjósanda voru talsverð og í beinu samræmi við kröfur tímans og lýðræðis. Mér þykir ósennilegt að nokkum tíma hafi verið um samantekin ráð kjósenda að ræða þegar frambjóðendur urðu fyrir útstrikunum, held- ur hitt að misjöfn hylli frambjóðenda hafi ráð- ið mestu um hvernig til tókst. Árið 1959, þegar landinu var skipt upp í níu misstór kjördæmi með misjafnlega mörg- um alþingismönnum kosnum í listakosning- um, voru sumir þing- menn hræddir við þann sem útstrikanir buðu möguleika, upp á og óttuðust þennan rétt kjós- enda. Því var að tilhlutan þeirra sett ákvæði í kosningalögin, sem gerðu útstrikanir marklausar. Með þeirri ólýðræðislegu breytingu, þurfti helmingur kjósenda listans eða 50% að strika frambjóðandann •út til þess að hann færðist niður eftir listanum eða tífalt fleiri en áður. Þannig að hefði gamla lýðræðis- lega aðferðin um kosningar til Al- þingis verið í gildi í kosningunum 8. apríl sl. hefði hvorki Ólafur G. Einarsson né Guðmundur Árni Stef- ánsson náð kosningu. I grein hér í blaðinu 25. febrúar sl. undir yfírskriftinni: Forneskju- legt óréttlætibenti ég á nauðsyn þess að útstrikanir á listum fengju sitt fyrra vægi og það er vissulega krafa nútímans, ekki síst þegar vax- andi vilji er til þess meðal menning- arþjóða að gefa kjósendum aukinn möguleika á því að kjósa tiltekna frambjóðendur, ekki síður en flokk. Þess má minnast, að í þingkosning- unum í Þýskalandi fá kjósendur tvo atkvæðaseðla, einn seðil til að kjósa flokk og annan til þess að kjósa sérstaklega einstaka frambjóðendur og það meira að segja í öðrum flokki. Undirritaður hefur ekki haft tæki- færi til að kynna sér hvernig þetta er framkvæmt. Úr því, að hér er fjallað um Al- þingi, furða ég mig á þeirri íjar- stæðu, sem sumir þingmenn okkar hafa haldið fram, að einhveiju til- teknu kjördæmi fylgi réðherraemb- Ef gamla lýðræðislega aðferðin hefði gilt, segir Gunnlaugfur Þórðar- son, hefðu hvorki Guð- mundur Árni Stefáns- son né Ólafur G. Einars- son náð kosningu. ætti, ef tiltekinn flokkur er í stjórn. Auðvitað eiga menn að veljast eftir hæfni sinni og reynslu. Þá er hitt ekki síður fjarstæða að embætti þingforseta sé lítilfjörlegra en ráð- herraembætti. Undarlegt að þessir þingmenn skuli ekki átta sig á því, að Alþingi er yfír hverri ríkisstjórn og að ráðherrar eru aðeins fram- kvæmdastjórar hennar. Það er illt til afspurnar að jafnvel þingmenn eru berir að því að óvirða Alþingi. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. SPRENGJ A DÖMUDEILD VERÐ ÁÐUR TILBOÐSVERÐ KJÓLAR 3990,- 1990,- DRAKTIR 12700,- 7990,- DRAKTIR 7990,- 5990,- BUXUR 3790,- 1990,- BOLIR 1690,- 990,- BÓMULLARSKYRTUR 3290,- 2300,- RÓSÓTT VISCOSE DRESS 6980,- 3990,- BÓMULLAR PILS 2990,- 1990,- GLANS PILS SÍÐ 4790,- 3590,- HERRADEILD VERÐ ÁÐUR TILBOÐSVERÐ SKYRTURBÓMULL 2990,- 1990,- SMITHS BUXUR 5790,- 3990,- PEYSUR 3990,- 2990,- HERRA JAKKAR 9990,- 6990,- SUMARSTAKKAR 7990,- 5990,- JAKKAFÖT 13990,- 9990,- PÓLÓ BOLIR 2490,- 1990,- DR. MARTENS SKÓR 8490,- 4990,- ÁSAMT FJÖLDA SPRENGITI LBOÐA AÐEINS FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.